Morgunblaðið - 09.08.1984, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.08.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGCST 1984 15 „Gífurlegur áhugi á ís- landi og Skandinavíu“ „ÞAÐ ER kominn tími til aö ég komi í heimsókn því ég hef ekki komið heim í 6 ár,“ sagöi Steinunn LeBreton, sem hefur gegnt stöðu sendikennara í íslensku við háskól- ann f Caen í Normandf sl. 8 ár, þegar blm. hitti hana nýlega á heimili systur hennar og ræddi við hana um háskólalffið og kennslu hennar f Frakklandi. Steinunn hélt til Frakklands í nám skömmu eftir stúdentspróf og hefur dvalið þar síðan. „Ég fór til Caen, sem er í Normandí, árið 1964 til að læra frönsku og bókmenntir, það var gott að vera í Caen sem er hæfi- lega langt frá París og Islending- unum þar,“ segir Steinunn og brosir, „því ég var ákveðin í því að vera í námi og ljúka prófi." Hvernig var háskólalífið f Frakklandi þessi ár? „Það var mjög gaman að vera í háskólanum þessi ár. Prófin voru erfið fyrstu árin og maður þurfti að leggja hart að sér. Vorið ’68 þegar uppreisnirnar voru endaði allt í upplausn og við tókum eng- in próf að vori. Ég bjó alltaf á stúdentagarði og fylgdist mjög vel með. Ég var af og til á styrk frá franska ríkinu og honum fylgdu þeir skilmálar að blandast ekki í neinar óeirðir. Öryggislög- reglan var alltaf kvödd til þegar óeirðir brutust út, og það var ekki laust við að uppreisnarhugur kæmi í fólk þegar það sá lögregl- una koma í þrynvörðum bflum. Óeirðirnar, frá okkar sjónar- miði séð, voru fyrst og fremst uppreisn gegn einveldi prófessor- anna, en þeir réðu bókstaflega öllu. Eftir óeirðatímabilið, sem hélst alveg fram yfir 1970, breytt- ist háskólinn mjög mikið. Það voru skipuð ráð og rætt var lýð- ræðislega um málefni háskólans, einnig breyttist kennslan mjög mikið, við fórum að vinna meira f hópum og vinna heima verkefni." Arið 1970 gekk Steinunn f hjónaband. Maðurinn hennar er háskólakennari í Caen, og eiga þau fjögur börn. „Ég hafði alltaf hugsað mér að koma heim og kenna frönsku, en eftir að ég gifti mig sá ég fram á að ég kæmi ekki heim. Upp úr því sneri ég mér meira að norrænu, en ég hafði alltaf haft mikið sam- band við skandinavísku deildina f háskólanum. Það var að vissu leyti leiðinlegt að yfirgefa Suðurlína: Lagningu mun ljúka í haust ÞRÁIT fyrir galla í stáli, sem fram komu á línumöstrum, er ráðgert að Ijúka framkvæmdum við Suðurlínu á milli Hóla í Hornafirði og Sigöldu í haust. Ágúst Knútsson, verkfræðing- ur hjá Landsvirkjun, sagði ( samtali við Morgunblaðið að verkið hefði gengið samkvæmt áætlun og að nú væri búið að reisa möstur og strengja á milii þeirra frá Skaftá og að Prestbakka. Þá er einnig búið að reisa möstur frá Sigöldu og inn á Herðubreiðarháls. Frá Herðubreið- arhálsi og að Tungnaá hefur að und- anförnu verið unnið að því að strengja á milli mastra. Eins og fram kom í fréttum fyrir skömmu fundust suðugallar f stáli þeirra mastra sem komu frá fyrirtækinu EIP f Portúgal en þrátt fyrir það mun verkinu ljúka samkvæmt áætlun. Portúgalska fyrirtækið hefur þegar viðurkennt ábyrgð á þeim göllum sem fram komu við úttekt á stálinu hérlend- is og er ráðgert að leggja fram skaðabótakröfur á hendur Portú- gölunum. Ekki verður ákveðið hversu há skaðabótakrafan verður fyrr en að viðgerð lokinni en búast má við að hún muni nema um fjór- um til fimm milljónum króna. — Rætt við Steinunni LeBreton sem kennir íslensku í Frakklandi frönsku bókmenntirnar, sem ég hefði viljað kenna hér. Fyrstu árin vann ég svo til kauplaust við skandinavfsku deildina, vann á bókasafninu og var á einhverjum styrkjum. Árið 1975 tók ég svo við sendikennara- stöðunni af Huldari S. Ás- mundssyni, og er ég fyrsti ís- lenski kennarinn, sem er búsettur í Caen.