Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR Vidtöl: Anders Hansen Myndir: Ragnar Axelsson Seltjamames Viljum að Seltjarnarnes haldi sérstöðu sinni áfram - segir Sigurgeir Sigurðsson, sem verið hefur sveitarstjóri og bæjarstjóri í 17 ár Selljarnarncskaupstaður er um margt sérstætt byggðarlag, þar sem íbúar og bæjaryfirvold hafa ekki alltaf farið troðnar slóðir í samskiptum sín- um á milli. A Seltjarnarnesi eru opin- ber gjóld til dæmis lægri en víðast hvar annars staðar, þar er eigin hita- veita, sem gerir það að verkum að upp- hitunarkostnaður er aðeins milli 13 og 14% af olíukyndingarkostnaði. Þá hafa Reykvíkingar löngum lagt leið sína vestur á Nes vegna þess að þar er opnunartími verslana frjálslegri en víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. Á Seltjarnarnesi hafa bæjaryfirvöld haft um það frumkvæði, að kanna mögu- leika á byggingu jarðstöðvar, er geti tekið á móti sendingum erlendra sjón- varpsstöðva um gerfihnött. Þannig mætti lengi telja, en á Nesinu hafa sjálfstæðismenn hreinan meirihluta i bæjarstjórn, fimm fulltrúa af sjö. Sigurgeir Sigurðsson er bæjar- stjóri, og jafnframt bæjarfulltrúi, eins konar „pólitískur borgarstjóri" á Seltjarnarnesi, eins og deilt er um í Reykjavík. Blaðamaður Morgun- blaðsins hitti Sigurgeir að máli í vikunni, og spurði fyrst hvað valdi því, að yfirvöld á Nesinu hafa að því er virðist minni tilhneigingu til að ráðskast með líf borgaranna, en ger- ist og gengur víðast hvar annars staðar. „Vonandi stafar það af lífshug- sjón okkar sjálfstæðismanna," sagði Sigurgeir, „við viljum að fólk fái sem mest að ráða eigin málum, og við höldum því fram að forðast beri ofstjórn á sem allra flestum sviðum. Seltjarnarnes á að hafa forgöngu um að lækka skattaálögur á fólk - segir Asgeir Asgeirsson Ásgeir S. Ásgeirsson er í baráttusæti D-listans á Seltjarnarnesi. Blaðamað- ur Morgunblaðsins hitti hann að máli, og spurði hvað hann teldi að einkum yrði kosið um í kosningunum á laug- ardaginn. „Ég held að hér á Seltjarnarnesi verði mjög tekið mið af því, hvort fólk vill að áfram verði reynt að halda aftur af skattheimtunni, eða hvort skattheimtan verður þyngd eins og vinstri menn vilja," sagði Ásgeir. „Hér á Seltja-narnesi höf- um við ekki fullnýtt tekjustofna okkar, útsvar er til dæmis 10,5%, og gefinn er 20 til 25% afsláttur af fasteignagjöldum. Helst vildi ég enn hægja á, í stað þess að þyngja skatt- ana. Seltjarnarnes á að vera leið- andi afl í þessari viðleitni hér á landi, gefa gott fordæmi, en ekki veitir af, því víða um land einblína menn á auknar skattaálögur sem allra meina bót. Af öðrum málum sem ég hef áhuga á að stuðla að hér á næsta kjörtímabili, er að ráðist verði í að vinna að umhverfismálum og að gera bæinn meira aðlaðandi hið ytra en nú er. — Þetta á að mínum dómi að vera það stórverkefni, sem ráðist verður í þegar lokið verður byggingu sundlaugarinnar og ann- arra þjónustustöðva sem nú er unn- ið að. Þá verða atvinnumálin hér einnig að fá sína umfjöllun. Seltjarnarnes á ekki að vera svefnbær án atvinnu- Ásgeir Ásgeirsson, sem skipar baráttu- sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. rekstrar, og þar á bærinn að virka hvetjandi á ný fyrirtæki. í því sam- bandi hefur verið rætt um að koma upp eða úthluta lóðum fyrir at- vinnustarfsemi. — Það verður á hinn bóginn að hafa í huga að þar verði á ferðinni starfsemi sem falli að því sem hér er fyrir og verði í samræmi við það hvernig bærinn er uppbyggður. Stóriðnaður á hér til dæmis varla heima, en allur léttari og þrifalegri iðnaður kemur vel til greina." — Bjartsýnn á úrslitin? „Já, frekar en hitt. Það er þó Ijóst að sjálfstæðismenn þurfa á öllu sínu að halda, enda er sótt að okkur úr öllum áttum, sem svo oft áður,“ sagði Ásgeir að lokum. Krambjóðcndur Sjálfslaúisflokksins á Scltjarnarncsi. í samræmi við það höfum við haldið skattheimtu undir þeim mörkum sem fiest önnur sveitarfélög hafa, við viljum að opnunartími verslana ákvarðist af neytendum og kaup- mönnum, og í skipulagsmálum á fólk að fá að ráða eins miklu og frekast er unnt. Við höfum líka búið hér við sam- henta stjórn eins fiokks í bænum um skeið. Það er mjög mikils virði, og ég tel að það komi fljótt í ljós þegar innbyrðis ósamkomulag og hrosskaup eru uppi