Morgunblaðið - 06.12.1984, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
Þar sem verðbólgubálið brennur:
í verkfall vegna
vangoldinna launa
Tel Avi», 5. desember. AP.
Borgarstarfsmenn í Tel Aviv,
10.000 talsins og 60.000 kennarar
víðsvegar í ísrael, lögðu í dag niður
vinnu vegna þess, að enn hafa þeir
ekki fengið launin fyrir nóv-
embermánuð í hendur. Sömu sögu
er að segja af starfsfólki á sjúkra-
húsum, sem aðeins heldur uppi
neyðarþjónustu.
Husqvarna
Saumavélar, með áratuga
reynslu meðal íslenskra hús-
mæðra.
Verð frá kr. 12.000,- stgr.
Micranett örbylgjuofninn
Verð kr. 19.788,- stgr.
SHG
Sjálfvirkar kaffikönnur.
Verð frá kr. 1.313,-.
Sjálfvirkir eggjasjóðarar
fyrir 1—7 egg.
Verð kr. 1.571,-.
Shlomo Lahat, borgarstjóri i
Tel Aviv, 300.000 manna borgar og
þeirrar stærstu í ísrael, segir, að
ástæðan fyrir launaleysinu sé ein-
faldlega sú að ríkið sé hætt að
standa í skilum við borgina.
Helmingur af árlegum útgjöldum
borgarinnar kemur frá ríkinu og
þegar allt er með felldu berast
30 manns
hröpuðu í
fjallapríli
Nýju Delhí. 5. desember. AP.
Fjallgönguvertíðinni í Himalaya-
fjöllum er nú lokið, en landeigendur
þeirra hafa jafnan talsverðar gjald-
eyristekjur af klifurfíkn þúsunda
auðmanna. Jafnan eru þetta
mannskæðar fjallgöngur, að þessu
sinni létust að minnsta kosti 30
fjallgöngugarpar.
Þúsundir göngugarpa leggja til
atlögu við Himalayafjöllin á
hverri vertíð, en svo tíð hafa slys
verið, að ríkisstjórn Indlands hef-
ur sent dreifibréf til allra helstu
fjallgönguklúbba þar sem þess er
farið á leit að „aðeins vel búnir
fjallamenn fái leyfi", þ.e.a.s.
göngumenn verða að fá meðmæli
klúbba áður en þeir fá leyfi við-
komandi yfirvalda til að príla á
fjöllin. Everest er vinsælastur, en
fjöldi annarra álitlegra tinda er á
svæðinu.
9 hinna látnu létust í indverska
hluta Himalaya, 13 í Nepal og 8 í
Pakistan.
Gunrvar Asgeirsson hf.
StiAirt.MxJsbr.uil 16 Strrn 9135200 !
Persaflóastríðið:
Ný árás á
olíuskip
Manama, Bahrain, 5. desember. AP.
ÍRAKAR greindu frá því í dag, að
orrustuþotur þeirra hefðu ráðist á
„stórt skotmark" skammt frá
Kharg-eyju á Persaflóa, annan dag-
inn í röð, en í fyrradag kom eldur
upp í stóru olíuflutningaskipi frá
Kýpur eftir að írösk þota hafði hæft
það með Exocet-skeyti. A hinn bóg-
inn greindu íranir og skipatrygging-
arfélög ekki frá neinni slíkri árás og
er nú beðið átekta.
Árásir íraka eru þær fyrstu í 6
vikur og sögðust þeir jafnframt
búast við því að íranir svari í
sömu mynt, en það hafa þeir alloft
gert síðan „kaupskipahernaður-
inn“ hófst í janúar á þessu ári. Ef
nýjasta árás íraka er ekki talin
með, því hún er enn í móðu, þá
hafa alls 58 skip laskast eða sokk-
ið eftir loftárásir. frakar hafa
meirihlutann á samviskunni, en
franir einnig sinn skammt.
Jafntefli
hjá Karpov
og Kasparov
Moskvu, 5. desember. AH.
JAFNTEFLI varð í 30. einvígis-
skák Karpovs og Kasparovs í ein-
vígi þeirra um heimsmeistaratitil-
inn í skák. Kasparov lék hvítu
mönnunum og bauð Karpov jafn-
tefli eftir 30 leiki, sem Kasparov
þáði. Leikin var Petroff-vörn. Er
þetta 25. jafnteflið í einvíginu.
greiðslurnar mánaðarlega.
„Borgarstjórinn átti fund með
Peres, forsætisráðherra, í síðustu
viku og sagði þá Peres honum, að
hann yrði að bjargast eftir bestu
getu, það er að segja upp á eigin
spýtur,“ sagði Freida Strauss tals-
maður borgarinnar. Málum er þó
þannig komið í Tel Aviv, að þótt
ríkið standi við sitt stefnir í vand-
ræði vegna fyrirsjáanlegs stór-
halla á fjárlögum.
í fsrael er sannkallað efnahags-
öngþveiti. Verðbólgan er um 800%
og erlendar skuldir þjóðarinnar
23,8 milljarðar dollara, einhverjar
þær mestu á mann, sem þekkist.
