Morgunblaðið - 06.12.1984, Side 32

Morgunblaðið - 06.12.1984, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 15. leikvika — leikir 1. desember 1984 Vinningsröd: 1 1 X-X 2 1-1 1 2-1 2 X 1. vinningur: 12 réttir — kr. 193.910,- 60651(4/11)+ 88425(6/11) 94774(6/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 5.797,- 2046 40765 62335 89534+ Úr 14 viku: 2047 43006 64258 91374 91078 4360 43471 85248+ 164305 91136 8817 47851 85921 38034* 35816 48239 86581 42962*+ 40466 (2/11) 56075 88792+ Kærufrestur er til 27. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni i Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — REYKJAVÍK AMSTER Bjóöum 6 daga ferð 29. des. til 3. jan. '85 til Amsterdam. Gisting og morgunverður á Pulitzer hótelinu. Árið kvatt á gamlárskvöld með sameiginlegum kvöldverði. Nýjársdags-hádegisverður snæddur á Pulitzer hótelinu. Akstur til og frá flugvelli - allt þetta fyrir 15.180,- pr. mann í tvíbýli. Pantið sem fyrst - takmarkað gistirými. Helgar- og vikuferðir til Amsterdam í allan vetur. ÁRAMÓTAFERD AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 Metsölublad á hverjum degi! Frá vetrarfundi sambanda raf- og hitaveitna, sem haldinn var á Hótel Sögu í fyrra mánuði. MorRunbiaíií/RAX. Vetrarfundur orkuveitusambandanna: Jarðhitakerfin takmörkuð auðlind „SAMEIGINLEGT viðfangsefni orkuveitna er að sjálfsögðu að bæta rekstur fyrirtækjanna, færa niður orkuverð ef þess er kostur, en treysta einnig rekstraröryggið og bæta gæði þeirrar orku, sem þau láta frá sér og atvinnulífið er svo mjög háð,“ sagði Eggert Ásgeirs- son, skrifstofustjóri Sambands ísl. rafveitna og Sambands ísl. hita- vcitna, um annan sameiginlegan vetrarfund sambandanna. „Helstu málefni fundanna voru tollar og skattar og áhrif þeirra á orkuverð, samnýting hitaorku og raforku ásamt húshitunarspá fyrir árið 2015,“ sagði Eggert. „Á sérfundum hitaveitumanna var rætt um gjaldskrár og reglugerð- ir ásamt sölufyrirkomulagi hita- veitna. Rafveitumenn ræddu í sínum hópi aðferðir við álags- spár, hönnunarforsendur raf- orkudreifikerfisins, gjaldskrár- mál ásamt stöðugleika og afhend- ingaröryggi Landsvirkjunarkerf- isins." Skammsýnar leiðir Eggert sagði augljóst, að orkuveitur landsins væru ekki reknar í ábataskyni. „Tilgangur- inn er að veita viðskiptavinum góða þjónustu á sem lægstu verði," sagði hann. „Notendurnir vilja sem lægst orkuverð. Ef þær óskir leiða til þess, að tekjur fyrirtækjanna fari niður fyrir kostnað og afskriftir gengur kerf- ið úr sér og viðhald þess og endurnýjun leiðir til skuldasöfn- unar. Afleiðing skuldasöfnunar er óhóflegur fjármagnskostnaður og hækkandi orkuverð. Hagræð- ing og hagkvæmni er leið til að lækka kostnaðinn og verð á að- föngum fyrirtækjanna. Stundum hefur verið gripið til annarra og skammsýnni leiða til að lækka kostnaðinn, ef kalla má verð- stöðvun og verðjöfnun slíku nafni. Það getur leitt til þess, að ráðist sé í framkvæmdir, sem orki tvímælis, í þeirri von að póli- tískar leiðir finnist í sveitar- stjórn eða stjórnarráði til að halda þeim gangandi. Á (ofti eru teikn þess, að stjórnvöld óski annarrar stefnu,“ sagði hann. Eggert áréttaði, að orkuveit- urnar hefðu skyldum að gegna við viðskiptavinina um afhend- ingu nægrar og góðrar orku, hvenær og hvar sem hennar væri krafist á kerfi orkuveitnanna. „Kostnaður þeirra ákvarðast að mestu leyti af kostnaði við orkuöflun og dreifingu. Kerfið Rætt við Eggert Ásgeirsson, skrifstofustjóra sambanda raf- og hitaveitna miðast allt við, að hægt sé sam- tímis að svara mestu þörf. Raf- orkuna er ekki hægt að geyma