Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 2

Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Flugrekstur Gæslunnar endurskipulagður: Nýja þyrlan æfi ekki yfir sjó á meðan „Þar sem hér er um að ræða nýja tegund af vél vildum við gjarnan þjálfa okkar menn við öruggar aðstæður og án þess að tefla í tvísýnu,“ sagði Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, er hann var spurður um efasemdir um flughæfni Dauphin-þyrlu Landhelgisgæslunn- ar, sem m.a. kæmu fram í því að ekki mætti stunda æfingar á þeim yfir sjó. Gunnar sagði ennfremur að sú vél sem nú væri notuð við æfingar væri ekki eins fullkomin og sú sem Landhelgisgæslan væri búin að festa kaup á og væntanleg er næsta haust. „Okkur þótti því rétt að takmarka æfingasvæðið svo að við séum ekki að óþörfu að leggja menn í hættu vegna þessa. Þetta hefur ekkert með flughæfni vélar- innar að gera, enda teljum við að vélin henti okkur vel,“ sagði Gunnar Bergsteinsson. Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið, að unnið væri að endurskipulagn- ingu á flugrekstri Landhelgisgæsl- unnar og flugrekstrarhandbók og þar til hún lægi fyrir hefði verið ákveðið að nota þyrluna ekki á varðskipunum. Æfingar væru hins vegar stundaðar með eðli- legum hætti við öruggar aðstæður á meðan unnið væri að gerð nýrr- ar flugrekstrarhandbókar. BÚR breytir skrúfubúnaði Jóns Baldvinssonar: Spara 4 milljón- ir með minni olíu BÆJ ARÚTGERÐ Reykjavíkur er nú að kanna tilboð í breyt- ingar á skrúfubúnaði skuttogar- ans Jóns Baldvinssonar. Tilboð- in eru frá íslandi, Noregi, Danmörku og Þýskalandi og reiknað er með því að þeirri Áfengi og tóbak: Hækkunum var frestað þar til í dag FRESTA varð hækkun á áfengi og tóbaki sem taka átti gildi í gær til dagsins í dag vegna seinkunar á útreikningum. Hækkunin mun taka gildi í dag og verður sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins allt að 20%. Eins og Mbl. skýrði frá sl. laugardag stóð til að hækka verð á áfengi og tóbaki í gær, mánudag. Útreikningar á nýja verðinu töfðust þannig að ekki var unnt að ljúka prentun nýrra verðlista í tíma. Því tekur hækkunin gildi í dag. Áfengis- útsölur ÁTVR verða því vænt- anlega lokaðar í dag. könnun verði lokið í þessari viku. Talið er, að með fyrirhug- uðum breytingum megi spara allt að fjórar milljónir króna ár- lega með minni olíunotkun. Gunnar Sæmundsson, for- stöðumaður tæknideildar BÚR, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ætlunin væri að breyta skrúfubúnaði skipsins með því að setja gír við aðalvél og stækka skrúfuna. Talið væri, að með þessu mætti minnka olíukostnað um 30%, en eyðslan næmi nú 30 til 35% af aflaverðmæti. Það væri því vonast til að koma mætti eyðslunni niður í 20%. Áætlaður kostnaður væri um 13 milljónir króna, en nú væri verið að athuga nánar þau tilboð, sem borist hefðu í breytinguna. Olíu- notkun skipsins hefði á siðasta ári verið um tvær milljónir lítra og áætlaður sparnaður í krónum talið gæti orðið allt að 4 milljón- um króna á ári. Það tæki því ekki nema þrjú til fjögur ár að vinna upp kostnað- inn við breytingarnar og fengist hagstætt lán, myndu breyting- arnar skila nettó sparnaði á hverju ári eftir þær. Skipið væri byggt 1980 og því væri fyllilega eðlilegt að fara út í þessar breyt- ingar með tilliti til endingartíma skipsins. Forsætisráð- herra slasast Lenti með þrjá fingur í rafmagnssög FORSÆTISRÁÐHERRA, Steingrímur Hermannsson, slasað- ist á vinstri hendi um helgina. Hann var aö vinna meö raf- magnssög á heimili sínu í Garðabæ, er það óhapp varð, að þrír fingur vinstri handar lentu í söginni. Að sögn Eddu Guð- mundsdóttur, eiginkonu Steingríms, tókst aðgerð vonum fram- ar, þannig að hann heldur fíngrunum að undanskildum smá- bút framan af löngutöng. Steingrímur kom heim af færi til vinnu á ný í dag, þriðju- sjúkrahúsi í gærmorgun og var dag, og er ríkisstjórnarfundur líðan hans eftir atvikum í gær. boðaður árdegis. Edda sagðist reikna með að hann ÞAÐ óhapp varð í Sundahöfn skömmu fyrir hádegið í gær, að krani með manni innanborðs lenti í höfninni. Manninum, Gylfa Hallvarðssyni, tókst að komast út úr krananum eftir að hann var kominn í sjóinn og ná að stiga á bryggjunni, þar sem starfsmenn við höfnina hjálpuðu honum upp. Ekki er