Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 26

Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 26
26 MORGUNBLAÐLÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 „Konur sjá oft ekki fram á annað en skúringafötuna eftir skilnaðu Rætt við Svölu Thorlacius hrl. „Enn sem komið er fara fáar konur, sem eru lögfrædingar, út í „praxis", heldur virðast þær flestar velja sér starfsvettvang innan stjórnsýslunnar eða dómskerfisins,“ segir Svala Thorlacius, hrl. þar sem hún situr og spjallar við blaðamann Mbl. — hátt uppi í Húsi verslunarinnar. En þar á tólftu hæðinni rekur hún lögmannsskrifstofu ásamt manni sínum, Gylfa Thorlacius, og eftir útsýninu aö dæma ætti þau hjón ekki skorta yfirsýn í málum skjólstæðinga sinna. „Við höfum mjög skýra verka- skiptingu," segir hún. „Við gætum ekki verið að vasast í sömu málun- um og í vinnunni höfum við ekkert sameiginlegt nema skrifstofuna." Svala hlaut á þessu ári réttindi til þess að starfa sem hæstarétt- arlögmaður, þriðja íslenska konan sem þau hlýtur og sú eina sem nú starfar við málflutning fyrir hæstarétti. Hinar tvær voru Rannveig Þorsteinsdóttir, sem hlaut réttindin árið 1959, og Guð- rún Erlendsdóttir, en hún varð hæstaréttarlögmaður árið 1967. Vann öll prófmálin „Viðkomandi lögmaður þarf að hafa flutt þrjú mál fyrir hæsta- rétti, hafa starfað sem héraðs- dómslögmaður í þrjú ár og vera kominn yfir þrítugt," segir Svala þegar hún er spurð í hverju hin nýfengnu réttindi séu fólgin. En Svala vann öll sín prófmál fyrir hæstarétti. „Ég lauk þriðja prófmálinu fyrir hæstarétti í maí sl. Það sner- ist um kvaðir á lóð í Hafnarfirði og ég var verjandi. Fyrri málin tvö sótti ég fyrir hæstarétti, en þau höfðu bæði tapast í héraði," segir Svala. „Fyrsta málið flutti ég fyrir steypustöð og má segja að það snerti marga húsbyggjendur. Því það er stórt atriði að fólk geri sér grein fyrir því, að réttur til bóta vegna steypugalla fyrnist á einu ári, eins og kom fram í þessu máli, sem steypustöðin vann. Annað málið snerti kaupmála hjóna í skilnaðarmáli og sótti ég það fyrir eiginkonuna. Eiginmað- urinn gerði kröfu til íbúðar hjón- anna og vildi láta ógilda kaup- mála, sem þau höfðu gert með sér, á þeim forsendum að hann hefði haft rangan skilning á eðli kaup- málans þegar hann var gerður og haldið að hann gilti aðeins við andlát annars hjónanna en ekki við skilnað". Fréttamennska hjá sjón- varpinu ekki ævistarf En Svala hefur komið víðar við en í hæstarétti og á tólftu hæð í Húsi verslunarinnar. Þau Gylfi útskrifuðust saman úr lagadeild- inni árið 1968 og störfuðu síðan sem fulltrúar á lögmannsskrif- stofu. En árið 1970 skildi leiðir þeirra í lögfræðinni, er Svala gerðist fréttamaður á sjónvarpinu og var í því starfi næstu sex árin. „Ég kunni mjög vel við mig hjá sjónvarpinu og ég sakna þess enn, að vissu marki," segir hún. „En mér finnst fréttamennska ekki til þess fallin að gera hana að ævi- starfi, a.m.k. ekki hjá sjónvarpinu. Á hinn bóginn sakna ég þess hvað starfið var tilbreytingarríkt. Maður var alltaf í miðju atburð- anna og þó að fólk væri e.t.v. á tólf tíma vöktum þá var vinnunni þó lokið í það skiptið þegar heim kom. í lögfræðinni eru málin leng- ur í gangi — vikur, mánuði og jafnvel ár.