Morgunblaðið - 09.08.1984, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.08.1984, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 Vindmyllur til Bandaríkjanna, bátaverksmiðja á Indlandi og framleiðsla krabbastauta SKJÓTT skipast veóur í lofti. Þaó er ekki ýkja langt síóan fslendingum hætti til að líta nióur á Færeyinga og telja þá okkur minni menn. Sú tíð er nú lióin og sá, sem til Færeyja kem- ur, sér stórhuga þjóó, þó smá sé, sem fæst við verkefni af ýmsu tagi, sem við þekkjum varla nema af af- spurn. Fiskirækt er þar mun lengra komin en hér því auk lax- og sil- ungsræktar eru þeir byrjaðir á rækt- un kræklings og ostru svo eitthvað sé nefnt og hörpudiskræktun er í sjónmáli. Þá eru þeir að reisa verk- smiðju til framieiðslu á krabba- stautum úr fiskmassa, þeir standa í gerð samninga við Bandaríkin um útflutning á vindmyllum í stórum stíl og þeir eru að reisa bátaverk- smiðju á Indlandi. Einn hinna miklu athafna- manna í Færeyjum er Tomas Ara- bo, formaður Vestnorrænu sam- starfsnefndarinnar og fyrrum framkvæmdastjóri Strandfara- skipa landsins. Undirritaður hitti hann að máli í Færeyjum fyrir nokkru og spurði hvað helst væri á döfinni hjá honum sjálfum, nefnd- inni og öðrum í Færeyjum. Að flytja þekkingu milli landa „Eftir að ég hætti hjá Strand- faraskipum landsins, var ég ráð- inn hjá Vestnorrænu samstarfs- nefndinni 1981. Aðalmarkmiðið með þessu samstarfi landanna er að byggja upp tengsl milli þeirra, fyrirtækja og einstaklinga svo möguleiki myndist á samstarfi, sem síðan byggist upp án fjárhagslegs stuðnings. 1 því sam- bandi má nefna skipaferðirnar milli íslands og Færeyja, Skipa- rakstur. Þær ferðir hafa gengið vel og starfsemin aukizt á eigin spýtur. En auk þess veitir nefndin stuðning til ýmissa framkvæmda, bæði á Grænlandi og íslandi og má þar nefna nýtingu veiðivatna á Austurlandi, sem hugsanlega aukabúgrein, en til þess er veitt tæpum 800.000 krónum. Þá er nú í gangi samstarf milli Grænlend- inga, íslendinga og Færeyinga, sem felst í leit að hörpuskelfisk- miðum og er tæpum 2 milljónum króna veitt til þess. Samstarfinu er þannig háttað, að við leitina eru tveir bátar, annar íslenzkur með íslenzkum skipstjóra og íslenzkum útbúnaði, en hinn með færeyskum — rætt við Tomas Arabo, athafnamann í Færeyjum og formann Vestnorrænu sam- starfsnefndarinnar skipstjóra og færeyskum útbún- aði. Við teljum okkur vita að mik- ið er af hörpudiski við Grænland, málið er bara að finna hann og í þessu sambandi flytjum við þekk- ingu út frá íslandi og Færeyjum til Grænlands. Þetta byggist sem sagt á að byggja upp sambönd manna á milli, flytja þekkingu á milli landanna og skella því sam- an, sem passar. Við getum ekki stutt framkvæmdir, sem eru í beinni samkeppni á frjálsum markaði, en getum hjálpað við að koma sambandinu á, til dæmis með ferðastyrkjum. Það er mikil- vægt að koma víða til að kynnast mismunandi viðhorfum. Grænlendingar eru að koma með auknum krafti inn í þetta samstarf í kjölfar heimastjórnar og úrsagnar úr Efnahagsbanda- laginu. Þar eru hins vegar mörg ljón í veginum, sérstaklega í formi laga og reglugerða, sem tengjast fyrri tímum. I því tilefni verður tekið mið af íslenzkum og fær- eyskum lögum og reglugerðum til að sjá hvernig þær falla að mögu- leikunum á Grænlandi til