Morgunblaðið - 09.08.1984, Síða 56
OPID ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI, SÍMI 11340
OPIÐALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45-23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTl. SlUI 11633
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Lækkun útflutnings-
gjalda af rækju kem-
ur ekki til greina
— segir Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra
„ÞAÐ ER RÉTT að ég hafði góð orð
um að greitt yrði úr verðjöfnunarsjóði
áður en rækjubirgðirnar væru seldar,
en engin ákvörðun þar að lútandi hef-
ur enn verið tekin. Það kemur hins
vegar ekki til greina að lækka eða
fella niður útflutningsgjöld af rækju.
Slíkt yrði einungis til þess að aðrir
„ÉG TEL að þarna sé að koma í Ijós
árangur af því starfi sem menn hafa
verið að vinna að á annað ár,“ sagði
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra, er blm. Mbl. spurði hann í
gær álits á skýrslu þeirri sem Fiski-
félagið kynnti fréttamönnum í gær,
um gæðamat á fiski.
„f fyrsta lagi er hér um árangur
Smygl í skipum:
Verðmæti um
550 þúsund kr.
Smyglvarningur fannst í tveim-
ur skipum í gær og í fyrradag á
Akranesi og í Reykjavík, saman-
lagt að upphæð hálft sjötta hundr-
að þúsund krónur hefði hann ver-
ið seldur á markaði hér á landi.
Flutningaskipið Svanur kom
til Akraness á mánudag. Um
borð í honum fundust 542 flösk-
ur af áfengi, 8.400 vindlingar og
67 kassar af bjór. Varningur-
inn, sem sennilega hefur verið
keyptur í Frakklandi, var falinn
í sérstaklega breyttum tank í
skipinu og er að verðmæti rúm-
lega 450 þúsund krónur. Sjö
skipverjar eru á Svaninum og
hafa fimm þeirra játað að vera
eigendur góssins.
Þá fannst einnig smyglvarn-
ingur um borð í breska skipinu
City of Perth, sem Eimskip er
með á leigu. Um var að ræða 91
flösku af áfengi og 46 kassa af
bjór, samtals að verðmæti um
90 þús. kr. á markaði hér.
kæmu á eftir með samskonar óskir,“
sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, þegar blm. Mbl. spurði
hann í gær hvort einhver ákvörðun
hefði verið tekin í ráðuneytinu um það
hvort orðið yrði við óskum rækju-
vinnslustöðva um að lækka útflutn-
ingsgjöld og að greiða úr verðjöfnun-
af bættu gæðaeftirliti að ræða,“
sagði sjávarútvegsráðherra, „og i
öðru lagi er nú að koma i ljós
árangurinn af kvótakerfinu. Auk
þess tel ég sýnt að aukin umræða
um gæðamál hafi skilað árangri.
Þarna kemur fram að við erum á
réttri leið í sjávarútveginum. Við
ætluðum okkur að auka verðmæti
aflans og það hefur okkur tekist.
Ég tel að með þessari skýrslu sé
sannað að við séum á réttri leið í
sjávarútveginum."
arsjóði út á óselda rækju.
Sjávarútvegsráðherra sagði að við
slíkar aðstæður sem þessar hjá
rækjuvinnslustöðvunum, þegar sala
á birgðum hefði stöðvast, væri for-
dæmi fyrir því að greitt væri úr
verðjöfnunarsjóði áður en birgðirn-
ar seldust. Það hefði verið gert varð-
andi óseldar skreiðarbirgðir. Það
hefði hins vegar engin ákvörðun
verið tekin um þetta mál, en það
yrði gert nú á næstunni. Ráðherra
sagði að nokkur hreyfing hefði kom-
ist á rækjubirgðirnar upp á síðkast-
ið svo óvíst væri nú hversu brýn
þörfin væri. „Það er að sjálfsögðu
æskilegast að komast hjá því að
gera ráðstafanir sem þessar,“ sagði
Halldór, „en ef aðgerða á annað
borð er þörf, þá sýnist mér sem
þetta sé eina leiðin og það hef ég
reyndar sagt fulltrúum rækju-
vinnslunnar. Það kemur hins vegar
ekki til greina að fella niður, eða
lækka útflutningsgjöld, því við lend-
um alltaf f erfiðleikum meö hinar
ýmsu fisktegundir, og ef við förum
að lækka gjöldin eða fella niður á
einu sviði, þá verður það einnig að
gerast á öðrum. Ég hef því ekki gef-
ið nokkrar vonir um að slfkt gæti
gerst.“
Ljóamynd: Snorri Snorrason.
Sigurður sandblásinn
Togarinn Sigurður RE hefur verið til viðhalds og viðgerðar hjá Slippstöðinni
á Akureyri. Þessi mynd var tekin er verið var að sandblása skrokk skipsins
nú fyrir nokkru.
Sjávarútvegsráöherra um skýrslu Fiskifélagsins:
Það hefur tekist að
auka aflaverðmætið
Hámarksálagning á byggingar-
vörum afnumin frá 15. ágúst
Jafnframt var heimiluð 9 % hækkun á hámarksverði saltfisks
VERÐLAGSRÁÐ ákvað á löngum
fundi í gær að fella niður hámarks-
álagningu á byggingavörum, og tek-
ur þessi ákvörðun gildi 15. þessa
mánaðar. Samkvæmt upplýsingum
Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra
tekur þessi ákvörðun til allra bygg-
ingavara og er steypa þar meðtalin.
Eina undantekningin er sement, þar
sem Sementsverksraiðja ríkisins er
ríkisfyrirtæki.
