Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 37

Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 37 Morgúnblaðið/Bjarni. ðræðið rfinu ind úr NATO árangri en ísland væri nú næst á dagskrá. Samkvæmt áætluninni mættum við íslendingar nú vænta þess, að haldið yrði uppi hvers kyns áróðri til að losa um tengsl íslands við NATO og búa til þá mynd, að ör- yggi íslendinga sé í raun ógnað af Bandaríkjunum. Þess megi sjá merki að vinna samkvæmt áætl- uninni sé hafin hér á landi. Kjarnorkuvopna- laust svæöi Ræðumaður lýsti skoðunum sín- um á hugmyndinni um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndun- um. Hann minnti á, að hún nyti sérstakrar hylli í Kreml. Þar teldu menn, að væri rétt á málum haldið væri í krafti hugmyndarinnar unnt að koma á svokölluðu „sam- virku" öryggi á Norðurlöndunum. Hjá Sovétmönnum fælist það í „samvirku" öryggi, að þeir fengju rétt til að hlutast til um innan- landsmál þeirra þjóða sem ættu aðild að öryggiskerfinu. Ef Sovétmönnum tækist að fá NATO-ríkin ísland, Noreg og Danmörku til að gerast aðiiar að kjarnorkuvopnalausu svæði með einhliða yfirlýsingum og sam- kvæmt ábyrgðartryggingu Sovét- ríkjanna fælist í því réttur Sovét- manna til að hlutast til um innan- landsmál þessara ríkja. Um þetta snerist deilan þegar þetta mál bæri á góma. Gegn ihlutun af því tagi yrðum við að verjast ef við vildum varð- veita lýðræðislega stjórnarhætti. Ekki væri sjálfgefið að okkur tæk- ist að verjast þessari ágengni, og við gætum það ekki nema í sam- vinnu við aðra. Frá þeirri stundu sem við segðum skilið við sam- starfsþjóðirnar í NATO yrði breyting á íslensku þjóðfélagi og þjóðskipulagi. Þessi staðreynd sýndi okkur að við gætum alls ekki leyft okkur að leggja stórveldin að jöfnu. Ein- mitt þess vegna væru utanríkis- mál líka stjórnmál, þau snerust um varðveislu frelsis, mannrétt- inda og lýðræðis. Þetta grundvall- aratriði væri alltof sjaldan rætt. Athyglin beindist um of að tækni- legum atriðum, afstaðan réðst hins vegar af viðhorfinu til þess sem skilur á milli lýðræðis og al- ræðis. Fjölmargar fyrirspurnir Að lokinni framsöguræðunni svaraði Jón Baldvin Hannibalsson fjölmörgum fyrirspurnum fund- armanna. Ræðumaður taldi eðlilegt að settar yrðu skorður við fjölda og umsvifum sovéskra sendiráðs- manna hér á landi, þeir væru að stórum hluta útsendarar sovésku öryggis- og njósnastofnunarinnar KGB. Hann vék að þeim hugmyndum sem uppi væru um það, að allan vanda mætti leysa með því að ræða við Sovétmenn um utanríkis- og öryggismál. Þetta væri mikil blekking. Til dæmis hefði Hels- inki-samþykktin sem Sovétmenn ættu aðild að sýnt hve fráleitt væri að ætla Kremlverjum að við- urkenna mannréttindi í verki inn- an landamæra sinna. Gerðu þeir það myndi ríki þeirra leysast upp. Það yrði að tala við þá út frá styrkleika en leggja bæri höfuð- kapp á að efla trúnaðartraust milli stjórnvalda á Vesturlöndum og almennings í öryggis- og varn- armálum og það yrði að gera með öðrum hætti en telja viðræður við Rússa einhverja allsherjarlausn. Þegar Jón Baldvin svaraði fyrir- spurn um það, hvort hann myndi berjast fyrir þeim sjónarmiðum sem hann hefði lýst í ræðu sinni í hópi bræðraflokka jafnaðar- manna í öðrum löndum sagðist hann myndu gera það. Hann taldi sig eiga samleið með frönskum jafnaðarmönnum undir forystu Francois Mitterrand í utanríkis- og öryggismálum. Á þeim væri enginn bilbugur til dæmis í af- stöðunni til Evrópueldflauganna. Þá minnti hann á, að sósíal- demókratar hefðu .verið í farar- broddi þeirra víða um lönd sem stóðu að stofnun Atlantshafs- bandalagsins. Hann vildi auka hlut íslendinga í samstarfi NATO-ríkjanna um hernaðarleg málefni. Þátttaka okkar