Morgunblaðið - 06.12.1984, Side 16

Morgunblaðið - 06.12.1984, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 „Ég er að sýna þér þetta“ — sagði Kjarval við Heiðu og lét borgarstjórann og sýningargesti bíða eftir Pétur Pétursson Þeir skipta þúsundum sem ganga dag hvern fram hjá Hress- ingarskálanum á leið um Austur- stræti. Flestir vegfarenda hafa einhvern tíma notið veitinga í söl- um Skálans, eða setið veislur þar sem fram eru bornar frægar tert- ur, bakaðar í brauðgerð Hress- ingarskálans. í glerborði á hægri hönd, þegar inn er gengið, má sjá skrautlegt úrval af ýmsu góðgæti, kökum og kræsingum. Starfs- stúlkur Skálans eru sannar Aust- urstrætisdætur. Þær hafa flestar starfað hér árum og áratugum saman og þekkja gesti og gang- andi flestum betur. Heiða Jens- dóttir ræður ríkjum í Tertubúð Skálans. í hartnær hálfa öld hefir hún fylgst með mannlífi í Austur- stræti. Hún mun hafa verið 15 ára er hún var ráðin hjálparstúlka á veitingastað skammt vestar í göt- unni. „Ég var í pottunum, svona til að byrja með, og sneri ísvélinni," seg- ir Heiða og brosir. „Svo færði ég mig upp á skaftið og fór í búðina og var þar lengi. Jón í Klöpp og Karl Magnússon ráku veitinga- stofuna Café Royal í Austurstræti 10. Þar var sælgæti, tóbak, kaffi, kökur og ís. Svo var útbygging sem sneri að Austurvelli. A pallinum uppi á þaki voru bornar fram veitingar. Mig minnir að þar væru sex eða sjö fjögurra manna borð meðfram veggjunum og eitt eða tvö borð á miðju gólfi. Það var tjaldað yfir pallinn með lausu tjaldi sem hægt var að rúlla fram og til baka. Af pallinum sást vel út á Austurvöll og þótti mörgum gott að sitja þar og njóta veitinganna. Það var einkum einn í hópi gesta sem verður minnisstæður, öðrum fremur? „Já, Kjarval, blessaður karlinn minn. Hann var afskaplega elskulegur maður. Við vorum mjög góðir vinir alla tíð. Hann hafði málað listaverk á veggina uppi á pallinum, gaflinn á Brauns-verslun. Það voru dans- meyjar, eða ballerínur. Þetta var afskaplega fallegt, en það leit nú enginn stórt á þetta þá. Eigend- urnir greiddu honum með því að láta honum í té morgunverð. Það vildi engin stúlknanna fara svo ég sagði við eigendurna að ég skyldi bara fara með kaffið upp á hverj- um degi.“ Segðu okkur frá því. „Ég get nú bara varla sagt það,“ segir Heiða og það dillar í henni hláturinn. Hann bjó uppi á lofti yfir Brauns-verslun, efst uppi. Fyrsta morguninn skjögraði ég með bakkann upp. Banka, en heyri ekkert svo ég tek í hurðina og ætla inn. Þá kem- ur karlinn hlaupandi til dyra, en mér bregður og ég segi: „Fyrir- gefðu.“ „Það er ekki siður að koma hér inn fyrr en ég segi kom inn, segir hann. Það var ekki fyrr en eftir langa stund að hann kallaði: „Kom inn.“ Þá var hann kominn í fötin. Eftir þetta var ég ekki í neinum vandræðum með morgunverðinn hans og það tókst með okkur góð vinátta. Heiða með bréfíð frá Kjarval. Arið 1936 kom dóttir hans frá Kaupmannahöfn. Hann bað mig að fylgja henni um bæinn. Þá var nú bara rúnturinn í Austurstræti. Það voru ekki bíl- arnir þá. Svo fór ég með henni á veitingahús og eitt og annað. Hún var indæl stúlka. Það hefir líklega verið um þessar mundir sem hann gaf mér sjósokkana. Það var um jólin. Ég man að þá voru bomsur mest móðins, gúmmíbomsur. Þær náðu upp að hné. Kjarval kom með hvíta sjósokka og bomsur. Hann sagði að ég ætti að fara í boms- urnar og sokkana utanyfir. „Og þú verður að gera þetta. Þú verður að lofa mér að sjá hvernig þetta fer.