Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 34

Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Flokksþingi Græningja lokið: Ágreiningsmál enn ekki leyst iiamborg, 10. dewmber. AP. ÞRIGGJA daga þingi Gneningja, stjórnmálallokk.s í Vestur-Þýskalandi sem kennir sig við umhverfisvernd og friðarstefnu, lauk í gær án þess að lausn fyndLst á ágreiningi flokksfélaga um samstarf við aðra stjórnmálaflokka. Tillaga, sem einn helsti leiðtogi Græningja, Rainer Trampert frá Hamborg, studdi, þess efnis að samstarf við Jafnaðarmanna- flokkinn kæmi ekki til greina, var felld í atkvæðagreiðslu. Var engin samþykkt gerð um samstarf við aðra flokka. Trampert var á hinn bóginn endurkjörinn í þriggja manna nefnd, sem í rauninni fer með stjórn flokksins, en nefndarmenn eru kallaðir „talsmenn" hans. Auk hans voru kjörin í nefndina Jitta Ditfurth frá Frankfurt og Lukas Beckmann frá Bonn. Trampert og Ditfurth teljast til þess hóps Græningja, sem harðastur er á að fylgja upprunalegri stefnu flokks- ins og vilja að hann sé fyrst og fremst mótmælahreyfing, en stefni ekki að þátttöku í stjórn ríkisins. Beckmann er aftur á móti stundum kenndur við „raunsæis- sinna" í flokknum og hefur hann lýst því yfir að hann útiloki ekki samstarf við Jafnaðarmenn eða aðra flokka, þótt aðstæður séu ekki til slíkrar samvinnu nú. Beinagrind- ur, skartgripir og peningar —frá rómverskri tíð Kóm, 10. desember. AP. NÝLEGA fundust 32 beina- grindur af raönnum við forn- leifauppgröft í Torre Annunziata á Ítalíu. Auk þess fannst fjöldi skartgripa og mikið af gull- og silfurmynt, hvort tveggja frá rómverskri tíð. Stað þennan kölluðu Róm- verjar Oplontis og gereyddist hann eins og Pompei og Her- aculanum í hinu gifurlega eldgosi í Vesúvíusi árið 79. Leiðtoga sleppt Símamynd AP. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu í Póllandi, heilsar hér upp á Bogdan Lis, Samstöðuleiðtoga sem fór lengi huldu höfði, en hefur nýlega verið sleppt úr fangelsi í Varsjá í skjóli sakaruppgjafarreglugerðar stjórn- valda. Nóbelsverðlaunahátíðin: Verðlaunahafar í vísindum frá óvenju mörgum löndum Framkoma tékkneskra yfirvalda við börn Seiferts varpar skugga á hátíðina Persaflói: Ráðist á olíuskip Mmami, Bahrun, 10. deaember. AP. EXOCETT-flugskeyti var í g*r skotið frá íraskri orrustuþotu að olíuskipi, sem var statt fyrir sunnan Kharg- eyju á Persaflóa. A laugardag réðst írönsk flugvél á birgðaskip frá KuwaiL Skipstjórinn á B.T. Investor, 163.000 tonna skipi, sem skráð er á Bahama-eyjum, sagði eftir árás- ina, að engin meiðsl hefðu orðið á mönnum og litlar skemmdir á skipinu. Var það á leið til Kharg- eyjar til að taka olíu þegar á það var ráðist og gerði flugskeytið mikið gat á skipshliðina rétt fyrir ofan sjólínu. Frá því að íranir og írakar tóku að ráðast á olíuskip og önnur á Persaflóa hafa 59 skip orðið fyrir árás að sögn fulltrúa Lloyds í London. Stokkhélmi. 