og því þarf að miða allt raforkukerf- ið við álagstoppinn. Því er kostn- aðurinn við orkuna eins og hún er afhent neytandanum misjöfn eft- ir því hvernig nýtingu hennar er háttað." Umbunað í verði Á vetrarfundi orkuveitusam- bandanna var einnig rætt um orkuspá, hönnunarforsendur og aðferðir við álagsspá í raforku- kerfinu. Eggert sagði að allt þetta miðaði að því, að hægt væri að fullnægja kröfum kaupend- anna á sem hagkvæmastan hátt. „Kostnaður við mismunandi orkunotkun er breytilegur og því þarf að hafa gjaldskrár í raforku- kerfinu, sem tryggja að notendur greiði sem næst þann kostnað, sem að þeim snýr — stórnotend- ur að háspenntu rafmagni þetta og smánotendur annað. Gjald- skrárumræðan á fundinum mið- aði að því að upplýsa raf- orkufyrirtækin um hvaða aðferð- ir væru notaðar í heiminum til að leiða kaupendur til sem hag- kvæmastrar notkunar þannig að uppbygging raforkukerfisins sé sem ódýrust. Því verður að umb- una þeim í verði, sem nota ork- una á þeim stað, í því magni og á þeim tima sem hagkvæmast er. Það verður að segjast eins og er, að raforkufyrirtækin hafa ekki verið nógu dugleg við að upplýsa almenning um grund- vallar staðreyndir verðlagningar- innar, en það stendur vonandi til bóta.“ Hitavciturekstur á heljarþröm Eggert Ásgeirsson sagði að meginvandi hitaveitnanna spegl- aðist í umræðum þeirra um fyrir- komulag á sölu á heitu vatni. „Það verður með hverjum degi æ ljósara, að jarðhitakerfi landsins eru víðast hvar takmörkuð auð- lind, sem nota ber með ítrustu gætni,“ sagði hann. „Flestar hita- veitur hafa notað sölukerfi, svo- kallað hemlakerfi, sem leiðir til óhæfilegs vatnsausturs og gengur mjög á þessa takmörkuðu og við- kvæmu auðlind. Afleiðingin er sú, að sums staðar er hitaveitu- rekstur á heljarþröm. Fullur hug- ur sýnist vera í hitaveitumönnum að bregðast svo við vandanum, að framtíðarvelferð fyrirtækjanna verði tryggð og jarðhitakerfinu hlift. Jarðhitavirkjanir og vatns- aflsvirkjanir ásamt tilheyrandi orkudreifingarkerfi er heild, sem nauðsynlegt er að kanna hvernig má nýta saman á þjóðhagslega hagkvæman hátt. Jónas Elíasson prófessor flutti erindi um það mál, þar sem hann lagði drög að útreikningsaðferðum í því skyni, að meta jarðvarmann til verðs með svipuðum hætti og áður hef- ur verið gert við miðlunarvatn vatnsaflsvirkjananna. Möguleik- ar til að bæta hagkvæmni orku- kerfisins eru ýmsir ef mönnum auðnast að vinna saman að því máli.“ Aukin hagkvæmni Eggert sagði að lokum að á fundinum hefði „sú gleðilega staðreynd verið gerð mönnum ljós, bæði af Sverri Hermanns- syni iðnaðarráðherra og Árna Kolbeinssyni skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins, að fullur vilji er fyrir því af opinberri hálfu að auka hagkvæmni orku- veitna, stuðla að hagkvæmni í rekstri og lækka orkuverð, sem framast er unnt með minni álög- um. Orkuverð er svo ríkur þáttur í daglegu lífi okkar og öllum at- vinnurekstri, að í því getur falist verulegu lífskjarabót. Eftir fundinn er gott hljóð í fulltrúum orkuveitnanna. Þeir sjá að með breyttri stefnu stjórn- valda eru að opnast möguleikar til að bæta rekstur -fyrirtækj- anna, þótt að sjálfsögðu sé sú leið ærið grýtt, eins og gengisfellingin á dögunum er dæmi um. Á fund- inum kom berlega í ljós hve sam- starf orkuveitnanna er mikilvægt til að þær finni saman framtið- arlausnir, sem séu til velfarnaðar þjóðinni í heild og ekki síður þeim rekstri, sem byggir á orkunni, hvort sem þar er um að ræða heimilishald eða stóran og smáan iðnað," sagði Eggert Ás- geirsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.