Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1984
íslenskri uppfinningu
tekið vel erlendis
— „þörfin er segir Össur Krístinsson, stoötækjasmiður
ÖSSUR Kristinsson hefur gert
merka uppfinningu á sviði
gervilimasmíði og er þessi
uppfinning Össurar að ryðja
sér til rúms víða um heim.
Festing gervifótar við lærstúf
hefur verið eitt erfiðasta vanda-
mál gervilimasmíði frá upphafi.
Lengi vel var hulsan um stúfinn
gerð úr hertu leðri, þá úr tré og
því næst úr léttmálmi. Fyrir um
14 árum hóf Össur Kristinsson að
vinna að hugmynd sinni um
hulsu úr mjúku efni til tengingar
á gervilimum og síðustu fimm ár-
in hefur harjn haft samstarf við
gervilimasmiðju í Stokkhólmi.
Ritgerð Össurar um þessa nýj-
ung, er var birt í tímariti sam-
taka stoðtækjaframleiðenda
Bandaríkjanna, var i ágúst kjörin
ritgerð ársins.
Hulsa sú, er Össur fann upp, er
úr mýkra efni en þær hulsur sem
hingað til hafa verið notaðar og
lagar sig betur að lærstúfnum.
Hulsunni er haldið uppi með
koltrefjagrind, sem þekur aðeins
um 25% hulsunnar. Hulsa þessi
er miklu auðgerðari en harðar
hulsur og nefndi Össur sem
dæmi, að hann gæti, á skömmum
tíma, búið til nýjar hulsur eftir
því sem lærstúfurinn breytist. Nú
er stefnt að því að framleiða
stoðgrindurnar í stöðluðum
stærðum, og verða þær þá í
tveimur hlutum. Með því móti
væri alltaf hægt að finna stoð-
grind fyrir hvern og einn, en
þyrfti ekki að smíða hverja grind
fyrir sig.
„Þessari uppfinningu winni
hefur verið mjög vel tekið alls
staðar erlendis, þar sem ég hef
kynnt hana,“ sagði Össur. „Það
hafa þegar verið haldin 11 nám-
skeið í New York um notkun
hennar og það hefur gengið ótrú-
lega vel að koma henni á markað.
Nú þegar hafa verið framleiddar
um 2—3 þúsund hulsur. Þetta er
þeim mun ánægjulegra að oft
tekur um 5—10 ár að koma slíku
á markað, en þörfin er svo mikil,
að allir taka hulsunni opnum
örmum. Nú þegar ganga um 800
Svíar á gervifótum með mjúku
hulsunni. Það er búist við, að
þessi hulsa komi alveg í stað
þeirra sem nú eru notaðar og þá
verður framleiðslan tugir þús-
unda stykkja á ári.“
Össur sagði, að margir hefðu
velt því fyrir sér hvernig á því
stæði, að þróun þessi yrði á iitlu
landi eins og íslandi, en ekki t.d. i
Bandaríkjunum. Hann kvaðst
halda, að fólk hér væri miklu
móttækilegra fyrir nýjungum og
óhrætt að prófa sig áfram, en í
Bandaríkjunum væri því öfugt
farið. „Það er einnig miklu meiri
hætta á því þar að fólk fari fram
á gífurlegar skaðabætur, ef ekki
fer allt að óskum," sagði hann.
Össur kvaðst að lokum vera að
vinna að fleiri uppfinningum en
hulsunni og vonaðist hann til að
þær nýjungar kæmu að jafn góð-
um notum.
iniernuiu»nell information frán Jönköping
Ny benproteshylsa som kan
;;v ge ”friare muskelaktivitet
wmt
D* llrWnUm,ol'r«lf dru* hrl»r prðvu I Jonkæ r«l (.r»du»U
h»r rttl rtl brMUnl hj»l|> ptn*. N» >k»ll den ny» Ufe- Sf hool orh
mrórl OfilbU proUshflior nlkrn l*r
Ny protesteknik
lárs ut i Jönköping
- ,.kd.k>*>« Au«rA«'Och
l.nhflM (&*» — ****?*
SVENSKA DAGBLADET Fredagen den 23 nuj 1984
Ldttare gá och sitta S
med ny smidig protes ÉkÉ£
KEVOLUTIONEKANDE
PROTESHYLSA
, v5S»Jl'et f £ I
■ v,enamfu“'“áe Œ
JONKÖnNG
prrunrr frfen felta I*n4»r
Munk.|o.hol»i
- HyManferUt
ruulan k»n kl.a »
Bara Ivfe »kulur ■ v
,1 íur -n Udimferr fW«.l»-M mrd-n rn W>. orh fr*«
Kevolutionerande
... - , . , | Att <M bWv Sverigf ar inl«
Iden frán Island ll..n»t,l<i Hnrh-rnv«n«r.»v
lövn t,ll nylndvn kotnmvr d, b»>t» ul l»tdnm«»m» p* drt
har umrfedvt , varldm ,«-h dcn
ifea vpnd»» Muiik^o»k,4ai> t >t»rk r»m, k,.lfilar
J..nk,.p,n>t .h h N,*w Y.»rfe Un> M lo, '
vt-rvtly Ptnl Graditatr M«d>c«l duvtrai t.
