Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 HAGAN Skiöin Ef þú ert skíðamaður þá veistu að það er ekki nóg að skíðin líti vel út og fari vel á bílnum þínum. Þú gerir meiri kröfur en svo. Eigi þau að veita þér raunverulega ánægju þurfa þau að vera þannig úr garði gerð að jafnvel við erfiðustu aðstæður haldist fullkomið samband milli þín og þeirra. Þau þurfa að vera hæfilega sveigj- anleg og styrk, láta auðveldlega að stjórn og hafa jafna hæfileika til að dansa létt í lausamjöll og taka á móti af öryggi í harð- fenni. Þetta vita Gustav Thöni og Monika Kaserer og aðrir viðlíka meistarar sem m.a. skipa dómarahóp hins virta vestur-þýska skíða- tímarits „Ski Magazin". Þessi hópur hefur undanfarin ár kannað gæði mismunandi skíðategunda, reynt til hins ítrasta á mögu- leika þeirra og hæfileika við ólíkustu aðstæð- ur. Prófanir meistaranna miðast að sjálf- sögðu við þeirra stærstu kröfur og niðurstað- an er því í samræmi viö það besta sem gerist hjá atvinnumönnum. I FYRSTOG FREMST ! Þau gefa Hagan skíðunum sína hæstu einkunn í yfirgnæfandi hluta tilfella. Og þeirra dómur er ekkert einsdæmi. Sams konar hópar á vegum annarra skíðatímarita komast að sömu niðurstöðu í hverju prófinu á fætur öðru. Þess vegna fara Hagan skíðin sigurför um skíðalönd Evrópu - þess vegna eru Hagan skíðin komin til íslands. Nú getur þú orðið eigandi Hagan skíða og treyst því að þau veiti þér raunverulega ánægju. Og ekki sakar að þau eru þrælfalleg uppi á bílnum þínum. Komið í verslunina og kynnið ykkur Hagan skíðin, allar lengdir, fjölmargar gerðir. ÁÁJJLUlbJi'J GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 312.90 Níræður: Björn Konráðs- son á Vífilsstöðum Björn á Vífilsstöðum er 90 ára gamall í dag. Satt bezt að segja getur tæplega nokkur maður gert því skóna, að hann hafi náð þeim háa aldri án nokkurrar teljandi útlitsbreytingar, að minnsta kosti þau 30 ár, sem ég hef þekkt hann. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 1958, en þá gegndi Björn æðsta trúnaðarstarfi í Garða- hreppi, sem var oddviti hrepps- nefndar, en hann hafði þá gegnt því starfi með sérstökum sóma síðan 1929, sem á mínu timatali telst feiknalangur tími. í hrepps- nefnd var Björn til ársins 1970. f verklegum framkvæmdum var í hreppnum bryddað upp á ýmsum nýjungum í verklegum efnum. Aldrei brást það, að Björn, þá að okkar áliti orðinn roskinn maður, væri ekki hlynntur þeim eða vildi athuga þær gaumgæfilega, og á ég þar sérstaklega við gatnagerð á Flötunum. Naut hann þar stuðn- ings þess góða manns, Einars Halldórssonar á Setbergi, sem tók við af honum sem oddviti árið 1958, en samvinna þeirra var svo sem einn maður væri. Starf Björns var að sjá um rekstur Vífilsstaðabúsins. Var það oft nokkuð erfitt starf vafalaust, en það skrítna í því máli var það, að bú þetta stóð alltaf undir sér og vel það, en önnur ríkisins bú gengu yfirleitt á ríkisstyrkjum úr vasa skattgreiðenda — og þótti sjálfsagt. Birni þótti það ekki, og kunni ætíð vel fótum sínum forráð í því efni sem öðrum. Heimili Björns hefur staðið með myndarskap alla tíð. Hann fékk góðrar konu, Signhildar, en hún er færeyskrar ættar. Ekki þekki ég til þeirrar ættar, en af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Ávextirnir eru börn þeirra, allt mesta fyrir- myndarfólk og reglusamt, og ber vott góðrar kynfylgju. Alltaf hefur Björn haft póli- tíska skoðun. Hann hefur verið talinn af öðrum hafa fylgt Fram- sóknarflokknum og talið til skyldleika við Hermann Jónsson. Slíkur var heiðarleiki Björns, að hann var valinn oddviti í því mikla íhaldshreiðri, sem Garðahrepp- ur/Garðabær hefur verið. Var þó meirihluti hreppsnefndar borinn uppi af Sjálfstæðismönnum. Næsti arftaki Björns í hrepps- nefnd er nú orðinn forsætisráð- herra ríkisstjórnar, þar sem þó meirihluti hennar samanstendur af sjálfstæðismönnum. Nýtur þar Steingrímur þess skyldleika við Björn að eiga gott með að vinna með heiðarlegum sjálfstæðis- mönnum. Á þessum merkisdegi vil ég leyfa mér að senda Birni góðar kveðjur og þakka honum dreng- skap og góðan stuðning frá fyrstu tíð. Sveinn Torfi Sveinsson Siglufjörður: N6g þróarrými Siglufirói, 4. deaember. FISKISKIPIÐ Núpur frá Greni- vík hefur landað hér línufiski að undanlornu, um 250 tonnum á um það bil mánuði, og í gær var hann með um 70 tonn af stórum og góðum þorski. Núpur hefur verið á línu og gengið vel og að sögn forsvarsmanna Þormóðs ramma er hér um að ræða fyrsta flokks hráefni. Núpur hefur feng- ið aflann norður og vestur af Horni. Loðnuvinnsla er hér í fullum gangi og nóg þróarrými og því ekki rétt sem einhvers staðar hefur komið fram, að allar þrær á íslandi séu fullar. Hér er nóg þróarpláss þótt bátar hafi landað hér drjúgt að undanförnu, enda er hér ein fullkomnasta verk- smiðja á landinu, sem bræðir um 1.400 tonn á sólarhring. FrétUriUri. ikulásarmessu Hátið nr>r | A CVNINf' I 7 *3 A Við skj6tum UPP flugeldum, i LUVJLILUaO I 1 íll íVJ l\L. / .31/ Ijósabombum, sólum, marg- litum stjörnu-sprengjum og léttum púðurkerlingum kl. 7.30 í kvöld. Takið börnin með! i/Si a m a Di/' a r\/míkja,laranumerjó,avöruúrval dULAi¥lAl\ívAL/U IX gott, skraut, saelgæti og gjafavörunýjungar fyrir nútímafólk. Allt í jólapakkann. . . I/Sl A 13 Al/CT/IDINN Vegna þeirra sem nú ætla að L/VD/VrVO 1 VJ rv.Il ll 1 fara að baka til jólanna, er opið til kl. 9 í matvörudeildinni. f bökunarhillunum er að finna hveiti, sykur, rúsínur, möndlur o.m.fl. Allt í piparkökurnar. OPIÐ í KVÖLD TIL 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.