10. denember. AP. Nóbelsverðlaunin í bókm- enntum, hagfræði og vísindum voru afhent í Stokkhólmi í dag, 10. desember, á afmælisdegi Al- freds Nobel. Hrakandi heilsa Jaroslavs Seifert, sem hlaut bókmenntaverðlaunin, og fram- koma tékkneskra yfirvalda gagnvart börnum hans þykir hafa varpað nokkrum skugga á hátíðahöldin að þessu sinni. Jana Seifertova og Jaroslav bróðir hennar þurftu að bíða lengi eftir brottfararleyfi frá Tékkóslóvakíu til að taka við verðlaununum fyrir hönd föður síns, sem vegna skrifa sinna er í litlu uppáhaldi hjá ráðamönnum. Sl. laugardag efndi útgefandi Seiferts í Svíþjóð til veislu og bauð til hennar börnum skáldsins ásamt nokkrum sænskum rithöf- undum og útlægum Tékkum. Ætluðu þau að mæta, en hættu við á síðustu stundu án þess að gefa nokkra skýringu. Útlægur landi þeirra og vinur sagði hins vegar að ástæðan væri augljós. Tékkneska sendiráðið hefði bann- að þeim að mæta vegna þess hve margir andófsmenn voru meðal gestanna. Verðlaunahafarnir að þessu sinni eru frá fleiri löndum en ver- ið hefur um skeið. Auk Seiferts eru tveir Bretar, Dani, Hollend- ingur, ítali, Vestur-Þjóðverji og, sem kemur á óvart, aðeins einn Bandaríkjamaður. Allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa Bandaríkjamenn næstum einok- að vísindaverðlaunin og síðustu 25 árin hafa þeir fengið 86 af 150 verðlaunum i eðlisfræði. efna- fræði og læknisfræði. I fyrra fengu átta Bandaríkjamenn öll vísindaverðlaunin og 1976 öll vís- indaverðlaunin og bókmennta- verðlaunin. Efnafræði: Bruce Merrifield við Rockefeller-háskólann í New York. Verðlaunin fær hann fyrir að finna aðferð til að framleiða peptíð og þær framfarir sem upp- götvunin hefur í lyfjaframleiðslu og erfðaverkfræði. Eólisfræði: ítalinn Carlo Rubbia og Hollendingurinn Simon van der Meer við samevrópsku kjarn- eðlisfræðistofnunina í Genf, CERN. Fyrir að færa sönnur á tilvist tveggja ofurþungra einda, sem skýra uppbyggingu efnisins í alheimi. Læknisfræði: Daninn Niels Jerne, Vestur-Þjóðverjinn Georg- es Köhler við ónæmisstofnunina í Basel í Sviss og Bretinn Cesar Milstein. Uppgötvanir þeirra hafa mikla þýðingu fyrir ná- kvæma greiningu, meðhöndlun og lækningu ýmissa sjúkdóma, t.d. æxla, sykursýki og gigtar og einnig fyrir líffæraflutning. Hagfræði: Englendingurinn Sir Richard Stone fyrir brautryðj- andastarf við uppsetningu þjóð- hagsreikninga, en kerfi hans sem hann fann upp á stríðsárunum er notað um allan heim án tillits til þj óðfél agsgerðar. Friðarverðlaunin 1984 verða af- hent í Ósló, en þau hlaut eins og kunnugt er afríski biskupinn Desmond Tutu fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu stjórn- valda í Suður-Afríku. Ólympíuleikar í Seoul 1988: N-Kórea enn á móti Tókýó, 1«. desember. AP. Kang Song forsætisráðherra Norður Kóreu lýsti yfir því í dag að fela þyrfti öðrum en Suður-Kóreu framkvæmd ólympíuyleikanna 1988 því hættan á Kóreustríði væri ætíð yfirvofandi. Með því að halda því til streitu að halda leikana í Seoul væri verið að ögra Norður-Kóreu. Kang sagði einnig að Norður- Kóreumenn vildu ekki sjá að halda leikana, en væru enn sem komið er fullir áhuga á að Kóreu- rikin taki þátt í ólympiuleikum og öðrum alþjóðlegum stórmótum með sameiginlegu keppnisliði. Norður-Kóreumenn hafa ítrek- að lýst andstöðu sinni við Ól- ympíuleikahald