“ Ég fór aldrei í þetta, það veit Guð. Ég geymdi alltaf sokkana. Oft gaf hann mér eina og eina sígarettu. Stundum tvær. Það var Commander sem hér var þá á boðstólum. Ég tala nú ekki um ef hann stakk í lófa manns einni eða tveimur krónum. Þá komst maður bara á ball, í Iðnó, þú manst nú eftir því. Það kostaði tvær og fimmtíu. Og maður átti fullt í fangi með að eignast fyrir miða. Ég var löngu hætt á Royal og komin á Ingólfskaffi þegar hann kom þangað í heimsókn og segir: „Ég ætla að bjóða þér á sýninguna sem ég held í Listamannaskálan- um.“ Ég sagði honum að ég gæti ekki þegið boð hans. Ég væri ekki þannig klædd. Á ekki að fara að opna sýning- una í dag? „Það skiptir ekki máli,“ segir hann. Þá segi ég: Kjarval minn. Gefðu mér nú einhverja mynd eftir þig. Kjarval: Þú átt nóg eftir mig. Já, en veistu það. Mig langar nú að eiga eitthvað nýtt. Þá segir hann: Komdu með mér. Svo ég dríf mig bara beint úr vinnunni með honum. Hann bjó ennþá í Austurstrætinu og var þar með vinnustofu. Þar málaði hann svarthvíta mynd, svartkrít, bara meðan ég stóð við. Svo blés hann á hana. Það kom einhver blettur á myndina og hann þvoði það með olíu. Ætlarðu svo að gefa mér þetta? „Já,“ segir hann. Ég tók myndina, braut hana saman og stakk henni í veskið mitt. Þetta var smjörpappír eða eitthvað þessháttar. Stórkostlegt. Hann málaði það á gólfinu og hreinsaði það svo með olíu. Það komu allskonar blettir, hinar og þessar rósir. Og ég varð að láta mér þetta lynda. Annað gaf hann mér ekki þá. Svo vill hann endilega að ég komi á sýninguna í Listamanna- skálanum. Og fer með mig þangað. Þegar við komum í anddyrið þá er borgarstjórinn þar og einhver mikilmenni sem sitja og bíða. Kjarval tekur strikið með mig beint inn og segir: „Ég ætla að sýna þér mynd. Það er Snæfells- jökull, stærsta mynd sem ég hefi málað.“ Mikið ofsalega er hún falleg, segi ég. Það bíða menn eftir þér frammi. „Það varðar mig ekkert um. Ég er að sýna þér þetta," segir hann. Svo gengum við um salinn og skoðuðum allar myndirnar í ró- legheitum. Þá fylgdi hann mér til dyra, en ég þakkaði honum fyrir, tók í hendina á honum og sagði: í Hre.ssingarskálanum. Hugrekkið til að afsala sér umbun veiklyndisins Bókmenntir Jóhanna Krisljónsdóttir Dr. Wayne W. Dyen Vertu þú sjálf- ur. Bók handa öllum þeim, sem fylgja vilja eigin sannfæringu og stjórna lífí sínu. Þýðandi: Álfheiður Kjartansdóttir. (itg. Iðunn 1984. Bækur um þetta metnaðarsama efni sem er undirtitill bókar Dyers hafa flætt um bókamarkaði á Vesturlöndum undanfarin ár. Aukin heldur náttúrulega öll námskeiðin sem eru haldin í þeim tilgangi að efla sjálfsvitund okkar, auka okkur kjark og gera okkur lífið auðveldara. Þær bækur sem ég hef lesið um efnið eiga vfirleitt að minnsta kosti eitt sameigin- legt: þær eru bólgnar af sjálfsögð- um hlutum, sem höfundar setja fram eins og meiri háttar nýjung- ar, uppgötvanir og speki. Þessi bók dr. Dyers er þar engin undantekn- ing. Kaflarnir vísa strax veginn: Ekki leiksoppur lengur, Með styrkinn að vopni, Að kenna öðr- um hvernig þú vilt láta koma fram við þig, Að greina á milli staðhæf- inga og veruleika o.s.frv., o.s.frv. Og nokkur dæmi um hvað við er- um uppfrædd af vísdómi: „Hug- rekki táknar að láta gagnrýni lönd og leið, treysta sjálfum þér, taka afleiðingum og læra af þeirri reynslu, sem fylgir þínu eigin vali. Það táknar að þú hafir næga trú á sjálfum þér og rétti þínum til að lifa lífinu eins og þú vilt, til að klippa á þá þræði sem annað fólk heldur í og notar til að toga þig í ýmsar áttir.