Morgunblaðið - 06.12.1984, Page 46

Morgunblaðið - 06.12.1984, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Bókaútgáfa á Akureyri Akureyri, 1. desember. BÓKAÚTGÁFAN á Akureyri hefur alla jafna verið mikil og allt frá miðri síðustu öld verið rekinn gróskumikill prentiðnaður. Um þessar mundir eru rekin tvö bókarforlög á Akureyri, Skjaldborg og Bókaforlag Odds Björnssonar. Þessi forlög gefa út nú fyrir jólin samtals 29 bækur, Skjaldborg 20 og BOB 9. Blm. Mbl. leitaði frétta af útgáfunni hjá þessum tveim aðilum og ræddi jafnframt lítillega við tvo höfunda. Skjaldborg: Áhersla lögð á útgáfu norðlenskra höfunda Akureyri, 1. desember. „VIÐ HÖFUM allt frá upphafi lagt á það höfuðáherslu að gefa út verk norðlenskra höfunda, og þegar litið er yfir farinn veg, má víst fullyrða að við höfum staðið við þetta markmið,** sögðu Björn Eiríksson og Svavar Ottesen hjá bókaútgáfunni Skjaldborg á Akureyri þegar Mbl. ræddi við þá. Bókaútgáfan var stofnuð 1967 og hefur frá þeim tíma gefið út alls 195 titla og er þannig með stærri bókaútgáfum landsins. Á þessu ári gefur Skjaldborg alls út 20 bækur, en þær eru: Andi, þýdd saga eftir Kai Her- mann, höfund metsölubókarinnar „Dýragarðsbörn", Kyneðli og kynmök, fræðslubók um mann- legt kyneðli; Súrt regn, skáldsaga eftir Vigfús Björnsson; Háski á Hveravöllum, skáldsaga eftir Birgittu H. Halldórsdóttur; Sumar í Sildarfirði, skáldsaga eftir Eyjólf Kárason, sem mun vera dulnefni höfundar; Villt af vegi, skáldsaga eftir Aðalheiði Karlsdóttur frá Garði; skáldsag- an Sigrún eftir ísól Karlsdóttur. Af barnabókum útgáfunnar má nefna: Flækings-Jói, eftir Indriða (Jlfsson; Strákarnir sem struku til Skotlands, eftir Marinó L. Stefánsson; Símon Pétur, eftir Færeyinginn Martin Næs, en út- gáfan gefur einnig þá bók út á færeysku og dreifir henni í Fær- eyjum; þá má geta tveggja lit- myndabóka fyrir yngstu börnin, Binni vill eignast hund og Binni fer út í rigningu. Þá sendir útgáf- an frá sér 13. bindi bókaflokksins Aldnir hafa orðið, sem Erlingur Davíðsson skráði, og 2. bindi rit- safnsins Göngur og réttir, sem Bragi Sigurjónsson skráði og hef- ur endurbætt, þá sendir Erlingur Davíðsson frá sér 4. bindi rit- safnsins Með reistan makka, sög- ur af hestum. Kristján frá Djúpa- læk skrifar bernskuminningar frá Langanesströndum, sem hann nefnir Á varinhellunni, og Ólafur Halldórsson, læknir, sendir frá sér bókina Læknabrandarar. Guðmundur L. Friðfinnsson sendir frá sér fyrra bindi ævi- þátta, munnmæla og minninga- þátta, sem hann nefnir Örlög og ævintýri, og út kemur 3. bindi af ritsafni Eiðs Guðmundssonar frá Þúfnavöllum, Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna. Loks má geta bókar eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík, sem hann nefnir Gott fólk. GBerg Forráðamenn Skjaldborgar ásamt höfundum nokkurra bóka, sem forlagið gefur út í ár: Talið frá vinstri: Björn Eiríksson, framkv.stj. Skjaldborgar, Vigfús Björnsson, Kristján frá Djúpalæk, Indriði lllfsson, Bragi Sigurjónsson, Martin Næs, Erlingur Davíðsson, Ólafur Halldórsson, Jón Bjarnason frá Garðsvík og Svavar Ottesen, framkv.stj. Ljósm. GBerg Tveir rithöfundar að norðan Akureyri, I. desember. SKJALDBORG sendir frá sér nú á þessu ári aðra skáldsögu Vigfúsar Björnssonar, Súrt regn, en áður hefur Vigfús sent frá sér skáldsög- una Skógarkofinn, auk þess sem hann skrifaði niður hinar vinsælu „Strákabækur** sínar í kringum 1960. „Fram að þessu hef ég nú ekki tekið mig mjög hátíðlega sem rithöfund, en það hefur óneitan- lega glatt mig að komast að því að ég á marga góða vini í gegn- um Stráka-bækurnar og Skóg- arkofanum var hlýlega og vel tekið. Líklega er ég óþarflega spaugsamur, fólk tekur gaman- semi mína oft á tíðum sem fúl- ustu alvöru. Það getur verið kostulegt að sjá það sem var tal- að í gamansömum dúr sett fram með hátignarlegum alvörusvip á prenti. Sagt er að öllu gamni fylgi nokkur alvara, þó held ég að gamansemi mín sé oft saklaus af slíku. Sannleikurinn mun vera, að bak við gárungann leyn- ist alvarlega þenkjandi maður, og ég vona ábyrgur. Menn skrifa ekki nema þeim liggi eitthvað