Morgunblaðið - 09.08.1984, Side 45

Morgunblaðið - 09.08.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 45 fclk í fréttum rsr4 Óöld á Ólafsvöku + Fœreyingar héldu nýlega þjód- hitfð sína, Ólafsvökuna, og þótti hún dilítið sukksöm eins og oft iður. 39 manns fengu að gista fangageymslur lögreglunnar og höfðu 35 þeirra fundist sofandi i vfðavangi. Fjórir að auki voru grunaðir um ölvun við akstur. Þykir þetta ekkert fremur venju en að þessu sinni bar það lfka til, sem afar sjaldgæft er f Færeyjum, að morð var framið, ung kona skot- in til bana með riffli. Var þar ungur maður að verki, sem siðan ætlaði að stytta sér aldur en lét það farast fyrir af einhverjum ástæðum. Til að bætg gráu ofan á svart kom svo upp eldur í húsi á Þórshöfn með þeim afleiðing- um, að 28 ára gamall maður brann inni. Færeyska lögreglan hefur nú kvatt til kollega sina f Kaupmannahöfn til að hjálpa við rannsókn þessara mála. Boy George hneykslar aðdáendur sína + Þúsundir aðdáenda Boy George, sem voru mættar á Heathrow-flugvelli til að taka á móti honum þegar hann kom heim úr fríi, fengu hálfgert taugaáfall þegar þeir sáu eftirlætið sitt. Þeg- ar Boy George lagði upp í ferðina var hann með fléttur og málaður í öllum regnbogans litum, en þegar hann kom var hann eins og liðið lík í framan, þ.e.a.s. ófarðaður, með ólitað hár og hafði greinilega ekki rakað sig í heilan sólarhring. Margir aðdáenda hans brugð- ust þannig við, að þær æptu á hann en Boy tók öllu með stök- ustu ró. „Það kemur engum við hvernig ég lft út, ég ræð því sjálfur," sagði hann en lofaði þvf um leið að taka upp sitt gamla gervi. Breytingin á Boy átti sér stað á Bahamaeyjum þar sem hann var f fríi ásamt vinkonu sinni, söngkonunni Marilyn. Svona leit Boy George út þegar hann kom heim frá Bahamaeyjum. COSPER — Ég vil borga yður það sem þér eigið skilið, en get þó ekki haft það undir lágmarkstaxta. Frá þremur og upp í fimm þúsund kr. kostar að hlusta á vel klædda manninn Julio Iglesias syngja. Hjartaknús- arinn Julio Iglesias + Boy George er frægur fyrir alls kyns undarlegheit í klæðaburði og framkomu en söngvarinn Julio Igl- esias er ennþá frægari fyrir hið gagnstæða, fyrir að vera alltaf óaðfinnanlega klæddur og fyrir sína engilblíðu tenórrödd. Enginn söngvari hefir selt jafnmargar plötur og Julio Igl- esias og munar þar mestu um, að hann er spánskur og á greiðan aðgang að öllum hinum spænskumælandi heimi. Auk þess er hann óhemjuvinsæll á Vesturlöndum og konurnar, einkum þær, sem komnar eru af táningsaldri, eru ekkert að horfa i skildinginn þegar um er að ræða hljómleika með þessu nýja kyntákni. Algengt er að aðgöngumiðinn kosti þetta þrjú eða fimm þúsund krónur og mæta allir í kjól og hvítt og síð- um kjólum. SIEMENS — vegna gæöanna Vönduð ryksuga með still- anlegum sogkralti, 1000 watta mótor, sjállinndreginni snúru og trábærum lylgl- hlutum. Siemens - SUPER — öflug og fjölhæf. SMITH & NORLÁND HF., NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. hljómleikar í London Feröaskrifstofan Ævlntýraferölr býöur sex daga ferð til London þann 3. september fyrlr kr. 14.380. Innifaliö er: Flug, gisting, rútuferöir, mlöl á hl|óm- leika Queen á Wembley og ísl. fararstjórn. Missiö ekki af þessu einstaka tækifærl. Uppl. í síma 12720. RENNILOKAR 1/4 — 3 MJÖG HAGSTÆTT VERÐ KÚLULOKAR 3/8 — 2 G. J. FOSSBERG VÉLAVERZLUN HF. Skúlagötu 63 - Reykjavik Sfmi 18560

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.