Morgunblaðið - 06.12.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
MorgunblaðiA/RAX
Stefán Hjartarson hefur stundað krabbaveiðar í gildrur síðastliðna þrjá
mánuði. I gær kom hann að landi með 250 kíló úr 11 gildrum.
Veiðar og vinnsla á
trjónukrabba hafin
VKIÐAR og undirbúningur að
vinnslu og útflutningi á trjónu-
krabba er nú hafinn hér á landi.
Stefán Hjartarson, kafari, hefur
stundað veiðarnar í um þriggja
mánaða skeið, tilraunavinnsla er
hafin hjá Niðursuðuverksmiðjunni
Ora og Sölustofnun lagmetis er að
hefja markaðskönnun, meðal ann-
ars fyrir þær afurðir. Fiskafurðir
og Marex eru að kanna möguleika
á útflutningi á krabbananum lif-
andi og íslenzk matvæli eru einnig
byrjuð að kanna þessa möguleika.
Stefán Hjartarson sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
veiðarnar þennan tíma hefðu
gengið nokkuð vel. Miðin væru
út af Hvalfirði og afli allt upp í
300 kíló á dag. Hann hefði verið
með 10 til 30 gildrur í sjó og
vitjaði um daglega. Hann væri
nú búinn að fækka þeim og í gær
hefði hann fengið um 250 kíló í
11 gildrur.
Kristján Þ. Gunnarsson, mat-
vælaverkfræðingur hjá Niður-
suðuverksmiðjunni Ora, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
enn hefði ekki verið soðið um-
talsvert magn niður af krabba.
Tilraunaframleiðslan nú miðað-
ist fyrst og fremst við súpugerð
úr krabbanum og niðursuðu
krabbakjarna til súpugerðar og í
sósur og fleira. Engin marktæk
reynsla hefði enn fengizt af
framleiðslu þessari, en aðallega
væri litið til Frakklands, Þýzka-
lands, Svíþjóðar, Bandaríkjanna,
Bretlands og Danmerkur sem
hugsanlegra markaðslanda.
Rekstrara fkoma
BÚR stórbatnað
Tapið fyrstu 8 mánuði ársins nam 38 milljónum, en var 141,5
allt síðasta ár og hafði verið áætlað 180 milljónir á þessu ári
REKKrRARTAP Bæjarútgerðar Reykjavíkur nam um 38 milljónum króna
eftir fyrstu átta mánuði þessa árs. í rekstraráætlunun fyrrum forstjóra BÚR
var reiknað með 180 milljóna króna rekstrartapi á þessu ári, en tap síðasta
árs nam 141,5 milljónum króna. Framlag Reykjavíkurborgar til BÚR hefur á
undanrórnum árum farið sívaxandi og verður á þessu ári 60 milljónir króna.
Þessar upplýsingar um rekstur
Bæjarútgerðarinnar koma fram í
nýútkomnu tölublaði Frjálsrar
verzlunar, sem þar vitnar í rekstr-
ar- og efnahagsreikning unninn af
endurskoðunarskrifstofu Sigurðar
Stefánssonar sf.
Bæjarútgerðin hefur tvívegis á
þessu ári látið gera athugun á
rekstrarstöðu sinni, fyrst eftir
fjóra mánuði og síðan eftir átta.
Samkvæmt niðurstöðu endurskoð-
unarskrifstofunnar hefur aðeins
eitt skipa BÚR skilað hagnaði eft-
ir átta mánuði ársins, en það er
Ottó N. Þorláksson. Bókfærður
hagnaður af rekstri hans þetta
tímabil er 1,3 milljónir, en tap er á
öðrum togurum fyrirtækisins og
samtals tap á útgerðinni er 17,5
milljónir króna. Tapið á Ingólfi
Arnarsyni nam um 7,5 milljónum,
á Jóni Baldvinssyni 5 milljónum, á
Snorra Sturlusyni og Hjörleifi 2,7
hvoru skipi og af Bjarna Bene-
diktssyni 750.000 krónum.
Tap á fiskvinnslu fyrirtækisins
þetta tímabil nam 20,4 milljónum
króna. Á saltfiskverkun var tapið
um 6 milljónir króna eða 66% af
tekjum, tap af skreiðarverkun var
ívið hærra, meðal annars vegna
skemmdar í skreiðinni fyrr á
þessu ári og var um 60% af tekj-
um. í krónutölu nam tap af fisk-
iðjuverinu 6,7 milljónum króna
eða um 3,5% af tekjum.
Eignir Bæjarútgerðarinnar
námu í lok ágúst 1.005 milljónum
króna en skuldir liðlega 1.023
milljónum. Langtímaskuldir eru
rúmlega 700 milljónir, skamm-
tímaskuldir 323 milljónir og þar
af eru í vanskilum tæplega 52
milljónir króna.
íslenzkir hestamenn
leigja þýzkan búgarð
Akureyri, 5. desember.
„ÞAÐ MÁ segja, að við fjármögnum
þetta að mestu á bjartsýni einni
saman ásamt velvilja leigusala,“
sagði Herbert Olafsson frá Akureyri
í samtali við blm. Mbl., en hann hef-
ur ásamt Reyni Aðaisteinssyni, Sig-
mundarstöðum í Borgarfirði, öðrum
landsþekktum hestamanni, tekið á
leigu búgarðinn Falkenhorst í Mið-
Þýzkalandi, um 25 kílómetra frá
Koblenz.