í þessu samstarfi ætti að sjálfsögðu að miðast við öryggis- hagsmuni okkar. Hvers vegna er- um við til dæmis ekki fullgildir þátttakendur í hermálanefnd NATO? spurði hann. Á hinn bóg- inn ættum við ekki að hika við að gagnrýna bandamenn okkar ef við teldum það nauðsynlegt, til dæmis væri hann mjög gagnrýninn á stefnu Bandaríkjanna í Mið- Ameríku. Hagsmunum lýðræðis- þjóðanna yrði ekki borgið með því að hlaða undir fasista og her- stjóra. Um komu Williams Arkin hing- að til lands í síðustu viku og það sem hann hafði til íslenskra ör- yggismála að leggja, sagði Jón Baldvin Hannibalsson, að hann væri lítt uppnæmur fyrir heims- styrjaldarfyrirsögnum Þjóðvilj- ans. Taka bæri því sem Arkin segði með varúð, hann hefði verið staðinn að því að fara með fleipur. Auðvitað ætti að kanna þetta mál til hlítar. Hitt yrðu menn að vita, að til væru óteljandi áætlanir um hitt og þetta í varnarmálaráðu- neytum, væri málum ekki þannig háttað værum við illa settir. En hefðu Bandaríkjamenn með ein- hverjum hætti brotið samninga við Islendinga ætti að mótmæla því og leiðrétta. Vegna fyrirspurnar um fjár- hagslegan ávinning íslendinga af dvöl varnarliðsins, Aronskuna svonefndu, rifjaði Jón Baldvin upp hugmynd sem fram hefði komið um að flytja varnarstöðina austur að Langanesi og sagðist veikur fyrir henni, þótt seint kæmist hún líklega til framkvæmda með öllu því sem henni fylgdi, vegum, járn- braut þvert yfir landið og flug- velli. En í alvöru sagðist hann vilja leggja áherslu á það, að þannig væri jafnan staðið að fyr- irkomulagi og framkvæmd varn- armála hér á landi að það væri í sem bestu samræmi við kröfur ts- Iendinga og það sem þeir teldu hagsmuni sína á hverjum tíma. Við ættum til dæmis sjálfir að hafa frumkvæði að því að hér yrðu reistar ratsjárstöðvar eða olíu- geymar, ef við teldum það nauð- synlegt vegna okkar eigin öryggis. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GLENN FRANKEL Nyerere með sendinefnd frá Norðurlöndum, Noregi, Danmörku og Sríþjóð. Engir hafa verið jafn rausnarlegir rið Tanzaníumenn og norrænu þjóðirnar. Tanzanía: Er Nyerere að gefast upp á sósíalismanum? Sautján árum eftir að Tanzaníumenn lögðu út á braut sósíalismans er efnahagur landsins að hruni kominn. Matvælaframleiðslan hefur dreg- ist stórkostlega saman og skortur á erlendum gjaldeyri veldur því, að bensín, olíur og varahlutir fást ekki nema með höppum og glöppum. Af þessum sökum eru stjórnvöld nú að reyna að breyta til og beita sér fyrir efnahagsumbótum, sem vestrænir sérfræðingar segja, að séu nauðsyn- legar þótt þær muni koma illa við landsmenn um sinn. Helstu aðgerðir stjórnarinn- ar hafa verið að hækka verðið á landbúnaðarvörum til bænda á sama tíma og verðlags- eftirlit og niðurgreiðslur hafa verið afnumdar að miklu leyti. Ýtt hefur verið undir einkafjár- festingu og nokkuð slakað á takmörkunum við innflutning til landsins en róttækasta áætlunin er að skera niður ríkisfyrirtækin og draga úr völdum þeirra, sem eftir verða. í Tanzaníu eru ríkis- fyrirtækin rúmlega 300 talsins og það, sem þau eiga sameigin- legt, er óstjórn og spilling. Auk þess eiga stjórnvöld í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lán til að bæta gjaldeyrisstöð- una. Áhrifin af þessum aðgerðum eru þegar farin að koma í ljós. Áður var stöðugur vöruskortur í verslunum, einkum á matvælum, hreinlætisvörum og öðrum nauð- synjum, en nú eru þessar vörur aftur komnar í búðarhillurnar. Verðið er hins vegar þrisvar sinnum hærra en það var þegar ekkert fékkst. Opinberlega vill enginn, hvorki Nyerere, forseti, né aðrir frammámenn, kannast við, að þessar aðgerðir séu fráhvarf frá sósíalismanum. „Þjóðin hefur lifað um efni