upp- byggingar. Þar leggjum við Fær- eyingar og fslendingar til þekk- inguna og kynnum þeim uppbygg- ingu sambærilegra þátta hjá okkur. Auknar samgöngur mikil nauðsyn Þeir þættir, sem komnir eru í gang milli Færeyja og íslands, auknar samgöngur, eru báðum löndunum mjög mikilvægir. Hvað Skiparakstur varðar hófust flutn- ingarnir á salti til íslands og kjöti til Færeyja. Síðan hafa flutn- ingarnir undið upp á sig á þann hátt, að taisvert kemur frá megin- landinu í gegn um Færeyjar til Austfjarða, því það er jú stað- reynd, að Austfirðirnir eru um 500 kílómetrum nær öðrum Evrópu- löndum en Reykjavík. Það er varla vafi á því, að beinir flutningar til Austfjarða eru fyrirtækjum þar hagstæðari en flutningar í gegn um Reykjavík og ennfremur beinn útflutningur. Við gerðum tilraunir til þess að flytja ferskan fisk beint frá Austfjörðum til meginlandsins einn veturinn. Það gekk upp og niður, en full ástæða er til að taka þá flutninga upp aftur. Við gerð- um nokkur mistök þar, en við lærðum bara af þeim. Við getum keppt við íslenzku skipafélögin í þessu sambandi, sem sýnir sig í því, að við flytjum talsvert af mjöli frá íslandi. Það hefur sýnt sig á Norður- löndum, að samgöngur norður- suður ganga vel, en vandamálið hefur verið austur-vestur. Þess vegna vorum við einu sinni með það í huga að byrja flugferðir milli ístands, Færeyja og Bergen í Noregi, en vandamálið er það, að við megum ekki styðja fram- kvæmdir, sem verða í beinni sam- keppni á hinum frjálsa markaði. Við vitum, að halli myndi verða á þessari flugleið fyrstu tvö árin, svo ekkert hefur enn orðið úr þess- um hugmyndum, þó nauðsynlegt sé. Samgöngur við ísland eru ein- staklega lélegar á veturna, aðeins ein ferð í viku í bezta falli og það er of ótryggt fyrir blómlegt við- skiptalíf. Þrjár ferðir á viku er lágmarkið, eigi þýðingin að verða nokkur. I því sambandi höfum við hugsað okkur nánara samstarf í ferðamannaiðnaðinum milli land- anna í tengslum við ferðir Nor- rönu. Við teljum okkur eiga veru- legra sameiginlegra hagsmuna að gæta í ferðakynningu og mögu- leikum á því sviði. Til dæmis með tengslum ferða milli íslands, Fær- eyja og Skandinavíu. 1 dag auglýsa löndin hvert fyrir sig í stað þess að leggja fé sitt að einhverju leyti saman, augljóslega með meiri árangri. Máihindrunum verði rutt úr veginum Þá höfum við fjaliað nokkuð um tjáskiptavandkvæði milli land- anna vegna mismunandi tungu þeirra. Þó málin séu lík, veldur munurinn á þeim alltaf einhverj- um vandkvæðum og í því skyni höfum við látið fjölrita „Brot til íslendska lesibók við orðalista" og „íslendska mállæru" og einnig er unnið að þýðingu námsefnis í fisk- vinnslu á íslenzku, færeysku og grænlenzku. Frekari útgáfa á þessu sviði til að auðvelda sam- vinnu milli landanna er fyrirhug- uð, því það er ljóst að hún borgar sig en árangur næst ekki fyllilega nema málhindrunum verði rutt úr veginum. Japönsk þekking og færeyskt hráefni Við Færeyingar stöndum frammi fyrir svipuðum vandamál- um og íslendingar, það er að við fáum ekki nægilega mikið borgað fyrir þær fiskitegundir, sem hingað til hafa verið taldar van- nýttar. Þar má nefna kolmunna, gullax og langhala auk fleiri teg- unda. Við höfum komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt sé að reyna japanska tækni á þessu sviði og hráefni