Morgunblaðið - 06.12.1984, Side 68

Morgunblaðið - 06.12.1984, Side 68
 68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Bobby Harrisson Bobby Harrison: „RockOla" var að gefa út jólaplötu Pálmi J. Sigurhjartarson Morgunblaðið/Arni Sæberg. Monroe-aödáendur í Broadway ÞEIM leiðist ekki i félagsskap fagurrar konu, þessum heiðurs- mönnum. Þetta eru þeir Jón Hildiberg, kjallarameistari í Broadway, og Jóhann Steinsson, veitingastjóri sama húss. Myndin var tekin af þeim — og MariJyn Monroe í fullri líkamsstærð — á skemmtikvöldi í Broadway á dögunum. Þaö kannast eflaust margir Íslendingar við Bobby Harrisson sem var í hljóm- sveitinni Procol Harum einu sinni. Sagan varð svo þannig að eitt sinn kom Bobby til Íslands í heimsókn og hitti þá konu sína, Margréti, reyndar kynntust þau á Morgun- blaðinu og þar með var Bobby orðinn fast- ur á Íslandi. Um þessar mundir er hljóm- sveitin RockOla að gefa út jólaplötu og Bobby sem er einn af meðlimum hennar var tekinn stuttlega tali og spurður nánar út í þessa hljr'mplötuútgáfu. — Það má kannski byrja á því að segja frá því að við erum fjórir hljómsveitar- meðlimirnir, Ágúst Ragnarsson, Pálmi J. Sigurhjartarson, Viðar Sigurðsson og ég. Tildrögin að því að við fórum að spila sam- an eru að ég hitti Viðar og Ágúst á Akur- eyri, þar sem við vorum allir að spila í Sjallanum. Við ákváðum að stofna band og fengum í lið með okkur Pálma. Þannig byrjaði þetta ogilú erum við búnir að spila saman í þrjá mánuði, en þetta er fyrsta hljómplatan sem við gefum út saman. — Hvernig hljómpjata er þetta? — Eins og nafnið „Jólasöngvar" gefur til kynna, eru þetta jólalög einvörðungu. Lögin og textarnir eru samdir af Jóni Magnússyni og Ágústi Ragnarssyni, en Pöbbinn fjármagnar plötuútgáfuna. Þetta er íslensk tónlist. — Hvaðan kemur nafn hljómsveitar- innar RockOla? — Þetta nafn fann ég út fyrir nokkru og var búinn að ganga með þetta í maganum að skíra hljómsveit þessu nafni. Þetta er dregið af „Juke-boxum“ svokölluðum sem tröllriðu öllu á fimmta og sjötta áratugn- um. — Hvernig tónlist spilið þið venjulega? — Við erum aðallega með vinsæla tón- list frá fimmta og sjötta áratugnum. Það eru hátt í hundrað lög sem við spilum til skiptis. Þessi stíll sem við spilum er svo- kallaður „RockabilIy“-stíll. — Spilið þið eingöngu á Pöbbinum? — Já, við leikum þar fimm kvöld vik- unnar þannig að það er nú eiginlega ekki tími til annars. Við gerðum við þá samning út þennan vetur og kannski verðum við lengur, það er hlutur sem er óráðinn enn sem komið er. Eitt er þó ákveðið og það er að við ætlum að spila saman áfram, strák- arnir. — Nokkuð nýtt á döfinni hjá þér Bobby? Viðar Sigurðsson og Ágúst Ragnarsson. — í augnabilikinu er meira en nóg að gera á Pöbbinum eins og ég sagði. Ég skýst þó alltaf öðru hvoru út til Englands til að fylgjast með því sem er að gerast í tónlist- arheiminum þar. Nú er ég að leita mér að meðlimum í „Blues band“ sem á að koma saman öðru hvoru og spila skemmtilega blues-tónlist. Það er það eins sem er í sigt- inu núna fyrir utan RockOla. Hann er þrettán en hún er sextán ára. í dag eru þau nýbakaðir foreldrar. Hal heitir faðirinn og er, eftir því sem best verður að komist, yngsti eigin- maður og með yngri feðrum í Bandaríkjunum. Hann sagði í við- tali við tímarit nýlega. „Hve margir drengir geta státað sig af Hal og Wendy eru afskaplega hamingjusöm hjón þó ung séu. Yngsti eiginmaður í Bandaríkjunum 13 ára þvi að vera giftir og eiga yndis lega dóttur. Allir mínir draumar eru uppfylltir." Wendy eiginkona hans sem var komin fimm mánuði á leið við brúðkaupið sagði: „Það halda margir að þetta samband okkar eigi ekki eftir að endast, en um leið og ég sá Hal vissi ég að hann var sá eini sanni og við erum ákveðin í að sýna heiminum að þetta samband á eftir að endast.“ Unga fjölskyldan býr i hjólhýsi eins og tíðkast oft í Bandaríkjun- um í námunda við foreldra Hals, sem í byrjun voru á móti hjóna- bandinu, en hafa sætt sig við það eftir fæðingu Heather litlu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.