Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Stefnumót, laufskálinn, sem nýlega var tekinn í notkun. Brauðbær heldur upp á 20 ára afmæli í desember Eitt af herbergjunum á hótelinu. Á horni Týsgötu og Þórsgötu, við Óðinstorg hefur í mörg ár verið rekinn veitingastaðurinn Brauð- bær. í tímans rás hefur staðurinn tekið miklum stakkaskiptum. í desember á Brauðbsr 20 ára af- msli og voru þeir Bjarni Árnason og Gísli Thoroddsen teknir tali í tilefni þess. Bjarni sagði að árið 1964 hefði Brauðbær hafið starfsemi sína, sem smurbrauðsstofa á danska vísu. „Árið 1967 markaðssettum við fyrstir samlokur til dreif- ingar í verslanir og söluturna. Komust samlokurnar fljótlega í tísku og byrjaði Brauðbær að framleiða þær í stórum stíl til dreifingar. Árið 1969 hófst síðan sala á heitum mat í Brauðbæ, þó með öðru sniði en nú, því staður- inn hefur tekið miklum breyt- ingum á þessum fimmtán árum. Brauðbær starfrækir einnig veislumiðstöð, sem býður m.a. upp á að útvega allt til veislunn- ar nema tilefnið. Stórar veislur, smáar veislur, ekkert mál,“ sagði Bjarni. Þetta er m.a. sú starfsemi sem Brauðbær hefur verið með þar til í vor, þegar opnað var hótel á vegum fyrirtækisins. Hótelið stendur við hlið Brauðbæjar við Óðinstorg og nefnist Óðinsvé. Nýjasta viðbótin við starfsemina er þó glerhús sem nýlega var byggt og snýr út að Þórsgötu. Þetta er einskonar götuveitinga- hús eða laufskáli. En því miður þurfa götuveitingahús að vera undir þaki á íslandi. Skálinn hefur orðið til samhliða því, að verið er að gera Þórsgötuna að vistgötu. Það er opið á milli veit- ingasalarins og laufskálans og eru þessir tveir salir reknir í sameiningu, þó þeir bjóði upp á gjörólíka stemmningu. í fram- tíðinni mun nafnið óðinsvé verða á veitingahúsinu auk hót- elsins. Bjarni sagði að laufskál- inn hefði hlotið nafnið Stefnum- ót, svona rétt til að halda róm- antíkinni á lofti. „En Brauð- bæjarnafnið verður ekki aflagt, samlokuframleiðslan og smurbrauðstofa fyrirtækisins verða áfram undir því nafni, ennfremur við Gísli, sem verðum illþekkjanlegir öðruvísi en ná- tengdir Brauðbæjarnafninu." En er þetta hentugt húsnæði fyrir rekstur sem þennan? „Já, það er orðið það í raun- inni. Fyrst í stað leigðum við húsnæðið þar sem veitingasalur- inn og eldhúsið er. Það stóð allt- af til að við flyttum starfsemina, en hætt var við það. Þess í stað keyptum við hér þrjú hús, Þórs- götu 1 og 3 og Týsgötu 7. Síðan höfum við eiginlega „holað" hús- in að innan eins og ostbita og endurskipulagt. Við fengum leyfi til þess að byggja einskonar tengihús á baklóðinni. Með þessu höfum við getað mótað húsnæðið eftir okkar þörfum. Húsnæðið sem hótelið er í, var allt gert upp og krafðist það mikillar vinnu og tíma. En viðgerðin hefur tekist vel og húsið er orðið mjög vist- legt. Þar eru nú um 20 gistiher- bergi, auk setustofu fyrir hótel- gesti, og er ætlunin að fjölga þeim eitthvað." En hvenær var ákveðið að fara út í hótelrekstur? „Það var ákveðið fyrir rúmu ári, þar sem við höfðum yfir að ráða talsverðu ónotuðu rými, sem hæfði einkarvel þessari starfsemi. Það fer ekki milli mála að hótelrekstur og veit- ingahússrekstur eiga mjög vel saman. Við bjóðum hér upp á á gistingu á viðráðanlegu verði og með heimilislegum blæ í gömlu, grónu hverfi í hjarta höfuðborg- arinnar og erum vissir um að margir kjósa að gista hér stað- setningarinnar vegna. Enda gekk þetta mjög vel hér sl. sumar, eða þangað til verkfallið skall á. í upphafi lögðum við áherslu á að ná fram séríslensk- um heimilislegum blæ á hótelið. Þar var næsta auðvelt fanga, ís- lensku ullarteppin, glugga- tjöldin, áklæðin og værðarvoð- Gísli Thoroddsen, matreiðslumeistari, Lv., og Bjarni Árnason, veitingamaður. irnar frá Álafossi hf. ásamt sér- smíðuðum hótelhúsgögnum frá Kristjáni Siggeirssyni hf. tala sínu máli. Þetta er þvi allt í ný- tískulegum íslenskum stíl, ef svo má að orði komast, og erum við mjög ánægð með útkomuna. Rúnar Gunnarsson, arkitekt, annaðist alla hönnun fyrir okkur.