S>h,«4 ' »v>fel*n ud
• -feaf - PatMT.
_________ o«-h dvl hvla burjadv for ,»t..la-dt,-kn,vfe« Ittifrn p*
hw rymdm- IjurUin fer ~-d»n „ar h»n ,<ch Munk^u»k<4»» «r drn viwis ,
I »m krupp- feollrtp.*rn» P* W»nd lo« h«nd hrU Sv.-nfe.- och Damn.uk
.m hadv ,1,1 In-w.rllfel 1 (SQgffl SchOO _
m Inm, mll U-l., ,feat»rni.
Sprengjuhótun við afhendingu friðarverðlauna Nóbels:
Trúarsöngvar á tröppunum
en sprengjuleit í salnum
— rætt við íslendinga, sem viðstaddir voru athöfnina í Oslóarháskóla í gær
„ÞAÐ MYNDADIST mjög sérkennileg og hjartnæm stemmning i tröpp-
unum utan við hátíöarsalinn, þar sem Tutu biskup, kona hans, dætur og
suöur-afrískir vinir þeirra sungu trúarlög og sálma á sínu eigin tungumáli
á meðan beöiö var eftir því aö hægt yröi að fara aftur inn í salinn og Ijúka
athöfninni," sagði Börkur Karlsson, starfsmaöur í sendiráöi fslands í
Osló, í samtali við blaöamann Mbl. í gær. Börkur var ásamt Páli Ásgeiri
Tryggvasyni, sendiherra, og prestshjónunum í Kaupmannahöfn, síra Ág-
úst Sigurðssyni og Guörúnu L. Ásgeirsdóttur, viöstaddur þegar friðar-
verölaun Nóbels voni afhent IJesmond Tutu, biskup frá S-Afríku í gær.
Athöfnin var trufluö þegar tilkynning barst um aö sprengju hefði verið
komið fyrir í þéttsetnum hátíöarsal Oslóarháskóla. Var öllum skipað út úr
salnum, þar á meðal Ólafi V Noregskonungi og Haraldi ríkisarfa.
Guðrún Ásgeirsdóttir sagði í
samtali við blaðamann Mbl., að
athöfnin hefði verið um það bil
hálfnuð þegar starfsmaður há-
skólans hefði skyndilega komið í
salinn og fengið með sér út hátt-
settan foringja úr konungslög-
reglunni. „Þeir komu aftur inn
eftir stutta stund, um það bil
sem Egil Arvik, formaður Nób-
elsnefndarinnar, var að ljúka
máli sínu. Þeir báðu þá, sem sátu
aftast i salnum, að ganga út og
síðan var tilkynnt frá sviðinu að
tilkynnt hefði að sprengju hefði
verið komið fyrir í salnum. Yrðu
því allir að fara út á meðan leit-
aðyrði.
Olafur konungur og fleiri neit-
uðu í fyrstu að fara út úr salnum
en eftir stutta stund hlýddu allir
og gengu út í hægðum sínum,
friðarverðlaunahafinn sem aðr-
ir. Allt þetta gerðist í beinni út-
sendingu í norska sjónvarpinu.
Fólkið stóð á tröppunum framan
við bygginguna í glaðasólskini,
logni og 6 gráðu hita, og þar
byrjaði fólkið að syngja „We
shall overcome" og fleiri lög með
trúarlegu yfirbragði undir for-
söng vina og samstarfsmanna
Tutus biskups. Stemmningin var
alvarleg og grípandi, en það fór
ekkert á milli mála að þarna
voru alvarlegir atburðir að ger-
ast, því lögreglan var allt í kring.
Það var órólegt ástand í þessari
fallegu og friðsælu borg,“ sagði
Guðrún.