fram,“ sagði Cleop- as Msuya, fjármálaráðherra, nú nýlega. „Að draga úr eyðslunni er hvorki sósíalismi né kapítal- ismi, aðeins heilbrigð skynsemi. „En“ bætti hann við, „raunsæ- ismenn sjá auðvitað, að stefn- unni hefur verið breytt nokkuð." Á sínum tíma þótti Tanzanía fyrirmyndarríki í Afríku og sönnun þess, að sósíalisminn ætti best við í hinni svörtu álfu. Mörg stór virki voru líka unnin. Barnaskólanám er ókeypis, 70% fullorðins fólks eru læs, heilsu- gæslustöðvar eru hvergi í meiri fjarlægð en svo frá þorpum landsins, að unnt er að ganga til þeirra og 30% 8.300 þorpa og bæja hafa aðgang að hreinu og ómenguðu vatni. Þessar framkvæmdir voru unnar fyrir erlend lán og þróun- araðstoð og voru engar þjóðir rausnarlegri við Nyerere en Norðurlöndin. í skýrslu frá Al- þjóðabankanum á árinu 1982 segir, að helmingur vatns- hreinsistöðva í þorpunum sé ónothæfur vegna skorts á elds- neyti og varahlutum og í nýlegri athugun á heilsugæslustöðv- unum kom í ljós, að þar vantaði viðast hvar sápu, hitamæla og lyf. Verksmiðjurnar í Tanzaníu eru ekki nýttar nema að 20—30% og meira en helmingur allra vörubíla og dráttarvéla í landinu stendur ónotaður. I trúnaðarskýrslu frá Alþjóða- bankanum nú í sumar sagði, að í öllum atvinnugreinum alls stað- ar í landinu væri um hraða aft- urför að ræða. Opinber þjónusta er með sama marki brennd og nú er svo komið, að ríkisstarfsmenn ganga fyrir mútum. Aðalástæðan fyrir afturför- inni er miðstýringin. Árið 1972 afnam Nyerere allar héraðs- stjórnir í landinu og í stað frjálsra samvinnusamtaka var komið á fót ríkisfyrirtækjum. í viðtali nýlega viðurkenndi hann, að þetta hefðu verið meiriháttar mistök. Það voru einnig mistök hjá stjórnvöldum að vanrækja landbúnaðinn, sem er aðalút- flutningsgreinin og veitir 85% landsmanna atvinnu. Tanzaníu- menn ættu að geta verið stór út- flytjandi matvæla en þurrkar og kolröng stefna í landbúnaðar- málum liafa valdið því, að á síð- ustu þremur árum hefur stjórn- in orðið að flytja inn 836.000 tonn af korni og áætlað er, að innflutningurinn á næsta ári megi ekki vera minni en 230.000 tonn. Við þessu hefur stjórn Nyerer- es brugðist með því að hækka verðið til bænda og með því að fækka ríkisfyrirtækjunum og minnka umsvif þeirra. Við hlut- verki þeirra eiga að taka smá samvinnufélög en ólíklegt er, að þeim verði gefinn of laus taum- urinn. Þau gætu þá orðið upp- spretta sjálfstæðs valds og póli- tísk ógnun við núverandi valda- menn. Þess vegna er búist við, að þeir skipi sjálfir forstjóra sam- vinnufélaganna og um leið minnka likurnar á því að hags- munir bændanna verði teknir fram yfir hagsmuni valdsins í Dar es Salaam. Msuya, fjármálaráðherra, var- aði fyrr á árinu vestræn ríki, sem veita Tanzaníumönnum ■þróunaraðstoð, og lánardrottna þeirra eins og Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn við því að neyða stjórn- ina til að velja á milli gjaldþrots og harðrar stefnu, sem gæti valdið þjóðfélagslegri ólgu í landinu. „Afrískt samfélag er mjög viðkvæmt. Við verðum að fara varlega til að það riðlist ekki,“ sagði hann og vitnaði til ólgunnar í Túnis og Egyptalandi í kjölfar verðhækkana á brauði. Þegar niðurgreiðslurnar voru afnumdar í júní með tilheyrandi verðhækkunum voru stjórnvöld sem á nálum og óttuðust viðtæk mótmæli. Af þeim varð þó ekki og liggja til þess ýmsar ástæður. Ein er sú, að margar nauðsynjar voru orðnar ófáanlegar nema á svarta markaðnum þar sem fólk varð að greiða fyrir þær enn hærra verð en loksins var sett upp fyrir þær niðurgreiðslulaus- ar._____________________________ Glenn Frankel er blaðamað- ur rið bandaríska blaðið „The Washington Post“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.