Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. ÁskriH- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Ratsjárstöðvarnar „Sjálfviljugir munu bankarnir ekki kalla fram neikvæða vexti“ — segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbanka íslands Frá því að varnarsamning- urinn við Bandaríkjamenn var gerður 1951 hefur að sjálf- sögðu verið unnið að margvís- legum framkvæmdum fyrir varnarliðið og vegna starfa þess. Áður en liðið kom hingað höfðu flugvellirnir við Reykja- vík og Keflavík verið reistir, hinn fyrrnefndi af breska hernum og hinn síðarnefndi af þeim bandaríska, á stríðsárun- um. Það fer eftir eðli þeirra mannvirkja sem reist eru 1 þágu varnarliðsins hver þeirra nýtast almennt. Skýrasta dæmið um mannvirki sem koma að almennum notum eru auðvitað flugvellirnir tveir, en Bandaríkjamenn kosta rekstur og viðhald Keflavíkurflugvall- ar. Flugvellirnir eru einnig þau mannvirki sem hafa mest að- dráttarafl fyrir hugsanlegan árásaraðila, engum skynsöm- um manni dettur þó í hug að leggja til að þeir verði látnir hverfa úr sögunni. Geir Hallgrímsson utanrík- isráðherra kynnti í fyrradag skýrslu sem tekin hefur verið saman af ratsjárnefnd varn- armáladeildar utanríkisráðu- neytisins, þar sem gerð er ítar- leg úttekt á þeim hugmyndum sem uppi eru, á hernaðarlegum forsendum, um að reisa tvær nýjar ratsjárstöðvar á norð- vestur- og norðaustur-horni landsins. I skýrslunni er því glögglega lýst hvaða not ís- lendingar gætu haft af þessum stöðvum og rakin þau atriði öll sem til álita koma í tengslum við þessa mannvirkjagerð sem fjármögnuð yrði úr sameigin- legum sjóði NATO-ríkjanna verði í hana ráðist. Þá eru einnig reifaðar hugmyndir um að íslendingar annist rekstur stöðvanna og þeirra ratsjár- stöðva sem fyrir eru á Miðnes- heiði og við Stokksnes. Því ber að fagna hvernig varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins hefur staðið að undirbúningi þessa máls. Er óhætt að fullyrða að engin framkvæmd í þágu varna landsins hafi verið jafn ræki- lega kynnt og þessi áður en ákvörðun er tekin. Frá því að sjálfstæðismenn fengu utan- ríkisráðherraembættið í sinn hlut í maí síðastliðnum, eftir þrjátíu ára hlé, hefur verið rætt um öryggis- og varnarmál þjóðarinnar með opinskárri hætti en áður. Geir Hallgríms- son hefur margítrekað lýst því yfir að hann vilji auka hlut ís- lendinga í öllu því er varðar framkvæmd varnanna og mat á öryggishagsmunum þjóðar- innar. Afstaða Morgunblaðsins til þess, hvort öryggi þjóðarinnar í mörgu tilliti skuli aukið með því að reisa hér tvær nýjar ratsjárstöðvar ætti ekki að koma neinum á óvart. Hér í. blaðinu hafa einstakir þættir þessara mála verið margrædd- ir um nokkurra missera skeið, meðal annars aukin ágengni sovéskra herflugvéla í ná- grenni Islands. Skýrslan sem nú hefur verið kynnt sýnir og betur en áður hefur verið ljóst hve mikil almenn not yrðu af stöðvunum. Það er fráleitt að ætla að hinar nýju stöðvar auki spennu eða magni stríðshættu, þvert á móti eru þær liður í sameiginlegu átaki NATO- þjóðanna við að tryggja frið með frelsi. Arkin á íslandi Vorið 1980 þurfti fréttastofa hljóðvarps ríkisins nauð- synlega að fá staðgóðar upplýs- ingar um að kjarnorkuvopn væru á íslandi enda var það þá helsta kappsmál herstöðva- andstæðinga að svo væri. Til að leita af sér allan grun sneri fréttastofan sér til Williams nokkurs Arkin í Bandaríkjun- um. Eins og frægt er orðið fann hann handbók fyrir bandaríska landgönguliða (sem notuð er um allan heim) þar sem rætt er um varnir kjarnorkuvopna og sagði að hún væri til á Kefla- víkurflugvelli og þess vegna hlytu að vera þar kjarnorku- vopn. Þetta olli miklu uppnámi eins og að var stefnt. Nú er Arkin aftur á íslandi og segist hafa farið villur vegar 1980, á íslandi séu engin kjarnorku- vopn. Hann segist hins vegar hafa staðgóðar heimildir fyrir því að þau eigi að koma hingað á stríðstímum. Hvað skyldi hann. segja eftir 4 ár? Og hinu sleppir hann, að bandarísk gögn, hver sem þau eru, segja ekki nema hálfa söguna. Þau eru aðeins framkvæmanleg með vilja íslenskra stjórn- valda. William Arkin er í hópi þeirra manna sem gjarnan er vitnað til í fjölmiðlum þegar menn þurfa á gagnrýni að halda á