á teningnum í stjórn sveitarfélaga. — í þessu sam- bandi getum við tekið undir með þeim alþýðubandalagsmönnum á Neskaupstað, sem í viðtali við Þjóð- viljann fyrir nokkrum dögum sögðu, að ómetanlegt væri fyrir hvert sveitarfélag að leiða þar einn flokk til ábyrgðar. Undir þetta tökum við, þótt forsendurnar séu ólíkar." — Hvaða framkvæmdir ber hæst í bænum nú um þessar mundir? „Við stöndum í mjög umfangs- miklum framkvæmdum um þessar mundir, þar sem hin nýja sundlaug- arbygging er einna stærst. Það er mikil framkvæmd, hús sem rúma sundlaug og margháttaða starfsemi aðra, svo sem baðstofur, ljósastofur, heilsurækt og fieira sem heima á í slíkri byggingu. Við stefnum að því að leigja einstaklingum út húspláss fyrir slíka starfsemi, enda höfum við ekki áhuga á að bærinn standi í slíkum rekstri. Þá erum við að byggja sextán íbúðir fyrir aldraða, og síðar er ætl- unin að bæta við öðru eins. íbúðir þessar eru stærri en almennt gerist með íbúðir fyrir aldraða, 56 fer- metra, 70 fermetra eða 95 fermetra stórar. Við erum þeirrar skoðunar að íbúðir aldraðra séu oft of litlar, og viljum með þessu tryggja að ekki verði of þröngt. Tólf þessara íbúða eru þegar seldar, en hinar fjórar verða leigðar eða seldar, það fer eft- ir eftirspurn og fieiri atriðum. Bær- inn á svo forkaupsrétt að íbúðunum aftur, hann selur þær á kostnaðar- verði og kaupir þær aftur á sama verði að viðbættri vísitölu. Sigurgeir Sigurðsson bæjarfulltrúi og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á botni nýju sundlaugarinnar, sem nú er verið að byggja á Nesinu. Sjálfstæðismenn hafa haft meirihluta í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Seltjarnarness allt frá því 1962, og Sigurgeir hefur verið sveitarstjóri og bæjarstjóri í 17 ár. Af fleiri framkvæmdum get ég nefnt að við hyggjumst gera skiða- brekku vestan Austurbrautar, byrj- að er á framkvæmdum við kirkju- byggingu sem bærinn styrkir eins og annars staðar, við erum að koma upp aðstöðu fyrir sportbátaeigend- ur, æskulýðsmiðstöð er í undirbún- ingi og margt fleira." — Skólamál? „Já, við erum nokkuð vel settir í skólamálum okkar hér. Það er til dæmis einsett í skólanum, sem ótvírætt er kostur fyrir nemendur og kennara. Af nýframkvæmdum í skólamálum get ég nefnt að á dagskrá er að byggja skóla fyrir yngstu börnin, sex til níu ára. Að öllum þessum málum verður unnið eftir því sem framkvæmdum við fyrri verk miðar áfram, og miðað við fjárhagsstöðu bæjarins, því þótt framkvæmdaáhugi sé mikill viljum við ekki fara þá leið að auka skatta- álögurnar, nóg er víst samt af slíku í landinu.” — Er og verður Seltjarnarnes fyrst og fremst svefnbær, þar sem íbúarnir sækja vinnu og mikið af þjónustu til Reykjavíkur? „Nei, alls ekki. Seltjarnarnes er alls ekki svefnbær eins og flestir kunna að halda. Hér eru til dæmis um 1100 störf, og við stefnum að því að fjölga atvinnutækifærum, með því að laða hingað fyrirtæki og koma upp aðstöðu fyrir þau. Um þjónustuna er það að segja, að Sel- tirningar eru sjálfir sér nægir um fiest í því sambandi. Hér er að rísa sundlaug eins og við höfum rætt, við höfum félagsheimili, heilsugæslu- stöð er hér, sem ekki aöeins þjónar okkur, heldur einnig þúsundum Reykvíkinga ef allt fer eins og til er ætlast. Nú, Reykvíkingum er kunn sú verslunarþjónusta sem hér er fyrir hendi, en hún mun stóraukast á næstunni. Nýr miðbær er í undir- búningi, þar sem verða á litlu svæði fjölmargar verslanir og aðrar þjón- ustumiðstöðvar, og í þessum nýja miðbæ verður yfirbyggt torg, sem vonandi verður lifandi samkomu- staður fólks í dagsins önn. Seltjarnarnes er vaxandi bær, og við höfum marga kosti ónýtta fyrir höndum. Hér búa nú um 3400 manns, en talið er, að hér geti búið um 6000 áður en landrými er þrotið. Á næstu árum verður því hérna mikil fólksfjölgun geri ég ráð fyrir, og við erum staðráðin í að halda áfram að gera Seltjarnarnes eftir- sóknarvert til búsetu, meðal annars með því að halda þeim sérkennum sem við höfum haft í stjórn bæjar- ins.“ — Ertu bjartsýnn á úrslitin? „Já, því ekki það, þó auðvitað verðum við að halda vöku okkar. En hér höfum við haft meirihluta allt frá 1962, og ég vona að við fáum tækifæri til að vinna áfram að upp- byggingu bæjarins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.