Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982
Laxveiðijörð
Til sölu er hluti í landmikilli jörö á Norðvesturlandi:
Laxveiöihlunnindi, silungsveiöivötn, rjúpnaland.
Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl., Hafnar-
stræti 11, símar 12600 — 21750, heimasími 41028.
Kjörfundur í Kópavogi
vegna bæjarstjórnar-
kosninganna laugar-
daginn 22. maí 1982
hefst kl. 10.00 og
lýkur kl. 23.00
Kjörstaöir veröa tveir:
í Kársnesskóla fyrir kjósendur sem samkvæmt kjör-
skrá eru búsettir vestan Hafnarfjarðarvegar og í
Víghólaskóla fyrir kjósendur sem samkvæmt kjör-
skrá eru búsettir austan Hafnarfjaröarvegar.
Aösetur yfirkjörstjórnar veröur í Víghólaskóla. Taln-
ing fer fram í Víghólaskóla og hefst strax aö lokinni
kosningu.
Yfirkjörstjórn Kópavogs.
Bjarni P. Jónasson,
Ingólfur Hjartarson,
Snorri Karlsson.
FISHER
toppurmnídag
r
PRISMA
REYKJAVÍK SÍMI 85333
SJÓNVARPSBÚÐIN
EFÞAÐER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AlKíLYSINGA-
SÍMINN KK:
22480
Brezka varnarmálaráðuneytið sendi þessa mynd frá sér í gær, og segir hana tekna úr skut tundurspillis þegar
freigátur skutu á skotmörk á Suður-Georgíu er Bretar endurheimtu eyjarnar úr höndum Argentínumanna 25.
apríl sl.
Bretar öskureiðir út
í Efnahagsbandalagið
Neitunarvald þeirra virt að vettugi
við ákvörðun landbúnaðarvöruverðs
London, 19. maí. AP.
MARGARET Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, sagði i London í dag, að
trú hennar á Efnahagsbandalag Evr-
ópu hefði beðið mikinn hnekki í gær
þegar samþykkt var að hækka verð á
landbúnaðarvörum í trássi við Breta.
Hún sagði þó, að breska ríkisstjórnin
ætlaði ekki „að hrapa að neinu“
vegna þessa máls. Landbúnaðarfull-
trúi EBE, Poul Dalsager, spáði þvi í
dag i Brussel, að fljótt fyndist eðlileg
lausn á þessari mestu kreppu í sam-
skiptum aöildarþjóðanna siðan 1973,
þegar Bretar gerðust aðilar.
Þetta er í fyrsta sinn í 16 ár að
tekin er ákvörðun innan EBE, sem
ekki nýtur samþykkis allra aðildar-
Frá Elinu Fálmadóttur blm. Morgun-
bUósins í Frakklandi 19. maí.
ÍSLANDSVIKAN hófst á mánudag
hér í Paimpol, bretónska bænum, sem
í áratugi sendi fískimenn sína á ís-
landsmiö. Vikan ber undirtitilinn:
Paimpol, hafíð, ísland og hefur bæjar-
stjórnin útbúið fjölbreytta dagskrá
fyrir bæjarbúa til að kynna þeim fs-
land.
Hátíðin hófst með mikilli sýn-
ingu á 1500 póstkortum, sem korta-
stofnun norðurhéraðanna í Frakk-
landi hefur komið upp og sýnir líf
sjómannanna í Paimpol í 100 ár,
skúturnar og útbúnað. Munu t.d.
skólar kynnast þar þessum tíma, en
eins og ung stúlka sagði við blm.
Mbl.: Gamla fólkið þekkti og minn-
ist þessara tíma en fyrir okkur
unga fólkið er þetta hrein uppgötv-
un, sem við nú fáum að kynnast,
þetta er saga okkar og saga ís-
landstímans hér í bænum er blóma-
tími okkar.
Á mánudagskvöld var Islandsvik-
an sett við hátíðlega athöfn að
viðstöddum 300 gestum, þ.á.m.
þingmanni af norðurströndinni,
forseta borgarstjórnar í Paimpol, 8
bæjarstjórum úr nágrenninu og
fleirum. Enginri fulltrúi var fyrir
ísiands hönd, en von er á sendi-
ráðsritaranum, Gunnari Snorra
Gunnarssyni seinna í vikunni, þar
sem sendiherrann getur ekki komið
þjóðanna. 1966 komu Frakkar því
til leiðar, að aðildarlöndin hefðu
neitunarvald en nú gengu þeir
harðast fram í að brjóta þá hefð á
bak aftur. Bretar hafa ekki viljað
fallast á verðhækkunina á landbún-
aðarvörum fyrr en iausn hefur
fundist á deilunni um framlög
þeirra til EBE en aðeins þeir og
Vestur-Þjóðverjar greiða meira til
bandalagsins en þeir fá þaðan.
