Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984
Morgunblaðið/FriÖþjófur
Davíð Oddsson, borgarstjóri.
Jólasveinun-
um vel fagnaó
þrátt fyrir
kalsaveður
KVEIKT var á Oslóartrénu á Austurvelli sl.
sunnudag og var mikill mannfjöldi þar saman
kominn, bæði börn og fullorðnir.
Athöfnin hófst kl. 15.00 með leik Lúðra-
sveitar Reykjavíkur, en að því loknu voru
Hósin á trénu tendruð. Sendiherra Noregs á
Islandi, Annnemarie Lorentzen, afhenti tréð
og flutti ávarp en Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, veitti trénu viðtöku fyrir hönd borg-
arbúa og ávarpaði viðstadda. Athöfninni
lauk með því að Dómkórinn söng jólasálma.
Strax að lokinni athöfninni við jólatréð
hófst barnaskemmtun á Austurvelli þar sem
jólasveinar brugðu á leik á þaki Kökuhússins
við hornið á Landssímahúsinu. Var ekki ann-
að að sjá en að börnin skemmtu sér konung-
lega yfir hinum ýmsu uppátækjum jólasvein-
anna.
Annemarie Lorentzen, sendiherra Noregs á fslandi.
383-
Jólasveinar bregða á leik.
Mikið eru þeir skrýtnir
þessir jólasveinar...