Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 23
Davíð Oddsson MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 27 und8son, Árni Sigfússon, Davíð Oddsson, „Þau hafa orðið borg- rlvr^ atkvæðin 58 sem al IJII111II Uj I úrslitum réðu ’78 „VIÐ HÖFUM ekki gleymt því, að það voru ekki nema 58 atkvæði, sem skáru úr um, að vinstri stjórn þriggja flokka, undir forystu Alþýðubanda- lagsins, skyldi fara með stjórn mála hér í borginni síðustu fjögur ár. Og það eru margar ástæður til þess, að við höfum ekki gleymt þessum 58 at- kvæðum. Þau hafa orðið borgarbúum dýr. Á þessu ári eru gjöldin á borg- arbúa 170 milljónum króna hærri en þau hefðu orðið með gjaldstofnum okkar sjálfstæðismanna. Hvert þess- ara 58 atkvæða hefur því kostað Reykvíkinga 2 milljónir 931 þúsund nýrra króna á þessu fjárhagsári eða rúmar 10 milljónir nýrra króna á kjör- tímabilinu öllu. Þetta segir okkur öllum, að hvert einasta atkvæði getur skipt máli. Það getur reynst afdrifaríkt. Hvert eitt atkvæði getur kostað borgarbúa ótrúlega háar fjárhæðir. Þetta verður hver einasti Reykvíkingur að rauna. Það munar um hann, hans atkvæði getur skipt sköpum," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóraefni sjálfstæð- ismanna á útifundi þeirra í gær. „Borgarbúum mun fjölga hægt, segja vinstri menn. Borgin mun ekki byggjast jafn hratt og annars staðar gerist í landinu, segja þeir, og þess vegna er okkur óhætt að halda að okkur höndum. Doðinn og deyfðin virðist halda í hönd þeirra," sagði Davíð Oddsson. Hann sagði að svo daprar vörður yrðu aldrei teikn á himni sjálfstæðismanna, þeir myndu leysa vilja og styrk úr læðingi — og ekki binda viljastyrkinn í viðjar skrifræðis og miðstýringar. Sjálf- stæðismenn myndu halda á loft aðalsmerjci góðs samstarfs við borg- arbúa. Sjálfstæðismenn gætu ekki lent í sömu sporum og vinstri menn nú, sem líta yfir liðin fjögur ár og sjá, að þeir hafa vanrækt samstarfið við borgarbúa, en segja síðan: Við ætlum að setja reglur sem skylda okkur til að hafa gott samstarf við borgarbúa. „Hvaða gagn skyldu slíkar reglur gera, þegar viljann til verksins vant- ar, eins og komið hefur fram á þessu kjörtímabili?" spurði Davíð Oddsson og bætti við: „Nei — valdhrokinn er runninn sósíalismanum í merg og bein. Þeir, sem eru haldnir honum hafa höndlað sannleikann og þurfa ekki að leita hans annars staðar, og síst hjá almenningi. Þetta sannar sá dómari sem ólygnastur er, öll saga mannkynsins á þessari öld.“ Davíð Oddsson vék að kosninga- málum vinstri flokkanna. Hann benti á slagorð framsóknarmanna um lækkun fasteignagjalda og minnti á, að í fjögur ár hefðu þeir verið tals- menn þess að fella tillögur sjálfstæð- ismanna um lækkun fasteignagjalda. Nú á síðustu mánuðum væru togarar Framsóknarflokksins „komnir með skut á báða enda og nú hella fram- sóknarmenn sér út í kosningabaráttu með kosningaloforð sín fyrirfram svikin í báða enda“. Talsmenn komm- únista séu þó ósvífnastir, þeir leyfi sér að ympra á því, að kjörseðill merktur þeim sé innlegg í kjarabar- áttuna — hins vegar hafi komið í ljós, að kjörseðill merktur vinstri flokkun- um hafi verið talinn sem skattseðill upp úr kössunum. Um Alþýðuflokk- inn sagði Davíð, að þeir væru eins og statistar í leikgerð Alþýðubandalags- ins og það hafi ekki þótt sérstakur leiksigur hér forðum, þótt menn fengju að leika fótatak í fjarska eða hnerra bakatil. „Sá maður, sú kona, það atkvæði, sem við vinnum á okkar band, gæti verið eitt af þessum 58 sem upp á kynni að vanta. Það verðum við að muna,“ sagði Davíð Oddsson. >ir tapað hefur skert minn vilja né kraft. Þrótt minn og sterkan baráttuhug sæki ég í samtakamátt Sjálfstæðis- flokksins. Hugsjón flokksins er afl- gjafi hverjum þeim, sem kemst í snertingu við hana. Við göngum fram, hlið við hlið, í sterkri fylk- ingu, og sækjum kraft hver til ann- ars. Því samtakamáttur og vilji til góðra verka er veganesti okkar." Enginn er útundan í kosningabaráttunni. Már Jóhannsson límir listabókstafinn á Gunnar Thoroddsen. Ljósm. Mbi. ói.k.M. Baráttan snýst eða óvíssa framtíð „Að sönnu eru hverjar kosningar hinar þýðingarmestu, en