Morgunblaðið - 30.11.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982
27
. Ljósm.: RAX.
Pannig var víóa umhorfs eftir að óveðrinu slotaði á sunnudagskvöld: langar raðir af kyrrstæðum og oft yfirgefnum bílum,
en færðin þó tiltölulega góð um leið og birti til.
„Hérna biðu um 300 manns átta og
hálfa klukkustund, í kolniðamyrkri og
hriplekri flugstöðinni,“ sagði Grétar
ennfremur. „Hér var fólk af ýmsu
þjóðerni, íslendingar, Bretar, Banda-
ríkjamenn og fleiri, og er ekki hægt að
segja að aðbúnaðurinn hér hafí verið
góð landkynning fyrir okkur.
Skammhlaup varð í spennustöð
hér skammt frá, hugsanlega vegna
eldingar, og því varð allt rafmagns-
laust. Neyðarljós, sem fara sjálf-
krafa í gang er rafmagnið fer af,
kviknuðu þó, en þau eru alltof fá og
loga auk þess aðeins í tvær klukku-
stundir. Þegar þau voru útbrunnin
var því ekki um annað að ræða en
að ná í kerti, og voru þau sótt niður
í Keflavík, þótt ekki gengi of vel að
ná í þau, enda verslanir ekki opnar
síðdegis á sunnudögum.
Hér var allt reynt, sem í okkar
valdi stóð, til að gera fólkinu biðina
sem léttbærasta. Ekki var hægt að
hita mat eða kaffi innan flugstöðv-
arinnar vegna rafmagnsleysisins,
en hluti farþeganna fór út í flugvél-
arnar og fékk þar hressingu. Hér
var svo boðið upp á gosdrykki og
samlokur. — Það versta var að þeg-
ar tók að hlána er leið á kvöldið, tók
byggingin að leka svo um munaði.
Leki gerði vart við sig mjög víða, og
á einum stað var hann svo mikill, að
það var líkt og staðið væri í steypi-
baði. Þá sprakk ofn í Fríhöfninni
þegar verst lét, og flæddi um allt.
Hafi nokkur talið að flugstöðin væri
fær um að gegna hlutverki sínu, og
hafi einhverjir haldið að þetta væri
ágætis hús, þá er sá misskilningur
vonandi úr sögunni. Allt fór þetta
þó vel að lokum og starfslið Flug-
leiða gerði allt sem í þess valdi stóð
til að gera fólki biðina léttbærari.
Þessu lauk svo um klukkan hálf tvö
aðfaranótt mánudags, er flugvél-
arnar komust loks af stað, eftir átta
og hálfs tíma bið,“ sagði Grétar að
lokum.
Flugvélar
tepptar á Akui
eyri og Höfn
NOKKRAR tafír uröu á innanlands-
flugi vegna illviörisins á sunnudaginn,
aö sögn Sæmundar Guövinssonar
fréttafulltrúa Flugleiöa, sem Morgun-
blaðið ræddi við í gær. Framan af degi
var flug með eðlilegum hætti, sagöi Sæ-
mundur, en síðdegis féllu niður tvær
ferðir til Eyja, ein til Akureyrar og önn-
ur til Húsavíkur.
Þá sagði Sæmundur að flugvél,
sem var á leiðinni frá Akureyri til
Reykjavíkur, hafi orðið að snúa við
og lenda aftur á Akureyri, og önnur
vél komst ekki frá Höfn í Hornafirði.
í gær, mánudag, var flug aftur
með eðlilegum hætti, nema hvað ekki
var flogið til Vestfjarða.
Vegir færir
í Árnessýslu
„ÞETTA var töluverður hvellur, veðr-
ið skall snöggt á en gekk líka fíjótt
yfír,“ sagði Jón Guðmundsson, yfír-
lögregluþjónn á Selfossi, er Morgun-
blaðið aflaði frétta hjá honum af
óveðrinu.
