Morgunblaðið - 09.08.1984, Side 50

Morgunblaðið - 09.08.1984, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 h / V 1984 UnivBrsal Press Syndicate „Valgctrbur, ég er -fiarinn efasl storlegoL um hiefiléikA. þiW sem bókh&ldant." ást er ... ... oð ðska þess að sitja við hliðina á henni. TM Req. U.S. Pat. Off.—all rights reserved c1984 Los Angeles Timcs Syndicate Má ég biðja þig að halda fyrir munninn þegar þú hnerrar. Ég vil ógjarnan fi kvefbakteríurnar þínar ofaní vírusana mína! Með morgunkaffínu Þetta kaila ég eigingirni i hæsta stigi! HÖGNI HREKKVÍSI „HUAP Ef? NÚ PETTA?/... TAHHRéTTlMGAf? VíóWA HÖ6MA?!" Ólögiegir v iðskip tahæ ttir 3592-8294, 3851-5209, 5161-9102 skrifa: Kæri Velvakandi. Við erum hér þrír sem ekki get- um lengur orða bundist yfir við- skiptaháttum bifreiðaumboða hér í borg. Þannig er mál með vexti að flest bílaumboð sem selja nýja bíla bjóða viðskiptavinum sínum að taka eldri bifreiðir upp í nýja og það er einmitt þar sem við teljum að umboðin stundi ólöglega við- skiptahætti. Gott dæmi er atvik sem átti sér stað í einu bifreiða- umboðinu hér í borg, ekki alls fyrir löngu. Jón nokkur Jónsson átti mjög fallegan bíl, Datsun Cherry, ár- gerð 1981, ekinn u.þ.b. þrjátíu þús- und kílómetra, sem hann hugðist selja. Jón var með pantaðan nýjan bíl og vildi umboðið taka gamla bílinn hans upp í þann nýja. Jón var búinn að kynna sér verðið sem setja átti á gamla bílinn og var það u.þ.b. hundrað níutíu og fimm þúsund. Þeir hjá umboðinu vildu hins vegar taka bifreiðina upp í á aðeins hundrað og tuttugu þúsund krónur. Umboðið ætlaði sér sem sagt að græða á eldri bílnum sem svaraði sjötíu þúsund krónum (leyfileg sölulaun eru tvö prósent), sem það og gerði, því bifreiðin var seld hjá viðkomandi umboði fyrir hundrað og níutíu þúsund krónur. Það er því augljóst mál, hvílíkir við- skiptahættir eru stundaðir hjá ýmsum bifreiðaumboðum, því við vitum að þetta er ekkert eins- dæmi. Þessir hringdu .. . Lítum okkur nær Elísabet hringdi og hafði eftir- farandi að segja: „í Morgunblaðinu um daginn birtist grein um íslensk hjón í Sví- þjóð sem áttu í vandræðum með föðurnafnið á barni sínu vegna settra laga í landinu. Var látið að því liggja að verið væri að veitast Við sem þetta bréf skrifum er- um þeirrar skoðunar að það sé þarft verk fyrir skattrannsókna- menn að rannsaka þessa við- skiptahætti, því í flestum tilfell- um eru bifreiðirnar skráðar niður í verði til þess að hagnaðurinn komi hvergi fram á pappírum. að persónufrelsi fólksins með þessum lagasetningum. Mig langar til að vekja athygli á einu sem margir virðast gleyma sem er að ef „óbreyttur" útlend- ingur flyst hingað til lands og ákveður að gerast íslenskur ríkis- borgari, þá þarf sá hinn sami hreinlega að skipta um nafn. Gott dæmi um þetta eru víetnömsku flóttamennirnir sem fluttust hingað til lands á sínum tíma og allir þurftu að láta „skírast" á nýj- an leik. Ef maðurinn er hins vegar frægur, t.d. eins og Ashkenazy, þá þarf hann ekki að hafa neinar úhyggjur af nafnabreytingum heldur fær að halda sínu nafni til fulls. Því sést að í þessum efnum sem svo mörgum öðrum er ekki sama hvort um er að ræða Jón eða séra Jón. Finnst mönnum þetta ekkert ósanngjarnt? Aðferð til könnunar lífs á stjörnunum? Þó að milljónir Ijósára aðskilji byggða hnetti geimsins, mun Iffið samt sigrast á þeim fjarlægðum, að mati bréfritara. Ingvar Agnarsson skrifar: Eitt sinn var talið, að aldrei yrði unnt að kanna, hvaða efni væru í stjðrnunum. Nú er vitað, að sömu frumefni eru í öllum stjörnum, eins og þau sem þekkjast hér á jörð. M.