að þessu sinni höfum við dapra reynslu af fjögurra ára vinstri stjórn í Reykja- vík. Framtaksleysi og skipulagsleysi hefur fært Reykjavíkurborg úr far- vegi framfara á sviði atvinnumála, félagsmála, mannlegs og menning- arlegs umhverfis. Sérhvert atkvæði sem fer í kjörkassann á laugardag- inn ræður úrslitum um það, hvort hið samhenta og styrka afl sjálfstæð- ismanna fær tækifæri til að snúa hjólum framfaranna á ný,“ sagði Ingibjörg Rafnar, sem skipar 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í Reykja- vík, á útifundi þeirra á Lækjartorgi í gær. „Styrkur Sjálfstæðisflokksins," sagði Ingibjörg, „felst í því að þar skipa sér í eina sveit stétt með stétt. Þar hefur eldmóður nýrra kynslóða jafnan sameinast aga reynslunnar. Þess vegna hafa mestu framfara- tímabil í sögu landsins á undan- gengnum áratugum verið undir stjórn sjálfstæðismanna. Þess vegna var saga Reykjavíkur í fimm- tíu ár samfelld saga framfara." Og Ingibjörg sagði: „Kosningarn- ar skilja á milli tveggja framtíðar- sýna, annars vegar er sundurlyndi hóphyggjuaflanna en á hinn bóginn er framfaramáttur einstaklings- frelsisins. Ég segi ekki að baráttan snúist um gæfu eða ógæfu þessarar borgar en hún snýst um bjarta um bjarta borgarinnar framtíð eða óvissa og þá er ekki of djúpt í árinni tekið. Þessar kosningar snúast líka um lýðræðið. Fjórhjólavagn hóphyggju- aflanna er skipaður forystu- mönnum, sem neita að bera beina pólitiska ábyrgð á störfum sínum gagnvart borgarbúum. Þeir bjóðast til þess að stjórna borginni úr fjór- um skotgröfum og tefla síðan fram tíl ábyrgðar manni, sem ekki hefur fengið umboð frá kjósendum og verður ekki leyft að leggja störf sín undir dóm kjósenda. Sjálfstæðis- flokkurinn býður fram til borgar- stjóra ungan, skeleggan og reyndan sveitarstjórnarmann, sem er reiðu- búinn til þess að sækja umboð sitt beint til fólksins í kosningum og með því að leggja störf sín undir þeirra dóm á nýjan leik. Sjálfstæð- isflokkurinn óskar eftir umboði kjósenda og ætlar ekki að skjóta ábyrgðinni á bak við byrgða glugga og lokaðar dyr.“ ikn í'undi 1 gær sem hefur sýnt það í kosninga- baráttunni og öllum störfum sínum að hann er verður þess trausts, sem honum er sýnt. Við göngum til þessara kosn- inga með unga og hæfileika- mikla konu, Katrínu Fjeldsted, í baráttusætinu. Við göngum til þessara kosn- inga með þann bakhjarl reynslu og dugnaðar sem Markús Örn Antonsson, Albert Guðmunds- son, Magnús L. Sveinsson og Páll Gíslason hafa sýnt. Og við fögnum liðstyrk Ingibjargar Rafnar, Huldu Valtýsdóttur, Sigurjóns Fjeldsted, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Hilmars Guðlaugssonar í aðalsæti að þessu sinni. Við sjálfstæðismenn erum í sókn. Vinstri flokkarnir í borg- arstjórn Reykjavíkur eru á flótta. Við skulum reka þann flótta á laugardaginn kemur. Kvennaframboðið gerir sér vonir um að njóta góðs af upp- lausn vinstri manna. Frambjóð- endur koma svo til eingöngu yzt af vinstri væng stjórnmálanna. Tilgangur kvennalistans að auka áhrif kvenna er hins vegar dæmdur til að mistakast, vegna aukinnar upplausnar og hrossa- kaupa í borgarstjórn. Enginn flokkur hefur í stjórnmálum samtímans sýnt konum jafnmikið traust og Sjálfstæðisflokkurinn. Fyrsta konan á alþingi var meðal stofnenda Sjálfstæðisflokksins. Fyrsta konan, sem varð borgar- stjóri og ráðherra, er sjálfstæð- ismaður. Við erum flokkurinn, sem í dag bjóðum fram þær Ingibjörgu Rafnar, Huldu Val- týsdóttur, Katrínu Fjeldsted, Jónu Gróu Sigurðardóttur, Margréti Einarsdóttur og margar fleiri. Við erum flokkur- inn sem í áratugi hefur verið í forystu þeirra sem vilja aukna þátttöku og áhrif kvenna, trúir kjörorði okkar: Einstaklings- frelsi er jafnrétti í reynd. Margir segja kjósendur leiða á stjórnmálaflokkum, þeir séu allir eins. Slíkur hugsunarhátt- ur er lýðræðinu hættulegur. Við verðum að verja lýðræðið og efla með því að fela einum flokki, Sjálfstæðisflokknum, meirihluta í borgarstjórn, svo að kjósendur geti krafið hann og ábyrgan borgarstjóra, Davíð Oddsson, reikningsskila að kjörtímabili loknu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.