Georg sagði jafnframt að af-
nám hámarksálagningar á steypu
næði aðeins til höfuðborgarsvæð-
isins, en þar háttar steypumálum
og samkeppni á þeim vettvangi
öðruvísi til en úti á landsbyggð-
inni, þar sem yfirleitt er ekki
nema einn steypuaðili á hverjum
stað. Hann sagði að Verðlagsráð
hefði ákveðið að fela Verðlags-
stofnun áframhaldandi eftirlit
með verðlagningu byggingavara,
þannig að ef eitthvað færi úr-
skeiðis, hefði Verðlagsstofnun
fulla heimild til þess að grípa inn
í. Georg sagði að ákvörðun um
það hvernig eftirliti með verð-
lagningu byggingavara yrði hátt-
að af hálfu Verðlagsstofnunar
yrði mótuð á næstuhni.
Fulltrúar launþegasamtakanna
í Verðlagsráði greiddu atkvæði
gegn ákvörðun þessari.
Þá heimilaði Verðlagsráð 9%
hækkun á hámarksverði saltfisks,
og er það fyrsta saltfiskshækkun-
in f liðlega eitt ár, en síðast var
heimiluð hækkun á saltfiski þann
3. ágúst 1983. Saltfiskshækkunin
tekur gildi frá og með morgun-
deginum.
Ljósm.: Georg 0. Tryggvagon.
Frá flugdeginum á Melgerðismelum um helgina. Tvær svifflugur dregn-
ar á loft í einu af sömu flugvélinni.
Tvær í einu taki
Akureyri, 7. ágúst
SL. LAUGARDAG efndu flugáhuga-
menn á Akureyri til svokallaós
„Flying-day“ á Melgerðismelum við
Akureyri. „Flugsamkoman okkar
tókst alveg geysivel," sagði Finn-
björn Finnbjörnsson, flugmaður hjá
Flugfélagi Norðurlands, en hann var
einn forgöngumanna. „f veislunni
hjá okkur um kvöldið voru um eitt-
hundrað manns, og alls voru um 30
flugvélar á sveðinu, þegar mest var.
Hingað komu flugáhugamenn
hvarvetna að af landinu og sýnt
var vélflug, svifflug, fallhlffar-
stökk og módelflug. En aðalatriði
slíkra daga er þó það, að þarna
koma saman flugáhugamenn,
kynnast og ræða áhugamál sfn.
Þessi dagur okkar á Melgerðismel-
unum tókst afbragös vel og ég held
að allir hafi farið héðan ánægðir,
flestir á sunnudegi en þá fóru
margir f yfirlandsflug, ýmist einir
sér eða í hópum,“ sagði Finnbjörn
Finnbjörnsson að lokum.
G. Berg.
Verður erlenda græn-
metinu hent á hauga?
Það er spurningin, segir landbúnaðarráðherra
„ÞAÐ LIGGUR Ijóst fyrir að annað-
hvort þarf að henda þessu grænmeti
eða einhverju innlendu. Spurningin er
aðeins um það. Ég fer ekki að leyfa
innflutning á framleiðslu erlendra
bænda einungis til að henda fram-
leiðslu íslenskra bænda á móti. Það er
engra hagur,“ sagði Jón Helgason,
landbúnaðarráðherra, er hann var
spurður hvort hann muni beita sér fyrir
því að Eggert Kristjánsson & co. hf. fái
leyfi til að tollafgreiða tvær litlar
grænmetissendingar sem fyrirtækið
hefur keypt til landsins, en ekki fengið
leyfi fyrir.
Að sögn Gísla V. Einarssonar,
framkvæmdastjóra hjá Eggerti
Kristjánssyni, fór starfsmaður
fyrirtækisins enn eina ferð í land-
búnaðarráðuneytið í gærmorgun, en
var enn neitað um að fá tollpappir-
ana stimplaða að öðru leyti en þvf að
tollpappírar fyrir lauk, sem er hluti
af annarri sendingunni fengust
stimplaðir. Var þessi laukur á sér
reikningi. 1 sömu sendingu var lauk-
ur í miklum meirihluta með ein-
hverju af káli með, en pappírar varð-
andi þann hluta sendingarinnar
fengust ekki stimplaðir að sögn
Gísla. „Ég lít svo á að með því að
stimpla pappírana varðandi laukinn
hafi ráðuneytið gefið grænt ljós á að
við megum flytja inn lauk og græn-
meti, sem ekki er ræktað hér á landi.
til sölu,“ sagði Gísli. Hann sagði
einnig: „Þetta er það lítið magn að
ég skil ekki þá þvermóðsku i ráðu-
neytinu að gefa ekki tafarlaust leyfi
til innflutningsins. Við höfum ekki
fengið neina tilkynningu um að hér
sé komið á markaðinn grænmeti sem
fullnægir eftirspurn neytenda hvað
varðar gæði og verð. Markaðurinn er
öruggasti mælikvarðinn á hvort svo
sé.
Byrjunar-
örðugleikar
EINS og frá hefur verið skýrt er
prentun á Morgunblaðinu nýlega
hafin { nýrri prentvél. Af þessum
sökum hefur dreifing blaðsins af
og til tafist vegna örðugleika sem
jafnan er við að etja þegar unnið
er með nýjum vélum, hversu full-
komnar sem þær annars eru.
Morgunblaðið biður blað-
burðarfólk, lesendur og alla
viðskiptavini sína velvirðingar
á óþægindum sem þeir verða
fyrir vegna þessara byrjunar-
örðugleika.