Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 2 9 bæjar-og SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR VJCdl VrdPLfíJd. Þrír af frambjóðcndum Sjálfstæðisflokksins, þau Lilja, Sigurður og Dröfn, í vinnustaðaheim- sókn hjá starfsmönnum bæjarins í Áhaldahúsinu við Lyngás. Úr salarkynnum nýja bókasafnsins í húsnæði Garðaskóla, en þetta bókasafn kvað verða eitt hið glæsilegasta á landinu. l.jósm. Mbl. Krisiján Kinarsson. Garðabær er bæjarfélag sem byggst hefur mjög hratt upp á síðustu árum. 1. desember sl. var íbúatalan komin í 5.114 og af þeim eru 3.069 á kjörskrá. Á kjörtímabilinu hefur verið unnið mikið átak við lagningu slitlags á húsagötur, gang- stéttafrágang og fegrun umhverfis. Þá hefur bygging 2. áfanga Garðaskóla með æskulýðsmiðstöð og bókasafni verið hvað stærst verkefna. Hafnar eru framkvæmdir í miðbæ Garðabæjar, en uppbygging hans verður eflaust stærsta verkefnið á komandi kjörtímabili. Garðabæjar verður ekki minnst án þess að í hugann komi Hafnarfjarðarvegsmálið, en vegna lagfæringar vegarins í gegnum bæinn var þyrlað upp miklu pólitísku moldviðri. Vegurinn hefur nú verið lag- færður og breikkaður að stærstum hluta og er verið að Ijúka framkvæmdum. Þrátt fyrir allt moldviðrið sem feykt var í kringum ákvarðanatökuna um lagfæringuna hefur verið hljótt um málið nú fyrir kosningar. Þeir sem börðust hvað harðast gegn breikkuninni hafa nú eflaust skynjað þá sam- göngubót sem af framkvæmdunum er. í bæjarstjórn Garðabæjar sitja sjö bæjarfulltrúar. Meiri- hlutann mynda sjálfstæðismenn með fjóra fulltrúa, Alþýðu- bandalag, Framsóknarflokkur og Alýðuflokkur eiga einn fulltrúa hver. Mjótt var á munum í síðustu kosningum hvað varðaði meirihlutann og þess má geta að um eitt þúsund nýir kjósendur ganga nú að kjörborðinu, þannig að alls er óljóst um úrslit. Þess má og geta að Garðbæingum gefst einnig tækifæri til að segja álit sitt á hvort heimila eigi áfengisútsölu í bænum. Texti: F.F. Ljósm.: Kmilía. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins: Áframhaldandi styrk stjórn eða ósamstæður vinstri meirihluti Lágskattastefna okkar eða háskattastefna, um þetta snúast kosningarnar Framboðslisti sjálfstæðismanna I Garðabæ hefur tekið miklum breyt- ingum frá síðustu kosningum. Efstu sætin skipa ungt áhugasamt fólk, en meðalaldur íbúa bæjarins hefur verið mjög lágur. Ekki eru mörg ár síðan um 60% Garðbæinga voru 16 ára og yngri. Krambjóðendurnir hafa heim- sótt svo til hvert fyrirtæki í bænum, kynnt sér rekstur þeirra og rætt við starfsfólk, einnig hafa þeir haldið fjöl- marga hverfafundi. Sjö efstu menn gáfu sér þó tíma í siðustu viku til að spjalla við Mbl.menn. „Kosningarnar snúast um áfram- haldandi styrka stjórn sjálfstæð- ismanna eða ósamstæðan meiri- hluta vinstri manna,“ sagði Sigurð- ur Sigurjónsson, efsti maður list- ans, er hann var spurður um hvað kosningarnar snerust helst. Hann sagði einnig: „Fólk hefur dæmin fyrir sér hvað gerist þegar vinstri stjórnir komast til valda og nægir að nefna Reykjavík og Kópavog. Vegna streitu ósamstæðra afla um röðun verkefna hafa framkvæmdir orðið óhófiega kostnaðarsamar og álögur á íbúana í samræmi við það. Við meirihlutastjórn sjálfstæð- ismanna, eins og verið hefur Garða- bæ og á Seltjarnarnesi er unnt að halda skattálögum í lágmarki, án þess að það komi niður á fram- kvæmdum. Við munum halda lág- skattastefnu okkar áfram." Frágangi gatna Ijúki þegar hverfi byggjast Árni Ólafur Lárusson skipar annað sætið. Árni sagði að skipu- lagsmálin og samgöngumálin, þ.e. umferðarmál innanbæjar og tengsl- in við nágrannasveitarfélögin væru meðal forgangsmála. Þá sagði hann sjálfstæðismenn leggja áherslu á umhverfismál og yrði unnið að því á næsta