“ Gísli Thoroddsen matreiðslu- meistari í Brauðbæ var spurður um þær breytingar sem væru á döfinni í eldhúsi hans í tilefni afmælisins. Hann sagði að margar nýjung- ar væru að koma fram í dags- ljósið. „Við höfum þegar tekið upp þá nýbreytni að hafa fiskhlaðborð í hádeginu á föstu- dögum og hefur það mælst vel fyrir," sagði hann. „Mest spenn- andi er þó að vita hvernig til tekst með að láta framboð á úr- valshráefni að mestu ráða gerð matseðilsins á hverjum degi. Á listmálaratrönum með „pall- ettu“ látum við kokkarnir ljós okkar skína. Þar ber að líta þá rétti, sem við mælum með hverju sinni og eru þeir réttir þá nær undantekningarlaust mat- reiddir úr fersku hráefni. Einn góðan veðurdag gæti það ef til vill gerst, að kokkurinn fengi að ráða hvað gestirnir veldu sér, svo einfalt er það. Með því að velja daglega ferskt gott hráefni til matargerðar í eldhúsi mínu, eins og ég geri reyndar, gæti skapast það traust milli okkar og matargestanna að þeir spyrji er þá ber að garði „hvað á ég að borða í dag?“. Þetta kann nú að vera framúrstefnuhjal, þó e.t.v. ekki svo fjarlægt í raun og veru. En það verður framtíðin og gest- ir okkar að skera úr um. Fljótlega fer í gang enn ein nýjung hjá okkur, en það er að gera fimmtudaginn að sérstök- um karrýdegi. Ég er með öll spjót úti núna til þess að útvega krydd, svo ég geti blandað sjálf- ur karrý, ekta indverskt karrý. Hér á landi hefur ekki verið á boðstólnum slíkur matur, en við vitum að margir Íslendingar hafa kynnst ekta karrýmat víða erlendis og sakna þess að geta ekki fengið hann hér. f desember munum við svo hafa danskt jóla- borð fyrir gesti okkar, eins og gert var með góðum árangri í fyrra,“ sagði Gísli. Þeir Bjarni og Gísli voru sam- mála um að íslendingum hafi farið mikið fram í sambandi við matargerð og matarvenjur og telja þeir að hér á landi séu mjög frambærilegir matreiðslumenn starfandi. „Að vísu er boðið upp á mjög mismunandi þjónustu á veitingahúsunum, en almennt er boðið upp á góðan mat á viðun- andi verði og geta íslendingar verið stoltir af því,“ sagði Bjarni Árnason að lokum. Ný kvenfata- verslun opnuð NÝ VERSLUN með kvenfatnað hefur verið opnuð í Pósthússtræti 13. Verslunin ber heitið „Christine" og að sögn eigandans, Kristínar Rósinkranz, er hér um að ræða verslun með vandaðan kvenfatnað í sérflokki. „Við erum hér bæði með sígildan kvenfatnað og tískuvörur," sagöi Kristín Rósinkranz i samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Kristín sagði, að til að byrja með yrði lögð áhersla á fimm vönduð merki í fatn- aði, sem eru „Rocco-Barocco" frá It- alíu, „Filiderba-Gouadie", sem einn- ig er ítalskt, svo og „Dino Valiano". Þá væri einnig um að ræða merkin „Anastazsia” frá Frakklandi og „Saint Mignar“ frá Þýskalandi, en allt eru þetta vönduð merki og góð efni að sögn Kristínar Rósinkranz. Þá er verslunin einnig með ítölsk belti af gerðinni „Gioiello el i frenze". Kristín Rósinkranz er fædd og uppalin í Þýskalandi, en kynntist ís- lenskum eiginmanni sínum er hann var við nám í verkfræði í heima- landi hennar. Hún fluttist með hon- um til íslands fyrir 18 árum og er nú íslenskur ríkisborgari. Hún rak áð- ur kaffistofuna „Café Torg“ við Lækjartorg í Reykjavík. Eigandinn Kristín Rósinkranz í verslun sinni „Christine** Morminblaöið/Árni SæberK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.