Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 41 Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri fram. Loforð um malbikun gatna og gangstétta hafa heldur ekki verið haldin. En það eru ekki að- eins loforð af þessu tagi, sem ekki hefur verið staðið við; bæði Al- þýðubandalagið og Alþýðuflokk- urinn höfðu eins og kunnugt er að vígorðum fyrir síðustu kosningar „Samningana í gildi“ og „Kosn- ingar eru kjarabarátta". Allir vita hvernig við þetta hefur verið stað- ið, og launþegar eru alveg reiðu- búnir til að taka Alþýðubandalag- ið á orðinu og gera kosningarnar að kjarabaráttu. Eða hvernig gengur mönnum nú að láta ný- krónurnar hrökkva fyrir hvoru tveggja, daglegum nauðþurftum og hæstu beinu sköttum í sögu þjóðarinnar." IJrbætur í atvinnumálum efstar á blaði — Hver eru helstu baráttumál sjálfstæðismanna? „Efst á blaði okkar eru úrbætur í atvinnumálum, í anda þeirrar stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað, bæði á landsvísu og heima í héraði. í þessu sambandi viljum við efla framkvæmdasjóð Akureyrar, gera hlutverk atvinnu- málanefndar stærra og uppbygg- ing og stofnun verkmenntaskóla er að sjálfsögðu ekki lfitill þáttur í viðleitni okkar til úrbóta í at- vinnumálum. Við leggjum líka höfuðáherzlu á að nýta orkuna í fallvötnum og jarðvarma með skynsamlegum hætti. Við fögnum því ákvörðun um Blönduvirkjun, og viljum gera það sem við getum til þess að kom- ið verði upp orkufrekum nýiðnaði á Eyjafjarðarvæðinu. Að því til- skyldu að sjálfsögðu að fullkom- inna mengunarvarna og náttúru- verndar verði gætt.“ Óskaverkefni „Af einstökum framkvæmdum sem ýmist eru á vegum bæjarins eins eða bæjar og ríkis, nefni ég sem óskaverkefni uppbyggingu fjórðungssjúkrahússins, verk- menntaskólans, svæðisíþrótta- hússins, lyftumannvirkja í Hlíð- arfjalli, brú yfir Glerá og nýja sundlaug í Glerárhverfi. í húsnæðismálum viljum við af fullum krafti framfylgja þeirri grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins að hverri fjölskyldu verði gert kleift að byggja og búa í eigin húsnæði. Til þess viljum við að byggingarlánakerfið láti í té 80% af kaupverði með lánstíma sem ekki sé skemmri en 40 ár. Það er kappsmál okkar að alltaf sé til nóg af lóðum og byggingarsvæði fyrir verktaka. Að tillögu bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var gjaldskrá byggingargjalda á Ak- ureyri breytt fyrir skemmstu, og fengust á henni verulegar lagfær- ingar, sem meðal annars auðvelda iðnfyrirtækjum og annarri at- vinnustarfsemi að tryggja sér nægjanlegt framtíðarrými þar sem nú má greiða byggingargjöld af hverjum framkvæmdaáfanga fyrir sig. Við teljum að efla þurfi Byggingarlánasjóð Akureyrar með árlegum framlögum úr bæj- arsjóði og einnig að framlag til húsfriðunarsjóðs verði hærra en verið hefur, því við viljum gjarna varðveita gömul og sögufræg hús sem setja sinn sérstaka svip á bæ- inn og gæða þau nýju lífi en láta þau ekki verða að dauðum safn- gripum. Bæjarkerfíð opnara „Við viljum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að glæða lifandi og fjölbreytilegt menningar- og listalíf með því að búa sem best í haginn fyrir slíka starfsemi en við vörum við þeirri hugmynd sem fram hefur komið, að reisa af opinberri hálfu eitt báknið enn til þess að stýra allri þessari starfsemi að ofan. Við vilj- um gera bæjarkerfið opnara til þess að gera öllum almenningi auðveldara að fylgjast með því sem er að gerast á vegum bæjar- ins. Slíkt er forsenda nauðsynlegs aðhalds almenningsálitsins og við viljum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að létta af fólki þeim ofurþunga beinna skatta sem lagður hefur verið á, þannig að mönnum er nú hreinlega refsað fyrir dugnað, afburði og heiðar- leika." — Ertu bjarsýnn á úrslit kosn- inganna? „Af viðræðum okkar við fólk og undirtektum við stefnu okkar og málefnayfirlýsingu þá teljum við okkur mega vera bjartsýn. Nú biðjum við kjósendur að gefa okkur tækifæri til þess að láta stefnu okkar og störf njóta sín í framkvæmd; tækifæri til þess að mynda nýjan meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar. Ef við misnot- um það umboð sem við kunnum þannig að fá, þá er lýðræðisskipu- lagi okkar svo fyrir að þakka, að það er þá hægt að refsa okkur með fylgistapi eftir á, ef við stöndum ekki við þá stefnu sem við höfum boðað og viljum fylgja," sagði Gísli Jónsson. Sumarhús í SVISS.Oö 41 Sll Ifllll í beinu leiguflugi 11-20 júni, 10 dagar Verð frá kr. 2.920 miðað við flug og gengi 18. janúar 1982. Sumarhús frá kr. 4.970 Innifaiið í verði hópferðar: Flug, rútuferðir, gisting, 1/2 fæði í Austurríki, akstur til og frá flugvelli erlendis, lestarferðir, skoðunarferðir til Innsbruck og Lichtenstein, íslensk farar- stjóm. Það verður seint flogið á fallegri slóðir en til svissnesku og austurrísku Alpanna. 11. júni efnum við til 10 daga ferðar til Sviss og bjóðum m.a. hópferð með dvöl í sumarhúsum í Sviss og Austurríki. Sjálfsagt er einnig að hafa í huga það upplagða tækifæri sem leiguflugið býður á ódýrri sjálfstæðri ferð um mið-Evrópu, t.d. með bílaleigubíl eða járnbrautarlestum. í hóp- ferðinni er gist í eina nótt í Zurich en að öðru leyti er dvölinni skipt bróðurlega á milli sumar- húsanna í Altenmarkt í Austurríki og Wildhaus í Sviss. Farið verður í fjölda skoðunarferða um hið gullfallega umhverfi þeirra, borgir verða heimsóttar, Rínar-foss- arnir skoðaðir og farið í fjallakláfum upp í svissnesku Alpana. i Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 í tengslum við leiguflugið 11. júni efnum við við einnig til ferðar þar sem einungis er dvalist í sumarhúsunum í Wildhaus, örskammt frá bænum Buchs á landmærum Sviss og smá- ríkisins Lichtenstein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.