Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
39
Ný legund rúðuglers virkar sem
hitaskjöldur og brennur ekki.
Myndbandstæki
notað til aö
atýra flugvélinni
I A lendingaratað. "
eoc
75 brúður
spenntar niður i illbrennanleg
- ' sæti; sætisbúnaður geröur til
að taka viö sem mestu
3 Þegar flugvél brot-
lendir verður til rok-
gjarn eldsneytisúði
sem valdið getur
sprengingu. Bætiefni í
eldsneytinu er ætlað
að koma í veg fyrir
sprengingarhættu.
>'■
Á/ '
f
1 Flugvélin magalendir é 160 mílna
hraða og rennur um 300 metra eftir
flugbrautinni. Fallhraðinn úr 2000 feta
hæð gerir þaö að verkum að þotan
skellur é jörðina með tólf sinnum /
meiri krafti en eðlilegur þyngdarkraft
ur er (12 g). (Y
Stalstengur é brautinni
rífa vængi og eldsneytis-
tanka í sundur svo 48
þúsund litrar af eldsneyti
dreifast.
Við brotlsndinguna brestur
bolur flugvélarinnar og drasl
sópast inn í farangursrýmið.
Brotlending
í þágu öryggis
Kdwards-flugstödinni, 4. desember. AP.
FJARSTÝRÐRI þotu af gerðinni Boeing-720 var brotlent í Mojave-
eyðimörkinni í öryggisskyni, þar sem verið var að gera ýmsar tilraunir,
sem ætlað var að leiða í Ijós hvort auka mætti flugöryggi.
í þessu skyni hafði sérstöku
baetiefni verið blandað við elds-
neyti þotunnar og var þvi ætlað
að koma í veg fyrir sprengingu
og eldhaf sem gjarnan verður er
flugvélar brotlenda. Við brot-
lendingu myndast rokgjarn elds-
neytisúði vegna blöndunar lofts
á hreyfingu og eldsneytis og
fylgir úðanum mikil sprengi-
hætta. Bætiefninu er ætlað að
koma í veg fyrir úðamyndun.
Brotlendingin var áfall að því
leyti að mikill eldhnöttur mynd-
aðist er sérstakir stálstaurar á
flugbrautinni og aðrar hindranir
rifu í sundur vængi þotunnar og
48 þúsund lítrar af eldsneyti
helltust úr eldsneytistönkum
hennar.
Reyndar fjaraði eldurinn út á
nánast svipstundu og er talið að
rekja megi það til bætiefnisins.
Hins vegar kom eldur upp í far-
þegarýminu augnabliki síðar og
kunna menn enga skýringu þar
á.
Einnig voru gerðar tilraunir
með ný illbrennanleg sætisklæði
og sætabúnað, sem taka á við
meira höggi en hingað til og þar
með auka líkur á að menn sleppi
lifandi úr flugslysi.
Þotan hóf sig mannlaus til
flugs frá Edwards-flugstöðinni
og var henni fjarstýrt frá jörð-
unni. Var henni flogið í hringi og
látin klifra í 2.000 feta hæð áður
en henni var stýrt inn til brot-
lendingar á flugbraut í flugstöð-
inni. Tilraunin kostaði 11,8
milljónir dollara.
Andspyrnumenn:
Eldflaug and-
spyrnumanna
á lóð forseta-
hallarinnar
Nýju I>elhí. 4. desember. AP.
AFGANSKIR andspyrnumenn gerðu
nýveriö tvær eldflaugaárásir á and-
stæðinga sína í höfuðborg landsins,
Kabúl, og ein eldflaug sprakk á lóð
forsetahallarinnar. Þar varð tjón og
nokkrir sovéskir varðmenn særðusL
Þá smaug einnig eldflaug fram hjá
vegg Intercontinental-gistihússins.
Fregnir þessar voru hafðar eftir
vestrænum stjórnarerindrekum í
þessum heimshluta. Höfðu þeir eft-
ir þeim, að eldflaugin hefði hæft
lóðina í náttrökkri og hefðu tveir
sjúkrabílar verið sóttir. Sjö aðrar
eldflaugar sprungu í borginni, ein
skammt frá bústað fransks stjórn-
arerindreka og brotnuðu allar rúð-
ur í húsi hans. Önnur sprakk I
stjórnarherstöð og dóu nokkrir her-
menn þar.
