Morgunblaðið - 09.08.1984, Side 21

Morgunblaðið - 09.08.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 21 Málefni aldraðra Þórir S. Guðbergsson Hollt Margir ágætir þættir hafa verið ritaðir hér í Morgunblaðið um næringu og heilsu skrifaðir af dr. Jóni Óttari Ragnarssyni. Hefur dr. Jón óttar bent þar á með rökum hversu mikilvægt það er fyrir alla bæði yngri og eldri að gefa betri gaum að mat þeim sem við borðum daglega. Er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að lesa þessar greinar og huga betur að næringargildi fæðunnar en menn hafa gert fram til þessa. Sérstök ástæða þykir til að benda öldruðum á hollt og gott mataræði þó að augljóst sé best að temja sér hollt mataræði frá blautu barnsbeini og fyrirbyggja þar með marga sjúkdóma sem geta herjað á líkama okkar á efri árum. Fiturík fæöa er óholl Æðaþrengsli og kölkun hrjáir marga á íslandi bæði unga og aldna. William Halbersten læknir skrifar á þessa leið: „Læknar þekkja nokkra þætti slagæðaþrengsla og þeirra á meðal er fituríkt mataræði, offita og sérstaklega vindlinga- reykingar. Líkindi eru til þess að sérstaklega fitusnautt mataræði og líkamsþjálfun geti hindrað æðakölkun og þar með æða- þrengsli en þetta er enn aðeins tilgáta. Kölkun og þar með æða- þrengsli hrjáir almenning á Vesturlöndum — og er þessi sjúkdómur svo algengur að hans sjást jafnvel merki á fólki á þrí- mataræði tugsaldri sem látist hefur af slysförum. Fita og kalk er farið að setjast inn á æðaveggi í þessu unga fólki. Eftir því sem lengra líður á ævina og hægjast tekur á blóð- rennsli safnast meira af þessum efnum á æðaveggina og þeir taka að harðna og þrengjast og í slæmum tilfellum lokast slagæð í ótíma. Mikilvægast fyrir fólk er að haga svo lifnaðarháttum sínum að sem minnstar líkur séu á því að æðarnar fari að kalka fyrir aldur fram.“ velja fæðu sem þarf að tilreiða á sérstakan hátt sem tekur tíma. 3. Doði. Margir aldraðir búa einir og hafa misst samband við vini og ættingja. Með mikilli ein- angrun geta margir sljóvgast svo alvarlega að þeir bókstaflega hætta að hugsa um innihald fæðunnar. Þeir njóta ekki lengur vináttu og örvunar, fá sjaldan eða aldrei heimsóknir og löngun- in til þess að matreiða sérstaka fæðu dvínar með hverjum mán- uði sem líður. 4. Líkamleg fotlun. Sé fólk fatlað á einhvern hátt, t.d. hreyfihamlað, getur það átt sinn „Kölkun og þar tneð æðaþrengsli hrjair almenning a Vesturlönd- um — og er þessi sjúkdómur svo algengur að hans sjást jafnvel merki á fólki á þrítugsaldri sem látist hefur af slysförum. Fita og kalk er farið að setjast inn á æðaveggi í þessu unga fólki.“ Næringarskortur hrjáir marga aldraða af ýmsum orsökum Fyrir skömmu sendi dr. Frið- rik Einarsson, yfirlæknir í Hafnarbúðum, undirrituðum grein um svipað efni sem birtist í skosku tímariti fyrir nokkrum árum. Er þar lögð mikil áhersla á mataræði meðal aldraðra og hversu þýðingarmikill sá þáttur er í lífi og allri líðan fólks til líkama og sálar. Exton-Smith, læknir, segir þar um helstu orsakaþætti nær- ingarskorts meðal aldraðra á þessa leið: 1. Einvera og félagsleg einangr- un. Margir aldraðir búa einir. Fjölskyldan hefur splundrast og þeir eru