Ríkisstjórnin hefur gripið til ým-
issa ráða til að hamla gegn þessu,
t.d. dregið að inna af hendi lög-
bundnar greiðslur, en það þýðir,
að þær skerðast verulega að raun-
gildi þótt drátturinn sé ekki nema
nokkrir dagar.
f síðasta mánuði lögðu borg-
arstarfsmenn í Tel Aviv niður
vinnu í þrjá daga vegna þess, að
þá vantaði októberlaunin, og
hlóðst þá sorpið upp á strætunum.
Á þyrlupallinum um borð í strandgæsluskipinu Andenes skömmu áður en
lagt var úr höfn í Osló á leið til Suðurskautslandsins: Skipherrann, Torstein
Myhre sjóliðsforingi, Olav Orheim leiðangursstjóri, Magnus Stene sjóliðsfor-
ingi og Odd Rogne.
Norskur leiðangur til
Suðurskautslandsins
FYRIR helgina lögðu Norömenn af
stað í stærsta heimskautaleiöangur
sinn á seinni tímum, er strandgæslu-
skipið Andenes sigldi út úr Oslóar-
höfn og stefndi á Suöurskautslandið.
Samkvæmt upplýsingum leið-
angursstjórans, Olaf Orheim, er
aðalmarkmiðið með ferðinni að
minna á hlut Noregs í yfirráðum á
Suðurskautslandinu. Ennfremur
verða stundaðar líffræðirann-
sóknir og jarðfræðileg kortagerð. í
leiðangrinum, sem standa mun í
fjóra mánuði, verða 28 vísinda-
menn frá Norsku heimskauta-
stofnuninni og fleiri rannsókna-
stofnunum.
Norðmenn hafa frá árinu 1939
gert kröfu til landsvæðis þar
syðra, sem svarar til sjö sinnum
stærra lands en heimalandsins.
Þar eru ennfremur 16 þjóðir aðrar
um hituna og stunda einnig ýmiss
konar rannsóknastarfsemi á Suð-
urskautslandinu.
Eitt af markmiðunum með ferð-
inni er að rannsaka möguleika á
að draga ísjaka til heitari land-
svæða til þess að nota sem fersk-
vatnsbirgðir. Af einum slíkum ís-
hnullungi mætti að sögn hafa
hundraða milljóna króna tekjur,
væri hann t.d. dreginn til Ástr-
alíu.
Rannsóknamennirnir verða síð-
ur en svo einir á stjái á Suður-
skautslandinu. Á Bouvet-eyju
einni búa u.þ.b. 100.000 mörgæsir
og 5.000 selir.
Eftir að 21 fallbyssuskoti hafði verið
hleypt af frá Akershus-virki óskaði
Olafur konungur 5. skipherra og
skipshöfn og leiðangursmonnum öll-
um gæfu og gengis í ferðinni.
Látum vesturbakka
Jórdans ekki af hendi
— segir Shamir, utanríkisráðherra ísraels
Jerúsalem, 5. desember. AP.
YITZHAK Shamir, utanríkisráð-
herra ísraels, sagði í dag á þjóðþingi
ísraels, að Jórdaníumenn yrðu að
falla frá bandalagi sínu við Þjóð-
frelsisfylkingu Palestínu (PLO), ef
þeir vildu halda frið við Ísraels-
menn. Jórdaníumenn yrðu að láta af
þeirri „hættulegu blekkingu", að
Israelar muni láta af hendi her-
numdu svæðin á vcsturbakka
Jórdanfljóts.
Shamir sagði þetta í umræðum
á þjóðþinginu um þá atburði á
meðal Arabaríkjanna að undan-
förnu, sem væntanlega eiga eftir
að hafa áhrif á deilumál tsraela og
Araba á næstunni. Þar ber hæst
samvinnu Jórdaníu, Egyptalands
og PLO svo og endurnýjað stjórn-
málasamband milli Bandaríkj-
anna og íraks. Yitzhak Shamir
t ræðu sinni fordæmdi Shamir
PLO harðlega og sagði þessi sam-
tök vera helztu hindrunina í vegi
fyrir friðsamlegri lausn deilumál-
anna fyrir botni Miðjarðarhafs-
ins. Það væri fyrir „neðan virð-
ingu Israelsþings" að ræða um
PLO eða um þær ákvarðanir, sem
þjóðarráð PLO hefði tekið á nýaf-
stöðnum fundi sínum í Amman.
Shimon Perez forsætisráðherra
sagði á mánudag, er þessar um-
ræður hófust á ísraelsþingi, að
ekki væri unnt að fallast á sam-
eiginleg tilmæli Egyptalands,
Jórdaníu og PLO um að kalla sam-
an alþjóðlega friðarráðstefnu um
málefni landanna fyrir botni
Miðjarðarhafsins. Mikil hætta
væri á, að slík ráðstefna myndi
leggja aðaláherzlu á andstöðu við
tsrael.