Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 19 Framtíð Reykjavíkur byggð á þióðlegri menningu — eftir Ernu Ragnarsdóttir Mörg franifaramál hér í Reykjavík hafa átt upptök sín hér í Reykjavík. í höfuðstaðnum er að- alstjórnsýsla landsins, miðstöó verslunar, vísinda og lista. Vegna mannfjöldans og tiltölulega greiðra samgangna á þessu lands- horni og einnig vegna þess að helstu samskipti við útlönd fara hér um, þá skapast hér suðupunkt- ur hugmynda og umræðna. Það er mjög mikilvægt að þeir sem stjórna málum í Reykjavík skilji ábyrgðina sem þessu fylgir og þá kröfu að unnið sé af stórhug og framsækni, að tekin sé forysta á mörgum sviðum. Kosið um lífsafkomu Nú, innan tveggja daga verður kosið um það hverjir skuli halda um stjórnvölinn í Reykjavík næstu 4 ár- in. Enginn vafi er á að kosningin mun snúast fyrst og fremst um það hverjum við treystum best til þess að byggja upp frekara atvinnulíf og bæta lífskjör fólks í höfuðborginni. Hvað varðar lífsafkomu hafa Reyk- víkingar dregist afturúr öðrum landshlutum og þar verður að gera stórátak til úrbóta. Sjálfstæðismenn hafa sett fram stefnu sína í atvinnu og skattamál- um sem felur í sér að það stórátak verði gert ef nægilegur stuðningur fæst. En sjálfstæðismenn hafa auk þess alltaf skilið þörf fólks fyrir tilgang og innihald í lífi sínu og nauðsyn þess að Reykjavík sé æði falleg borg og til menningarauka jafnt fyrir heimamenn og gestkomandi. Einnig á því sviði þurfum við að vera í far- arbroddi sem einhvers konar andlit og mælikvarði á menningu landsins. Menningarlegt þjóðlíf Menning þjóðar er fjölþætt hug- tak sem snertir flesta þætti daglegs lífs. Það má jafnvel segja að hvernig til tekst um menningarstefnu í upp- eldi, á heimilum, í borgarstjórn eða í fjölmiðlum, geti skipt sköpum um hvort árangur næst eða ekki í upp- byggingu sjálfstæðra einstaklinga sem afneita hvers konar einhliða mötun og hafa litla þörf fyrir t.d. blint lífsgæðakapphlaup sem krydd eða innihaldi í líf sitt. Það er líka til marks um menning- arstefnu hvort umhverfi borga er hannað og skipulagt með tilliti til þess að athafnalíf, verslun, mannlíf og menningarlíf nái að mynda lif- andi heild þar sem hver þáttur styð- ur annan; hvort umhverfið er auðugt og vinsamlegt eða ópersónulegt og fráhrindandi. Listirnar, þróaðasta form mann- legra athafna birtast okkur í verkum hönnuða og listamanna á ýmsum sviðum, í verkum sem skila okkur áleiðis í þróun til þjóðernislegs sjálfstæðis, sjálfsþekkingar, skapa tengsl við fortíð og samtímann, veita okkur þroskandi afþreyingu, fegurð og „fílósófíu". Listirnar sameina þjóðir enda er efni þeirra sprottið úr hugarheimi, hefðum og menningu fólksins sem mynda þjóðirnar. Eitt mikilvægasta og jafnframt vandasamasta hlutverk yfirvalda hlýtur að felast í því fyrst og fremst að skapa þá aðstöðu sem slík starf- semi þarf til þess að geta blómgast og borið ávöxt, hlúa að vaxtarbrodd- um nýrra listgreina og vinna að þvf að listir og menning sé almennings- eign. En hvernig er ástandið í þeim efn- um nú? Hver er stefna sjálfstæðismanna? Miðstöð mannlífs og skapandi lista Leikfélag Reykjavfkur er eitt helsta leikhús landsins og ein af virtustu og frjóustu menningar- stofnunum borgarinnar. Leikfélagið hefur starfað óslitið frá upphafi, rekið af einstaklingum með stuðn- ingi borgarinnar. Aðstaða