í Seoul. Yfirlýsing Kangs er þó hin ákveðnasta um þetta mál til þessa. Kemur hún í kjölfar yfirlýsingar Alþjóðaól- ympíunefndarinnar í síðustu viku um að hvergi verði frá því hvikað að halda leikana í Seoul 1988. Interferon-ráðstefna í Heidelberg: Lausnin ekki fundin — „Interferon er ekkert töfralyf“ INTERFERON hefur ekki reynst vera það Cöfralyf sem haldið var og einkum á þetta við um notkun þess Tailand: 300 Víetnamar falla í átökum við skæruliöa Arujipratbel, Tailandi, 10. dearmber. AP. EKKI FÆRRI en 250 til 300 víetnamskir hermenn hafa fallið frá því að árásir hófust á herbúðir kambódískra andspyrnumanna við Nong ('han, á landamærum Kambódíu og Tailands, að því er heimildarmenn innan tai- lenska hersins sögðu á sunnudag. Heimildarmennirnir, sem ekki vildu láta nafna sinna getið, kváðu auk þess um 130 vietnamska her- menn hafa særst í bardögunum um herbúðirnar. Ennfremur sögðu þeir 32 kambódíska skæruliða hafa fallið og 47 særst alvarlega. Ekki var unnt að fá tölur um mannfall staðfestar eftir öðrum leiðum. Andspyrnumönnum, Tai- lendingum og starfsmönnum al- þjóðlegra hjálparstofnana ber mikið í milli þegar þeir nefna áætlaðar tölur yfir fallna og særða ffa því þessi fyrsta árás Ví- etnama á landamærunum nú um sex mánaða skeið hófst um miðjan nóvember, en þeir hafa barist við kambódíska skæruliða frá 1979. við meðferð krabbameins. Holger Kirchner prófessor, sem starfar við rannsóknir hjá Þýsku krabbameinsstofnuninni, sagði á þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni um interferon, að enn væri lausnin ekki fundin. Kari Cantell, sem starfar við finnsku heilbrigðisstofnunina í Helsinki, sagði einfaldlega: „Int- erferon er ekkert töfralyf." Ráðstefna þessi var haldin í Heidelberg og stóð í fjóra daga. Skipuleggjendur hennar voru al- þjóða félagsskapur um rannsóknir á interferon, hollensk samtök um hagnýtar rannsóknir (TNO) og þýska krabbameinsstofnunin. Fulltrúarnir ræddu um þær vonir sem vaknað hefðu í sam- bandi við notkun lyfsins við með- ferð krabbameins og til að vinna gegn veirusjúkdómum. Interferon var uppgötvað 1957 og voru bundnar miklar vonir við eiginleika þess til þess að vinna á krabbameini. Lyfið er framleitt í frumum sem sýktar hafa verið með veiru. Við það myndast áhrifaríkt eggjahvítuefni, sem ver aðrar frumur fyrir sýkingu. Elsa Heidemann prófessor, sem starfar í Tiibingen, lagði áherslu á, að þegar væri farið að beita int- erferon-meðferð við nokkra veiru- sjúkdóma. Einnig hefði henni ver- ið beitt við meðferð ristils; sjúk- dóma sem orsökuðust af kvefi; og heilabólgu — með góðum árangri. Þá kom fram, að tekist hefði að fá fram skammtíma bata við með- ferð augnsjúkdómsins herpes ker- atitis, sem er veirusjúkdómur, með því að beita interferon sam- hliða öðrum veirulyfjum. Einnig var rætt um notkun int- erferon við meðferð taugasjúk- dóma, sem veirur valda hugsan- lega, svo sem mænusiggs (mult- iple sclerosis). Rannsóknir, sem undanfarin fimm ár hafa farið fram á mænu- siggi, benda til að interferon geti tafið framgang sjúkdómsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.