“ Ér mikill áhugi á íslensku? „Það er gífurlegur áhugi á Is- landi og Skandinavfu, en fólk er dálítið hrætt við íslensku fyrst í stað. Ég kenni eingöngu nútfma íslensku og mér finnst það mjög gaman. Okkur vantar gott kennsluefni og það er okkar aðal vandamál. Við fáum sent Morg- unblaðið og Samvinnuna, sem er mikils virði, önnur tímarit hefur fjölskylda mín keypt fyrir mig. En það er mjög gott að fá sýnis- horn af fslenskum blöðum og tímaritum sem nemendur geta lesið. Við höfum á kennsluskrá bæði nútímaverk og íslendingasögur, þá helst það sem hefur verið þýtt á frönsku, sem nemendur geta þá stuðst við. Það hefur því miður ekki verið um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Régis Boyer, sem er aðalprófessor við skand- inavisku deildina f París, hefur verið mjög duglegur að þýða og hefur undanfarið þýtt fjölda ís- lendingasagna. Ég hef síðan verið að vinna að doktorsritgerð og tek fyrir texta úr Postulasögum og Helgra- mannasögum, og kanna þá áhrif þessara þýðinga á Islendingasög- urnar. Það er .gott bókasafn við háskólann svo að það er gott að vinna að slíku verkefni þar. Ég hef áhuga á auknum sam- skiptum milli Islands og Frakk- lands, t.d. ef hægt væri að koma á nemendaskiptum milli landanna. Norðmenn hafa á sl. ári komið upp móttökustöð í Caen fyrir norska stúdenta sem koma til að fullnema sig í frönsku. Danir hafa líka komið upp menning- arstöð í Rúðuborg, sem tekur á móti Dönum og sendir Frakka til Danmerkur. Það þyrfti líka að auka sendikennarastöður í Frakklandi sem eru núna einung- is tvær, í Caen og París.“ Hefur þú fengist eitthvað við þýðingar? „Ég hef eiginlega ekkert þýtt því miður, ég hef lítinn tíma af- lögu, kennsluskyldan eru 10 tfm- ar í viku, auk þess sem ég er með fjölskyldu, og allt tekur sinn tíma. Ég sé það t.d. núna þegar ég kem heim hvað lítill tími fer í matseld hjá fólki hér, miðað við það sem gerist í Frakklandi. Þar eyðum við óhemju tfma í að elda matinn. Það eina sem ég hef þýtt eru smásögur eftir Svövu Jakobsdótt- ur til kynningar á nemendakvöld- um.“ Hafið þið mikil tengsl við há- skólann hér? „Við höfum haft mjög gott samband við Háskóla Islands og fengið góða fyrirgreiðslu þar. Annar kennarinn við útlendinga- deilcjina þar er í stöðugum tengsl- um við okkur sendikennara er- lendis. Einnig höfum við sendi- kennararnir hist erlendis á árleg- um fundum sem eru mjög gagn- legir." sn \ ; Morgunbladið/Hjörtur Stefánsson Þrátt fyrir suðugallann sem fram komu á möstrunum verður lokið við að reisa línuna samkvæmt áætlun. BETRA ELDSNEYTI HELSTU KOSTIR MIX-I-GO MIX-I-GO eykur bruna bensíns og þar af leiö- andi fæst kraftmeiri 'vél. MIX-I-GO Eyöir vatni úr bensíni og kemur í veg fyrir aö vatn frjósi í bensínleiöslum og blönd- ungi og gefur hreinni bruna og minni mengun. MIX-I-GO dregur verulega úr myndun sóts og annarra óhreininda í sprengirúmi. MIX-I-GO hreinsar bulluhringi, bullu, ventla og blöndung og heldur þeim hreinum. MIX-I-GO dregur úr bensíneyðslu og fækkar bilunum. - HELSTU KOSTIR DEE-ZOL ★ Dregur úr olíunotkun ★ Eykur vélarafl, styrkir gang ★ Minnkar kola- og sótmyndun ★ Dregur úr hvimleiöum, svörtum útblæstri ★ Heldur eldsneytislokum, olíukerfi og öörum vél- arhlutum hreinum ★ Minnkar viöhald — fækkar bilunum ★ Eyðir vatni sem safnast í olíugeymi ★ Dregur úr ryömyndun í olíugeymi ★ Eykur endingu olíusía ★ Minnkar slý og óhreinindi í tanki ★ Díselolía bætt meö DEE-ZOL þolir allt aö +26° C frost Fæst á bensínstöðvum Csso SÖLUSAMTÖKIN HF. Hafnarstræti 20 - 121 Reykjavik. Simar: 23833 og 12110 - P.O. Box 1392.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.