öll í gamla Iðnó er hins vegar afar slæm og í engu samræmi við kraftmikið starf þess hæfileikafólks sem þar vinnur. Það er álit sjálfstæðismanna að þessi starfsemi fái verðugan vett- vang og hafa sett sér það mark að nýtt Borgarleikhús verði opnað á 200 ára afmæli Reykjavíkur árið 1986. Kjarvalsstaðir, byggðir í minn- ingu meistara Kjarvals, var átak sem bar vott um stórhug þeirra sem að henni stóðu. Það er mjög mikil- vægt að hlúð sé að rekstri slíkrar menningarstofnunnar sem Kjarvals- staðir eru, af sams konar reisn og myndarskap. Það er stefna sjálfstæðismanna að rekstur Kjarvalsstaða verði tekinn til gagngerrar athugunar með það fyrir augum að starfsemi í húsinu sjálfu og umhverfi þess geti aukist verulega, þar verði svigrúm fyrir frumkvæði og blómlegt starf. Það er forsenda þess að Kjarvalsstaðir geti þjónað hlutverki sínu sem rismikil menningarstofnun á sviði lista og verið miðstöð mannlifs og skapandi lista fyrir Reykvíkinga og alla lands- menn. Tónlistarhús í Reykjavík Sinfóníuhljómsveit íslands hefur góðu heilli eignast lagalegan grund- völl fyrir starfsemi sína, sem á að tryggja rekstur hennar og afkomu með traustum stuðningi Reykjavík- urboigar. Sinfónían á ekkert hús- næði fyrir starfsemi sína, né hefur nokkurn tíma verið reist sérstaklega hannað húsnæði fyrir tónleikahald eða tónlist í Reykjavík. Sjálfstæðismenn hafa þá stefnu að unnið sé að meiri háttar nýbygging- um til lista og menningarstarfsemi, einni í senn, og henni lokið áður en framkvæmdir hefjist við aðra. Það er álit þeirra að tímabært sé að hefja sem fyrst undirbúning að byggingu tónlistarhúss og huga að samstarfi við ríki og önnur sveitar- félög um byggingu þess og rekstur. Hvað varðar beinan og óbeinan stuðning við einstaka listamenn, listgreinar eða hópa, telja sjálfstæð- ismenn það mjög mikilvægt hlutverk borgaryfirvalda að styðja hvers ko- nar frjálsa menningarstarfsemi og nýjar athafnir á sviði lista sem eiga erfitt uppdráttar í fyrstu; móta þurfi nýja stefnu um listaverkakaup borg- arinnar og að haldið verði áfram veitingu starfslauna til listamanna. Frutnkvæði og sjálf- stæði nemenda í skólum landsins er unnið mótun- arstarf sem getur skipt sköpum um Erna Ragnarsdóttir hvernig nemendum, væntanlegum þjóðfélagsborgurum, vegnar í lífi sínu og starfi. Margt hefur verið rætt um markmið og starfsaðferðir skólanna á undanförnum árum. Menn eru ekki á eitt sáttir um árangurinn en almennt má fullyrða að ekki er nægilega markvisst unnið að því að efla frumkvæði, sköpun- argáfu, alhliða þroska og sjálfstæði nemendanna. Það er álit sjálfstæðismanna að mikilvægur liðurí uppeldi og al- mennum þroska ungmenna sé ástundun skapandi lista, það stuðli að uppbyggilegu tómstundastarfi, sé eina leiðin til þess að fólk kynnist og geti tileinkað sér tónlist, ljóðlist, húsagerðarlist, kvikmyndir, ritlist eða hvaða grein lista sem er. Stefnan er sú að hvatt skuli til þess að listir og hvers konar sköpunarstarf fái mun meira svigrúm í starfsemi skól- anna í borginni en verið hefur. Má í * þvi sambandi nefna sérstaklega myndlist og hvers konar sjónlistir, söngmennt, almennt tónlistarnám og frjálsa tjáningu m.a. í almennu félagsstarfi skólanna. íslensk hönnun forsenda iðnþróunar Islensk hönnun og listiðn eru greinar sem hafa verið vanræktar á Islandi hingað til, en