Morgunblaðið - 06.12.1984, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
59
Leiðarljós samningamaiina ASI:
Áhyggjur af kjarkleysi
verkalýðshreyfingarinnar
— og skorti á samstilltri forystu í kjarabaráttunni
KJARA-, atvinnu- og efnahags-
málancfnd Alþýðusambands-
þingsins, sem haldið var í síðustu
viku nóvember, hafnaði tillögu
tveggja Dagsbrúnarmanna, Guð-
mundar J. Hallvarðssonar og Páls
Valdimarssonar, um að ASÍ og
BSRB gengju sameinuð til mótun-
ar krafna og vinnubragða fyrir
næstu kjarasamninga. Að öðru
leyti tók nefndin undir ítarlega
tillögu þeirra um stöðu og næstu
verkefni verkalýðshreyfingarinn-
ar án þess að viíja leggja þær til-
lögur fyrir þingið; þess í stað varð
nefndin sammála um að vísa til-
lögunni í heild til „þeirra aðila,
sem fara munu með undirbúning
nýrra kjarasamninga og felur
miðstjórn að kynna hana öllum
félögum innan sambandsins“,
eins og segir í samþykkt nefndar-
innar.
í tillögunni segir m.a., að verk-
fall BSRB hafi á margan hátt ver-
ið lærdómsríkt fyrir verkalýðs-
hreyfinguna í heild og að það
verkfallið hafi sýnt og sannað:
„1. Að aukið lýðræði, víðtækt
upplýsingastreymi og almenn
virkni hins breiða fjölda er for-
senda árangurs.
2. Að það er samtakamátturinn,
sem er styrkur hreyfingarinnar,
en ekki „samningatæknin" eða
klókir samningamenn.
3. Að ástæðan fyrir því, að
árangurinn varð ekki meiri en
raun ber vitni, stafaði af því að
Marco POlo
Ridumi Humble
Marco Polo
endurútgefinn
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hcfur sent aftur á markað bókina
Marco Polo eftir Richard Humble í
þýðingu Dags Þorleifssonar en bók-
in kom fyrst út hjá forlaginu 1982.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„För Marco Polo til Kína og
margra annarra landa, sem tók
næstum aldarfjórðung, varð að
vonum fræg; stuttorð en furðu
nákvæm ferðasaga hans hefur
verið meðal helstu sígildra verka í
þeirri grein bókmennta allar þær
sex aldir og hálfri betur sem liðn-
ar eru frá dauða höfundarins."
Bókin um Marco Polo er filmu-
sett og umbrotin í Prentstofu G.
Benediktssonar en prentuð og
bundin á Bretlandi.
heildarsamtökin báru ekki gæfu
til að leggjast á eitt, þ.e. að knýja
í gegn með sameinuðu afli kjara-
samninga með raunhæfri kaup-
máttartryggingu."
( tillögunni, sem samninga-
mönnum ASÍ er ætlað að hafa að
leiðarljósi við gerð næstu kjara-
samninga, eru allir félagsmenn
sambandsins hvattir til að nota
komandi mánuði til að móta
kröfugerð og raunhæfa baráttu-
áætlun fyrir endurheimt þess
kaupmáttar, sem tapast hefur. Til
að slík vinna hafi félagslegan
bakhjarl og þjóðfélagslegan þunga
verði m.a. að leggja áherslu á að
miðstjórn ASl skipuleggi allsherj-
arumræðu um kröfugerð og bar-
áttuáætlun í sérhverju aðildarfé-
lagi sínu. Þetta verði forgangs-
verkefni miðstjórnar að loknu
þinginu.
I öðru lagi verði skipulögð kerf-
isbundin umræða í þessu skyni á
vinnustöðunum, grunneiningum
samfélagsins. Skipulag þess starfs
verði í höndum einstakra stéttar-
félaga og sambanda í samráði við
miðstjórn ASÍ. Loks verði boðað
til kjaramálaráðstefnu mcð þátt-
töku forystumanna og starfandi
trúnaðarfólki úr hinum ýmsu at-
vinnugreinum, þar sem saman
yrðu dregnar helstu niðurstöður
úr þessu starfi.
í forsendum þessara tillagna
Dagsbrúnarmannanna segir m.a.
að núverandi ríkisstjórn hafi með
„fádæma þjösnaskap og gerræði"
og VSÍ og Verslunarráðið að
bakhjarli tekist að rýra kaupmátt
launa um 25—30% á síðasta ári.
„Andspænis þessum árásum hefur
verkalýðshreyfingin lítið megn-
að,“ segir síðan. „Hana hefur skort
áræði og dug til að snúast með
markvissum hætti gegn sóknar-
þunga ríkisstjórnarinnar og at-
vinnurekenda. Hana hefur skort
markvissa áætlun fyrir endur-
heimt hins tapaða kaupmáttar.
Hana hefur skort samstillta for-
ystu til að fylgja slíkri baráttu-
áætlun eftir og veita henni leið-
sögn.“
I tillögunni er lýst áhyggjum
„yfir því kjarkleysi, sem víðast
hvar er ríkjandi innan samtak-
anna, þar sem slæm staða til
átaka er sífellt notuð sem röksemd
fyrir aðgerðarleysi, á sama tíma
og skerðing almennra launakjara í
landinu nemur 25—30%“. Segir að
þessi þróun sé „stórháskaleg fyrir
einingu samtakanna. Ef fram
heldur sem horfir er veruleg
hætta á því, að samtökin gangi
sundruð til leiks, jafnvel liðist í
sundur. Eining verkalýðshreyf-
ingarinnar og samtakamáttur
fjöldans er í húfi. Stofnun sam-
taka fiskverkunarfólks og sam-
taka kvenna á vinnumarkaðnum
eru dæmi um það hvernig óánægj-
an grefur um sig meðal almenns
launafólks."
Stórmarkaðir,
heildverslanir,
verkfræðistofur,
raðuneyti,
menntastofnanir,
haía valið Wang PC.
......... Og ekki að ástæðulausu:
Það er álit jafnt innlendra sem erlendra aðila, sem þekkingu
hafa á tölvumálum, að Wang PC sé einn besti valkostur þeirra
fyrirtækja, sem eru að hefja tölvuvæðingu eða auka vinnslu-
möguleika þess kerfis sem fyrir er. Wang PC býður í senn
fullkomið áætlana- og bókhaldskerfi, örugga möguleika
til stækkunar og tengsl við stærri tölvu-
einingar. Wang PC er eina PC-tölvan,
sem býður Wang ritvinnslu, en
Wang er leiðandi afl í þróun rit-
* vinnslukerfa í heiminum.
Wang PC er ianghraðvirkasti PC-inn á
íslenskum markaði og er jafnframt með
alíslenskt lykiiborð.
Heimilistæki hafa selt og þjónustað Wang
tölvur í 7 ár með árangri sem fjöldi ánægðra
viðskiptavina staðfestir.
Við verðum hérna líka á morgun!
Þú svalar lestrarþörf dagsins
astóum Moggans!
Heimilistæki hf
TÖLVUDEILD -SÆTÚNI8 - SÍMI27500