Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 47 Laugavegi 87. simi 10510 VORLÍNAN FRÁ IV\N GRÚNDAHL DAGLEGA NÝJAR VÖRUR HSÍ skilaði 200 þúsund króna hagnaði á starfsárinu — 25 landsleikur fyrirhugaðir fram að B-keppninni Merkustu málin sem tekinn voru fyrir á ársþinginu að þessu sinni voru fjármálin. Starfið byggist nefni- lega svo mikið á því að fjármagn sé fyrir hendi til þess að halda starfinu gangandi, og það reynist oft erfitt hjá sérsamböndunum innan ÍSÍ að fjármagna starfsemi sína. Hand- knattleikssambandinu hefur nú tek- ist að ganga alveg frá löngum skuldahala og tekjur okkar á síðasta ári voru tvö hundruð þúsund krónur. Verður það að teljast nokkuð gott, sagði Júlíus Hafstein, formaður HSÍ, er hann var inntur eftir merk- ustu málunum á ársþingi HSÍ sem fram fór um síðustu helgi. Fram kom á ársþinginu að starfíð hefur verið öflugt og mikið er framundan. Júlíus sagði að fjárhagsáætlun HSÍ hljóðaði uppá 2.465.000 á árinu 1982—1983. Vissulega er þetta há upphæð og leggja þarf mikla vinnu fram til að afla þessara peninga, en stjórnin er samhent og vonandi tekst okkur að leysa vel þau verk- efni sem framundan eru, en þau eru bæði mörg og stór í sniðum sagði Júlíus. HSÍ stofnar dómarasamband — Á ársþinginu var ákveðið að stofna dómarasamband og það ætti að koma betra skipulagi á dómaramálin hjá okkur. Deildar- Júlíus Hafstein formaður Hand- knattleikssambands fslands. fyrirkomulaginu var gjörbreytt til góðs að mínum dómi. En það verð- ur nokkuð vandamál að koma 1. deildar leikjunum fyrir hér á Reykjavíkursvæðinu. íslenska karlalandsliðið tekur þátt í B-keppninni í handknattleik í Hollandi í lok febrúar. Fram að þeim tíma leikur landsliðið 25 landsleiki bæði hér heima og er- lendis. Æfingar eru þegar hafnar hjá leikmönnum og að undanförnu hefur verið æft þrisvar í viku. Fyrstu landsleikir hjá liðinu í Góður árangur í kringlukasti Kúbumaðurinn Luis Delis náði næstbezta árangri í kringlukasti á frjálsíþróttamóti í Modesto í Kali- forní á sunnudag, kastaði 69,58 metra. Er þetta bezta afrek hans í kringlukasti, en ágætur árangur hef- ur þegar náðst í þessari grein. í öðru sæti á mótinu varð Tékkinn Imrich Bugar með 66,97 og þriðji Bandar- ikjamaðurinn Art Burns með 66,54 metra. Beztum árangri í ár hefur Sov- étmaðurinn Jurij Dumtjev náð, 69,60 metrum. Þriðji á skránni er Marcus Gordien Bandaríkjunum með 68,98, fjórði Werner Hartman V-Þýzkalandi með 67,54 metra, Bugar er í fimmta sæti með 66,97, Burns Bandaríkjunum sjötti með 66,80 metra, sjöundi Brad Cooper frá Bahama með 66,20 og áttundi Bandaríkjamaðurinn Ken Stadel með 65,38 metra. Þess má geta að sænski krafta- karlinn Ricky Bruch hefur í ár kastað 62,50 metra. Einnig má til gamans geta, að þriðji bezti kast- arinn í ár, Marcus Gordien, er sonur Fortune Gordien, bronz- verðlaunahafans í þessari grein á Ólympíuleikjunum í London 1948. Fortune Gordien setti fjórum sinnum heimsmet í kringlukasti, kastaði lengst 59,28 1953. Alkmaar hollenskur bik- armeistari í 3. skipti HOLLENSKA knattspyrnuféiagið AZ '67 Alkmaar varð i fyrrakvöld hollenskur bikarmeistari í knatt- spyrnu og bætti sér þar með upp að hafa séð af titlinum til Ajax fyrir skömmu. Alkmaar sigraði FC Ut- recht 5—1 í síðari úrslitaleik félag- anna, Utrecht hafði unnið fyrri leik- inn 1—0, Alkmaar sigraði því sam- tals 5—2. Markaskorarinn mikli, Kees Kist, var hetja Alkmaar, hann fór hamförum um allt og skoraði þrjú mörk, auk þess sem hann splundr- aði vörn Utrecht hvað eftir annað með leikni sinni og útsjónarsemi. Pier Tol og Austurríkismaðurinn Franz Oberacher skoruðu hin mörkin tvö, en Willy Carbo skor- aði eina mark Utrecht. 17.000 áhorfendur fylgdust með viður- eigninni í Alkmaar. Þetta var í þriðja skiptið sem hið unga hol- lenska stórveldi vinnur bikarinn, áður árin 1978 og 1981, eða í fyrra, er liðið varð einnig hollenskur meistari með miklum yfirburðum. Alkmaar varð í þriðja sæti hol- lensku deildarinnar í vor. Fer Bond til Benfica? Portúgalska knattspyrnufélagið fræga Benfíca er að gera hosur sínar grænar fyrir enska framkvæmda- stjóranum John Bond, sem stjórnað hefur um hríð hjá Manchester City. Er það svar Benfíca við velgengni nágrannaliðsins Sporting sem hefur unnið bæði deild og bikar í Portúgal undir stjórn hinns kunna Malcolm Allison, en hann var áður stjóri hjá Man. City. Það einkennilega er, að City hrundi næstum til grunna undir stjórn Allisons. Víst er, að Bond mun yfirgefa City á næstunni, ekkert gekk hjá liðinu seinni hluta mótsins og var jafnan mikið baulað á Bond og ekki síst son hans, Kevin Bond, sem sá gamli hefur kinnroðalaust teflt fram í liðinu og tekið fram yfir vinsælli leikmenn félagsins. sumar verða í lok júní en þá leikur liðið á stóru móti í Júgóslavíu. — í fræðslumálum er það helst að frétta að í haust munu öll 12 ára börn í landinu fá bækling, sem heitir betri handknattleikur en ætlunin er að kynna handknatt- leikinn rækilega í skólum lands- ins. í haust fer fram Norðurlanda- mót karla hér á landi hjá landslið- um 21 árs og yngri. Mót þetta verður hér 5 til 7 nóvember. Þá hefur stjórnin sótt um B-keppnina árið 1985 og gerir sér vonir um að nú verði keppnin hér á landi. En við höfum sótt um einu sinni áður að halda keppnina. Þá á HSÍ 25 ára afmæli á árinu, þann 11. júní, og verður afmælisins minnst með ýmsu móti, meðal annars með sér- stakri fjáröflun, landsleikjum, og hófi svo eitthvað sé nefnt, sagði Júlíus Hafstein, formaður HSÍ. Og í þessu stutta spjalli við Júlíus má heyra að forystumenn handknatt- leikshreyfingarinnar hafa í mörgu að snúast á nýbyrjuðu starfsári. - ÞR. Þaö verður mikið um að vera hjá handknattleiksmönnum á næsta keppnis- tímabili. Fleiri landsleikir en oftast áður og félagsliðin leika fleiri leiki en nokkru sinni fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.