Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
Svíþjóð:
Kristilegir demó-
kratar í kosningabanda
lag við Miðflokkinn
— eftir Pétur
Pétursson
í nokkra mánuði hafa fulltrúar
Miðflokksins (Centerpartiet) og
Sameiningarflokks kristinna
demókrata (Kristen Demokratisk
Samling, KDS) setið á lokuðum
fundum og gert með sér kosn-
ingabandalag fyrir næstu kosn-
ingar sem fara fram næsta haust.
Fyrir tæpri viku höfðu samningar
náðst og stjórnir flokkanna lýst
yfir hlessun sinni. Fulltrúaráð og
sérsambönd voru þó ekki höfð með
í ráðum og hefur heyrst þaðan
nokkur kurr. Einnig hafa einstaka
frammámenn flokkanna, sem ekk-
ert veður höfðu af þessu bandalagi
fyrr en allt var búið og gert, látið í
Ijósi efasemdir um réttmæti þess.
Sérfræðingur Miðflokksins í
stjórnarlögum og fulltrúi flokks-
ins í stjórnlaganefnd þingsins,
Bertil Fiskesjö, hefur gagnrýnt
þessa samninga opinberlega og
telur þá andstæða anda þeirra
laga sem kveða á um að flokkar,
sem ekki fá 4% atkvæða eða meira
í þingkosningum, skuli ekki fá
mann á þing.
Hingað til hefur Kristni demó-
krataflokkurinn, sem stofnaður
var 1964, ekki fengið þau tilskildu
4% atkvæða sem til þarf til að
koma fulltrúa á þing. í kosningum
hefur flokkurinn aðeins fengið
tæp 2% atkvæða og gerðu forráða-
menn hans sér grein fyrir því að
litlar líkur væru á að hann næði
betri árangri í bráð, og leituðu því
samstarfs við Miðflokkinn til þess
að komast hjá þessari hindrun,
sem sett var 1966 til þess að koma
í veg fyrir þær stjórnmálakreppur
sem tilvera margra þingflokka
veldur oft við stjórnarmyndun.
Flokkurinn hefur náð betri
árangri í bæjar- og sveitarstjórn-
arkosningum og komið þar mönn-
um að, en margir þeirra sem kjósa
flokkinn í bæjar- og sveitarstjórn-
arkosningum gefa honum ekki at-
kvæði sitt er til þingkosninga
kemur, því reynslan sýnir að þau
atkvæði falla dauð og ómerk.
Undir öðru nafni
Kristilegir demókratar ganga
nú til kosninga undir nafni Mið-
flokksins. Á kjörseðlunum kemur
aðeins til með að standa nafn
Miðflokksins, en fulltrúum kristi-
lega flokksins verða tryggð örugg
þingsæti á þessum listum; talið er
að þeir geti reiknað með að koma
5—10 af sínum mönnum að. Mið-
flokkurinn styrkir þannig stöðu
sína gagnvart hinum borgara-
flokkunum, en Ihaldsflokkurinn er
nú stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn á þingi. Kosninga-
bandalagið eykur því líkurnar á
því að formaður Miðflokksins,
Thorbjörn Fálldin, verði
forsætisráðherra ef til þess kemur
að borgaraflokkarnir myndi
stjórn saman eftir næstu kosn-
ingar. Eins og kunnugt er var
hann forsætisráðherra í sam-
stjórn borgaraflokkanna þriggja
sem mynduð var eftir kosningarn-
ar 1976. Fálldin hefur lagt á það
áherslu að þetta kosningabanda-
lag styrki stöðu miðaflanna í
sænskum stjórnmálum og tryggi
það, að þau atkvæði, sem annars
mundu falla dauð og ómerk, komi
nú borgaralegu fylkingunni að
notum. Þar með séu auknar lík-
urnar á því að mynduð verði borg-
araleg ríkisstjórn aftur, og þing-
legur meirihluti fáist til þess að
leggja niður launþegasjóðina sem
stjórn jafnaðarmanna stóð að. Það
mál er mikið hitamál í sænskum
stjórnmálum, einsog áður hefur
verið skýrt frá í Morgunblaðinu,
og borgaraflokkarnir
hafa allir sameinast um að leggja
þá niður ef þeir fá meirihluta í
næstu kosningum. Að þessu leyti
fer stefnuskrá Kristilega demó-
krataflokksins og borgaraflokk-
anna saman. Afstaða flokksins í
landbúnaðar- og orkumálum og
umhverfisvernd er einnig mjög
svipuð afstöðu Miðflokksins og án
efa hafa þessi mál dregið flokkana
saman í kosningabandalagið.
Kristilegi flokkurinn fékk um
100.000 atkvæði í síðustu kosning-
um sem nú koma til með að nýtast
borgaraöflunum og það getur
munað um minna, vegna þess að
fylkingarnar hægri og vinstri eru
nokkurnveginn jafn stórar. Síð-
ustu skoðanakannanir sýna að
borgaraflokkarnir hafa vinning-
inn með 49,1% á móti 48,9% fylgi
jafnaðarmanna og kommúnista.
Áfram sérstakur
flokkur
Kosningabandalagið leiðir ekki
til þess að Kristilegi demókrata-
flokkurinn hættir að vera til sem
sérstakur flokkur. Formaður
hans, Alf Svensson, hefur lýst því
yfir, að þeir menn sem hann fái
inn á þing muni mynda sérstakan
þingflokk undir eigin nafni og
muni vinna að framgangi sinna
mála, óháð Miðflokknum, en þó í
nánu samstarfi við hann. Hvernig
þetta samstarf á þinginu fer fram
verður svo reynslan að sýna.
