Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 44

Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 44
44 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Hverjir eru verkstjórar Alþingis? Hér ræða þeir þingstörfin Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sam- einaðs þings (fyrir miöju), Páll Pétursson, formaður þingflokks fram- sóknarmanna (til vinstri) og Ólafur G. Einarsson, formaöur þingflokks sjálfstæðismanna. Forsetar þings eru verkstjórar þess og húsbændur — en þingflokkaformenn, einkum stjórnarþingflokka, koma inn í verk- stjórnarmyndina. Heimild til sölu Landssmiðju: Fjórir þingflokkar með - einn á móti — Samþykkt í efri deild með 16:3 atkvæðum Vaxtahækkun (?) - Gengislækkun: Vandinn er arf- leifð Svavars — sagöi Matthías Á. Mathiesen Frumvarp iðnaðarráðherra um heimild fyrir ríkisstjórnina til aö selja Landssmiðjuna til starfsfólks hennar var samþykkt frá efri deild í gær með 16:3 atkvæðum. Sex af sjö nefndarmönnum iðn- aðarnefndar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), Björn Dag- bjartsson (S), Egill Jónsson (S), Davíð Aðalsteinsson (F), Karí Steinar Guðnason (A) og Stefán Benediktsson (BJ), lögðu til að frumvarpið væri samþykkt, en einn, Skúli Alexandersson (Abl.), mælti með því að það yrði fellt. Frumvarpið var síðan samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra þingdeildarmanna, utan þriggja úr Alþýðubandalagi. Það gengur nú til framhaldsmeðferðar í neðri deild. Vaxtahækkun næstu daga? • Svavar Gestsson (Abl.) hélt því fram í þingræðu í gær að stefnt væri að 5% vaxtahækkun næstu daga. Spurðist hann fyrir um, hvort ríkisstjórnin stæði að baki slíkri ákvörðun, hvort viðskipta- ráðherra hafi samþykkt hana — og þá einnig þingflokkar stjórn- arinnar. • Matthías Á. Mathiesen, svaraði því til að fyrirspyrjanda væri vel kunnugt um að einu vaxta- breytingar, sem kæmu tii stað- festingar hjá ríkisstjórn, væru varðandi afurðalán atvinnuveg- anna. Engin tillaga lægi enn fyrir um hækkun þeirra vaxta. Hinsvegar hefðu vextir tengst verðlagsþróun. Þeir sem hafi ýtt undir dýrtíð og víxlhækkanir í þjóðarbúskapnum væru í gler- húsi í þessu efni. Gengislækkun — verndun kaupmáttar • Svavar Gestsson (Abl.) mælti í gær fyrir frumvarpi sem hann flytur, ásamt fleiri þingmönnum Alþýðubandalags, um verndun kaupmáttar. Gagnrýndi hann m.a. gengislækkun, sem ríkis- stjórnin hafi ákveðið og stefndi atvinnulífinu í hættu, einkum vegna erlendra skulda sjávar- útvegsins og afkomu heimilanna í landinu í hraðhækkandi dýrtíð og lækkandi kaupmætti. • Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, kvað gengis- lækkun og vöxt dýrtiðar beina afleiðingu þess að launastefna ríkisstjórnarinnar náði ekki fram að ganga; hafnað hafi ver- ið leið skattalækkunar en farin gamalkunn leið með gamal- kunnum afleiðingum. Svavar Gestsson hafi sem ráðherra fellt gengið átta sinnum á fimm ár- um, auk nær stanzlauss gengis- sigs, og sett hvert íslandsmetið eftir annað í verðbólguvexti, sem stefnt hafi í óþekktar hæðir áður en lauk. Það ástand í þjóð- félaginu, sem Svavar gagnrýni harðast, sé að stærstum hluta arfleifð hans í lok margra ára valdaferils Alþýðubandalagsins. Ríkisábyrgö á launum Fram hefur verið lagt stjórn- arfrumvarp um ríkisábyrgð á launum í þeim tilfellum þegar bú vinnuveitanda hefur verið Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalags, greindi frá því í