stefnu Bandaríkja- stjórnar í varnar- og hermál- um. Hann starfar við vinstri- sinnaða stofnun í Bandaríkjun- um. Fyrir fjórum árum urðu rangar ályktanir Arkins í út- varpi íslenska ríkisins tilefni gagnlegra umræðna (ekki þó vegna frumkvæðis útvarpsins) sem leiddu til þess að firrur herstöðvaandstæðinga voru brotnar á bak aftur. Koma hans hingað að þessu sinni ætti að leiða til hins sama. „VERIÐ hefur nokkurt mis- gengi í þróun tekna úti á landi og á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta endurspeglast í stöðu bankanna eftir því hverjir viðskiptamenn þeirra eru. Innlán Landsbankans, eins og annarra banka, sem mest viðskipti hafa við lands- byggðina, hafa aukist hlut- fallslega hægar en innlán þeirra banka, sem aðallega hafa viðskipti hér á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta kemur einnig fram í lausafjárstööu bankanna, sem er allmis- munandi,“ sagði Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbanka Islands, í samtali við Mbl. þegar hann var spurður um innlánsþróunina að undan- förnu. Tryggvi tók við stöðu fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Landsbankans við skipulagsbreyt- ingar í bankanum um mánaða- mótin, en hann hefur starfað frá árinu 1976 sem forstöðumaður hagfræði- og áætlunardeildar bankans. Tryggvi er jafnframt formaður afkomunefndar Sam- bands íslenskra viðskiptabanka. „Fleiri skýringar eru á mis- jafnri innlánsaukningu hjá bönk- unum. Má til dæmis nefna ólíkan aðgang bankanna að ráðstöfun- arfé lífeyrissjóða, tilfærslur á gjaldeyrisinnlánum í kjölfar rýmkaðra heimilda til gjaldeyr- isviðskipta og nú síðast tilfærslur á almennum innlánum með til- komu margra nýrra innláns- forma," sagði Tryggvi einnig um þróun innlána. Auglýsingar banka og sparisjóða villandi — Hvernig hefur Landsbankinn komið út úr samkeppninni um spari- fé landsmanna, eftir að frjálsræði í vaxtaákvörðunum var aukið fyrr á árinu? „Landsbankinn var fyrstur bankanna til að bjóða sérstök kjör fyrir innlán, sem bundin eru í sex mánuði. Voru það svonefnd Landsbankaskírteini, sem fyrst voru gefin út í byrjun apríl. Hið svonefnda vaxtafrelsi, sem í raun- inni er verulega takmarkað, tók gildi í ágúst. Eftir að bankar og sparisjóðir höfðu tekið fyrstu ákvarðanir sínar um innláns- og útlánsvexti gerðist tvennt. Vextir voru samræmdir uppávið og sam- tímis komu fjölmörg ný innláns- form fram á sjónarsviðið. Spari- fjáreigendur brugðust snöggt við þessu með tilfærslum á innlánum og innlausn spariskírteina ríkis- sjóðs. E.t.v. brugðust þeir of snöggt við, því margs ber að gæta í samanburði ávöxtunar og marg- ar auglýsingar banka og spari- sjóða hafa verið villandi. Lands- bankinn hefur valið að hrópa ekki hæst í þessu auglýsingaflóði og hefur ekki aukið innlán sín til jafns við suma aðra banka. Hlutur Landsbankans mun því ekki verða lakari þegar fram í sækir og spari- fjáreigendur hafa fengið reynslu af því sem í boði er.“ — Er samkeppnin líkleg til ár- angurs? „Við lítum á rýmkaðar heimild- ir til eigin vaxtaákvarðana sem forsendur fyrir hollri samkeppni. Nýtt hugarfar í bankarekstri vinnur á við slíkar aðstæður. Bankamir keppast um að bjóða nýja þjónustu. Fram að þessu hef- ur athyglin fyrst og fremst beinst að innlánum enda er enn skortur á fé til útlána. Ef höft verða ekki endurvakin, tel ég, að við munum sjá álíka breytingar útlánamegin með fjölbreyttari og sveigjanlegri þjónustu við lántakendur. Önnur afleiðing samkeppninnar verður án efa mun meira aðhald í rekstr- arkostnaði." — Hver eru áhrif samkeppninnar á afkomu bankanna? „Bankar og sparisjóðir lifa ekki á vaxtastiginu, heldur fyrst og fremst á vaxtamuninum, þ.e. mis- mun inn- og útlánsvaxta. Sam- keppnin einkennist af því, að hver banki telur sig knúinn til að jafna eða bæta við tilboð hinna. Þessi samkeppni og vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa gert það að verkum að vaxtamunurinn hefur minnkað. Bankarnir eru í raun- inni komnir í samkeppni, sem leið- ir til taprekstrar. Það gæti aftur leitt til meiri samruna í banka- kerfinu, því bolmagn banka og sparisjóða til að bera tap er mis- munandi. Það eru ýmsar fleiri hliðar á þessu máli. Við hátt vaxtastig verður meira um töpuð útlán. Bankarnir verða því að gaumgæfa útlán sín betur en áður og lántak- endur verða að gera meiri arðsem- iskröfur til framkvæmda sinna. Útlit er fyrir að bankarnir verði reknir með tapi á þessu ári. Yfirlit um reksturinn fyrstu átta mánuði ársins sýnir mun erfiðari rekstur en var fyrir ári. Vaxtafrelsið er að litlu leyti komið til á þessu tíma- bili, og ekki mun það bæta stöð- una.