Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
61
væri hann ríkjandi þjóðhöfðingi.
Með brögðum tókst honum að
sannfæra bændahöfðingja og aðra
ráðandi menn að svo væri. Hann
lék hlutverk konungs í meira en
mánuð, þá var leikurinn búinn.
Hann var sendur úr landi og hafði
lítinn heiður af sínu valdabrölti.
Dátar formanns Kristjáns voru
ekki af verra taginu. Sumir eru í
miklum embættum í íslenska rík-
inu, þeir voru að vinna að kjarab-
ótum sínun en margir vissu ekki,
frekar en undirrituð um hið pólit-
íska valdabrölt. Menn í sextíu
manna samninganefnd Bandal-
agsins, sem komu til höfuðborgar-
innar utan af landsbyggðinni, tók
ákvörðun ásamt félögum sínum í
borginni með að hefja verkfall.
Þeir eru hinir eiginlegu ábyrgð-
armenn, skipverjar á skútu form-
annsins.
Sagan er ekki öll sögð. Formað-
ur Alþýðubandalagsins, Svavar
Gestsson, gefur til kynna að eftir
sigurinn hjá BSRB, sé kvenna-
hreyfingin farin að láta til sín
taka í enn ríkari mæli. Á hann von
á að Samtök um kvennalista sem
nýlega var á mínum heimaslóðum
á Hornafirði til að stofna félög til
styrktar starfsemi kvenna, með
miðstýringarvaldi í Reykjavík, að
þau félagasamtök muni dragast á
laun til hans flokks? Ég vara
kynsystur mínar í Iandinu við
slíku laumuspili.
Hér kemur brot af annál 1984.
Hinn 1. október sl. yfirgáfu út-
varps- og sjónvarpsmenn vinnust-
aði sína. Sagt var manna á meðal
að nú væri þessir menn farnir í
verkfall. Þeir lofuðu samt veður-
fræðingunum að starfa I útvarp-
inu, veðurfregnir bárust á sínum
tíma. Tilkynnt var að útvarpsþul-
ur myndi koma á hverjum heila
tímanum til að annast nauðsynl-
egar fréttir. Það var kölluð neyð-
arþjónusta. Neyðaróp frá hlust-
endum varð að vera á heila tíman-
um, eftir því að dæma. Sjónvarpið
var lokað í þrjátíu daga og mun
hafa komið sér verst fyrir sjúka,
aldraða og fatlaða.
Hinn 3. október skall á allsherj-
arverkfall á íslandi. Þeim degi
munu fæstir gleyma. Formaður
BSRB tók við stjórninni. Verk-
fallsverðir voru settir á sína staði.
Kristján formaður stóð vörð um
skipin á höfninni. Þennan dag fór
allt úr skorðum í íslenska þjóðfél-
aginu. Menn óttuðust mest að vatn
og rafmagn yrði tekið af þeim. Það
var ekki gert. Starfsmenn ríkis og
bæja máttu nú ekki vinna sfn
verk, nema þau sem BSRB skipaði
fyrir um. Svo hófst stöðvunin og
lokunin, ásamt truflunum. Skip í
höfninni áttu að halda sér þar.
önnur sem voru að koma að landi
máttu ekki leggjast upp að. Þeim
var sagt að liggja úti fyrir. Sjó-
menn máttu ekki fara í land að sjá
fjölskyldu sína. Hafrannsóknarsk-
ipin lágu í höfninni, þeim var sem
öðrum bannað að sigla frá landi.
Olíuskip og bensínskip fengu ekki
að lesta.
Eimskip bar fram kröfu á hend-
ur verkfallsmönnum. Siglingar
Herjólfs frá Vestmannaeyjum
tepptust. Misjafnlega gekk með
allar undanþágurnar. Samgöngur
á láði, legi og lofti tepptust eða
trufluðust. Atvinnufyrirtæki stöð-
vuðust. Skólum var lokað. Háskóli
íslands kærði. Kennarar og nem-
endur máttu ekki fara inn í skól-
ann til sinna starfa. Dyraverðir
máttu ekki opna. Undanþága
fékkst. Heilsugæsla truflaðist.
Meads School í Eastbourne.
Frábær skóli við suður-
ströndina. Námskeið hefjast
7. janúar, 25. marz og 28.
júní.
Bessíe, Sólvallagata 28,
s. 25149.
Ferðir flugvéla innanlands rösk-
uðust.
Tollverðir og lögregluþjónar
voru í verkfalli. Undanþágur voru
veittar við þeirra störf. Sími og
talsamband við útlönd trufluðust.
Eitt blað, það var verkfallspésinn
BSRB-tíðindi sáust meðan á verk-
faltinu stóð. Önnur blaðaútgáfa
stöðvaðist að mestu. Þrjár ólögl-
egar útvarpsstöðvar voru settar í
gang. Þær voru kærðar og rifnar
niður. Lögreglumenn á neyðarvakt
sáu um að fjarlægja þessi örygg-
istæki fóiksins sem hefðu getað
orðið bjargvættur ef eitthvað stór-
vægilegt hefði skeð á öðrum tíma
en á heila tímanum. Þetta verður
að nægja til að sýna að svona
verkföll eiga ekki rétt á sér.