okkar, sem er betra en þeirra. Því erum við að hefja framleiðslu á sérstöku fiskifarsi eftir japanskri fyrirmynd, sem byggist á bragðlausum grunn- massa. Úr honum eru svo framleiddar ýmis konar matvörur svo sem pylsur, kjötréttir og krabbastautar. Við höfum ákveðið að byrja á krabbastautunum enda er mjög gott verð fyrir þá og þeir bragðast alveg eins og náttúrlegur krabbi. Þessi framleiðsla er ódýr og við teljum að kolmunni og gul- lax henti sérlega vel til hennar. Gangi þessi tilraun verður hún ekki aðeins okkur Færeyingum mjög þýðingarmikil, heldur einnig Islendingum og Grænlendingum því þeir munu geta notið góðs af reynslu okkar. Mistakist þetta hins vegar höfum við tapað nokkru fjármagni. Við því er ekk- ert að gera, árangur næst ekki nema með tilraunum. Krabbastautaverksmiðja fyrir 50 milijónir króna Ætlunin er að framleiðslan hefjist í Kollafirði 1. febrúar næstkomandi og sett verður verk- smiðja um borð í verksmiðjutog- arann Rensatind til að vinna grunnmassann því gæði hans verða alltaf meiri eftir því, sem hráefnið er nýrra. Síðan verður grunnmassinn fluttir í land í verk- smiðjuna þar sem endanleg mat- vara verður framleidd úr honum. Frá Japönum fáum við þekkingu og reynslu, en hráefnið kemur frá okkur, enn eitt dæmið um samein- ingu þekkingar og möguleika. Markaðsmöguleikar fyrir krabba- stauta eru mjög vaxandi og eins og er er markaðurinn mjög góður í Bandaríkjunum og Englandi og við gerum okkur vonir um að kom- ast inn á meginland Evrópu líka. Gangi þetta upp hefur það veru- lega þýðingu í auknum útflutningi og það er ekki bara um krabba- stauta að ræða, það má gera úr þessu pylsur og margt fleira og því hefur Landstýrið stutt okkur mjög myndarlega, en áætlað er að verk- smiðjan kosti um 50 milljónir króna. Framtíðin björt með aukinni samvinnu Við Færeyingar lentum í veru- legum vandræðum 1974 og 1975, þegar olían hækkaði og okkur var vísað af mörgum veiðisvæðum. Síðan þá höfum við verið að byggja okkur upp á margan hátt, aðallega annan en hinn hefð- bundna svo sem fiskirækt af ýms- um tegundum, krabbastautunum, fiskveiði- og vinnslu verkefnum í Senegal, útflutningi á vindmyll- um, bátaverksmiðju á Indlandi og fleiru. Þetta hefur verið okkur dýrt og það skilar ekki hagnaði strax. Því hafa erlendar skuldir okkar aukizt verulega og eru nú um 150.000 krónur á hvert manns barn. Það eru aðallega stóru skip- in, bæði verksmiðjuskip og full- komin tankskip, sem hafa aukið skuldirnar og sem dæmi má nefna, að verksmiðjuskipið Rensatindur hefur líklega hækkað skuldina um 7.500 krónur á mann og Norröna um 9.000 krónur. Á hinn bóginn eru Færeyingar enn borgunar- menn fyrir þessum skuldum, skili fjárfestingin ekki arði, því að meðaltali á hvert færeyskt mannsbarn um 240.000 krónur á bönkum eða sparisjóðum. Við lít- um því björtum augum á framtíð- ina í ljósi þeirra möguleika, sem felast í samvinnu og flutningi þekkingar milli landa. Á henni eru lítil farmgjöld gagnstætt fullunn- inni framleiðslu. Með góðri sam- vinnu Færeyja, Grænlands og ís- lands og skynsamlegri nýtingu hins sameiginlega hafsvæðis land- anna ætti framtíðin að vera björt,“ sagði Tomas Arabo,- HG Erling Júlíusson Ann Merete Nýju fólki fagnað hjá Hjálpræðishernum Orsök óþurrkanna í Borgarfirði? Allsherjargoðinn og sóknarprest- urinn