Fjölskyldumál eru ofarlega á
baugi hjá flokknum og leggur
hann áherslu á hjónabandið og
fjölskylduna sem hornstein sam-
félagsins. Eins og Miðflokkurinn
vill Kristilegi flokkurinn að hús-
mæður fái sérstakan barnastyrk,
eða laun fyrir það að vera heima
og gæta bús og barna. En í uppeld-
is- og skólamálum er Kristilegi
flokkurinn afturhaldssamari en
Miðflokkurinn og kvennadeild
þess flokks er lítið hrifin af þessu
kosningabandalagi, m.a. á þeim
forsendum að Kristilegi flokkur-
inn hafi allt aðrar hugmyndir um
stöðu konunnar í samfélaginu.
Kristilegi flokkurinn beitir sér
gegn fóstureyðingum og vill stór-
auka þátt kristindómsfræði-
kennslu í skólum.
Rætur í hvítasunnu-
hreyfingunni
Frumkvöðullinn að stofnun
Kristilega demókrataflokksins var
leiðtogi hvítasunnumanna, Lewi
Pethrus, mjög umdeildur maður á
sinni tíð, sterkur og kraftmikill
persónuleiki sem í áratug var
óskoraður leiðtogi hreyfingarinn-
ar. Hvítasunnuhreyfingin, sem
kom fram á fyrsta áratugi þessar-
ar aldar, varð tiltölulega öflug hér
í Svíþjóð. í fyrstu sýndu leiðtogar
hennar lítinn áhuga á stjórnmál-
um og félagsmálum, allt miðaðist
við einstaklinginn og frelsun
sálna. Sumir leiðtoganna gerðu
sér þó brátt grein fyrir því að til
þess að hafa áhrif á samfélagið til
bóta yrðu þeir að beita sér á fé-
lagslega og stjórnmálalega svið-
inu. Lewi Pethrus var í þeirra hópi
og starfaði um skeið innan Frjáls-
lynda flokksins, eins og aðrir frí-
kirkjuleiðtogar fyrr og síðar.
Hreyfingin setti á stofn eigið
bankakerfi, fyrirtæki, dagblað og
útvarpsstöð í baráttunni við af-
kristnun þjóðarinnar og almenna
siðferðilega hnignun. Þessi bar-
átta hvítasunnumanna harðnaði á
fimmta og sjötta áratugnum og L.
Pethrus sá fyrir sér að sænska
þjóðin myndi líða undir lok ef
sannkristnir menn tækju ekki
höndum saman og beittu sér I
pólitíkinni. Frjálslyndi flokkurinn
gat ekki lengur orðið vettvangur
hans eftir að málgögn þess flokks
fóru herferð gegn bænalækning-
um predikara hvítasunnumanna
sem leiddi til fullra slita milli leið-
toga hvítasunnumanna og Frjáls-
lynda flokksins. Upp úr því var
Sameiningarflokkur kristilegra
demókrata stofnaður.
Til áhrifa í sænskum
stjórnmálum
Hinn trúarlegi blær yfir Kristi-
lega demókrataflokknum hefur
nokkuð minnkað upp á síðkastið.
Formaður flokksins segir alla
velkomna að ganga í hann, jafnvel
þótt þeir séu ekki frelsaðir. Alf
Svensson, sem er kennari að
mennt, þykir raunsær stjórnmála-
maður og hefur það kosninga-
bandalag sem hér um ræðir sýnt
það svart á hvítu. Hann hefur oft
kvartað undan því að flokkur hans
fái ekki jafnan aðgang að fjölmiðl-
um og aðrir flokkar og sitji þannig
með skertan hlut varðandi aðgang
að besta áróðurstækinu í kosn-
ingabaráttunni, þ.e.a.s. sjón-
varpinu. Nú hefur hann tryggt sér
og Dokki sínum athygli fjölmiðla.
Kosningabandalagið er fjárhags-
lega mjög hagkvæmt fyrir flokk-
inn og samvinnan við Miðflokkinn
í þinginu eftir kosningar, t.d. við
kosningar í mikilvægar nefndir,
geti gefið flokknum lykilstöðu
varðandi ýmsa málaflokka. Það
hefur jafnvel verið rætt um það,
að ef borgaraflokkarnir mynda
næstu stjórn, geti svo farið að Alf
Svensson verði þar einn af ráð-
herrunum. Raunsæi stjórnmála-
mannsins er nauðsynlegt hverjum
stjórnmálaleiðtoga sem ætlar að
leiða flokk sinn til áhrifa, en Alf
Svensson er einnig gæddur hæfi-
leikum vakningapredikarans sem
gæti ekki síður reynst honum gott
veganesti upp á stjörnuhimin
stjórnmálanna.
Lundi, Svíþjóð, 13/9 ’84.
SPECK
Lensi-, slor-, skolp-,
sjó-, vatns- og
holræsa-dælur.
Útvegum einnig dælu-
sett með raf-, Bensín-
og Diesel vélum.
SöwÐmagjiyír
Vesturgötu 16,
sími 13280
Sendiherra
Kenya
afhenti
trúnaðar-
bréf
NÝSKIPAÐUR sendiherra Kenya,
dr. Ernest Cheruiyot arap Lang’-
at, afhenti 27. nóvember forseta
íslands trúnaðarbréf sitt að við-
stöddum Geir Hallgrímssyni
utanríkisráðherra. Síðdegis þáði
sendiherrann boð forseta íslands
á Bessastöðum ásamt fleiri gest-
um. Sendiherra Kenya hefur að-
setur í Stokkhólmi.