Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 20

Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Fimm frá Gautaborg Myndlíst Valtýr Pétursson Hér á árum áður fengum við hingað til lands sýningar á list Norðurlandanna á nokkurra ára millibili og þannig gafst tæki- færi til að fylgjast með því sem frændur vorir voru að fást við, og einnig til að bera verk ís- lenskra listamanna saman við það sem menn töldu þá það besta, er verið var að skapa í norðrinu. Það var Nordisk Kunstforbund sem stóð fyrir þessum sýningum, en nú er öldin önnur og mikil þögn yfir því þarfa þingi. Nú hefur svo skemmtilega æxlast til að fimm alvöru-lista- menn frá Gautaborg hafa efnt til sýningar á verkum sínum á Kjarvalsstöðum og mun hér vera um að ræða hóp, sem sýnt hefur saman um nokkurn tíma. Þessir fimmmenningar koma nokkuð á óvart; þeir eru allir á góðum aldri og hafa mikla reynslu í myndgerð. Ólíkir eru þeir í list sinni og eiga það ef til vill eitt sameiginlegt að gera miklar kröfur til myndgerðar sinnar og að hafa allir stundað nám við sama skólann, Vallands-lista- skólann í Gautaborg. En til gam- ans má geta þess, að nokkrir ís- lendingar hafa verið þar við nám, og er einna þekktastur þeirra Einar Hákonarson. Einn- ig mætti nefna Þröst Magnússon teiknara. Og fleiri hafa verið þar við nám. Hvort heimsókn þessa listamannahóps stendur í ein- hverju sambandi við þetta, veit ég ekki. Sýning þeirra er fylli- lega gjaldgeng og stendur sann- arlega fyrir sínu. Ég verð að játa, að þessi verk, eins ólík og þau eru í reynd, komust inn að hjarta mínu við fyrstu sýn, og hér með þakka ég strax fyrir sérlega tímabæra og ánægjulega sýningu. Eins og áður sagði, eru þessir menn allir á góðum aldri. Það er nú einu sinni svo að fólk þarf að ná vissri reynslu í myndgerð til að geta upplifað hana og tjáð sig á það persónulegan hátt að eitthvert gildi sé sjáanlegt í þeim verkum, sem látin eru fyrir almenningssjónir. Á þessu víll oft á tíðum verða nokkur mis- brestur, en á sýningu þeirra fimm frá Gautaborg verður ekki vart við slíkt. Thore Ahnoff er náttúruaðdáandi í verkum sín- um og heíur sterka og lifandi litasjón. Verk hans eru hressileg og bera með sér blæ umhverfis- ins. Hér er enginn viðvaningur á ferð. Nr. 13, „Minnesfönster", fannst mér afbragð, svo að ég nefni eitthvað. Erland Brand á þarna eingöngu vatnslitamynd- ir, og mun hann einna helst ein- beita sér að því efni. Hann hefur mikið vald þar í sveit og vinnur af léttleik og fimi, sem fellur vel Thore Ahnoff: „Minnesfónster". að myndgerð hans, bæði tækni og hugmyndafræði. Hann hefur skapað sér sérstæðan stíl, sem bæði er persónulegur og nýstár- legur. Lennart Landqvist byggir myndir sínar á geómetrískan hátt. Hann virðist vera í sterk- um tengslum við móður jörð, en lætur myndbyggingu ná yfir- hendinni og hugsar þannig stundum meir í formbyggingu en fyrirmyndum. Litir eru hans sterka hlið. Jens Mattiasson er afar hressilegur og léttur í verk- um sinum. Hann er vel skrifandi með pensli sínum, og ég hafði sérstaka ánægju af teikningu hans. Myndsýn hans er ekki ólík Kristjáni okkar Davíðssyni. Flest verk hans eru máluð með akryl-litum, ef ég sé rétt. Lars Swan stundar ekki stór formöt, og flest verka hans eru litlar og persónulegar myndir, sem stundum minna ótrúlega mikið á meistarann Klee. Samt tekst Lars Swan að gera verk sín að einstaklega einföldum og lát- lausum litlum listaverkum, sem lifa sínu einstaklega hjartnæma lífi. Allir eru þessir listamenn miklir tæknisnillingar og kunna sitt verk. Þeir eru margreyndir hver og einn á sínu sviði og því er útkoman eins sterk og raun ber vitni. Enda munu þarna á ferð þekktir menn í sínu heima- landi og verk þeirra eru í fjöl- mörgum söfnum í Svíþjóð og öðrum löndum, meira að segja á Listasafn fslands verk eftir einn þeirra. Það er ánægjulegt að geta bent Reykvíkingum á slíka sýn- ingu sem hér er á ferð. Þrátt fyrir jólaannir og allra veðra von á þessum árstíma, ættu sem flestir að sjá þessa sýningu Sví- anna og með þeim orðum þakka ég fyrir þessa sýningu og lýsi því yfir, að ég hafði mikla ánægju af að reika um Vestursalinn einn sunnudagsmorgun. Jens Mattiasson: „VXntan Ljós- myndir á Vestur- garði Ungur ljósmyndari, Hörður Vilhjálmsson, hefur hengt upp 30 ljósmyndir eftir sig á Vestur- gangi Kjarvalsstaða. Engin