Morgunblaðið - 09.08.1984, Page 29

Morgunblaðið - 09.08.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 29 MorgunblaðiA/Kjartan. Gunnar Gunnlaugsson og kona hans Hafdís Baldvinsdóttir. en komst ekki niður. Ég reisti þvi næst björgunarbátinn upp á rekk- verkið, en þá datt afturendinn niður og drapst á vélinni. Það var ekki um annað að ræða en að henda sér í sjóinn og synda frá bátnum til að forðast sogið. Ég hafði ekki tekið mörg sundtök þegar ég heyrði „hvissið" í gúmmí- bátnum þegar hann blés út. Ég komst um borð í björgunarbátinn, en þar var þá töluverður sjór og ég tók til við að ausa hann. Mér fannst ekki líða langur timi þar til ég heyrði til flugvélar. Ég fór út i gatið og stóð á flothylkjunum og veifaði til hennar, en þá sporð- reistist gúmmíbáturinn og ég fór i sjóinn, og báturinn yfir mig. Mér gekk vel að rétta hann við og komst upp í hann aftur. Ég var orðinn okkuð kaldur, enda búinn að fara tvisvar í sjóinn. Eftir að ég sá flugvélina létti mér strax því þá vissi ég að mér yrði bjargað fljót- lega. Eftir nokkra stund komu fé- lagar úr björgunarsveitinni ísólfi i Zodiac-bát og nálguðust mig. Ég var þá að ausa bátinn og stóð á flotholtinu og féll þá i þriðja skipti i sjóinn. Björgunarsveit- armenn kipptu mér snarlega um borð í sinn bát. Mér hefur ekki orðið meint af þessu volki, en vil nota tækifærið til að flytja alúðarþakkir til allra þeirra sem að björgun minni stóðu. Þeir eiga allir heiður skilið fyrir fljót viðbrögð." Aðspurður um hvað við tæki sagði Gunnar m.a.: „Ég á ekki annarra kosta völ en að leita til sjávar aftur. Ég hef ekki skóla- göngu til að snúa mér að einhverju sem slíkrar menntunar krefst. Konan er búin að banna mér að kaupa annan bát, en ég get ekki hugsað mér að fara að vinna I landi fyrir 69 krónur á tímann." Gunnar Gunnlaugsson bjargaði fyrir þremur árum tveimur skip- verjum frá drukknun er ólafur Guðmundsson NS 83 fórst út af Húsavík eystri. Þá er þess loks að geta að Gunnar fór strax morgun- inn eftir björgunina út með öðrum báti og dró upp línuna sfna, enda er hann hraustmenni hið mesta. — Ólafur Már Morgunblaðið/Jón Gunnlaugason Þorkell Guðmundsson við nýju bifreiðina, sem hann ekur galvaskur þótt kominn sé i tfræðisaldur. Ætlar að Sigöldu í sumar Aðspurður um hvort hann hafi ekki ferðast eitthvað í sumar svar- aði Þorkell að enn sem komið væri hefði hann ekkert farið, „en ég ætla ef ég mögulega get að fara upp að Sigöldu f sumar og sjá þessi stóru mannvirki sem þar hafa verið byggð.“ Við báðum Þorkel f lokin að segja okkur eina eftirminnilega ferðasögu frá fyrri árum. „Já, hún tengist nú ekki bíla- ferðalögum, heldur ferð með skipi. Þetta var árið 1915 eða 1916 um sumarið, ég réð mig á skiprúm á 24 tonna bát sem hét Snögg. Við vorum á leiðinni til Siglufjarðar og áttum að stunda handfæraveið- ar um vorið og síldveiðar um sumarið. Þetta sumar var mikill ís fyrir Norðurlandi og þegar við komum að Horni var ísinn svo Kttur að við urðum að snúa við til afjarðar og biðum við þar í nokkra daga. En þegar ekkert rof- aði til með ísinn var ákveðið að sigla suður um áleiðis til Siglu- fjarðar og linntum við ekki látum fyrr en við vorum komnir til Seyð- isfjarðar. Þar tókum við kol og héldum ferðinni áfram til Akur- eyrar. Gistum þar eina nótt og héldum síðan til áfangastaðarins Siglufjarðar og urðum á leiðinni þangað að ýta ísnum til svo við kæmust leiðar okkar. Nú siðan stunduðum við handfæraveiðarn- ar um sumarið alveg fram til 10. ágúst. Þá um nóttina hvarf allur ís af miðunum og var þá haldið inn til Siglufjarðar og báturinn undir- búinn á síldveiðar. Við vorum sex- tán í áhöfninni og myndi það þykja þröngt að manni búið í dag á ekki stærra skipi. Við stunduð- um síðan síldveiðarnar af krafti og öfluðum vel. Ætli þetta sé ekki eftirminnilegasta ferð mín fyrr og síðar,“ sagði Þorkell Guðmunds- son að lokum. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Námaverkamenn hafa verið í verkfalli í tæplega '/4 ár. Margaret Thatcher er að missa tökin í Bretlandi Stjórnin kölluð sú versta og klaufskasta í áratugi MEIRIHLUTI þingflokks íhaldsmanna styður að vísu Thatcher enn. Samt er engum blöðum um það að fletta, að andstaðan gegn Thatcher og stjórninni fer vaxandi með viku hverri og ýmislegt þykir benda til, að forsætisráðherrann sé sjálfur að þreytast á þeirri andstöðu sem mætt hefur honum, svo og að stjórnunarstörfin séu að verða Thatcher ofviða. 