“ Annað dæmi: „Nú veistu, að styrkur er það sem máli skiptir, að fólk ber virðingu fyrir þér ef þú sýnir meiri þrótt og óttinn er sjálfskaparvíti. Þú veist líka að það þarf hugrekki til að afsala sér umbun veiklyndisins(I). En hugrekki er það sem þú þarft Við sjáumst seinna. Þá gengur hann loksins til gest- anna og segir: „Komið þið sælir herrar mínir." Mér leið nú ekki vel meðan á þessu stóð, ég var í boms- um og ekki nógu vel klædd, að mér fannst, en gestirnir sátu og biðu eftir að sýningin yrði opnuð með- an hann stikaði með mig um sal- inn. En svona var hann. Hann fór sannarlega sínar eigin leiðir og gleymist aldrei þeim er höfðu af honum kynni. Löngu seinna kom hann til mín á Ingólfskaffi og segir: „Þú átt myndina sem ég gaf þér, þessa sem ég bjó til handa þér?“ Já, segi ég. Hún er bara í svo ljótum ramma. Ég ætla að láta laga hana og fixa soldið til. Hann segir mér að koma með myndina. Sækir hana næsta dag. Svo líður og bíður. Þá kemur hann og hefir látið innramma hana í fínan gullramma. Þá varð ég nú hissa. Og segi: Þú þurftir nú ekki að vera að þessu, þetta er ekki svo falleg mynd að hún þurfi svona fínan ramma. Ég verð mikið hrifnari af rammanum heldur en myndinni. Þá setti hann bara í brýrnar, en sagði ekkert. Löngu seinna kom hann með pakka. Á honum stendur: „Jæja, Heiða litla. Hér með er myndin. Kjarval." Stafirnir sem hann skrifaði utan á pakkann eru miklu fallegri en myndin. Ég á þá ennþá. Ég lét ramma bréfið inn. Og myndina á ég ennþá. Frá þessu Kjarvalsspjalli í Tertuhorninu hjá Heiðu á Hress- ingarskálanum og hugleiðingum um löngu liðna tíð í gömlu góðu Reykjavík liggur leiðin í eril Aust- urstrætis þar sem erindisleysi og dugnaðarfas setja svipmót á mannlíf. Á Pósthússtrætishorninu stend- ur Örlygur málari og „bregður stórum svip yfir dálítið hverfi". Hann er kominn í kallfæri við Rúntinn og hefir tekið alla um- ræðustjórn göngugötunnar í sínar hendur og hlær nokkrar ættartöl- ur fyrir viðmælendur meðan hann gerir hlé á ræðu sinni, og sækir í sig veðrið, jafnfram þvi sem hann fókusar Austurstrætisdætur sem ganga hjá styttu Tómasar og sjá- öldrin starfa eins og aðdráttar- linsur meðan Darwinslögmál Ör- lygs velur „mótiv" og hafnar úr þessu hálfa kvennagrossi sem ber fyrir augu meðan hann sveiflar mylluvængjum samtalslistar til áhersluauka. Eftir stundarstans hjá Örlygi verðum við tveir af viðmæiendum hans samferða í vesturátt. Göng- um framhjá Torginu, Sambands- versluninni þar sem Brauns- verslun var áður til húsa og síðar Ragnar Blöndal, sem frægt varð. Þá er komið að Café Royal, þar sem nú er bókaverslun ísafoldar. „Manst þú eftir Café Royal?“ spyr ég um leið og við göngum hjá. „Hvort ég man. Það var hérna sem Vagn Jóhannsson glímukappi kom ríðandi á hesti inn að afgreiðslu- borði og bað um bleika Napóleons- köku.“ „En manstu eftir myndunum hans Kjarval, þessum sem hann málaði á vegginn?" „Hvort ég man. Það var ég sem hreinsaði þær af veggnum þegar veitinga- stofunni var lokað fyrir fullt og allt. Ég skal segja þér betur frá því seinna." Pétur Pétursson er þulur. ævinlega að velja andspænis hverri ögrun. Þú öðlast það ekki í eitt skipti fyrir öll.“ Þá veit maður það. Og bókin er uppfull af ámóta fullyrðingum og kenningum. Leið- sögnin er svo yfirþyrmandi að hún verður ekki einu sinni skemmtileg. Stundum geta menn búið sjálf- sagða hluti í forvitnilegan búning og jafnvel leitt eitthvað nýtt í ljós. Sé það einfalt er það ekki verra. En í þessari bók er farið ansi langt í vitleysunni og orðaflaumurinn er svona á mörkunum að það sé boð- legt að maður taki höfundinn há- tiðlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.