kjörtímabili að ganga frá opnum svæðum innan hverfanna svo og meðfram nokkrum aðalveg- um innan bæjarlandsins. Þá sagði hann ennfremur stefnt að því að frágangi gatna í nýjum hverfum yrði lokið um leið og þau byggjast. í þriðja sæti er Lilja Hallgríms- dóttir. „Það er mjög mikilvægt að í miðbænum byggist upp góð verzl- unar- og þjónustumiðstöð," sagði hún. „Með tilkomu fleiri atvinnu- fyrirtækja fjölgar þeim sem starfa innan bæjarins. Þjónustu og verzl- un þarf að auka í samræmi við vöxt bæjarfélagsins. Þá er einnig nauð- synlegt að menningar- og félags- starfsemi fái áfram stuðning bæj- arfélagsins til að standa á eigin fót- um. íþróttamálin eru í góðum hönd- um og íþróttamenn okkar hafa unn- ið stóra sigra. íþrótta- og æsku- lýðsstarf þarf að efla.“ Staða bæjarsjóðs mjög góð Agnar Friðriksson skipar fjórða sætið. „Ég er þess fullviss, að allt það sem gert hefur verið í Garðabæ á svo stuttum tíma er að þakka góðri stjórn bæjarins. Staða bæj- arsjóðs er mjög góð eins og bæjar- reikningarnir sýna glögglega. Okkar stefna í fjármálum er að tekjur verði ákveðnar fyrst, útgjöld síðan á grundvelli þeirra. Við höld- um lágskattastefnu okkar áfram og með samhentum meirihluta og að- haldsstefnu í rekstrarútgjöldum verður ekkert vandamál að láta það fjármagn duga til verulegra fram- kvæmda. Dröfn Farestveit, sem er í fimmta sæti, sagði að skólamálin væru málefni sem á hverjum tíma þyrfti að gefa góðan gaum. í Garða- bæ hefur nú risið glæsilegt skóla- húsnæði undir framhaldsnám (í dag, 20. maí útskrifast fyrstu stúd- entarnir í Garðabæ, innskot Mbl.). Þá sagði Dröfn að á næstunni yrðu hafnar framkvæmdir við nýjan leikskóla við miðbæinn og sjálf- stæðismenn hefðu á stefnuskrá sinni að efna til fullorðinsfræðslu. „Þá er sérstakt áhugamál mitt varðandi skólamál, að inn í skólana verði komið markvissri fræðslu um neytendamál og heimilisfræðslu. í þjóðfélagi hraða og óðaverðbólgu er ekki litið hagsmunamál að fólk fái notið hollrar fæðu sem unnt er að framreiða á skikkanlegu verði.“ Unga fólkið fái áfram tækifæri Benedikt Sveinsson og Helgi K. Hjálmsson eru í sjötta og sjöunda sæti. Þeir sögðu að í stefnuskrá sjálfstæðismanna væri drepið á mörg veigamikil atriði sem vörðuðu áframhaldandi uppbyggingu bæjar- félagsins. Nefndu þeir sem dæmi að áfram yrði unnið að því að gefa ungu fólki möguleika á að eignast hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þeir sögðu að Byggung í Garðabæ, sem ungir sjálfstæðis- menn stofnuðu á kjörtímabilinu, ynni nú að stóru verkefni í Kjarr- móum, þar væru að rísa 50 íbúðir í litlum raðhúsum. Þarna væri komið heilt hverfi á bezta stað í bænum með íbúðarstærðum sem hentuðu jafnt ungu fólki sem væri að hefja búskap, og einnig eldra fólki sem vildi minnka við sig. Þá sögðu þeir stefnu Sjálfstæðisflokksins að áfram yrði séð fyrir nægum íbúð- arhúsa- og atvinnulóðnm. Samholdnin mikil Mörg önnur fyrirhuguð verkefni á komandi kjörtímabili voru nefnd sem of langt mál yrði að tíunda hér. Auðheyrt var að meðal frambjóð- endanna er mikil samheldni og hver og einn hefur einlægan áhuga á vel- ferð og framgangi bæjarfélagsins. Þau sögðu í lokin að sjálfstæðis- menn væru hæfilega bjartsýnir á að meirihlutinn héldist en sögðu einsýnt, að sjálfstæðismenn þyrftu allir sem einn að leggja sitt af mörkum til að svo gæti orðið. Sjö efstu, talið frá vinstri: Lilja Hallgrímsdóttir, Árni Olafur Lárusson, Dröfn Farcstveit, Sigurður Sigurjónsson, Benedikt Svcinsson, Agnar Friðriksson og Helgi K. Hjálmsson. í baksýn hið nýja og glæsilega húsnæði Garðaskóla, lengst til vinstri sér í íþróttahúsið, sem er nýlegt, en þar hefur stöðugt verið unnið að aukinni þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.