Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 58

Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Skordýraeitur og siðferdileg skylda — eftir ÓlafS. Andrésson ast til halda flestir að dagar óvar- legrar notkunar skordýraeiturs séu liðnir. Svo er því miður ekki. Meðal þeirra afurða nútíma efnaiðnaðar sem náð hafa hvað mestri útbreiðslu er skordýraeit- ur. Vafalaust hefur skordýraeitur oft komið að gagni, en oft hafa líka afleiðingar notkunar slíkra efna valdið ófyrirsjáanlegu og jafnvel óbætanlegu tjóni. Fjöl- mörg dæmi slíks eru rakin í bók Rachel Carson „Silent Spring“ sem í íslenskri þýðingu hefur hlot- ið nafnið „Raddir vorsins þagna" (Almenna bókafélagið, 1965). Lík- Enn er skrifað um tjón af völdum skordýraeiturs í virt vísindatíma- rit, t.d. Nature hinn 9. ágúst síð- astliðinn. Vísindamenn hljóta að taka þá siðferðilegu afstöðu, að reynt skuli með sem flestum ráð- um að draga úr notkun skordýra- eitra, einkum þeirra sem mest áhrif hafa á aðrar lífverur en þær sem taldar eru meindýr. Aukinn skilningur á vistfræði, samspili hinna ýmsu lífvera og umhverfis þeirra, hefur ýtt undir þennan hugsunarhátt og þá almennu af- stöðu, að miklar þreytingar á líf- keðjum eru sjaldnast til hagsbóta fyrir okkur fávísa mennina sem getum ekki gert okkur fulla grein fyrir afleiðingum aðgerða eins og t.d. þeirrar að útrýma öllum skordýrum á tilteknu svæði, hvaða hlutverki sem þau gegna. Fjölmargir hafa nú gert sér grein fyrir því, að í Reykjavík og nágrenni var fyrir nokkrum árum farið að beita skordýraeiturúðun langt úr hófi fram. Enda þótt eng- in vísindaleg rannsókn hafi farið fram til að styðja þessa fullyrð- ingu mína, þá er hún styrkt þeim rökum, að það er siðferðileg skylda þeirra sem úða eiturefnum að sýna, á vísindalegan hátt, að ekki verði skaði á lífi eða heilsu þeirra sem byggja hið úðaða svæði (að mein- dýrunum undanskildum). Ég varð var við það, að fjöldi fugla dó eftir úðun með skordýraeitri í skóg- ræktarstöðinni í Fossvogi fyrir ailmörgum árum. Ég er viss um að margir hafa svipaða sögu að segja og einnig þekki ég fólk, sem fengið hefur eitrunareinkenni eftir skordýraeiturúðun. Því er það fagnaðarefni að und- anfarin ár hefur skilningur á áhrifum skordýraeitra og notkun annarra efna og aðferða til að draga úr tjóni af völdum skordýra aukist. Undanfarin tvö sumur hef- ur stórlega dregið úr úðun eitur- efna í görðum Reykjavíkursvæðis- ins, en þeir eru samt ekki síðri að sjá en árin þar á undan. Jafnframt hafa sumrin 1983 og 1984 farið fram tilraunir með nýtt efni til að vinna á aðalskaðvaldinum á garðagróðri, þ.e. fiðrildalirfum. Éfni þetta, sem unnið er úr gerlin- um Bacillus thuringensis drepur einvörðungu fiðrildalirfur en hef- ur ekki merkjanleg áhrif á önnur I w „Þad er því fagnaðar- efni aö undanfarin ár hefur skilningur á áhrif- um skordýraeitra og notkun annarra efna og aðferða til að draga úr tjóni af völdum skor- dýra aukist. Undanfarin tvö sumur hefur stór- lega dregið úr úðun eit- urefna í görðum Reykja- víkursvæðisins, en þeir eru samt ekki síðri að sjá en árin þar á und- an.“ skordýr eða hryggdýr, ólíkt þeim skordýraeitrum sem nú eru mest notuð. Árangur af tilraunum með Bacillus thuringensis hefur orðið framar vonum (sjá Ársrit Skóg- ræktarfélags íslands 1983), og skyldi ég nú ætla, að frekari notk- un B. thuringensis verði brátt leyfð, enda veit ég ekki til að sam- bærilegar prófanir hafi verið framkvæmdar hérlendis á þeim skordýraeitrum sem nú eru höfð til garðaúðunar áður en notkun þeirra var leyfð. í ljósi þeirra upplýsinga og hinna jákvæðu viðbragða sem orð- ið hafa varðandi skynsamlega notkun skordýraeitra eru það mér mikil vonbrigði hvílík skrif hafa spunnist í Morgunblaðinu út frá bæklingi um skordýravarnir, sem unninn var á vegum Heilbrigðis- ráðs og Umhverfismálaráðs Reykjavíkur, Mosfellshrepps og Náttúruverndarnefnda Bessa- staðahrepps, Garðabæjar, Hafn- arfjarðar, Kópavogs og Seltjarn- arness, og dreift var í hús í þess- um bæjarfélögum. Vil ég ekki blanda mer frekar i þau skrif utan það eitt að fullyrða, að margum- talaður bæklingur hefur þá eigin- leika sem sérhvert gott skordýra- eitur skal hafa: Að gera margfalt meira gagn en ógagn. Dr. Ólaíur S. Andrésson er lífeína- frædingvr og vinnur við Tilrauna- stöð Háskólans í meinafræði, Keldum. reglulega af ölmm fjöldanum! JttorgiiiiMiiMíb

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.