Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 33 ÓAinnéuin, Danmörku, 10. desember. AP. ÞAÐ VAR í fyrsta sinn í u.þ.b. tvær aldir sem týnda sinfónían hljómaði, þegar hún var flutt í nýju tónlist- arhöllinni í Óðinsvéum á sunnudagskvöld, og verkið þótti allt í senn fjörugt, hljómfagurt og leikandi létt og bera vitni æskumannin- um og snillingnum sem tal- ið er að hafi samið það, Austurríkismanninum Wolfgang Amadeus Moz- art. Meðal áheyrenda, sem voru hvarvetna að úr heiminum, var Ingiríður ekkjudrottning. Var Óðinsvé: Gunnar Thygesen, skjalavörður sinfóníuhljómsveitarinnar í Óðinsvéum, með nótnablöð Mozart-sinfóníunnar. f - jgHf: . w**".; Wolfgang Amadeus Mozart. Myndina gerði Joseph Lange 1782—83. Frum- myndin er í Mozart- safninu í Salzburg, en haft var eftir Constönzu, eigin- konu Mozarts, að myndin líktist hon- um ótrúlega mikið. Týnd sinfónía flutt í fyrsta skipti í 200 ár Þótti bera vitni æskumanninum og snillingnum, sem taliö er að hafi samið hana sinfóníuhljómsveit Óðinsvéa og ungverskum aðalstjórnanda hennar, Tamas Vetoe, fagnað ákaflega að loknum hnökralaus- um og innblásnum flutningi verksins. Hlaut það titilinn Óðinsvéasinfónía Mozarts KV16A. Danska ríkisútvarpið hafði beina útsendingu frá tónlistar- viðburðinum og breska útvarpið, BBC, hljóðritaði hann. Hópur sjónvarpsfólks á vegum Dana, Breta, Bandaríkjamanna og Jap- ana gerðu sameiginlega klukku- tíma heimildardagskrá um þessa endurfæðingu sinfóníunnar. Er áætlað að um 250 milljónir manna sjái hana. Þá gerðu Bret- ar hljómplötu með flutningi sin- fóníuhljómsveitar Óðinsvéa- borgar, hina fyrstu sem hljóm- sveitin leikur inn á. Átti platan að koma út í dag, mánudag. Sinfónían sem er í A-dúr skiptist í þrjá þætti, allegro moderato, andantino og rondo og allegro moderato, og hefur að öllum líkindum verið skrifuð í Vín árið 1768, þegar Mozart var 12 ára gamall. í túlkun Vetoes hljómsveitar- stjóra þótti hinn fjörugi fyrsti kafli minna á stef í óperu sem Mozart samdi löngu síðar, Töfra- flautunni. Og í öðrum þætti, sem er hægur, brá fyrir laglínu, sem þótti líkjast stefi í óperu Glucks, Orfeus og Evridís, sem Mozart kann að hafa heyrt í Vín skömmu áður en hann samdi sinfóníuna. En það, sem virtist sannfæra flesta um að þeir væru að hlusta á tónlist eftir hinn eina og sanna Mozart, var rondo og finale. Þegar Gunnar Thygesen, skjalavörður hljómsveitarinnar, fann sinfóníuna snemma árs 1982, í skjalasafni hljómsveitar- innar, var þegar vitað um tilvist verksins, sem getið er í skrá Koechels yfir um 600 verk Moz- arts. Á meðal verkanna í skránni eru nærri 50 sinfóníur. Mun af- ritið sem Thygesen fann hafa komist í eigu danskra tónlistar- áhugamanna í Hamborg árið 1793, en síðan er ekkert vitað um afdrif þess fyrr en skjalavörður- inn gróf það upp fyrir rúrnum tveimur árum. Vatnsmerki á pappírnum sem afrit sinfóníunnar er skrifað á sannar að hann er framleiddur 1773. Sérfræðingar um tónlist hafa heldur ekkert fundið í verkinu, sem stríði gegn því, að Mozart geti verið höfundurinn. Jens Peter Jensen, danskur sér- fræðingur í að bera kennsl á gamla tónlist, sagði: „Við erum eins nærri því að vita þetta fyrir víst og hægt er án þess að hafa upprunalega handritið í höndun- um.“ Bandariskir dýraviiiir: Rændu tilrauna- dýrum Doarte, Kaliforníu, 10. desember. AP. FJÖLDI hunda með krabba- mein og kanínur haldnar al- varlegum smitsjúkdómi voru í hópi þeirra rösklega eitt hundrað dýra, sem rænt var frá rannsóknarstofnun í Hope-borg í Kaliforníu um síðustu helgi. Hópur manna, sem nefnir sig Animal Liberation (Frels- un dýra), hefur lýst ábyrgð ránsins á hendur sér, að því er Ingrid Newkirk, talsmaður samtaka í Los Angeles, sem berjast fyrir góðri meðferð á dýrum, greindi frá í dag. Hún sagði, að Hope-borg væri „út- rýmingarbúðir" þar sem gerð- ar væru þjáningarfullar til- raunir á dýrum. Talsmenn rannsóknarstofn- unarinnar segja að ránið muni setja úr skorðum rannsóknir á krabbameini, „herpes" og fleiri sjúkdómum, sem kosta hálfa milljón bandaríkjadala. Þeir vildu ekkert segja um staðhæfingar um illa meðferð á tilraunadýrunum og heldur ekki hvort sú fullyrðing dýra- verndarsinna, að dýr væru notuð við rannsókn á AIDS, áunninni ónæmisbæklun, hefðu við rök að styðjast. Ekki er talið að dýrin, sem rænt var, muni bera út sjúk- dóma, en talsmenn rannsókn- arstofnunarinnar segja að brýnt sé að þeim verði skilað, svo unnt sé að ljúka rannsókn- um þeim, sem þau eru notuð við. „Fjöldi manna þjáist af hræðilegum sjúkdómum. Til- raunirnar á þessum dýrum eru gerðar í því augnamiði að hjálpa þessu fólki," sögðu tals- mennirnir. Nicaragua: Mennta- mála- ráðherra rekinn úr reglu jesúíta Páfagarói, 10. desember. AP. Menntamálaráðherrann í Nic- aragua, sem setið hefur í ríkis- stjórn sandinista í trássi við vilja páfa, hefur verið rekinn úr jesú- ítareglunni. Skýrði talsmaður hennar frá því í dag. Johannes Gerhartz, talsmaður jesúítareglunnar, sagði að yfir- menn hennar í Mið-Ameríku hefðu afhent Fernando Cardenal skjal þar sem honum hefði verið skýrt frá brottrekstrinum, en auk hans hefur Páfagarður reynt að fá þrjá aðra kaþólska presta til að segja af sér opinberum embætt- um. Er þar um að ræða Miguel D’Escoto, utanríkisráðherra, Em- esto Cardenal, menningarmála- ráðherra og bróður Fernandos, og Edgard Parrales, sendiherra Nic- aragua hjá Samtökum Ameríku- ríkja. Eldföst föíog skálar í kopargrind K3STA BODA Bankastræti 10. Sími 13122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.