skilningur er að byrja að vakna á nauðsyn hönn- unar sem einnar meginforsendu vöruvöndunar, uppbyggingar iðnaðar og markaða erlendis fyrir vörur okkar. Sjálfstæðismenn hafa haft for- göngu um þessi mál á Alþingi og vilja að Reykjavíkurborg hafi þá stefnu, að styðja við bakið á ís- lenskri hönnun þar sem mögulegt er að hafa áhrif, í iðnaði eða umhverf- inu yfirleitt. í stefnu sjálfstæð- ismanna felst m.a. að hönnun verði viðurkennd sem mikilvægur þáttur í iðnþróun og atvinnuáætlunum Reykjavíkurborgar, að íslensk hönn- un verði nýtt sem kostur er í stofn- unum borgarinnar. Þeir telja einnig að koma þurfi upp aðstöðu til list- iðnaðar og handverks í borginni í samvinnu við félög og einstaklinga, starfsemi þessi sé ætluð áhugafólki á öllum aldri og fagfólki sem er að hefja starfsferil sinn. List á heimsmælikvarða Almennt má segja að það sé ekk- ert vafamál að á íslandi er góður jarðvegur fyrir gróskumikið og fjöl- þætt menningarlíf. íslendingar hafa sýnt að hér hafa sprottið og sprungið út listamenn á heimsmælikvarða í mörgum greinum. Allt það framboð menningarathafna, myndlistarsýn- inga, leiksýninga, tónleika svo eitthvað sé nefnt, allt það geysimikla starf sem unnið er á þessum sviðum og árangur af þvi, sannar þetta og sýnir. Þegar hins vegar er litið til þess þáttar sem snýr að hinu opin- bera, hvort sem um er að ræða stefnumótun eða aðrar aðgerðir sem varða þessi mál, þá blasir við sinnu- leysi eða í besta falli að stjórnmála- menn vita almennt ekki að þessi heimur er líka tii. Síðasta dæmið var heimsókn á vorsýningu nemenda Myndlista- og handíðaskóla íslands um síðustu helgi. Sú stofnun er að vísu á ábyrgð ríkisins en hún á að- setur í Reykjavík. Mörg verk þessara nemenda eru þeim og skólanum til mikils sóma, fyllilega sambærileg við verk nemenda í öðrum listahá- skóium úti um heim, margt í veru- lega háum gæðaflokki, eftir því sem undirrituð er fær um að dæma slíkt. Húsakynni og allur aðbúnaður þess- ara nemenda og kennara er hins veg- ar slíkur að það er í hróplegu ósam- ræmi við innihaldið, verkin, sem þar eru unnin. Það vantar mikið á að það fólk sem tekur þátt í stefnumótun og get- ur haft áhrif á mikilvægar ákvarð- anir í þessum málum geri sér nægi- lega ljósa þá kröfu sem þetta leggur þeim á herðar, kröfu um að bragur og aðbúnaður sé í samræmi við það starf sem unnið er. Það verður að finna leið til þess að þessi kjarni og fjöregg þjóðarinnar fái notið sín. Við sjálfstæðismenn viljum að stefna okkar í menningarmálum Reykjavíkur verði framkvæmd. HANDFÆRAVINDUR NÆLONLÍNUR SJÓSPÚNAR M. GEROIR PIKLAR M. ÚRVAL HANDFÆRASÖKKUR HANDFÆRAÖNGLAR SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓOARÖNGLAR KOLANET SILUNGANET ÁRAR ÁRAKEFAR BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA GARÐYRKJUÁHÚLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPADAR KANTSKERAR GARÐHRÍFUR GIRDINGATENGUR GIRÐINGAVÍR, GALV. GARÐKÖNNUR GARDSLÖNGUR VATNSÚOARAR SLÖNGUKRANAR SLONGUTENGI SLONGUVAGNAR SLONGUGRINDUR SLÖNGUKLEMMUR Nota hinir vandlátu • GARÐSLATTU- VÉLAR HJ0LB0RUR JÁRNKARLAR JARÐHAKAR SLEGGJUR íslenskir FÁNAR Allar stæröir Fánalínur Fánalínufestingar RYÐEYÐIR - RYÐVÖRN VÉLATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. GRISJUR í RULLUM SÍMI 28855 Opið laugardag 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.