Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984
RÚLLUGLUGGATJÖLD
Nýkomin sending af Pílu-rúllu-
gluggatjaldaefnum.
Ný mynstur, nýir litir. Úrval af glugga-
tjaldaefnum í sömu litum og mynstr-
um og Pílu-rúllugluggatjöld.
Kreditkortaþjónusta.
pílu
Pílu-rúllugluggatjöld,
Suðurlandsbraut 6, sími 83215
Pottþétt
unglingabók
Fimmtán ára á föstu, nýja unglingasagan eftir
Eðvarö Ingolfsson, er auðvitað opjnska. spennandi
'Og skemmtileg. En hún er ekkfsiöur emlæg og söhn.j
því þannig skrifar Eðvarð. Og þannig bækur vilja o
unglingarnir eiga og þannig bækur er gaman að gefa
þeim. Það er alveg pottþétt!
Fimmtán ára á föstu - pottþétt unglingabók!
ÆSKAN
Laugavegi 56 Simi17336
Don Kíkóti allur
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Nú þegar Don Kíkóti frá Mancha
eftir Miguel de Cervantes Saavedra
er kominn út á íslensku í þýðingu
Guðbergs Bergssonar, samtais átta
bindi, þykir hlýóa að minna enn á ný
á útgáfuna sem er í flokki Úrvalsrita
heimsbókmenntanna hjá Almenna
bókafélaginu.
Eins og mörgum er kunnugt
hafa fáar bækur verið skrifaðar
sem kallast geta skemmtilegri en
Don Kíkóti. Algengt er að sagan
sé gefin út í styttum útgáfum þar
sem helstu ævintýri riddarans
hugkvæma eru rakin. En Guö-
bergur Bergsson hefur með ör-
fáum undantekningum fylgt
frumútgáfunni frá 1615 og ekki
látið sér detta í hug að stytta
verkið. Þetta ber að þakka þýð-
anda og útgefanda því að með öll-
um Don Kíkóta er boðið upp á
mikið ævintýri, sannkallaða hátíð
fyrir aðdáendur hans.
Söguþráöurinn í Don Kíkóta er
oft með þeim hætti að hver sagan
verður til af annarri. í fyrstu segir
frá þeim félögum Don Kikóta og
Sansjó Pansa, skjaldsveini hans.
En þegar á söguna líður eru félag-
arnir oftast staddir á einhverri
krá þar sem einhver viðstaddur
fer að segja frá. Langar frásagnir
leiða hugann frá riddaranum
sjálfum, til verða sögur í sögunni
og f sumum þeirra er jafnvel
staddur höfundurinn, Cervantes.
Allt er þetta með kátlegu svip-
móti, en stundum er bilið örmjótt
Don Kíkóti. Teikning eftir Dali.
Miguel de Cervantes Saavedra
(1547—1616), höfundur Don Kíkóta.
milli angurværðar og gálgahúm-
ors.
Eins og margir miklir skáld-
sagnahöfundar beitir Cervantes
þeirri aðferð að skopstæla aðra
höfunda í þeim tilgangi að gera
sögu sína áhrifameiri. Don Kíkóti
er i raun ádeila á „hinar fáránlegu
sögur riddarasagnanna", en ætlun
höfundarins kemur ekki í veg fyrir
að enn ein riddarasagan verður til.
En það er vissulega riddari fárán-
leikans sem Cervantes skapar og
boðskapur hans er sá sami og hjá
Voltaire síðar sem komst að þeirri
niðurstöðu i Birtingi að mönnum
beri fyrst og fremst að rækta
garðinn sinn, en ekki eltast við
draumsýnir.
Þegar Cervantes stöðvar líf Don
Kíkóta með hitasótt í bókarlok er
honum engin gleði í hug. En með
því að segja frá honum hefur hann
glatt fólk heima og heiman. Það
veit hann.
Þýðing Guðbergs Bergssonar er
i heild sinni nokkuð góð og er
þetta sagt án þess að um fræði-
legan samanburð hafi verið að
ræða. Að vísu má finna að henni
eins og gengur, en því ber ekki að
leyna að víða er hún lipur og ekki
skortir þýðandann hugkvæmni
fremur en riddarann.
Galdur, draugagangur, hrekkir
Tvær teikningar eftir Halldór Péturason úr Sagnakveri Skúla Gíslasonar.
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Sagnakver Skúla Gíslasonar.
Sigurður Nordal gaf út.
Halldór Pétursson gerði myndirnar.
Önnur útgáfa.
Helgafell 1984.
Sagnakver Skúla Gíslasonar er
gamall kunningi og ómissandi
þeim sem hafa áhuga á þjóðsögum
og vilja lesa þær í vandaðri gerð.
Sigurður Nordal fjallar ítarlega í
formála um séra Skúla Gíslason
(1825—1888) og gildi hans fyrir ís-
lenska þjóðsagnaritun. Er ekki
ofsögum sagt að Skúli hafi verið
einn hinna fremstu sem lögðu sig
eftir þessari grein ritlistar.
Galdra-Loftur er meðal helstu
sagna sem Skúli skráði. Um gerð
Skúla segir Sigurður Nordal að
honum hafi þótt hún „að sumu
leyti stórfelldari en leikritið" og á
við leikrit Jóhanns Sigurjónsson-
ar.
Það eru óneitanlega magnaðar
lýsingar á Galdra-Lofti Skúla
Gíslasonar:
„Einu sinni fór Loftur heim til
foreldra sinna um jólin. Tók hann
þá þjónustustúlku á staðnum,
járnaði hana og lagði við hana
beizli og reið henni svo í gandreið
heiman og heim. Lá hún lengi eftir
af sárum og þreytu, en gat engum
frá sagt, meðan Loftur lifði. Oðru
sinni barnaði Loftur vinnukonu á
staðnum, og drap hann þá
barnsmóður sína með gjörningum.
Henni var ætlað að bera aska í
eldhús og út því. Voru þeir til flýt-
is bornir á nokkurs konar trog-
mynduðu verkfæri, er hét aska-
floti og tók marga aska í einu. Lét
Loftur opnast göng fyrir henni í
miðjum vegg, svo hún gekk inn í
þau, en sökum þess stúlkan varð
þá hrædd og hikaði, hreif galdur-
inn, svo veggurinn luktist aftur.
Löngu seinna, þegar veggurinn
var rifinn, fannst í honum beina-
grind af kvenmanni uppistand-
andi með askahrúgu í fanginu og
ófullburða barnsbein í holinu.”
Særingar Lofts eru fyrirferð-
armestar í frásögninni, en í heild
sinni segir þátturinn mikið i fáum
orðum. Sumir þættir Skúla Gísla-
sonar eru aftur á móti örstuttir,
hann getur á hnitmiðaðan hátt
tjáð viðamiklar örlagasögur.
Galdur, draugagangur, hrekkir er
fátt eitt sem hann hafði unun af
að lýsa.
Vitanlega er Skúli ekki höfund-
ur þáttanna einn. Eins og fleiri
skrásetjarar sótti hann margt til
heimildarmanna sinna þótt end-
anleg gerð sagnanna væri í hans
höndum.
Halldóri Péturssyni tókst vel
þegar hann á sínum tíma skreytti
Sagnakver Skúla Gislasonar.
Teikningarnar eru að vísu mis-
jafnar, en hinar bestu þeirra eftir-
minnilegar, ekki síst vegna þess
hve húmorinn er ísmeygilegur,
svipur á mönnum og dýrum oft
broslega fyndinn.
það var gott að endurnýja kynni
við Skúla Gíslason. Þessi bók þarf
að vera til á sem flestum heimil-
um.