slógu saman kirkjugarðinn Borgarfírói, 30. júlí. ÞAÐ ER alltaf gledilegt að bjóða ungt fólk velkomið til starfa á ís- landi. í kvöld höfum við ánægjuna af að bjóða lautinantana Ann Mer- ete og Erling Níelsson velkomin til íslands. Þau hjónin störfuðu við flokkinn í Lillehammer síðastliðinn vetur en hafa nú fengið skipun til íslands. Erlingur Níelsson er íslending- ur, fæddur og uppalinn á Akur- eyri. Foreldrar hans eru Níels Jakob Erlingsson og Hermína Jónsdóttir. Konan hans, Ann Mer- ete. er frá Rodö í Norður-Ííorefiri. Þau hjónin fljúga vestur til Isa- fjarðar á morgun, en þar munu þau veita starfi Hjálpræðishersins forstöðu. Fagnaðarsamkoma verð- ur í Hersalnum þar á sunnudag- inn, og mun kapteinn Daníel Óskarsson stjórna henni. En í kvöld mun sem sagt verða sam- koma í Herkastalanum í Reykja- vík þar sem okkur gefst tækifæri til að kynnast þessum hjónum, hlýða á söng þeirra og vitnisburð og fagna komu þeirra til íslands. fFrétUtilkynning.) í ÁGÚST verður á vegum Borgar- fjarðarprófastsdæmis orlof fyrir aldraða í eina viku í húsakynnum Bændaskólans á Hvanneyri. Hér- aðsfundur kýs árlega nefnd til þess að sjá um þessa orlofsviku. í nefnd- inni eru að þessu sinni Guðmundur Þorsteinsson, Efra-Hreppi í Skorra- dal, Ragnheiður Guðbjartsdóttir, Akranesi og Hlynur Árnason, sókn- arprestur á Borg á Mýrum. Undanfarið hefur verið hús- mæðraorlof á Hvanneyri í samtals 6 vikur. Að sögn sóknarprestsins í Saurbæ, Jóns Einarssonar, hafa konurnar komið í kirkjuna í Saurbæ á hverjum miðvikudegi til Hallgrímskynningar og helgi- halds. Hafa konurnar haft nægan tíma til að staldra við í Hallgríms- kirkju, þar sem miklar rigningar hafa verið undanfarið og þess vegna lítið viðrað til útiskoðunar á þeim stöðum, sem konurnar komu á. Þegar blaðamann Morgunblaðs- ins bar að Saurbæ mátti sjá lang- hrakið hey, gult og illa útlítandi í kirkjugarðinum. Var sóknarprest- urinn. sem iafnframt er Drófastur Borgarfjarðarprófastsdæmis, spurður, hverju þessir óþurrkar sættu í Borgarfirðinum og hvort ekki færi að birta til. Kom upp úr kafinu, að Allsherjargoði Ásatrú- armanna, Sveinbjörn Beinteins- son og prófasturinn höfðu slegið saman kirkjugarðinn í Saurbæ. En Alisherjargoðinn býr innan Saurbæjarprestakalls, á Drag- hálsi í Svinadal. Menn spurðu fyrir tæpum 1.000 árum, hverju goðin hefðu reiðst, þegar hraunið brann, sem menn stóðu á þá. Nú gætu menn allt eins spurt að því, hvort goðin hafi reiðst yfir enn einu samkrullinu með þessum kristnu mönnum. Skal þó telja líklegra, að Drottinn Allsherjar, sem öllu ræður, hafi ekki líkað þetta og látið rigna til þess að heyið í Saurbæjarkirkju- garði mætti ekki þorna. íslend- ingar hafa haft 1.000 ár til um- þóttunar. Nú hafi verið nóg komið af svo góðu, þótt langlundargeð Guðs sé með ólíkindum gagnvar lýð sínum. Eitthvað virðist Allsherjargoð- inn Sveinbjörn Beinteinsson hafa farið að hugsa mál sín gerr, þar sem hann varpaði þessari stöku fram. Oft á sumrin sjást hér má, sjálfur trúarvoðinn. er kirkjugarðinn kátir slá, klerkurinn og goðinn. Þakkir Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með heillaóskum, heimsóknum og gjöfum í tilefni af áttræðisafmæli mínu þ. U. júlí sl. Guð blessi ykkur öll. Arnheiður Böðvarsdóttir, Eíri Brú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.