Undirskrift kjarasamninga átti
sér stað 31. október. Við lokaagr-
eiðslu þeirra gerði BSRB það að
skilyrði að einstaklingum innan
BSRB, yrði ekki refsað og að fallið
verði frá öllum eftirmálum vegna
verkfallsins. Þar er sennilega átt
við niðurfellingu lögsóknar og
agaviðurlaga. Á þessum degi var
yfirvöldum það ljóst að launagr-
eiðsla til fólks þurfti að fara fram
1. nóvember, þá var verkfallinu að
verða lokið. Þetta notuðu BSRB-
menn sér og þvinguðu ríkisstjórn-
ina til að skrifa undir eftirgjöf
saka. Einn háttsettur embættis-
maður skrifar að við þá almennu
sakaruppgjöf hafi komið brestur í
réttarríkið íslenska. Lýðveldið ha-
fi orðið fyrir hyldjúpri niðurlæg-
ingu á fjörtíu ára afmælisári.
Svona aðfarir heita á íslensku: Að
gera skömm af sér. Enn skal lengra
haldið.
Það vakti undrun manna hversu
mikill áhugi var hjá verkfalls-
mönnum að breiða út fréttir til
útlanda um þetta verkfall. Að lík-
indum hefur það átt að stuðla að
áhuga útlendinga til að styrkja
okkur fátæklinga í Norðurhöfum.
Það leið ekki á löngu áður en
heyrðist að frændþjóðir okkar
Norðmenn og Svíar sendu hvor,
eitt hundrað þúsund krónur í
verkfallssjóð BSRB. Þessar
sænsku og norsku krónur hafa
sennilega verið notaðar til eyðil-
eggingar í einhverri mynd.
Verkfallsbæklingurinn áður-
nefndi var auglýsingarit fyrir
verkalýðshreyfinguna. Þar er
margt skrýtið að sjá, innofið
ókurteisu orðbragði.
Hafnfirðingur ritar í bækling-
inn ábendingu til stjórnar BSRB
og minnir á að ef fjárskortur verði
hjá verkfallssjóði í löngu verkfalli,
þá væri Bandalagið ríkt. Það gæti
selt sumarhúsin í Munaðarnesi í
Borgarfirði og á Eiðum á Fljótsd-
alshéraði. Þetta ætti BSRB að
gera. Andvirði rynni í ríkissjóð
sem síðan dreifði því til hinna sár-
afátæku sem verkfallið átti að
hafa snúist um. Sjúkir, aldraðir og
fatlaðir ættu að fá sinn skerf.
Ekki má heldur gleyma hinum
lægst launuðu. Með þessari ráðst-
öfun sýndu BSRB-menn að kjar-
abótamál eru engin hornreka í
starfseminni. Verkfallssjóður er
sennilega ríkur eftir sakaruppgj-
öfina.
Nú vík ég mér að formanni
BSRB, Kristjáni Thorlacíus. Hann
er deildarstjóri í fjármálaráðun-
eytinu, í fríi án launa. Á sínum
langa embættisferli hefir hann
ekki lært það sem mér var kennt
og síaðist inn í huga minn. Stjórn-
arráð íslands hefir um langan
tíma verið húsbóndi okkar beggja.
Húsbóndahollusta er talin með
dyggðum. Mér fellur illa að deila
hart á son heiðurshjónanna ólafs
Thorlacíusar læknis og Ragnhild-
ar konu hans á Búlandsnesi
v/Djúpavog. Þau voru sérstakir
vinir föður míns. Ég hika ekki við
að láta allt víkja fyrir föðurlands-
ást minni. í talningu minni um
starfsheiti, bæti ég í lokin einu
við. Söngkonuheitið hefir ávallt
fylgt nafni mínu. Það mun fylgja
mér frá vöggu til grafar og hefir
söngurinn verið mitt aðal lífsstarf
í áttatíu ár.
Anna ÞórhallsdóUir er fyrrv.
starfsmadur hjá símanum og
söngkona.
TVEIR, FJÓRTÁN, ÞRJÁTÍU ?
Fjölmargir hópar og félagasamtök hafa notfært sér hina
einstöku aðstöðu á efri hæð Torfunnar til funda og einka-
samkvæma— og ekki að ástæðulausu. Þar eru 2 skemmtilegir
salir undir súð, sem rúma 14 og 30 gesti hvor. Matseðillinn er
fjölbreyttur, starfsfólkið lipurt og húsakynnin notaleg. Stefna
okkar er og verður að veita góða þjónustu og bjóða aðeins það
besta fáanlegt í mat og drykk.
Leitið tilboða hjá yfirþjóni - verðið kemur á óvart.
Opið alla daga frá kl. 11:00-23:30.
VEITINGAHÚS
AMTMANNSSTÍG 1 REYKJAVÍK SÍMl 91-13303