Morgunblaðið - 27.11.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 27.11.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 7 Utaiiríkisyerslunin janúar til septemben Innflutningur jókst um 5 millj- arða en útflutn- ingur um rúma 3 Vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 2,6 milljarða VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsraanna var óhagstæður í septembermánuði um rúmar 378 milljónir kr. en var jákvæður um Uepar 189 milljónir i september 1983. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um rúmar 2.624 milljónir kr. en var óhagstæður um tæpar 728 milljónir á sama tím abili i fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins var verðmæti útflutnins 3.246 milljónum meira en á sama tíma í fyrra en verðmæti innflutnings 5.142 milljónum meira en á sama tíma í fyrra. í september voru fluttar út vör- ur fyrir 1.842 milljónir kr. sem er 206 milljónum kr. minna en i sept- ember í fyrra. Þar af nam útflutn- ingur áls og álmelmis 424 milljón- um kr. og kísiljárns 54 milljónum kr. Fyrstu niu mánuði ársins voru fluttar úr vörur fyrir 16.573 millj- ónir, sem er 3.246 milljónum meira en á sama tíma í fyrra. Þar af nam útflutningur ál og álmelm- is 2.471 milljón kr. og kisiljárns 680 milljónum kr. Til landsins voru fluttar vörur fyrir 2.221 milljón kr. í september, sem er 361 milljón kr. meira en i september 1983. Aukinn innflutn- ingur í september stafar mest af miklum innflutningi aðfanga til íslenska álfélagsins, sem var í september 274 milljónir kr á móti 21 milljón kr. í september í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins voru fluttar inn vörur fyrir 19.197 milljónir kr., sem er 5.142 milljón kr. meira en á sama tímabili i fyrra. Flutt voru inn skip fyrir 263 milljónir, flugvélar fyrir 13 millj- ónir, aðföng til íslenska járn- blendifélagsins voru 183 milljónir, aðföng til Landsvirkjunar voru 26 milljónir, til Kröfluvirkjunar 11 milljónir og íslenska álfélagið flutti inn aðföng fyrir 1.494 millj- ónir á móti 1.007 milljónum á sama tíma i fyrra. í fréttatilkynningu frá Hag- stofu íslands, þar sem ofan- greindar tölur um utanríkisversl- un landsmanna eru kynntar segir að við samanburð á miili ára sé nauðsynlegt að hafa það í huga að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar til september 1984 er talið vera 19,7% hærra en það var á sama tíma 1983. Heimsreisuförum heilsast vel á Bali Morgunblaðinu hefur borist svo- hljóðandi skeyti frá heimsreisuför- um Útsýnar, sem nú eru staddir á Bali: „Heimsreisufarar staddir á Bali senda bestu kveðjur til ætt- ingja og vina heima á fslandi. Dvöldum fimm dýrðardaga á Hilton Hotel í Bangkok, skoðuð- um hin undurfögru musteri, sigldum með Austurlanda- drottningunni á Chao-Pia-ánni, fórum á fljótandi markaðinn í Damnern Saduak og margt fleira. Hér á Nusa Dua Beach Hotel á Bali vorum við boðin velkomin með blómum, dansi og hljóð- færaslætti og gengum í leiðslu inn í þennan ævintýraheim sam- ræmis og fegurðar. Margir þátt- takendanna hafa orð á þvi að ferðin hafi farið fram úr björt- ustu vonum þeirra og engin orð fái lýst hve dásamlegt sé að vera hér. En hér skín sólin hvern dag og hitinn er um 30 stig. í gær fórum við í dagsferð um Bali og erum nú að leggja af stað í mikla bálför. Bestu kveðjur, Kristín og Pétur." Skjaldborg: • • Orlög og eftir Guömund L. Friðfinnsson SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur geflð út bókina Örlög og ævintýri eftir Guðmund L Friðflnnsson. Á bókarkápu segir m.a.: „Ný- stárleg bók og vönduð að efni, skrifuð á góðu máli í léttum dúr, þó er alvara á bak við. Þarna er að finna æviþætti, munnmæli og þjóðsögur, auk þess draugasögur og skrýtlur. Talsvert er af ætt- fræði, m.a. eftir merka fræði- menn. Fjölda margra manna, lif- andi og Iátinna, er getið og afkom- enda þeirra bæði hér heima og er- lendis. Ofurlítið er guðað á glugga hjá ástargyðjunni og mannleg náttúra heldur ekki sniðgengin." I bókinni eru ljósmyndir, teikn- ingar og kort. Hún skiptist í þrjá meginkafla með samtals 27 þátt- um en framhald er fyrirhugað, þar sem hún er sögð fyrra bindi. Þetta er tólfta bók Guðmundar L. Frið- finnssonar. Hún er 172 blaðsíður, ævintýri Guðmundur L. Friðflnnsson unnin hjá Prentsmiðju Björns Jónssonar, káputeikningu gerði Kristinn G. Jóhannsson. I verslun Heimilistækja í Sætuni 8 er mesta úrval kæliskápa sem til er á íslandi. Þeir eru altt fra 90 til 600 lítra, 48 til 108 cm á breidd, 52 til 180 cm á hæð, með 1, 2, 3 eða 4 dyrum, með eða án frystihólfs, með hálf- eða alsjálfvirkri afþyðingu, í ýmsum litum, evrópskir og amerískir af gerðunum Philips og Philco. Þú tekur mál af gatinu hjá þér og hefur svo samband við okkur í Sætúni 8. í Hafnarstræti 3 eru einnig fjðlmörg sýnishorn af kæliskápaúrvalinu og þar fást líka allar upplýsingar. x ^ . .. vö |||||Í|1P\ >IW'yj- Heimilistæki hf HAFNABSTRÆT! 3 - 204S5- SÆTUNI 8-15655

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.