Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 21

Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 ------^---------------------------- Ævintýraheimur Armanns Bókmenntír Jenna Jensdóttir Ármann Kr. Einarsson. í ræningjahöndum. Teikningar eftir Halldór Pétursson. Vaka, bókaforlag. Reykjavík 1984. Ég sá í blöðunum að það eru 50 ár síðan hinn vinsaeli höfundur Ármann Kr. Einarsson skrifaði fyrstu sögu sína. Langur tími það og margt hefur breyst i okkar litla þjóðfélagi, hvað þá í allri veröld- inni. Það er til umhugsunar þegar bækur ætlaðar æskunni lifa af allri þjóðfélagsbreytingar, sem átt hafa sér stað á svo langri tíð og eru jafnvinsælar og þær voru í upphafi sínu. Ef til vill er það mat á gildi þeirra. I ræningjahöndum er þriðja bókin í bókaröð þeirri er Vaka gef- ur út og kallar Ævintýraheim Ármanns. Allar hafa þeir komið út áður, en eru nú lítið eitt breytt- ar frá hendi höfundar. Þetta er sagan um óla og Magga sem gæta um tíma æðarvarps í Sandey í nánd við Reykjavík. Maggi er vanur að umgangast varpið og kann flest þar um. Það hefur hann lært af Boggu gömlu sem nú er orðin of lasburða til að amstra í eynni. Maggi kennir Óla. Fimum hönd- um tínir hann dúninn sem nær út yfir barma hreiðursins og vindur- inn einn hirðir, ef mennirnir gera það ekki. Hann veit einnig ná- kvæmlega hvenær eggi er ofaukið í hreiðri æðarkollunnar. Svartbakurinn er erkióvinur og tilfinningaleysi gagnvart honum og því sem honum viðkemur er al- gert. Óla þykir gaman að læra af Magga og þeir una glaðir í kyrrð og dýrð náttúrunnar og búa í litla kofanum á eynni, en ekki lengi. Brátt lenda dulafullir menn báti sínum þar. Ljótir og vondir, sem vaða um varpið, skjóta æðarfugl og stela eggjum. Svífast næstum einskis er drengirnir verða þeim til trafala. Tvísýn átök magna spennuna í frásögninni. Ráðvilltir verða drengirnir ekki og af því leiðir ágætur endir. Ein af hinum góðu bókum Ár- manns, þar sem mjótt er á milli ævintýris og raunveruleika. Sagt frá Göflurum Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Stefán Júlíusson: Pólitískur farsi, skáldsaga. Útg. bókaútg. Björk 1984. Pólitíkin kvað hafa verið skrautleg í Hafnarfirði á árum áð- ur. Er kannski enn. Raunar hafa Hafnfirðingar búið sér alveg ein- stakan sess með þjóðinni — ekki sízt hafa hinir gagnmerku Hafn- arfjarðarbrandarar hafið húmor þjóðarinnar á æðra stig, svo að ekki sé nú meira sagt. Því er alveg rökrétt að höfundur úr Hafnarfirði sendi frá sér póli- tískan farsa og raunar mun síð- asta bók Stefáns Júlíussonar á undan þessari, Átök og einstakl- ingar, efnislega skyld þessari bók, að sögn Hafnfirðinga. Það verður lesanda fljótlega Ijóst við lesturinn á þessari bók, að til þess að hafa af henni það gaman og hugsanlega það gagn sem hún um margt gefur tilefni til, þyrfti maður að þekkja ansi vel inn á bæjarmálin og almennt pólitíkina í bænum. Þó að hér sé á ferðinni „skáldsaga", spunninn þráður og leiddar fram persónur eru þær svo vafðar inn í þetta pólitíska munstur, að það er ekki alveg á færi utanaðkomandi, sem ekki veit neitt að ráði í hausinn á sér um staðbundin deilumál i Hafnarfirði hvorki nú né fyrr, að njóta bókarinnar. Vegna þess að stundum er verið að tala í gátum, kannski höfundur sé beinlínis að hlífa einhverjum pólitískum and- stæðingum/samherjum, því að ekki er nógu skilmerkilega frá sagt. Reyni maður nú á hinn bóg- inn að útiloka Hafnarfjörð sem Stefán Júlíusson sögusvið — sem ég held að sé al- veg auðvelt — er bókin þar líka doltið gölluð — hún heldur manni ekki við efnið, hún vekur ekki nægilegan áhuga. Það vantar í hana kraft og það vantar safa. Og meira hafnfirskt hispursleysi, þótt hún sé um margt ágætlega skrifuð og vand- lega unnin. David Keith í hhitverkið „góða“ nemandans sem hættir að trúa á gildi agans og Mark Breland sem eini svarti nemandinn sem mjög verður fyrir barðinu á sadistum herskólans. Agalegur agi Kvikmyndír Árni Þórarinsson Regnboginn: Agameistararnir — The Lords of Discipline ★V4 Bandari.sk. Árgerð 1983. Handrit: Thomas Pope, Lloyd Fonvielle. Leikstjóri: Franc Roddam. Aðal- hlutverk: David Keith, Robert Prosky, G.D. Spradlin. Haldi menn að bandarískir herskólar séu sælureitir fyrir litla sæta elshúsrómana eins og An Officer and a Gentleman þá ganga þeir af þeirri trú við að sjá The Lords of Discipline. Samkvæmt þessari mynd eru slíkir skólar ekkert annað en gróðrarstía fyrir sadista, útung- unarvélar fyrir andlega bæklaða rudda. Og eiginlega hefur mynd- in ekkert meira fram að færa en þessar upplýsingar. Hún er svo sem nógu snaggaralega unnin af Franc Roddam, einum af þessum flinku ungu Englendingum, sem bandaríski kvikmyndaiðnaður- inn tekur upp á sína arma, — Alan Parker, Michael Apted, Ridley Scott, Adrian Lyne —, og lætur dæla út smart og fiffí af- þreyingu en ógurlega innan- tómri. Myndin er líka þokkalega leikin, einkum af tveimur svip- miklum skapgerðarleikurum, Robert Prosky og G.D. Spradlin, í hlutverkum yfirmanna skólans. En sagan um agann, ofbeldis- verk og pyntingar í skjóli sam- særis á efstu stöðum er svo kaldranalega fram sett og laus við manneskjuleg blæbrigði, að myndin skilur aðeins eftir óbragð og spurninguna: Hvers vegna gera menn svona mynd? Muggur Fjórða bókin í bókaflokknum ÍSLENSK MYNDLIST. Hinareru: Ragnar í Smára, Eiríkur Smith og Jóhann Briem. Ævi Muggs og ferill allur er í hugum margra umvafinn ljóma ævintýrisins. Hann var listamaðurinn, bóheminn, sem fór sínar eigin leiðir, frjáls og óhindraður; hugurinn opinn, sálin einlæg, viðkvæm og hlý. Myndir Muggs eru um margt eins og blóm sem spruttu upp í götu hans fremur en ávöxtur vísvitaðs starfs. Pær eru margar yndislegar, spegill mikillar kýmni eða angurtrega, og yfir þeim er ferskur blær vorsins í íslenskri myndlist. Bjöm Th. Bjömsson Muggur m ISLENSK MYNDLIST BjörnTh. Björnsson listfræðingur er þjóðkunnur fyrir ritstörf sín. Bók þessa hefur Björn skráð og dregið upp eftir margvíslegum heimildarbrotum glögga mynd af sérstæðum listamanni með göfugt hjarta. LISTASAFN ASÍ lögberg Bókaforíag Þhgholtsstrætí 3, simi: 21960

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.