á hjarta, það er áreiðanlegt. Og þegar búið er að hafa fyrir því að koma bók á þrykk vonast maður að sjálfsögðu til að henni verði vel tekið, engu síður en fyrri bókum mínum, þó ég fari auðvit- að ekki fram á að hún nái eyrum þeirra sem í kölkuðum gröfum búa,“ sagði Vigfús Björnsson. Jón Björnsson frá Garðsvík sendir nú frá sér 8. bók sína, en hann hóf ekki skriftir fyrr en hann brá búskap í Garðsvík og fluttist til Akureyrar. Frá þeim tíma hefur hann sent frá sér 2 ljóðabækur, 4 minningabækur, 2 viðtals- og frásagnabækur, Fólk sem ekki má gleymast og nú Gott fólk. „Mér leiddist afskaplega þegar ég brá búskap og fluttist til Ak- ureyrar, saknaði búskaparins mikið og fannst ég ekki lengur vera minn eigin húsbóndi. Þá hóf ég skriftir, enda alltaf haft afar gaman af að skrifa og setja sam- an vísur og kvæði. Fyrir mér eru skriftir ekki vinna, heldur skemmtun, skemmtun sem ég uni mér við í ellinni, enda er ég nú að gamlast svo sem á grönum má sjá, en þó varð mér að orði nýlega. Ég finn engin ellimörk enn á sálu minni. Hún er eins og blaðrík björk i bjartri vorsólinni. En bakþankarnir komu svo: Enginn getur undan vikist elliglöp sem blasir við. Sjálfur enn ég þroskast þykist, það er fyrsta einkennið. Af þessu má sjá að gamanið og alvaran eru mér ofarlega í sinni að jafnaði og ég vona að það hafi komið fram í bókum mínum," sagði Jón Bjarnason frá Garðs- vík að lokum. GBerg. gefin út 1897 Akurejrri, 1. deaember. BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar var stofnað árið 1897 af Oddi Björnssyni, prentmeistara. Var það stofnað í Kaupmannahöfn, en árið 1901 fli.tti Oddur til Akureyr- ar og stofnsetti þar Prentverk Odds Björnssonar, sem rekið hef- ur verið óslitið frá þeim tíma og bókaútgáfan að mestu óslitið einnig. Núverandi forstjóri bóka- forlagsins og prentsmiðjunnar er Geir S. Björnsson, sonarsonur Odds Björnssonar. Á þessu ári gefur bókaforlag- ið ekki út nema 9 bækur og mun þar einhverju valda prentara- verkfall, en bækur þessar eru: Fótatak, minningaþættir Val- týs Guðmundssonar á Sandi; Endurminningar Þóris Bergs- sonar; Depill fer í leikskóla, eft- ir Eric Hill, bók fyrir yngstu börnin; barna- og unglingabók- ina Enn er annríkt í Glaumbæ, “eftir Guðjón Sveinsson; 2. bindi bókarinnar í tvísýnum leik, eft- ir Sidney Sheldon; spennusagan Skammhlaup, eftir Árthur Hai- ley; litmyndabókin Akureyri — blómlegur bær í norðri, sem getið er sérstaklega annars staðar á siðunni; 4. árgangur Árbókar Akureyrar, sem Ólafur Torfason ritstýrir; og loks 2. ár- gangur Heimaslóðar, héraðsrits hreppanna fjögurra í Möðru- vallaklaustursprestakalli. GBerg Morgunblaöið/GBerg. Helga Bergs bæjarstjóra afhent fyrsta eintak bókarinnar. Talið frá vinstri: Geir S. Björnsson frá Bókafor- lagi Odds Björnssonar, Tómas Ingi Olric menntaskólakennari, höfundur texta bókarinnar, Helgi Bergs, bæjarstjóri og Haraldur J. Hamar frá Iceland Review. Ný litmyndabók: — blómleg byggð í norðri bókin Akureyri, 1. deuember. BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar á Akureyri og Iceland Review hafa gefið út glæsilega litmyndabók um Akureyri. Gefur BOB bókina út með ís- lenskum texta en Iceland Review með enskum. Á íslensku heitir bókin Akureyri — blómleg byggð í norðri, en á ensku Akureyri — a northern haven. í bók- inni eru alls 80 myndir allar í litum, eftir svissneskan ljósmyndara, Max Schmid, en texta skrifaði Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari og ritstjóri. Max Schmid kom fjórum sinnum til ís- lands, á öllum árstíðum, til þess að taka myndir í þessa bók og er óhætt að fullyrða að í þessu tilfelli er „glöggt gests augað“, því myndirnar eru allar sérlega fallegar og mörg sjónarhornin sýnd, sem flestir bæjarbúar munu oft hafa séð, án þess að taka eft- ir fegurð þeirra. Efni bókarinnar er skipt í nokkra meginkafla, þar sem AKUREYRI fjallað er um Akureyri nútíð- ar og fortíðar, mannlíf í bænum, helstu þætti at- vinnulífsins, gróðurfar og náttúru, svo og næsta ná- grenni 1 Eyjafirði. GBerg. Bókaforlag Odds Björnssonar: Fyrsta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.