“ Sparifjáreigendur snöggir til viðbragða — Uppi hafa verið háværar raddir sem segja og gagnrýna að vextir hafi verið of háir að undanfórnu. Hvað viltu segja um það? „Eftir að raunvextir höfðu verið neikvæðir í áratugi urðu þau um- skipti í lok siðasta árs að raun- vextir urðu jákvæðir þegar hraðar dró úr verðbólgu en nam lækkun Islandsdeild Amnesty 10 ára ISLANDSDEILD Amnesty Internat- ional á 10 ára afmæli um þessar mundir. Amnesty International eru samtök sem berjast fyrir verndun mannréttinda og hafa samtökin ein- beitt sér að málefnum samvisku- fanga, þ.e. fólks, sem fangelsað er fyrir uppruna sinn, skoðanir eða trú. Samviskufangi getur sá einn verið, sem ekki hefur beitt ofbeldi eða hvatt til þess. í tilefni afmælisins hélt ís- landsdeildin blaðamannafund og kynnti starfsemina. Hjördís Há- konardóttir, formaður Islands- deildarinnar, sagði að Amnesty nyti nú alþjóðlegrar viðurkenn- ingar og stafaði það án efa af þvi grundvallaratriði samtakanna að gæta ítrasta hlutleysis gagnvart öllum ríkisstjórnum og stjórn- skipulagi. Þess væri vandlega gætt að taka alltaf til umfjöllunar mál fanga í ýmsum rikjum, svo einu ríki fyndist ekki á sig hallað og að hlutleysis væri ekki gætt. „Nú starfa rúmlega 500 þúsund manns f samtökunum í 160 þjóðlöndum, en félagar íslandsdeildarinnar eru um 800,“ sagði Hjördís. „Starfsaðferðir samtakanna eru þær, að þau kanna nákvæmlega aðstæður þeirra fanga sem til greina kemur að þau taki upp á arma sína og ef þeir teljast til samviskufanga, þá beita sam- tökin sér fyrir því að þeim verði sleppt. Það hefur oft verið gagn- rýnt að með því að fjalla aðeins um nokkra samviskufanga af öllum þeim fjölda, sem í heiminum er, séu samtökin aðeins að fást við lítinn topp af ísjakanum. Amnesty Inter- national telur hins vegar að bestur árangur náist með því móti, þeir fangar sem Amnesty hjálpar séu eins konar samnefnarar fyrir alla samviskufanga og hjálpin komi öðrum allt eins að liði.“ Aðdragandi stofnunar Íslands- deildarinnar var sá, að árið 1974 kom íslensk stúlka, Sigríður Sigur- jónsdóttir, hingað til lands frá Hollandi, þar sem hún hafði starf- að með Ámnesty. Hún birti til- kynningu í Morgunblaðinu um að hún hefði áhuga á að koma Is- landsdeild á laggirnar. Um 10 manns mættu til fundar hjá Sigríði og skömmu síðar var haldinn stofnfundur. Á þann fund mættu um 100 manns og síðan hefur ís- landsdeildin sótt á. Fyrsti formað- ur íslandsdeildarinnar var Björn Þ. Guðmundsson, prófessor í lögfræði. Hann sagði, að samtökin væru mjög áhrifamikil í heiminum og styrkur samtakanna fælist í því, að almenningsálitið styddi þau. „Það hefur aðeins örsjaldan komið fyrir að einstök ríki hafi getað hrakið fullyrðingar Amnesty Internation- al um meðferð samviskufanga, enda er þess vandlega gætt að kanna öll mál niður í kjölinn, svo traust manna á samtökunum bíði ekki hnekki," sagði Björn. „Til að tryggja hlutleysi er hverri deild Amnesty bannað að fjalla um mál fólks í sínu landi. Traust Amnesty er greinilega mikið, enda birta fjöl- miðlar nöfn þeirra fanga, sem telj- ast til samviskufanga og vitna oft til skýrslu Amnesty um ástand í málefnum einstakra ríkja." í íslandsdeild Amnesty starfa bæði einstaklingar og hópar. Tveir hópar starfa að málum samvisku- fanga, sem nú eru stúdentar í Suður-Kóreu, prestur frá Eþiópíu og 5 læknar í Sýrlandi. Annar hóp- ur skrifar reglulega vegna fanga mánaðarins og einn hópur vinnur að skyndiaðgerðum, sem felast í því, að leitast er við að bjarga fólki, sem t.d. á að taka af lífi eftir skamman tíma. Félagar i íslands- deildinni vildu gjarnan koma því á framfæri, að til þess að taka þátt í starfinu sé aðeins nauðsynlegt að kunna að lesa og skrifa, tungu- málakunnátta sé alls ekki nauð- synleg. Amnesty International
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.