6 svo að úrskurðurinn um Cheltenham sé samhljóða ákvörðun stjórnarinnar og þó svo að verkfall hafnarverka- manna hafi leystst, hefur Thatcher ekki getað notað það sér til framdráttar. Ýmis öfl innan flokksins vinna gegn henni leynt og ljóst og Thatcher gerir sjálf æ fleiri skyssur. Hún getur ekki lengur tekið gagnrýni af því yfirvegaða yfirlæti sem hún gerði, væntanlega einfald- lega vegna þess að hún hefur gert sér grein fyrir því, að flest hefur farið úrskeiðis á þessu öðru forsætisráðherratímabili hennar. Brezka blaðið Economist tók svo djúpt í árinni á dögunum að segja „að ríkisstjórn Thatchers nú er hin versta siðan í heims- styrjöldinni síðari. óheppni, mistök, gleymska og vanræksla hefur einkennt störf hennar. Og hefur haft þær afleiðingar að ráðherrarnir eru komnir í and- stöðu við bændur, námaverka- menn, aðalsmenn, bandalagsrik- in í Efnahagsbandalagi Evrópu, fjármálaspekúlantana í City og svo mætti lengi telja. Það er eins og ekkert lánist. En öll mistök eru skrifuð á reikning annarra — talandi tákn um að ráðherr- arnir eru að missa tökin. Marg- aret Thatcher heldur enn um stýrisvölinn, en svo virðist sem stýrið láti ekki lengur að stjórn." Þetta voru hörð orð að margra dómi, ekki sízt þegar haft er í huga að Economist hefur í flestu stutt ríkisstjórnina. Ýmsir stjórnmálaskýrendur afgreiddu þessa atlögu að stjórninni með því að blaðið væri að reyna að vekja athygli og „selja sig“ af því að það nyti ekki þeirrar virð- ingar og áhrifa sem forráða- mönnum þess finnst þeir ættu að hafa. Aðrir voru á þeirri skoðun að einmitt þessi skrif sýndu í hvert óefni væri komið fyrir rík- isstjórn Margaret Thatcher. Nú er ekki svo að skilja að alltaf hafi ríkt einhugur og fögn- uður innan þingflokks Ihalds- flokksins. Fjarri fer því. Venju- Margaret Thatcher lega hefur það verið fyrirrennari hennar, Edward Heath, sem hef- ur staðið að ýmsu makki og reynt með öllum ráðum að vekja tortryggni. Það er enginn vafi á því að Heath er ekki aðeins í nöp við Thatcher, hann hatar hana af öllu hjarta. En Heath hefur fram að þessu ekki náð neinum teljandi hljómgrunni og stund- um hafa árásir hans eða bak- tjaldamakk hans gegn Thatcher orðið til þess að þingflokkurinn — þ.e. mikill meirihluti hans — hefur þjappað sér saman að baki forsætisráðherranum. En því er ekki lengur svo farið, ýmsir ráðherrar hennar hafa leynt eða ljóst snúizt gegn henni og meðal þeirra má nefna Francis Pym, fyrrverandi utanríkisráðherra, James Prior, írlandsmálaráð- herra, og Peter Walker, orkuráð- herra. Fréttirnar um að ákveðinn hópur innan þingflokksins og f innsta hring hans hittust og væru með ráðagerðir í huga um að koma Margaret Thatcher frá völdum bárust almenningi í end- uðum júlímánuði. Þessar fréttir komu að vísu ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti, blikur höfðu verið á þvf fyrir. Margaret Thatcher var sjálfri kunnugt um að ýmiss konar ráðabrugg væri í bígerð. Hún hefur ekki getað lokað augunum fyrir þvf, hvernig landi hennar hefur farnazt á þessu ári. Verkfall námamanna hefur staðið á sjötta mánuð, sterl- ingspundið hefur veikzt gagn- vart dollara og deilur hafa harðnað f sambandi við skipu- lags- og umhverfismál. Menn hafa á orði, að taugarnar séu að gefa sig hjá járnfrúnni og benda á máli sfnu t.il stuðnings ræðu sem hún hélt nýlega á fundi inn- an Ihaldsflokksins, hjá samtök- um sem kalla sig „1900-samtök- in“. Hún talaði þar af mikilli ákefð um, að allir væru alltaf að hvetja sig til að breyta um stíl og söðla yfir. En hún sagðist hafa traust á sfnum stfl og hún væri sannur og meðvitaður stjórnmálamaður. „Það hefur hæstráðandinn í Malaysiu, Kassim, sagt,“ sagði hún og mönnum þótti þetta undarleg röksemdafærsla og varla sæm- andi né samboðin forsætisráð- herranum. Brezku blöðin gerðu sér mikinn mat úr ræðu hennar. „Þegar hún gat loksins hætt að tala um sjálfa sig var eins og hún tapaði öllum þræði og rugl- aði áfram í fjörutíu og fimm mínútur — mest af því heldur samhengislaust," sagði Daily Mail daginn eftir. Nokkrum dögum síðar mögn- uðust enn sögusagnir um að eins konar bylting væri í vændum innan thaldsflokksins. Talað var um fjöldafundi, en sannleikur- inn var þó sá að fáeinir andstæð- ingar hennar hittust tvfvegis, snæddu saman og munu án efa hafa rætt til hvaða ráða ætti að grípa. Það hefur jafnan sitt sýnzt hverjum um Margaret Thatcher frá því að hún tók við embætti forsætisráðherra. Þær ásakanir sem beinast að henni nú eru öllu alvarlegri. Það er aldrei stjórn- málamanni til hnjóðs að vera talinn hörkumaður og einarður í ákvörðunum. En það er ömurlegt fyrir stjórnmálamann að vera sagður klaufskur, kjánaiegur og taugaslappur. Og það er áreið- anlega ekki sú umsögn sem Bret- ar hefðu nokkru sinni talið að Margaret Thatcher ætti eftir að fá. (Heimildir; Economist, AP, Berlingske) JG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.