fyllilega Ijóst með hvaða hætti óhappið varð, en talið er að bremsur kranans hafi brugðist er Gylfi var að flytja hann til á bryggjunni. Að sögn lækna á Borgarspítalanum, var Gylfi hætt kominn, en líðan hans í gær var talin eftir atvikum og hann er ekki í lífshættu. Morgun bladio/Jollua Maðurinn var aðframkominn er hann náðist upp úr sjónum. Hér hugar hjúkrunarfólk að honum á hafnarbakkanum. Var hætt kominn er krani féll í höfnina Fannst hann vera ótrúlega lengi í sjónum, segir ívar Kolbeinsson, starfsmaður hafnarinnar „Mér varð óneitanlega bilt við, þegar ég frétti hvað kom fyrir. Það er ljóst, að Gylfi hefur verið mjög heppinn að komast úr úr krananum með því að brjóta í honum rúðu. Hann átti greini- lega ekki að fara núna,“ sagði Alda Bjarnadóttir, eiginkona Gylfa, í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Mér fannst Gylfi vera ótrú- lega lengi niðri og hélt hreinlega að hann kæmi ekkert upp aftur. Það er þröngt inni í krananum og hurðin lítil, en hann hefur kannski getað sparkað upp þak- inu, sem er úr plasti. Það var því mikill léttir að sjá Gylfa koma upp aftur. Hann var greinilega tölvert þrekaður svo líklega hafa þetta verið mikil átök,“ sagði ívar Kolbeinsson, starfsmaður hreinsunardeildar hafnarinnar, í samtali við Morgunblaðið. ívar var ásamt Gylfa að vinna á vörubíl við Sundahöfn, þegar kallað var á þá og þeir beðnir að flytja kranann, sem var fyrir. ívar var að snúa vörubílnum meðan Gylfi ætlaði að færa kranann. „Ég get ekki gert mér grein fyrir því, hvernig þetta hefur skeð. Eg sá bara kranann velta fram af í horninu við korn- hlöðugarðinn og aðalgarðinn. Kanturinn á bakkanum þarna er allt of lágur og það er nokkuð ljóst, að hærri kantur hefði kom- ið í veg fyrir þetta slys, þó ólióst sé hvað gerst hafi,“ sagði Ivar Kolbeinsson. Kraninn hífður upp úr höfninni. Morpinbitóii/Júiias Fundir norrænna ráðherra á íslandi FUNDIR forsætisráðherra og sam- starfsráðherra Norðurlanda, svo og forsætisnefndar Norðurlandaráðs verða haldnir í Reykjavík á morgun og fimmtudag. Að sögn Magnúsar Torfa Ólafssonar, blaðafulltrúa rík- isstjórnarinnar, er hér um að ræða undirbúningsfundi vegna þings Norðurlandaráðs, sem hér verður haldið í byrjun mars. í framhaldi af þessum fundum dvelst Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, hér á landi í opinberri heimsókn Töstudag- inn 14. desember. Fundirnir hefjast að kvöldi mið- vikudags, en þá hittast forsætis- ráðherrarnir, Steingrímur Her- mannsson, Poul Schluter, Olof Palme, Kalevi Sorsa og Káre Will- och í Ráðherrabústaðnum. Á sama tíma hittast samstarfsráðherr- arnir í Norræna húsinu, en þeir eru Matthías Á. Mathiesen for- maður, Gustav Björkstrand Finn- landi, Asbjörn Haugstvedt Noregi, Christian Christensen Danmörku og Svante Lundkvist Svíþjóð. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs heldur fund árdegis á fimmtudag, en hana skipa fimm þingmenn, einn frá hverju Norðurlandanna. I forsæti nefndarinnar er Páll Pét- ursson, en aðrir nefndarmenn eru Jo Benkow, Karin Söder, Elsi Het- emáki-Olander og Margret Auken. Á fimmtudagsmorgun verður fundur forsætisráðherranna og samstarfsráðherranna í Norræna húsinu. Eftir hádegi koma saman til fundar forsætisráðherrarnir og forsætisnefndin. Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, og kona hans Lisbet dvelja hér á landi i opinberri heimsókn á föstudaginn. Palme ræðir við Steingrím Hermanns- son, forsætisráðherra árdegis. Síðan verður förinni heitið í Árna- stofnun og því næst mun Palme ásamt fylgdarliði sínu þiggja há- degisverð að Bessastöðum í boði forseta íslands. Þá verða hjónin Auður og Halldór Laxness heim- sótt að Gljúfrasteini og síðdegis á föstudag heldur Palme erindi í há- tíðarsal Háskóla íslands. Um kvöldið situr Palme og fylgdarlið hans kvöldverðarboð Steingríms Hermannssonar og konu hans, Eddu Guðmundsdóttur, í Súlnasal Hótel Sögu. Axel Thorsteins- son jarðsunginn ÍITFÖR Axels Thorsteinssonar blaðamanns og rithöfundar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 13.30 í dag, þriðjudag. Séra Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur jarðsyngur, dóm- kórinn syngur. Axel verður jarð- settur í Fossvogskirkjugarði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.