Hún sagði að eftir um eina
klukkustund hefðu borist um
það boð frá konungi og ríkisarf-
anum, að þeir vildu vera við-
staddir afhendingu friðarverð-
launanna framan við bygging-
una, en á meðan þeir voru á leið
aftur frá konungshöllinni til-
kynnti lögreglan, að óhætt væri
að fara aftur inn í salinn. Þar
voru séra Desmond Tutu afhent
friðarverðlaun Nóbels 1984.
„Hann flutti sína tilbúnu ræðu
en bætti því við,“ sagði Börkur
Karlsson, „að atburður dagsins,
og þá ekki síður söngurinn á
tröppunum fyrir framan bygg-
inguna, myndu ekki verða til
annars en að stappa stálinu í sig
og samstarfsmenn sína, svo
þeim auðnaðist að verða enn
frekar að liði í baráttunni gegn
kynþáttahatri og kúgun.“
U
Ljósm Mbl./ Bjarni.
Össur Kristinsson, stoötækjasmiöur, meö sýnishorn af nýrri tegund gervi-
fóta, sem hann hefur fundiö upp.
Samið á Siglufirði
SAMNINGAR tókust um helgina
milli verkalýðsfélagsins Vöku á
Siglufírði og Vinnuveitendafélagsins
á staönum. Samningarnir veröa
væntanlega bornir undir atkvæöi í
félögunum í kvöld eöa á morgun, aö
sögn Kolbeins Friöbjarnarsonar,
formanns Vöku.
Kolbeinn sagði að samningur-
inn væri ekki góður. „Heildar-
kjarasamningur ASÍ og VSÍ er
slæmur samningur og honum
verður ekki breytt í litlu byggðar-
lagi í einu vetfangi," sagði Kol-
beinn. „Við fengum gerðar minni-
háttar breytingar á þeim samn-
ingi, sem var felldur hér 20. nóv-
ember en ég vil ekki tíunda i
hverju þær breytingar eru fólgnar
fyrr en félögin hafa afgreitt málið.
Samningurinn gildir frá 6. nóv-
ember eins og aðrir samningar að-
ildarfélaga ASÍ og VSÍ.
Atvinnuástand á Siglufirði hef-
ur verið gott í ár. Verksmiðju
Sigló var lokað í október og misstu
þá um 100 manns vinnu sína. Um
helmingi þess fólks hefur tekist að
fá aðra vinnu, þannig að um 50
Siglfirðingar eru nú á atvinnu-
leysisskrá. Óvíst er hvenær Sigló
fer aftur í gang,“ sagði Kolbeinn
Friðbjarnarson.
Skák:
Þrír á svæða-
mót í Noregi
SKÁKSAMBAND tslands sam-
þykkti á fundi í gærkvöldi fulltrúa
fslands á millsvæðamót í skák í
janúar nk. Þeir eru Helgi Ólafsson,
Jóhann Hjartarson og Margeir Pét-
ursson. Jón L. Árnason og Guð-
mundur Sigurjónsson gáfu ekki kost
á sér. íslendingar eiga 3 keppendur á
mótinu, Danir, Svíar, Finnar og
Norðmenn 2 og Færeyingar einn.
Danski stórmeistarinn Bent Larsen
tekur þátt í millisvæðamótinu. Sig-
urvegarinn kemst áfram í milli-
svæðamót, en sá er hafnar í öðru
sæti keppir við skákmann númer tvö
á öðru svæðamóti.
Morgunblaöið/Júliti8.
Fri slysstaö í Miklubraut aðfaranótt sunnudagsins. Báöar bifreiöarnar eru
mikiö skemmdar.
Harður árekst-
ur á Miklubraut
HARÐUR árekstur varð á gatnamót-
um Miklubrautar og Réttarholtsveg-
ar laust fyrir klukkan hálf þrjú aö-
faranótt sunnudagsins. Ökumaöur
lítillar fólksbifreiðar ók norður Rétt-
arholtsveg, inn i gatnamótin við
Miklubraut og í veg fyrir Land-
Rover-jeppa, sem skall á hlið fólks-
bifreiðarinnar. Land-Rover-jeppinn
valt og fólksbifreiöin stórskemmd-
ist.
ökumaður fólksbifreiðarinnar
og farþegi í jeppanum voru fluttir
í slysadeild. Okumaðurinn hlaut
höfuðhögg, en farþeginn slapp án
teljandi meiðsla. Blikkandi gul
ljós voru á gatnamótunum.