Tvær þyrlur og ein flugvél hófu
sig til flugs eins skjótt og auðið var,
trúlega leitarflugvélar fyrir fall-
byssudeildir Rússa, en eldflauga-
skothríðinni lauk í þann mund og
því fannst ekki tangur né tetur af
andspyrnumönnunum.
Sökk fyrir
3.400 árum
Washington, 5. desember. AP.
MIKIÐ safn fornminja frá bronzöld
hefur fundizt á hafsbotni fyrir utan
suðurströnd Tyrklands. Er þarna um
að ræða farm af verzlunarvörum, sem
sukku með skipi, er fórst fyrir meira
en 3.400 árum. Segja fornleifafræð-
ingar þennan fund nánast einstæðan
og þarna megi finna muni frá þremur
mismunandi menningarsvæðum.
Haft er eftir George F. Bass við
Texas-háskóla, sem stjórnað hefur
leitinni að skipinu, að það hafi
sennilega farizt um 1.400 árum
fyrir Krist. Mun skipið hafa hrakizt
af leið í óveðri og rekið upp í kletta.
Skipið var um 20 metrar á lengd og
sökk það til botns án þess að því
hvolfdi. Farmur þess var fyrst og
fremst málmstangir, leirker og
leirmunir, gull og fílabein.
Verðmætasti gripurinn er mikill
og veglegur gullbikar en munir þeir,
sem þarna hafa fundizt, eru af
þrenns konar uppruna. Eru þeir
ýmist komnir frá Grikklandi, Kýp-
ur eða Föníkíu.
Efnavopn í Nicaragua?
\V a.shingion, 5. desember. AP.
BANDARÍSKIR embættismenn í
Pentagon sögðu í dag, að sandin-
istastjórnin í Nicaragua hefði ver-
ið „að safna að sér efnavopnum í
nokkra mánuði" en tóku fram, að
þau virtust flest vera í varnar-
skyni.
Talsmaður Pentagon, Richard
Lake, sagði, að tækin virtust
flest en ekki öll vera til að verj-
ast efnahernaði, en ekkert lægi
fyrir um hvort stjórnarherinn í
Nicaragua væri fær um að halda
uppi efnahernaði sjálfur. Þegar
sendiráðsmenn Nicaragua í
Washington voru spurðir álits á
þessu kváðust þeir ekkert vilja
segja um það að svo stöddu.
Að sögn Lakes hafa Banda-
ríkjamenn vitneskju sína aðal-
lega frá hersýningu, sem sand-
inistar héldu í bænum Montel-
imar 2. september sl. en þar
voru sýnd ýmis tæki, sem notuð
eru tH varnar efnahernaði. Auk
þess voru sýndar eiturefnakúl-
ur, sem skotið er úr fallbyssum,
og var áletrunin á þeim bæði á
ensku og rússnesku. Kvaðst
Lake ekki skilja hvers vegna
þessi tvö tungumál væru notuð í
landi þar sem spænska er aðal-
ERLENT
málið. önnur þjóð í Mið-Ameríku ráði
Ekki er vitað til, að nokkur yfir efnavopnum.
Bandaríkjaþing:
O’Neill endurkosinn
leiðtogi demókrata
Washington, 4. desember. AP.
ÞINGFLOKKUR demókrata sam
þykkti samhljóða á fundi í gær, að
endurkjósa Thomas P. O’Neill til
embættis forseta fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings til tveggja ára, þegar
deildin kemur saman 3. janúar á
næsta ári. Demókratar hafa meiri-
hluta í fulltrúadeildinni. í þessu felst,
að OmNeill verður leiötogi demókrata
í deildinni og höfuótalsmaður stjórn-
arandstöðunnar á þingi.
Thomas O’Neill, sem er 71 árs að
aldri, hefur lýst því yfir, að hann
hyggist draga sig í hlé árið 1986.
Embætti forseta fulltrúadeildar-
innar er í senn áhrifa- og virð-
ingarstaða á Bandaríkjaþingi. For-
setinn getur ráðið úrslitum um
framgang lagafrumvarpa og hann
er þriðji í röðinni til valda, næstur
varaforsetanum, ef forseti Banda-
ríkjanna verður að láta af embætti
á kjörtímabilinu.
Thomas O’Neill.
NYTI5KU
LATIPAK
Litir hvítt
og brúnt
Kr. 1.995,-
L
Nýkomnir hinir stílhreinu dönsku
STRINI lampar í eldhús og borðstofur.
Fagrar línur — frábær hönnun.
Skeifunni 8 — Sími 82660
Hverfisgötu 32 — Sími 25390