Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 244. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gíslarnir úr helju heimtir í Teheran: „Böröu mig, brenndu eða buðu ávaxtasafa“ Teberan o* Nikóelu. 10. desember. AP. ÍRÖNSKUM ÖRYGGISVÖRÐUM tókst að frelsa sídustu gíslana sem fjórir herskáir flugrœningjar höfðu í haldi, en alls stóð flugránið yfir í sex daga og í upphafi voru um 170 manns uro borð. Ræningjarnir slepptu gíslum jafnt og þétt, en sjö voru eftir um borð er íranir létu til skarar skríða. Þá kom í Ijós, að ræningjarnir höfðu einungis drepið tvo Banda- ríkjamenn, en tveir farþegar frá Kuwait, sem taldir voru dánir, fundust keflaðir og særðir um borð. Ástandið um borð var lengst af skelfilegt fyrir gíslana og atburðarásin öll martröð líkust. Hin opinbera fréttastofa Iran, Irna, greindi frá því í dag, að írönsk stjórnvöld hefðu vísvitandi dregið í sex daga að láta til skarar skríða til þess að ræningjarnir myndu í senn þreytast, missa móðinn, en jafn- framt fá falska öryggiskennd og trúa því að íranir myndu ekki þora að leggja til atlögu við þá. „Þetta hafði þau áhrif meðal annars, að ræningjarnir siepptu fleiri og fleiri gíslum dag hvern og á endanum komu aðgerðirnar þeim í opna skjöldu,” sagði í tilkynningu Irna. Þar sagði ennfremur, að ákvörðun hefði verið tekin um að láta til skarar skríða seint á sunnudags- kvöldið er ræningjarnir hefðu byrj- að að láta ófriðlega á ný. Dofnaði æsingur þeirra síðan um hríð og óskuðu þeir eftir að fá lækni um borð og aðstoðarmenn til að hlúa að særðum manni. Þá duibjuggu ör- yggisverðir sig sem hið umbeðna fólk og tókst þeim að yfirbuga ræn- ingjana án þess að nokkurn mann sakaði. Bandaríkjamennirnir illa Ieiknir 1 hópi farþega voru tveir Banda- ríkjamenn, John Costa og Charles Kaper. Þeir voru manna verst leiknir, höfðu verið barðir og brenndir með vindlingum. Costa sagði í samtali við Irna: „Þeir reyndu að pína mig til að segjast vera í CIA og yfirheyrðu mig oft. Þeir voru alveg vitfirrtir og ég vissi aldrei hvað myndi gerast næst. Þeir áttu það til að kýla mig og brenna, svo komu þeir kannski og klöppuðu mér á öxlina og gáfu mér ávaxta- safa.“ Flugmaðurinn, John Henry Clarke, var f hópi síðustu gíslanna um borð. Hann sagði: „Ég hafði gef- ið upp alla von um að sleppa lifandi, þeir reyrðu menn niður í sætin með sprengiefni í beltum, börðu fólk, skutu í allar áttir og voru gersam- lega vitfirrtir allan tímann. Höfuð- paurinn var viti sínu fjær, þeir voru allir viti sínu fjær. Þetta var hreint helvíti." Stjórnvöld í Kuwait sendu stjórn- völdum í Teheran þakkarskeyti f dag fyrir vasklega framgöngu, en Ali Khameini, forseti íran, sagði á móti að ef ekki hefði komið til „áhugaleysis sendifulltrúa Kuwait, hefði mátt binda endi á flugránið þrem dögum fyrr.“ Hann útskýrði það ekki nánar. Hann sagði það jafnframt rakalausan þvætting, að írönsk yfirvöld hefðu verið í ráðum með flugræningjunum, en ýmsir hafa haldið því fram og kallað að- gerðir frönsku öryggisvarðanna „leiksýningu, skrípaleik". Flugmað- urinn og gíslarnir hældu trönum hins vegar í hástert fyrir góða frammistöðu og „rétt hugarfar". Slmamynd AP. Úr helju heimtur, Bandaríkjamaðurinn Charles Kaper. íranskur læknir hug- ar að meiðslum hans, en maðurinn er greinilega illa leikinn. REAGAN CHERNENKO Hittast for- setarnir í Berlín á næsta ári? Bodb, 10. dearmber. AP. STÆRSTU tímarit