Morgunblaðið - 09.08.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984
19
Tölvunámskeiöin
sem fyrirtækin
treysta
Tölvufræðsla Stjórnunarfélagsins hefur nú um
2ja ára skeið þjálfað ritvinnslukennara sinn í
notkun flestra þeirra ritvinnslukerfa sem náð
hafa einhverri útbreiðslu hérlendis, og búum
við því að geysimikilli þekkingu á tölvurit-
vinnslu hérlendis.
og APPLEWRITER og fleiri námskeið eru
nú í undirbúningi. Af námskeiðum sem haldin
hafa verið áður má nefna ETC og SCRIPSIT
en þau verða ekki haldin nema sérstakar óskir
komi fram þar um.
Efni námskeiðanna: Námskeiðin eru að
langmestu leyti í formi verklegra æfinga sem
leyst eru á tölvubúnaði SFÍ undir handleiðslu
kennara. Farið er í allar helstu skipanir
kerfanna og þær útskýrðar.
Aðalleiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir
Guðjohnsen, ritvinnslukennari hjá Stjórn-
unarfélagi íslands sl. 2 ár. Starfaði áður sem
einkaritari.
Á næstunni verða haldin neðantalin námskeið:
WORD
Ritvinnslukerfið Word er nýjasta ritvinnslu-
kerfið á markaðnum. Pað er sérhannað fyrir
IBM PC tölvur og er á góðri leið með að verða
útbreiddasta ritvinnslukerfið hérlendis. Það
þykir ákaflega fullkomið en nokkuð flókið
fyrst í stað.
Tími: 20.-23. ágúst kl. 13.30-17.30.
WORDSTAR
Ritvinnslukerfið Wordstar er tvímælalaust
útbreiddasta ritvinnslukerfið sem fram hefur
komið, enda mjög öflugt. Pað er notað á
tölvur sem vinna undir stýrikerfi CP/M en
íslensk útgáfa af því hefur verið gerð í
Televideo tölvur.
Tími: 3.-5. september kl. 13.30-17.30.
í vetur munum við halda reglulega námskeið í
ritvinnslukerfunum WORD, WORDSTAR
RITVINNSLU
NÁMSKEIÐ SFÍ
BASIC FORRITUN
Á undanförnum árum hefur fjöldi smátölva á
íslandi margfaldast. Flestöllum þessum
imátölvum fylgir eða getur fylgt forritunar-
málið BASIC. Basic er alhliða forritunarmál,
iem þó er auðvelt í notkun.
Markmið: Tilgangur þe ssa námskeiðs er að
kenna forritun í Basic og þjálfa þátttakendur í
meðferð þess. Að námskeiðinu loknu eru
nemendur færir um að leysa eigin verkefni.
Efni: Kennslan fer fram með verklegum
æfingum undir leiðsögn kennara. Farið verður
yfir skipanir í Basic, þær útskýrðar og helstu
aðferðir við mátaða forritun kynntar.
Raunhæf verkefni verða leyst.
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum
þeim sem vilja læra forritun í Basic.
Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson forritari.
rekur eigin forritunarþjónustu.
Tími: 27.-30. ágúst kl. 9.00-13.00.
GRUNNNÁMSKEIÐ
UM TÖLVUR
Markmið: Að fræða þátttakendur um
undirstöðuatriði er varða tölvur, kynna helstu
hugtök og tækjabúnað. Tilgangur námskeiðs-
ins er að pátttakendur átti sig á því hvernig
tölvan vinnur og hvað sé hægt að framkvæma
með henni.
Efni: Grundvallarhugtök í tölvufræðum. -
Stutt ágrip af sögu tölvuþróunarinnar. -
Lýsing helstu tækja sem notuð eru í dag. -
Hugbúnaður og vélbúnaður. - BASIC og
önnur forritunarmál. -Notendaforrit: Kostir
og gallar. - Æfingar á tölvur. - Kynnig á
notendaforritum.
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfs-
mönnum fyrirtækja sem nota eða munu nota
tölvur og öllum þeim sem hafa hug á að
kynnast tölvufræði.
Leiðbeinendur: Björn Guðmundsson,
forritari. Starfrækir eigin forritunarþjónustu.
Ragna S. Guðjohnsen, ritvinnslukennari.
Tími: 20-23. ágúst kl. 9.00-13.00.
10-13. seot kl. 9.00-13.00.
£031
Tölvur eru í dag fyrst og fremst notaðar við
úrvinnslu gagna. Samt er það svo að hefð-
bundin forritunarmál s.s. Basic og Fortran eru
fyrst og fremst ætluð fyrir tölulega útreikninga
ogþví ekki þjál við gagnavinnslu. Gagnasafns-
kerfi hafa því augljósa kosti fram yfir önnur
mál, þegar unnið er með gagnasöfn. Dæmi um
gagnasöfn eru m.a. birgðaskrár, fasteignaskrár
og viðskiptamannakrár.
Markmið: Eitt vinsælasta gagnasafnskerfið á
markaðnum í dag er DB ASE II sem fá má á
velflestar smátölvur. Á þessu námskeiði fá
þátttakendur innsýn í það hvernig skal
skipuleggja gögn, gagnameðhöndlun og
gagnaúrvinnslu, og eftir námskeiðið eiga
menn að vera færir um að nota DBASE II í
þessu skyni.
Efni: Tölvur sem gagnavinnslukerfi. -
Skipulaggagna til tölvuvinnslu. -Gagnasafns-
forrit kynnt og borin saman. - Verkefni og
æfingar í DBASE II, á tölvubúnað SFÍ.
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað stjórn-
endum og öðrum þeim sem vilja tileinka sér
notkun gagnasafnskerfa á smátölvur.
Leiðbeinandi: Valgeir Hallvarðsson,
véltæknifræðingur. Lauk prófi frá Odense
Teknikum 1978, en starfar nú sem rekstrarráð-
gjafi hjá Hagvangi h/f.
Tími: 3.-5. september kl. 9.00-13.00.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og
starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags
nkisstofnana styrkja félagsmenn sína til
þátttöku á námskeiöunum og þurfa þátttak-
endur að sækja beiðni þar að lútandi á
viðkomandi skrifstofu.
Gpplýsingar um námskeið sem Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur styrkir félagsmenn
sína til þátttöku á, fást á skrifstofu VR.
Hlkynnið þátttöku
ísíma 82930
ASTJÓRNUNARFÉIAG
Æk ÍSLANDS ÍÍKSS&,23
BJARNt OAGUR/AUGL TEI