sýn- ingarskrá varð þar á vegi mín- um, og engin númer eru á mynd- um þar á veggjum. Því er ekki hægt að vitna til nafns eða núm- ers á þessum verkum, og að mínu áliti er það miður. Á sýningu Harðar eru ein- göngu litmyndir, og flestar eru af landslagi. Sagði ekki skáldið eitthvað í þá veru, að landslag væri lítils virði, ef það héti ekki neitt? Hvað með það, mér eru minnisstæðar myndir frá höfn- inni og einnig mynd úr Fnjósk- árdal og af Snæfellsjökli. Þetta verður að duga, en í víðri merkingu eru þarna mjög ágæt- ar myndir víðs vegar að af land- inu, og heildarblær sýningarinn- ar er mjög þokkalegur. Það er hvergi þröngt á þessum mynd- um, og sýningin fer prýðilega þama á Vesturganginum. Þetta mun vera fyrsta einkasýning Harðar, sem hefur unnið hjá Sjónvarpinu sem ljósmyndari og einnig hjá Landsbókasafni. Hann er menntaður erlendis í ljósmyndafræðum. og einnig nam hann hjá Ola Páli ljós- myndara hér heima. Hörður hef- ur einnig rekið einkaljósmynda- stofu ásamt því að vera ljós- myndari við eitt af dagblöðun- um. Af þessu má sjá, að hér er enginn byrjandi á ferð, og sést það á þessari sýningu hans. Eitt verð ég að minnast sérstaklega á í þessum fáu línum: Litirnir í verkum Harðar eru sérlega þægilegir og hvergi farið yfir mörkin ef svo mætti að orði kveða. Þetta er hvergi veigamikil sýning og býður ekki upp á neina byltingu, en hún er einlæg og þokkaleg og ber höfundi sínum ágætan vitnisburð. Þarna er far- ið með nærfærni um fyrirmynd- ir og enginn fíflaskapur á ferð. Ljósmyndir eru nú álitnar fylli- lega gjaldgengar sem góð og persónuleg listaverk, eins og sjá mátti á þeirri sýningu, sem var í Listasafni íslands nýlega. Ekki dettur mér til hugar að setja þá sýningu sem mælikvarða fyrir þessa fyrstu sýningu Harðar, en samt má sjá ýmislegt sameigin- legt með myndum Harðar af landslagi og sumum myndunum á nefndri sýningu. Samt er þar um gerólíka hluti að ræða. Ég sé ekki betur en Hörður megi vel við una þessa frumraun sína. Það var skemmtilegt að sjá þessar myndir. Valtýr Pétursson Ungir menn í Kjarvalssal Nú stendur yfir sýning á verk- um fimm ungra myndlistar- manna í Kjarvalssal á Mikla- túni. Þarna kennir margra grasa og eru þessir ungu menn nokkuð ólíkir í myndgerð sinni, en eiga samt ýmislegt sameiginlegt eins og raunar virðist um flesta þá, sem nú leggja myndlist fyrir sig. Nýja málverkið er þarna efst á baugi og ég er farinn að halda að það sé orðið að Akademíi okkar tíma, því að allt sem er þar fyrir utan virðist óverjandi og einskis nýtt, og sú lína, sem fluttist frá Hollandi og heim, er öllu ráð- andi hjá þeim ungu. Mikið ef mann er ekki farið að langa til að sjá eitthvað nýtt og öðruvísi, en ekki alltaf þetta sama og margþvælda. Nú vill svo til, að í Vestursaln- um á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning fimm Svía, sem leika á nokkuð öðrum nótum en ung- mennin í Austursalnum. Ekki er að efa, að sumum verður það á að gera nokkurn samanburð á þessum hópum og ætti það að verða lærdómsríkt, en engu vil ég spá um útkomuna, og verður hver og einn að gera upp sinn hug um það. Þeir ungu mennirnir eru: Steingrímur Þorvaldsson, sem fer nokkuð mikið fyrir á þessari sýningu. Hann hefur mikið í tak- inu og sýnir tilþrif á köflum. Magnús V. Guðlaugsson er einn- ig stórtækur og hvergi smeykur. Stefán Axel er einnig nokkuð ágengur í verkum sínum, en heldur sig samt innan viss ramma. Omar Skúláson hélt einkasýningu fyrir nokkrum dögum í Listmunahúsinu, og mér sýnist hann komast betur frá þátttöku sinni í þessari sýningu en þeirri i Listmunahúsinu, sem var nokkuð aðþrengd. Og að lok- um skulum við nefna teikningar Péturs Stefánssonar, en hann sýnir nokkuð misjafnar teikn- ingar, þar sem einkum og sér í lagi er byggt á kynlífinu. I heild er þessi sýning keimlík þeim sýningum sem sjást hjá ungu fólki nú til dags, og raunveru- lega lítið um hana að segja. Það er ekki langt síðan annar hópur var þarna á ferð með álíka sýningu. Samt er ekki hægt að segja, að þessar sýningar hafi verið æsilega líkar, þótt akadem- iskar hafi verið báðar tvær. Það verður ekki annað sagt en að mikið sé á ferðinni hjá þessum ungmennum, en fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Ekki er annað að gera en bíða og sjá, hvað set- ur. Valtýr Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.