og dagblöð Vestur-Þýskalands, Der Spiegel og Bild Zeitung, greindu frá því í dag, að þau hefðu fyrir því heimildir að Ronald Reagan og Konstantin Chernenko, forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, myndu hittast að máli í Berlín í maí á næsta ári. t samtali við umrædd blöð sagði Peter Bönisch, aðaltalsmaður vestur þýsku stjórnarinnar, að hann vildi ekkert segja um fyrir- hugaðan fund, en sagði: „Vestur- Þjóðverja hafa áhuga á slíkum fundi, og er til betri fundarstaður en Berlín, þar sem kalda stríðið er hvað svalast og mest áberandi.“ Hann gat þess einnig að utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, George Shulz, myndi sækja Helmut Kohl kanslara heim á laugardaginn, en þó er nokkur leynd yfir heimsókn- inni. Þá hafði Bild Zeitung eftir Gunter Van Well, sendiherra Vestur Þýskalands í Washington, að Bandaríkjamenn hefðu áhuga á því að tengja leiðtogafundinn há- tiðahöldum sem verða í maí á næsta ári í því tilefni að þá eru 40 ár liðin frá því síðari heimsstyrj- öldinni lauk. Van Well sagði að bandarísk stjórnvöld hefðu spurt hin vestur-þýsku hvernig þeim lit- ist á Berlín sem fundarstað. Bandari.sk stjórnvöld vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Papandreou. Papandreou afneitar NATO Aþenu ojj Madrid, 10. desember. AP. ,ANI)REAS Papandreou forsætis- ráðherra Grikklands sagði í ræðu, sem hann las yfir alþjóðlegum fundi friðarhreynnga í Aþenu I dag, að á síðustu þremur árunum hefði hann gerbreytt utanríkisstefnu Grikklands og nú væri Ijóst að landið fylgdi ekki NATO að lögum þó enn sé landið I Atlantshafsbandalaginu. Fulltrúar friðarhreyfinga 28 landa, þar á meðal hinna opinberu friðarhreyfinga kommúnistaland- anna, taka þátt í þinginu i Aþenu og lýstu fulltrúar ánægju með um- mæli ráðherrans. Hann sagði m.a.: „Við getum ekki og munum ekki vera hallir undir eitt stórveldi og andvígir öðru, það myndi þýða að við yrðum undirokaðir. Ýmsir hafa gagnrýnt okkur fyrir mótsagna- kennda utanríkisstefnu en gleyma því að smáþjóðir eiga að eiga sem fæsta óvini.“ Sprengjuhótun er Tutu fékk friöarverðlaun Nóbels: „Sýnir örvæntingu þeirra sem berjast gegn friði“ Oiló, 10. deaember. AP. DESMOND M. Tutu, biskup frá Suður-Afríku, tók á móti friðarverðlaun- um Nóbels í Osló í gær, en Ijótan blett á athöfnina setti sprengjuhótun sem varð til þess að rýma varð hátíðarsal háskólans í Osló og seinka athöfninni. „Þetta sýnir best hvað þeir sem vinna gegn friði eru örvænt- ingarfulHr,“ sagði Tutu í samtali við fréttamenn er hann beið þess að lögreglan lyki sprengjuleit sinni. Desmond Tutu, lengst til hægri, heilsar Ólafi Noregskonungi. Sín“mr— AK Ólafur Noregskonungur var meðal gesta á afhendingunni og var honum lýst sem „sárum og reiðum“ vegna sprengjuhótunar- innar. Éngin sprengja fannst þrátt fyrir mikla leit. Desmond Tutu tók öllu með jafnaðargeði. Hann sagði m.a. í þakkarræðu sinni: „Að ég skuli fá verðlaunin sýnir betur en nokkuð annað, að guð drottnar enn í heimi hér. Ég veit að við verðum frjáls. Barátta okkar blökkumanna fyrir mann- réttindum í Suður-Afríku er góðra gjalda verð og verðugt inn- legg í baráttu fyrir bættum mannréttindum víða um heim.“ Nóbelsverðlaun voru einnig veitt fyrir bókmenntir og vísindi í gær, en lesa má nánar um það á blaðsíðu 34. Á bls. 4 er frásögn íslendinga sem voru í Osló í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.