“ Konur — fjár- mál — skilnaður Svala er spurð hvort hún sinni einhverjum sérstökum málaflokk- um frekar en öðrum og hvort kyn- systur hennar leiti ef til vill meira til hennar með sín mál en til starfsbræðra hennar. „Þegar ég var við nám fannst mér mest gaman að refsiréttinum, en eftir að ég fór að praktisera hef ég lítið fengist við sakamál,“ segir hún. „íslenskir lögmenn eru lítið með sérgreinar, heldur verða þeir meira og minna að vasast í öllum Morgunblaöiö/Emilía Svala Thorlacius hrl. á skrifstofu sinni. málum. Þó eru óneitanlega viss mál, sem konur leita frekar með til þessara fáu kvenna sem eru í lögmannastéttinni. Það eru mest skilnaðarmál, skipti á dánarbúum, slysamál og innheimtur. Reyndar allt mál sem karlmenn leita líka til okkar með. En ég býst við því að mörgum konum finnist þægi- legra að tala við aðrar konur um sín mál.“ Svala er spurð hvort eitthvað sé hæft í því, að hennar dómi, að margar konur veigri sér við að sækja um skilnað af fjárhags- ástæðum. „Hér gildir helmingaskiptaregl- an við skilnað, ef ekki semst um annað," segir hún. „Það er þess vegna eðlilegt að fullorðnar konur, sem eru að gefast upp á hjóna- bandinu, veigri sér við að sækja um skilnað. Hafi þær engar sjálf- stæðar tekjur og eigi hjónin ekki því meiri eignir, sjá þær oft ekki fram á annað en skúringafötuna eftir skilnaðinn. Nú hafa þær rétt á því sem heit- ir „lífeyrir til rnaka" í eitt ár eftir skilnað, en hann er oft úrskurðað- ur um 5—6 þúsund krónur á mán- uði þetta eina ár. Það sér hver maður að þetta er ekki mikið og það er spurning hvort ekki mætti rýmka þessar reglur eða lengja tímann, sem þær gilda. Því þessar konur veigra sér oft við að fara út á vinnumarkaðinn eftir e.t.v. ára- tuga störf inni á heimilinu. Sambúðarfólk stærsta vandamál sifjaréttarins En aðalvandamálið í sifjarétt- armálum í dag er þó sambúðar- fólkið,“ segir Svala. „Það er út- breiddur misskilningur að sambúð gefi sömu réttindi og hjónabandið. Engin sérstök lög gilda um sam- búð ógifts fólks. Að vísu er hægt að gera eignaskiptasamninga, en slíkum samningi fylgir ekki sjálf- krafa erfðaréttur né önnur rétt- indi. Helmingaskiptareglan gildir ekki við slit á óvígðri sambúð, né heldur réttur til lífeyris eftir maka eða setu í óskiptu búi. En fólk kemur oft eins og af fjöllum þegar því er skýrt frá þessum staðreyndum um óvígða sambúð. Á síðustu árum hefur orðið hreyfing í þá átt, að dæma aðilum Sviðsmynd úr Gúmmí Tarzan. MorgunblaSift/Pétur Húsavfk: Gúmmf-Tarsan fær góðar viðtökur IIÚNavík, 6. desember. LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýndi sl. laugardag sjónleikinn GÚMMÍ TARZAN eftir Ole Kirkegaard í þýö- ingu Jóns Hjartarsonar, undir leik- stjórn Oktaviu Stefánsdóttur. Flestir leikararnir eru ungl- ingar og þar á meðal Þorgeir Tryggvason, sem leikur titilhlut- verkið og gerir það mjög vel. Framkoma unglinganna er óþvinguð og frjálsmannleg og þeim öllum til sóma, enda virðist leikstjórinn hafa náð góðri stjórn á hópnum. Þó þetta sé fyrst og fremst skrifað fyrir unglinga og börn hafa allir gaman af á að horfa, enda hefur sýningunum verið mjög vel tekið og hafa þegar verið þrjár sýningar fyrir fullu húsi. Leikfélagið virðist ætla að starfa með miklum krafti í vetur, undir meirihlutastjórn kvenna, en stjórnina skipa Anna Ragnars- dóttir form., Ása Gísladóttir, gjaldkeri, og Snædís Gunnlaugs- dóttir, ritari, en þær hafa með- stjórnendur Svavar Jónsson og Þorkel Björnsson. Þetta er annað verkefni vetrar- ins og þegar er hafinn undirbún- ingur að því að koma á fjalirnar þriðja leikritinu á líðandi vetri. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.