Landsstjórn Verkamannaflokks-
ins skoraði í dag á ríkisstjórnina að
fresta greiðslum til EBE, sem eru
taldar munu verða um 860 milljónir
punda á þessu ári, en Verkamanna-
flokkurinn hefur heitið því að segja
Breta úr bandalaginu ef hann
því við að vera hér. Við verðum
þangað til að láta okkur nægja
blaðamann Morgunblaðsins sem
fulltrúa, sagði Lemeue borgarfull-
trúi við blm. Mbl., enda lenti ég í
því eftir sýningu á kvikmyndum í
gærkvöldi að svara spurningum
viðstaddra um land og þjóð. í gær-
kvöldi voru sýndar 3 kvikmyndir
frá íslandi sem sendiráðið hafði
lánað, að vísu nokkuð gamlar, og á
miðvikudag verða myndbandasýn-
ingar. I fyrsta lagi verður sýndur
útdráttur úr einni af gömlu kvik-
myndunum eftir sögu Pierre Lotis,
eftir Vanel frá 1924. í öðru lagi
verður dregin upp mynd af forseta
Islands, sem hefur kynnt sér sér-
staklega sögu frönsku fiskimann-
anna og í þriðja lagi verður kynnt
saga sjómannsins Ponponives, sem
eitt sinn var skipreika á Skeiðarár-
sandi og hefur skrifað þekkta bók,
sem kom út á íslandi fyrir jólin og
verður hann sjálfur þarna viðstadd-
ur. Á föstudag eru sýningar og
brugðið upp myndum frá Islandi
með frásögnum og á laugardag
verður stóri viðburðurinn, þegar
tvær 50 ára gamlar, stórar segl-
skútur sigla hér inn í fylgd 60 smá-
báta, en þessum skútum hefur verið
haldið við af sjóhernum og eru enn
byggðar á sama hátt og skúturnar
voru byggðar hér 1952. Þessari há-
tíð lýkur svo með hátíð í bænum á
sunnudag og mörgum athöfnum.
kemst til valda. Haft er eftir hátt-
settum embættismönnum bresku
ríkisstjórnarinnar, að líklegar
gagnráðstafanir Breta gætu falist í
frestun greiðslna eða í því að tefja
fyrir öðrum ákvörðunum.
Mitterrand, Frakklandsforseti,
sem nú er staddur í Alsír, sagði í
dag, að hann hefði ýmsar efasemdir
um áframhaldandi veru Breta í
Efnahagsbandalaginu vegna af-
stöðu þeirra til landbúnaðarvöru-
verðshækkunarinnar. Poul Dalsag-
er, landbúnaðarfulltrúi EBE, sagð-
ist hins vegar í dag vera fullviss
um, að brátt félli allt í ljúfa löð með
aðildarþjóðunum.
Moon sekur
að skattsvikum
Ncw York, 19. maí. Al*.
SÉRA Sun Myung Moon, leiðtogi
sértrúarsafnaðar sem við hann er
kenndur, á yfír höfði sér allt að 14
ára fangelsisvist fyrir að lauma um
162 þúsund dollurum undan tekju-
skatti á árunum 1973—1975, og
gefa rangar upplýsingar um fjármál
sín á skattskýrslum.
Kviðdómur 10 kvenna og
tveggja karla fann Moon og einn
nánasta samstarfsmann hans,
Takeru Kamiyama, seka um
skattsvik, auk þess sem þeir voru
fundnir sekir af ýmsum öðrum
ákæruatriðum, svo sem lygum
fyrir rétti, skjalafalsi o.fl.
Svipbrigði Moons breyttust
ekki er hann hlýddi á niðurstöðu
kviðdóms, sem var fjóra daga að
komast að niðurstöðu eftir sex
vikna réttarhöld. Moon og Kami-
yama hafa verið látnir lausir
gegn tryggingu og verður máli
þeirra áfrýjað.
Leiðtogi moonista í Bandaríkj-
unum sagði í dag, að dómurinn
yfir Moon væri samsvarandi við
ofsóknir gegn Kristi á sínum
tíma.
Fjölbreytt Islands-
kynning í Paimpol