Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 41

Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 41 Stóriðjuver sem vinnustaður — eftir Eyjólf Sœmundsson Þann 19. síðasta mánaðar birt- ist í DV grein eftir Baldur Her- mannsson undir heitinu „staður konunnar er í eldhúsinu". Hún fjallar um stóriðju og var kjarni hennar einnig birtur í stakstein- um Morgunblaðsins 21. nóvember. í greininni ávarpar höfundur Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, alþingismann, og segir að hún viti t.d. ekki „að stóriðjuver eru eftir- sóttir vinnustaðir og þykja að mörgu leyti betri en gengur og gerist í þjóðfélaginu þó að kvenna- listakonur og Steingrímur Her- mannsson haldi annað (sbr. yfirlýs- ingar forstöðumanns Vinnueftirlits ríkísins). (Leturbr. undirritaðs). enda var strax við hönnun verk- smiðjunnar gert ráð fyrir ýmsum ráðstöfunum til að takmarka mengun á vinnustöðum þar. Þrátt fyrir þetta er mengun of mikil við nokkur störf og í nokkrum tilvik- um er það ryk í verksmiðjunni, sem hættulegast er talið, yfir hættumörkum. Nauðsynlegt er talið að gera úrbætur á mengun- arvörnum á vinnustöðum verk- smiðjunnar. Meginniðurstöður úttektar á mengun í kerskálum álversins, eftir að kerjum hafði verið lokað og hreinsibúnaður settur upp, urðu þær að rykmengun væri allt of mikil og flúormengun of mikil við sum störf. Nauðsynlegt er talið að gera verulegar úrbætur til að draga úr mengun og tryggja að lokun kerja skili þeim árangri sem að var stefnt í upphafi. „Það er hlutverk Vinnu- eftirlits ríkisins, sem ég veiti forstöðu, að fjalla á hlutlausan hátt um að- búnað, hollustuhætti og öryggi starfsmanna á vinnustöðum.“ Skýrslur, þar sem ofangreindar ályktanir komu fram, voru gerðar opinberar, og um þær fjallað í fjölmiðlum. 2. Við mat á því hvort vinnu- umhverfi í nýjum stóriðjuverum teliast fullnægjandi með hliðsjón af fyrrgreindum markmiðum laga hefur Vinnueftirlitið lagt til grundvallar upplýsingar um stöðu tækniþróunar við slíka fram- leiðslu í öðrum löndum og upplýs- ingar um áhrif mengunarefna sem fyrir liggja. Þeirri málmvinnslu- stóriðju, sem hér hefur einkum verið talin koma til álita, fylgir óhjákvæmilega nokkur mengun í andrúmslofti starfsmanna og henni er samfara nokkur hætta á atvinnusjúkdómum sem við þekkj- um ekki úr okkar hefðbundnu at- vinnuvegum. Því þarf að gæta fyllstu varúðar. Ekki hefur verið tekin formleg afstaða til þeirra áætlana sem nú eru uppi um stór- iðju, en almennt má segja að Vinnueftirlitið telji unnt að skapa fullnægjandi vinnuumhverfi í slikum fyrirtækjum, svo fremi beitt verði þeirri tækni sem völ er á í dag að ná slíkum markmiðum og að í áætlunum um byggingu Eyjólfur Sæmundsson fyrirtækjanna og í rekstri þeirra síðar verði lögð þung áhersla á gott vinnuumhverfi. Eyjóltur Sæmundsson er forstjóri Yinnueftirlits ríkisins. Þegar ég spurði Baldur Her- mannsson að því hvaða yfirlýs- ingar það væri sem hann vitnar til í áðurnefndri grein sagðist hann hafa í huga ummæli mín í sjón- varpsþáttum sem hann gerði fyrir nokkrum árum um stóriðju. Seint um síðir tókst mér að fá hljóð- upptöku af því sem ég sagði þar og fékk staðfest að þar hef ég hvorki kallað stóriðjuver eftirsótta vinnustaði eða betri en gengur og gerist i þjóðfélaginu. Vel má vera að stóriðjuver séu eftirsóttir vinnustaðir, m.a. vegna launa- kjara, en það er einkum síðari hluti þess sem haldið var fram að ég hafi lýst yfir sem máli skiptir og knýr mig til þess að óska eftir birtingu á þessari athugasemd. Það er hlutverk Vinnueftirlits ríkisins, sem ég veiti forstöðu, að fjalla á hlutlausan hátt um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi starfsmanna á vinnustöðum. Við mat á þessum þáttum eru höfð til hliðsjónar þau markmið sem sett eru í lögum um þessi mál nr. 46/1980, en í fyrstu grein þeirra segir að markmið þeirra sé m.a. að ntryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tækni- lega þróun í þjóðfélaginu." Meðal verkefna Vinnueftirlitsins er að fara yfir og meta áætlanir um ný stóriðjufyrirtæki með hliðsjón af þessu markmiði, og hafa eftirlit með starfandi iðjuverum. Vegna fyrrgreindra ummæla Baldurs Hermannssonar þykir rétt að upplýsa nánar um afstöðu Vinnueftirlitsins til þessara mála, en hún er byggð á reynslu af rekstri þeirra verksmiðja sem nú starfa hérlendis og upplýsingum um stöðu tækniþróunar á þessu sviði í nýjum og gömlum verk- smiðjum: 1. Á árinu 1983 var gerð úttekt á mengun í andrúmslofti starfs- manna í stærstu stóriðjuverum sem hér starfa nú, það er járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga og kerskálum álversins í Straumsvík. Slíkar mælingar eru mjög umfangsmiklar og ekki ein- falt að túlka niðurstöður. Megin- niðurstaða úttektarinnar í járn- blendiverksmiðjunni varð sú að aðstæður eru að mörgu leyti tald- ar góðar hvað mengun varðar Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! TVEIR, FJÓRTÁN, ÞRJÁTÍU ? Fjölmargir hópar og félagasamtök hafa notfært sér hina einstöku aðstöðu á efri hæð Torfunnar til funda og einka- samkvæma— og ekki að ástæðulausu. Þar eru 2 skemmtilegir salir undir súð, sem rúma 14 og 30 gesti hvor. Matseðillinn er fjölbreyttur, starfsfólkið lipurt og húsakynnin notaleg. Stefna okkar er og verður að veita góða þjónustu og bjóða aðeins það besta fáanlegt í mat og drykk. Leitið tilboða hjá yfirþjóni - verðið kemur á óvart. Opið alla daga frá kl. 11:00-23:30. VEITINGAHÚS AMTMANNSSTÍG 1 REYKJAVÍK SÍMl 91-13303

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.