ö.o. vísindunum tókst að láta efnafræðina ná til stjarn- anna. Þetta var eitt af mestu af- rekum mannsandans. Nú er unnt að kanna stjörnur og vetrarbraut- ir víðgeimsins efnafræðilega og eðlisfræðilega, enda hafa þar orð- ið framfarir á síðari áratugum og árum, meiri en nokkurn hefði áður getað órað fyrir. Ein er sú grein í sambandi við stjörnufræðina, sem lítt hefur verið sinnt til þessa, en það er stjörnulíffræðin. Meðal stjörnu- fræðinga stendur sú vísindagrein á ámóta byrjunarstigi og stjarn- efnafræðin stóð fyrir hundruðum ára. Flestum mun enn þykja ótrú- legt að nokkurn tíma verði unnt að kanna hvort líf sé á öðrum stjörnum og enn ótrúlegra að nokkurn tíma verði unnt að kynn- ast því lífi sem þar sé lifað, eða hvers eðlis það sé. Fjarlægðir geimsins hafa verið mönnum þyrnir í augum. Menn hafa talið ljós- og rafgeisla mesta hraðboða, sem hægt sé að hugsa sér, en hann er þó árum saman að komast milli nálægra sólhverfa innan vetrar- brautar okkar, og milljónir ára að komast milli nálægra vetrar- brauta. Slík er stærð geimsins, slíkar eru þær fjarlægðir sem við er að glíma og því ekki furða, þótt óárennilegt þyki að komast í kynni við líf annarra hnatta. Slík hugsun er flestum vísinda- mönnum enn svo fjarlæg, að þeir leiða slík umhugsunarefni að mestu hjá sér. Mönnum mundi því þykja það ótrúlegra en flest annað, ef ein- hver fullyrti, og færði sönnur á að nú þegar væri fundin vísindaleg aðferð til slíkrar könnunar. Væri slík kenning tekin alvarlega af vísindamönnum og í kjölfar þess gerðar tilraunir sem duga mættu til fullrar sönnunar og gagnsemd- ar, er alveg víst, að aldrei hefði merkari uppgötvun eða merkari rannsóknir gerðar verið. Nú vill svo til að kunnur ís- lenskur vísindamaður, dr. Helgi Pjeturs, taldi sig hafa gert þær uppgötvanir, sem að framan er minnst á. Á einum stað í ritum sínum seg- ir hann t.d. (Viðnýall bls. 23): „Ég hef fundið vísindalega að- ferð til að komast að raun um til- veru lífs á öðrum jarðstjörnum og rannsaka það, og er þar að vísu um ennþá þýðingarmeiri tíðindi að ræða en þegar efnafræðin var gerð að heimsvísindum á öldinni sem leið.“ Og enn á öðrum stað, ber hann fram eftirfarandi fullyrðingu (Viðnýall, bls. 14); „Mjer hefir auðnast að færa líffræðina út til stjarnanna og láta hana ná eigi einungis yfir lífverur sem eru fyrir neðan mannkynið, heldur einnig yfir þær sem eru fyrir ofan það, og það svo mjög sumar, að munurinn er stór- um meiri en á mönnum og öpum.“ Enginn skyldi ætla að dr. Helgi Pjeturs rökstyðji ekki þessar full- yrðingar sínar á fullkomlega vís- indalegan hátt. Um það bera rit- verk hans um þessi efni vitni. Flestir hafa heyrt Helga Pjet- urs nefndan og allir íslenskir jarðfræðingar t.d. þekkja rann- sóknir hans og uppgötvanir í jarðfræði, en þar lagði hann þá undirstöðu sem aðrir jarðfræð- ingar hafa síðan byggt á. Ætla mætti því, að rannsóknir hans og vísindalegar aðferðir við könnun lífs á öðrum stjörnum og samband við það líf, muni vera á álíka traustum grunni byggðar. Vísindamenn (og aðrir) þyrftu að taka hér upp þráðinn og hefja vísindalegar rannsóknir á lífi og lífsamböndum, byggðum á þeirri undirstöðu, sem dr. Helgi Pjeturs taldi sig hafa lagt, og sem hann kynnti og skýrði í ritum sínum. Mætti gera ráð fyrir að árangur slíkra rannsókna, gerðum á vís- indalegan hátt og með réttu vís- indalegu hugarfari, yrði síst minni en varð, þegar efnafræðin var færð út til stjarnanna á sínum tíma. Næsta stóra framfarasporið í sögu heimsins verður áreiðanlega þegar vísindunum tekst að færa líffræðina út til stjarnanna. Það væri verðugt hlutverk ís- lendinga að leggja þar fram fyrsta skerfinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.