„Bílar tepptust á Sandskeiði,"
sagði Jón, „og margir óku útaf, og
skaflar mynduðust við þá bíla sem
stöðvast höfðu. Engin slys urðu hins
vegar á fólki og litlar eignaskemmd-
ir hygg ég, og í dag er orðið fært á
öllum vegum í Árnessýslu. Það, sem
einkum var að í óveðrinu var að fólk
var ekki nægilega vel búið, og svo er
óþolinmæðin oft mikil þegar tafir
verða. En í óveðri sem þessu er það
nú einu sinni svo, að það er þolin-
mæðin sem gildir, það þarf bara að
bíða eftir því að veðrið gangi yfir.“
Keflavíkurvegurinn:
Fjöldi bíla fauk
út af veginum
ÁSTANDIÐ varð einna verst á Kefla-
víkurveginum milli Hafnarfjarðar og
Kefíavíkur í óveðrinu á sunnudaginn.
Þar fauk fjöldi bíla útaf veginum, og
illstætt var úti við, fyrir fólk úr bílun-
um og þá sem komnir voru til aðstoð-
ar. Nokkrir árekstrar uröu einnig, en
þó ekki meiðsl á fólki, svo vitað sé.
Lögreglan í Hafnarfírði og í Keflavík
hafði samvinnu um björgunarstarfíð,
með góðri aðstoð björgunarsveita úr
Keflavík, Njarðvík og Hafnarfirði.
Talsverð umferð var um Reykja-
nesbrautina er óveðrið skall á, en
dró síðan úr henni. Margt manna
vildi ekki hlíta ráðleggingum um að
fara ekki af stað, og var gripið til
þess ráðs að loka veginum beggja
vegna, við Hafnarfjörð og Keflavík.
Lögreglumenn í Keflavík, sem
Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu
þetta vera eitt versta veður, sem
þeir myndu eftir á Reykjanesbraut-
inni, þar hefði allt hjálpast að í
senn: Rok og skafrenningur og síðan
mikil rigning og fljúgandi hálka.
Hér var allt reynt, sem í okkar
valdi stóð, til að gera fólkinu biðina
sem léttbærasta. Ekki var hægt að
hita mat eða kaffi innan flugstöðv-
arinnar vegna rafmagnsleysisins,
en hluti farþeganna fór út í flugvél-
arnar og fékk þar hressingu. Hér
var svo boðið upp á gosdrykki og
samlokur. — Það versta var að þeg-
ar tók að hlána er leið á kvöldið, tók
byggingin að leka svo um munaði.
Leki gerði vart við sig mjög víða, og
á einum stað var hann svo mikill, að
það var líkt og staðið væri í steypi-
baði. Þá sprakk ofn í Fríhöfninni
þegar verst lét, og flæddi um allt.
Hafi nokkur talið að flugstöðin væri
fær um að gegna hlutverki sínu, og
hafi einhverjir haldið að þetta væri
ágætis hús, þá er sá misskilningur
vonandi úr sögunni. Allt fór þetta
þó vel að lokum og starfslið Flug-
leiða gerði allt sem í þess valdi stóð
til að gera fólki biðina léttbærari.
Þessu lauk svo um klukkan hálf tvö
aðfaranótt mánudags, er flugvél-
arnar komust loks af stað, eftir átta
og hálfs tíma bið,“ sagði Grétar að
lokum.
Mikill veðurhamur í Hval-
firði og undir Hafnarfjalli:
Þrír bílar fuku
út af veginum
MARGT manna lenti í erfíðleikum
undir Hafnarfjalli og í Hvalfirði í
óveðrinu, þar sem þrír bílar fuku út af
veginum og nokkrir lentu í árekstrum.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar
í Borgarnesi varð ófærð þó aldrei mik-
il, þannig að um leiö og veðrinu slot-
aði var greiðfært um fíesta vegi.
Fólk beið í Olíustöðinni, í
Botnsskála og á Ferstiklu meðan
veðrið gekk yfir, en það var milli
klukkan 17 og 21, lauk því jafnskjótt
og það skall á. Veðurhæð var mikil
og blindbylur, og orsakaði það bæði
bílvelturnar og árekstrana. Ekki er
vitað um meiðsl á fólki, og bílarnir
sem fuku skemmdust lítið. Mest
skemmdist fólksbifreið, sem ekið
var framan á rútubifreið. Um leið
og hún hafði rekist á hana, kom
önnur bifreið aðvífandi og ók aftan
á fólksbifreiðina, sem þannig
klemmdist milli tveggja bila.
