Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 29 Samstarfsverkefni fjögurra rannsóknarfyrirtækja í líftækniiðnaði: 65,5 milljónum varið í verkefnið næstu 3 ár NEFND skipud af rannsóknarráði ríksins og líftækninefnd Háskóla fs- lands hefur að undanfornu unnið að athugunum á því, hvernig hraða megi þróun lífUekniiðnaðar á fs- landi. Nefndin hefur gert tillögu um umfangsmikið samstarfsverkefni fjögurra rannsóknarstofnana um vinnslu ensíma úr íslenzku hráefni. Smstarfsverkefni þetta mun taka þrjú ár og er heildarkostnaður áætl- aður alls 65,5 milljónir króna, þar af 16,4 milljónir á árinu 1985. Þær rannsóknarstofnanir sem hér um ræðir eru Raunvísindastofnun Há- skóla íslands, Líffræðistofnun Há- skólans, Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins og Iðntæknistofnun fs- lands. Markmið þessa samstarfsverk- efnis er að leita leiða til að vinna próteinkljúfandi ensím á ýmsum hreinleikastigum úr fiskúrgangi og hveraörverum. Samtímis þessu verða rannsakaðir notkunarmögu- leikar þessara ensíma og annarra í fiskiðnaði. Þá verða kannaðir notkunar- og markaðsmöguleikar þessara ensímafurða fyrir annan matvælaiðnað, almennan iðnað, heilsugæslu og rannsóknir. í þessu sambandi verða allir eiginleikar ensímanna rannsakaðir til að afla nauðsynlegra upplýsinga og þekk- ingar, sem er forsenda vinnslu, hagnýtingar og markaðssetn- ingar. Ráðgert er að vinna að tveimur meginverkefnum, annars vegar vinnslu kuldavirkra ensíma úr fiski og hins vegar hitaþolinna ensíma úr hveraörverum. Þessi verkefni munu skiptast í þrjá megin verkþætti, þ.e.: 1. Rannsóknastofuvinnslu ensím- anna og rannsóknir á eiginleik- um þeirra. 2. Frumvinnsla og tilrauna- vinnsla. 3. Hagnýting ensimanna og mark- aðsrannsóknir. í skýrslu rannsóknastofnana er bent á að kostnaður við fyrstu verkefnisstigin er að jafnaöi lítill miðað við stofnkostnað fram- leiðslufyrirtækja. Eftir því sem undirbúningur verður betri, minnkar fjárhagsleg óvissa. Því er gert ráð fyrir fram- lögum til grunnrannsóknarstarf- seminnar og frumkannana, en að ýmsir áhugaaðilar taki þátt í fjár- mögnun og starfsemi síðar meir. Þá er áætlað að leita til norrænna samstarfsaðila og kannaðir verða möguleikar á fjármögnun sam- starfsverkefnisins úr norrænum iðnþróunarsjóðum. Gert er ráð fyrir að þegar á næsta ári megi hefja undirbúning að stofnun sérstakra þróunarfyr- irtækja um framleiðslu og sölu á þeim ensímum sem verið er að skipuleggja áframhaldandi rann- sóknir á og unnið hefur verið að á undanförnum árum. Áætlað er að nokkrir þeirra starfsmanna, sem vinna að umræddum verkefnum, muni fylgja verkefnunum út í at- vinnulífið, þegar þar að kemur að hefja megi framleiðslu á þeim. Nefndin bendir á áhugaverða þróun, sem orðið hefur í rafeinda- iðnaði hérlendis, þar sem hópur starfsmanna frá Raunvísinda- stofnun Háskólans fylgdi með framleiðslu og sölu á rafeindavog- um og tölvukerfum fyrir fisk- vinnsluhús, þegar stofnað var hlutafélagið Marel hf. Það fyrir- tæki hefur á einu ári vaxið úr 4 starfsmönnum í 22 og tífaldað söl- una á rafeindavogunum hérlendis og erlendis. STOFNF.TARREIKNINGUR S KATTA LÆKKUN , OG EIGIN FJARFESTING Árni Larsson Tvær nýjar ljóða- bækur eftir Árna Larsson IJODSMIDJAN sf. í Reykjavík hefur sent frá sér tvær Ijóóabækur eftir Árna Larsson. Bækurnar heita Drð elta fugla og Góðvonarhöfuð. Þær hafa að Ijeyma um hundrað Ijóð, og er önnur bókanna myndskreytt. Ljóðabækurnar eru prentaðar í prentsmiðjunni Rún og bundnar inn hjá Arnarbergi. Áður hafa komið út eftir Árna Larsson bækurnar Uppreisnin í grasinu (skáldsöguþættir) 1972 og ljóðabókin Leifang vindanna 1974. Ennfremur er í ráði hjá Ljóða- smiðjunni sf. að gefa út blaða- og tímaritsgreinar eftir Árna frá árun- um 1970—1983. Greinasafnið ber heitið Þrumudýrðin og kemur það út snemma á næsta ári. Ljóðabækurnar Orð elta fugla og Góðvonarhöfuð fást í bókaverslun Braga í Lækjargötu, hjá ísafold, bókaverslun Máls og menningar, bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar, og í Bóksölu stúdenta. Framlög einstaklinga til atvinnurekstrar eru frádráttarbœr frá skatt- skyldum tekjum að vissu marki skv. nýjum ákvœðum skattalaga. Frádráttur má vera allt að kr. 20.000.- á ári hjá einstaklingi eða kr. 40.000.- hjá hjónum. SKILYRÐI Til þess að njóta þessara skattafríðinda geta einstaklingar m.a. lagt fé inn á stofnfjárreikning í því skyni að stofna síðar til eigin atvinnu rekstrar. Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenœr sem er innan 6 ára frá lokum innborgunarárs. INNLÁNSKJÖR Stofnfjárreikningarnir eru sérstakir innlánsreikningar bundnir í 6 mánuði. Innstœður eru verðtryggðar samkvœmt lánskjaravísitölu. HAGDEILDIN AÐSTOÐAR Hefur þú í hyggju að stofna til eigin atvinnurekstrar með þessum hœtti? Sé svo geturþú leitað til sérfrœðinga Hagdeildar Landsbankans að Laugavegi 7 Reykjavík og ráðfœrt þig við þá um rekstur fyrirtœkja þér að kostnaðarlausu. Upplýsingar um stofnun stofnfjárreikninga eru veittar í sparisjóðs- deildum Landsbankans LANDSBANKTNN Græddur er geymdur eyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.