einir eftir í íbúðum sín- um. Líkamleg hrörnun og minnkandi samband við vini og kunningja veldur meiri einangr- un en ella. Einangrun getur svo leitt af sér andlegan doða og litla matarlyst. Það er einnig þekkt staðreynd að þeir aldraðir sem búa einir þjást oft fremur af næringarskorti en þeir sem búa með fjölskyldu sinni. Áhugi fyrir umheiminum og þátttaka í fé- lagslífi og tómstundastarfi getur því átt verulegan þátt í að auka matarlystina og ánægjuna við máltíðir. 2. Vanþekking. Oft er það beinlínis vanþekking á hollustu- fæði og vali á næringarríkri fæðu, sem veldur því að fólk líð- ur af næringarskorti. Fólk þekk- ir ekki nægilega til hollrar fæðu, velur mat af handahófi og marg- ir, sérstaklega aldraðir karl- menn, sem búa einir, nenna bókstaflega ekki að hafa mikið umstang í kringum matinn eða þátt í því að það hugsar sífellt minna um hollt mataræði. Veð- urfar á íslandi getur verið æði rysjótt og sé eitthvað að veðri kemst fólk oft ekki út í búð til þess að versla og lætur sig þá hafa að nýta það sem til er. Til- breytni í mataræðinu verður lítil og matarlystin verður minni. Oft er þá gripið til þeirrar fæðu sem einfalt er að tilreiða eins og mjólkurmatar og brauðs. Mörg- um er einnig ókunnugt um ýmis hjálpartæki sem komin eru á markaðinn og einfalda hreyfi- hömluðum að matreiða, skera kjöt, brauð o.s.frv. 5. Slæmur fjárhagur. Þegar launavinnu er hætt skerðist fjárhagur fólks oft verulega. Margir aldraðir hafa ekki aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun ríkisins, rúmar tíu þúsund krón- ur á mánuði, og verða því að velta fyrir sér hverri krónu með gát. Þeir sem ekki komast leiðar sinnar verða oft að fá sendan mat úr búðum sem eykur enn á útgjöld eða bókstaflega að kaupa tilbúinn mat sem verður mörg- um dýr. Lyf og læknishjálp hafa nýlega hækkað verulega og getur það einnig átt sinn þátt í því að aldraðir velta því raunverulega fyrir sér hvort þeir hafi efni á því að fara til læknis og er það miður. Exton-Smith bendir á ýmsa fleiri orsakaþætti svo sem litla matarlyst af ýmsum ástæðum (veikindi, slys o.fl.), lélega tannhirðu meðal aldraðra, melt- ingartruflanir sem eru mjög svo algengar hjá öldruðum o.fl. Ekki er nokkur efi á því að auka þarf upplýsingar og fræðslu meðal aldraðra um hollt mataræði verulega frá því sem nú er. Aldraðir þurfa að fá jafn- góða fræðslu um hollan mat eins og verðandi mæður um fæðu fyrir ungbörn. Auka þarf sömu- leiðis fræðslu meðal sjúkraliða, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta sem veita öldruðum lið á einhvern hátt á stofnunum, i heimahúsum, félagsstarfi aldr- aðra, dagvistun og fleiri slíkum stöðum. Félagsmálastofnun Reykjavíkur efndi til námskeiða fyrir aldraða karlmenn fyrir skömmu með góðum árangri. Opinberir aðilar og áhugafélög þurfa að taka höndum saman um að auka fræðslu um hollt mataræði. Allt tekur sinn tfma. En hollt mataræði er undirstaða fyrir góða líðan fólks og getur átt sinn þátt í að fyrirbyggja ótímabæra hrörnun á efri árum. KVENSKOR Stærð 36—41 Litur: Svart Kr.795 Stærð 36—41 !KAUPGARÐUR! ENGIHJALLA 8. POSTSENDUM. SIMI 44455 - 46866.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.