Búgarður þessi er á um 25 hekt-
ara eigin landi, auk 15 hektara
leigulands sem fylgir honum og er
þarna allt nýuppbyggt og aðstaða
til alhliða hestamennsku mjög
fullkomin. Þarna eru tveir 200
metra kappreiðavellir, skeiðbraut,
reiðhöll og fullkomin veitingaað-
staða, þar sem þeir félagar hyggj-
ast meðal annars hafa íslenzka
rétti á boðstólum. Hægt er að hýsa
allt að 60 hross á búgarðinum og
munu Herbert og Reynir hefja út-
flutning á íslenzkum hrossum til
tamningar og þjálfunar, auk þess
sem þeir ætla að reka reiðskóla,
efna til námskeiða og fleira til-
heyrandi reiðmennsku.
Að sögn Herberts verður lögð
rík áherzla á að koma þarna upp
sölumiðstöð fyrir íslenzka hestinn,
þannig að hægt verði að stórauka
útflutning á íslenzkum hrossum
til Evrópu.
— GBerg.
Sléttanes ÍS seldi 159 lestir af þorski í Grimsby:
Fékk hæsta heild-
arverð sem um get-
ur á markaðnum
SKUTTOGARINN SlétUnes frá
Þingeyri fékk í gær hæsta heildar-
verð í pundum talið, sem um getur á
fiskmörkuðum í Englandi. Hann
seldi alls 159,2 lestir af þorski og var
heildarverðið 144.500 pund eða
William Arkin um varnir íslands:
Engin kjarnorkuvopn en
heimild á stríðstímum
WILLIAM Arkin, bandarískur sér-
fræðingur um vígbúnaðarmál, sem
gaf fréttastofu hljóðvarpsins til
kynna í maí 1980, að hann hefði
staðgóðar heimildir fyrir því að hér
á landi væru kjarnorkuvopn, er
síaddur hér á landi. Arkin segist
nú hafa haft rangt fyrir sér í maí
1980 en hann hafi hins vegar sUð-
góðar heimildir fyrir því að kjarn-
orkuvopn verði flutt til íslands á
stríðstímum. Hefur Arkin gengið á
fund forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra og afhent þeim þessar
heimildir.
Eftir því sem Morgunblaðið
hefur fregnað er hér um ljósrit
Ríkisstjórnin óskar skýringa í Washington
af prentuðum lista yfir ýmis ríki
að ræða. Er merkt við ísland á
listanum og síðan sagt í skýr-
ingargrein að merkið þýði að
forseti Bandaríkjanna hafi gefið
flotanum heimild til að taka
ákvörðun um að til íslands verði
fluttar 48 djúpsprengjur með
kjarnahleðslum á stríðstímum
sem ætlaðar séu til nota í P-3C
Orion kafbátaleitarvélum til að
granda kafbátum á höfum úti.
Segir Arkin að listinn sem hann
hafi fengið hjá bandarískum
embættismanni sé frá 1975 en þá
var Gerald Ford forseti Banda-
ríkjanna en sjálfur hafi hann séð
nýlegri lista.
Geir Hallgrímsson utanríkis-
ráðherra óskaði eftir þvi við
bandaríska sendiráðið í Reykja-
vík að það léti í té upplýsingar
um þetta mál. Þá hafa þeir
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra og Geir Hall-
grímsson ítrekað fyrri yfirlýs-
ingar íslenskra stjórnvalda um
að hér yrðu ekki kjarnorkuvopn
nema með samþykki ríkisstjórn-
ar íslands. Hjörleifur Gutt-
ormsson þingmaður Alþýðu-
bandalagsins hefur beðið um
umræður um málið utan dag-
skrár á Alþingi í dag.
William Arkin var starfsmað-
ur Center for Defense Informa-
tion í Washington 1980 en starf-
ar nú við Institute for Policy
Studies, en báðar þessar stofn-
anir eru vinstra megin við miðju
í stjórnmálum. Hér talaði Arkin
í Háskóla íslands í boði félags-
vísindadeildar og sóttu um 60
manns fyrirlesturinn.
(Sjá forystugrein á miðopnu.)
6.972.500 krónur. Meðalverð var
43,78. Fyrra sölumetið átti Ögri RE,
144.400 pund, sett í ársbyrjun 1980.
Vigri RE seldi einnig afla sinn í
gær, mest karfa í Bremerhaven.
Hann var með 189,4 lestir, heild-
arverð 6.771.700 og meðalverð
35,76.
Að sögn Péturs Björnssonar,
starfsmanns fyrirtækisins J. Marr
& Son, sem sér um sölu á ferskum
fiski í Grimsby og Hull, er nú
óvenju mikið um siglingar ís-
lenzkra fiskiskipa á þessar hafnir
í Englandi og markaðurinn stöð-
ugur og góður. Pétur sagði, að svo
virtist sem þetta væri, auk hag-
stæðs markaðar, örþrifaráð sumra
utgerðarmanna til að geta haldið
skipum sínum úti. Skýring þessa
háa markaðsverðs væri fyrst og
fremst lítið framboð í kjölfar lé-
legs aflaárs í Norðursjónum og
miklar brælur þar í síðustu viku.
Þa skipti ennfremur máli sú þróun
- Pundsins gagnvart dollar, sem ylli
þvi að framboð á frystum fiski í
Englandi væri fremur lítið. Einnig
skipti það auðvitað máli varðandi
solu Slettanessins, að fiskur þess
|hefj'x?nð fyrsta flokks enda
landað 16 dögum eftir að veiðiferð
hofst, en það þætti gott í Eng-
landi.
Að lokum gat Pétur þess, að við
samanburð á heildarverði Slétta-
nessmsogögra.yrti aðgetaþess,
Ae' Cooaf 1 Slétt«nessins hefði
venð 159,2 lestir, en Ögra 242,3
lestir. Þannig hefði Sléttanesið
fengið að meðaha11 57 pund á
hvertkit(62,5kílo)en Ögrium37
pund fyrir hvert kit.