þingræðu í gær að hann hefði krafizt umræðna utan dagskrár í Sameinuðu þingi í dag, fimmtu- dag, vegna upplýsinga sem nú lægju fyrir um hugsanleg kjarn- tekið til gjaldþrotaskipta eða með dánarbú hans er farið sem skuldafrágöngubú. Lög um þetta efni vóru fyrst sett árið 1974 en breytt 1979. Á þessum tíma hafa komið fram ýmis álitaefni, sem valdið hafa erfiðleikum í fram- kvæmd, segir í athugasemdum með frumvarpinu, sem og að það sé flutt til að taka af tvímæli. Greiningar- og ráögjafastöö ríkisins Ríkisstjórnin hefur flutt til- lögu til þingsályktunar um fyrirkomulag á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. f greinar- gerð segir að málefni fatlaðra standi nú á tímamótum hér m.a. vegna gildistöku nýrra laga. Til- lagan gerir ráð fyrir: 1) að greiningardeild í Kjarvalshúsi við Sæbraut á Seltjarnarnesi verði breytt í Greiningar- og ráðgjafastöð, 2) undirbúin verði bygging á framtíðarhúsnæði fyrir stöðina á næstu þremur orkuvopn hér á stríðstímum. Kvaðst flokksformaðurinn vilja beina spurningum um þetta efni til forsætisráðherra og utanrík- isráðherra. Gert er ráð fyrir að þessi utan- dagskrárumræða fari fram í dag. Utandagskrárumræða í dag: Alþýðubandalag spyrst fyrir um kjarnorkuvopn MorKunblaöið/Ámi SæberR. Gestir skemmtu sér konunglega eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Pálmi Pálmason, frkvstj. Frí-klúbbsins. Félagar í Frí-klúbbnum yfir 6 þúsund talsins Ferðaskrifstofan Útsýn efndi til Útsýnarkvölds í veitingahúsinu Broadway sl. sunnudagskvöld og var það tileinkað Frí-klúbbnum sem stofnaður var sl. janúar. Að loknum kvöldverði var vetrarstarf Frí-klúbbsins kynnt svo og nýráðinn framkvæmda- stjóri klúbbsins, Pálmi Pálma- son. Að því loknu sáu Módelsam- tökin um tískusýningu og Dans- nýjung Kolbrúnar Aðalsteins- dóttur sýndi dansatriði. Þá tóku gestir þátt í alls kyns skemmti- atriðum og uppákomum við mik- inn fögnuð áhorfenda. Pálmi Pálmason, frkvstj. Frí- klúbbsins sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að tala gildra félaga klúbbsins væri komin vel yfir sex þúsund manns. „Með stofnun klúbbsins vildum við skapa aukin tengsl við viðskiptavini ÚJtsýnar og stuðla að ánægjulegri ferð,“ sagði Pálmi. „Allir geta gerst fé- iagar í Frí-klúbbnum og eiga þá kost á sérstökum greiðslu- og af- sláttarkjörum á utanlandsferð- um á vegum Útsýnar. íslenskir Frí-klúbbs-farar- stjórar eru starfandi allt sumar- ið á ferðamannastöðunum, sem Útsýn skiptir við, þ.e. á Spáni, Ítalíu, í Portúgal og í Þýska- landi. F'ararstjórarnir sjá um að veita ferðalöngunum allar þær upplýsingar sem óskað er eftir og skipuleggja dagskrá fyrir hvern dag, þar sem boðið er upp á Frí-klúbbsferðir á hina ýmsu veitingastaði, íþróttasvæði, söfn o.s.frv. Við leggjum okkur sér- staklega fram við að sinna sér- þörfum hvers og eins ferða- manns og hefur það gefist afar vel.“ Að sögn Pálma er eitt af markmiðum Frí-klúbbsins, að búa fólk betur undir ferðalög erlendis og því er félögum boðið upp á hin ýmsu tungumálanám- skeið. Þá eru jafnan haldin alls kyns fræðslukvöld þar sem leiðbeint er um ljósmyndun og hin fjölmörgu lönd og þjóðir kynnt. Sagði Pálmi að Frí- klúbburinn yrði með kynningu á starfseminni úti á landsbyggð- inni eftir áramót og næsta vor verður haldin Útsýnar- og Frí- klúbbshátíð í Reykjavík, þar sem valin verða Herra og Ungfrú Út- sýn 1985.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.