Bjarni E. Sigurðsson skipstjóri.
breitt um störf sveitarstjóra og þau
verkefni sem verið væri að glíma við
og framundan væru, og tóku nem-
endurnir vel undir og spurðu margs.
„Þetta var mjög lærdómsríkt
fyrir mig, ég hef aldrei setið í sæti
kennarans áður,“ sagði Stefán. „Það
var margt sem kom þeim á óvart,
sumt vissu þau ekki um, en þau
sýndu þessum málum mikinn
áhuga," sagði Stefán.
í spjalli við hóp foreldra frammi
á kennarastofunni kom fram að þeir
höfðu haft gaman af. Þeir kváðust
hafa óttast að nemendurnir myndu
ekki láta að stjórn, höfðu vantreyst
sjálfum sér og búist við að nemend-
urnir myndu bara hlæja að þeim,
eins og einn „kennaranna" komst að
orði.
„Við viljum fleiri daga af þessu
tagi. Tilbreytingin er góð og við höf-
um fengið góða fræðslu um ýmislegt
það sem er að gerast hér í kringum
okkur," sögðu þrír piltar úr áttunda
bekk, þeir Bjarki Grétarsson, Erl-
Guðmundur Bjarni Baldursson „varaskóiastjóri“ vísar nemendum inn í sínar
réttu stofur.
Stefán Garðarsson sveitarstjóri svarar fyrirspurnum nemenda, sem spurðu hann
spjörunum úr um ýmislegt það sem ofarlega er á baugi hjá sveitarstjórninni.
Bjarki Grétarsson, Erlingur Sigurjónsson og Brynjar Guðmundsson voru
ánægðir með framlag foreldranna og vildu að oftar yrði farið út á þessa braut.
ingur Sigurjónsson og Brynjar Guð-
mundsson. Þeir félagar sögðu að
fjallað hefði verið fyrst og fremst
um gagnlega hluti, og einnig hefði
sveitarstjórinn sett þá inn í málefni
byggðarlagsins.
„Þetta hefur verið óskaplega
gaman. Krakkarnir hafa verið
indælir og virðast taka vel eftir. Það
kemur okkur mest á óvart hversu
stilltir þeir eru og áhugasamir, hér
virðist góður agi,“ sagði Guðmund-
ur Bjarni Baldursson „varaskóla-
stjóri".
Bæði Guðmundur og Bjarni
skólastjóri sögðu gott samstarf
milli foreldrafélagsins og skólans.
Félagið, sem væri þriggja ára, hefði
m.a. lagt skólanum til innréttingar
á ganga, borð og bekki og einnig
bólstraða stóla í kennslustofum, og
þannig reynt að gera umhverfið allt
heimilislegra.
í Grunnskóla Þorlákshafnar eru
236 nemendur í 11 bekkjardeildum.
í fyrsta skipti eru börn úr Ölfusi
keyrð í skólann, nemendur sem
hingað til hafa stundað nám í
Hveragerði. Kennarar við skólann
eru 13, þar af níu í fullu starfi. Ibúa-
fjölgun er stöðug í Þorlákshöfn og
húsnæði skólans því of lítið, en úr
því verður bætt og hefjast fram-
kvæmdir við stækkun húsnæðisins í
vor.
í samtölum við foreldra og
Bjarna skólastjóra kom í ljós viss
kvíði meðal þeirra vegna aðstöðu
Námsgagnastofnunar. Þeir sögðu að
af almannafé fengi stofnunin sem
svaraði 370 krónum á hvern nem-
enda í grunnskólum landsins, en
þegar rekstrarkostnaður og laun
væru dregin frá, væru eftir 150
krónur á nemanda til sjálfra
námsgagnanna. „Það þurfa allir að
leggjast á eitt til að auka veg stofn-
unarinnar. Skólarnir þurfa aðstoð
og þrýsting frá foreldrum og að-
standendum nemenda til að koma
þessum málum farsællega í höfn,“
sagði Bjarni E. Sigurðsson.
Það var líf og fjör á göngum skól-
ans þegar Morgunblaðsmenn
kvöddu, enda verið að hringja í
tíma, og tilhlökkunin leyndi sér ekki
hjá nemendunum, bæði þeim eldri
sem yngri. Það voru allir ánægðir
með sinn hlut, skólastjórinn, nem-
endurnir, og ekki sízt foreldrarnir.