Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 44

Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Nýtt kennslufyrir- komulag við barna- skólann á Húsavík _ Húsavík, 3. descnber. Á SÍÐAS'TA ári var tekið upp nýtt kennslufyrirkomulag við Barna- skóla Húsavíkur og bað ég því skólastjórann, Sigurð Hallmars- son, að skýra fyrir mér þetta nýja fyrirkomulag og fer greinargerð hans hér á eftir: Á síðasta ári var beitt nýjum starfsháttum í skólanum í tals- vert ríkara mæli en áður hafði verið. Upphaflega var þetta hugsað að nokkru til samstarfs sem leitt gæti af sér sparnað, auk þess sem reynt var að nýta ganga skólans sem kennslurými. Fóru kennarar suður til Reykja- víkur og Akraness til að sækja sér fyrirmynd að sveiganlegu starfi er nota mætti við okkar aðstæður. Reynsla sl. vetrar var slík, að ákveðið var í vor að við skyldum beita sveigjanlegu starfi í öllum skólanum í vetur. Nokkrar lagfæringar voru gerðar svo þetta mætti verða. Til dæmis voru gangar teppalagðir svo og skálinn uppi, en hann er nú nýttur sem kennslustofa. Auðvitað erum við að fikra okkur áfram og sníðum starf okkar að verulegum hluta eftir aðstæðum hér og við reynum að skapa aðstæður hagstæðar starfinu. En hvað er sveigjanlegt skólastarf? Um það er oftast rætt og ritað eins og allir hljóti að vita við hvað er átt. Hvernig það fer fram og í hverju breytingin sé fólgin frá því hefðbundna, þ.e. þvi sem flestir foreldrar þekkja og enda lærðu við sjálfir. Ekki ætla ég að gera þessu máli nein skil hér, enda sjálfsagt ekki til þess ætlast. En í stuttu máli er í sveigjanlegu skólastarfi reynt að koma meira til móts við nem- andann sem einstakling, þarfir hans og þrár. Hann ræður meiru um sinn vinnuhraða. Hann getur hlutast til um val þess verkefnis sem hann fær til úrlausnar. Hann gerir sér, í samráði við kennara, námsáætlun fyrir viku í senn og þegar árangur hverrar viku er skoðaður er næsta áætlun gerð. Þetta hvetur börnin til sjálfs- ábyrgðar í námi og veitir meira aðhald en margir halda. Þau starfa mun sjálfstæðara að nám- inu, en með eldra skipulaginu, þar sem allir áttu að gera sömu hlutina á sama tíma. Skólaform þetta er komið frá Bretlandi, þar sem því hefur ver- ið beitt í náiega aidarfjórðung. Hér á {slandi var þetta kennslu- form fyrst reynt í Fossvogs- skóla, sem var upphaflega til- raunaskóli á þessu sviði. Þykir hann hafa gefið góða raun og sannast það, að nemendur þaðan eru ekki síðri til að takast á við nám á eldri stigum grunnskóla þar sem hefðbundnar aðstæður eru, en þeir sem úr bundnu bekkjarkerfi koma. Fullvíst þykir að sveigjanlegt skólastarf reyni meira á undir- búning og hugkvæmni kennar- ans, sveigjanleika hans sjálfs og samstarfshæfni við aðra kenn- ara og sjálfsagt er erfitt að taka það upp, nema þar sem kennara- liðið er stöðugt. Hér á Húsavík höfum við verið svo heppin að lítil kennaraskipti hafa átt sér stað og hefur verið hér nálega sami kjarninn í kennaraliðinu sl. áratug. Við trúum því vissulega að við séum á framfaraleið, þótt Nemendur við skáknám á Húsavík. Nemendur við vinnu sína í skólanum á Húsavík. okkur finnist margt megi betur fara og vonandi verður það ætíð svo, en meðan það er skoðun okkar að þetta kennsluform megi verða til þess að gera nem- endur hamingjusamari, þ.e. sælli í starfi og sáttari við sig og sitt umhverfi ber okkur að beita því. Þannig fórust Sigurði Hall- marssyni skólastjóra orð um þessa nýju og eftirtektarverðu breytingu, sem nú er að ryðja sér til rúms, þó en sé óvíða komin. Fréttaritari. Framleiðum nú síróp sem stenst kröfur bakarameistarans. Rammíslenskt og gott í allan bakstur. Gerið verðsamanburð. Einnig bjóðum við síróp í stærri einingum fyrir bakarí, veitingastaði og mötuneyti. MATVÆLAIÐJAN MAR, SKÚTAHRAUNI 7, HAFNARFIRÐI, SÍMI 7 98 80 ®aed Svavar Gestsson um söluskattshækkunina: Tekjuskatts- lækkunin aðeins skattaskipting „MÉR FINNST að þetta sé að mörgu leyti sérkennileg niðurstaða, að hækka neyzluvörur, þegar ríkis- stjórnin er búin að létta sköttum af fyrirtækjum upp á mörg hundruð milljónir króna,“ sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins í tilefni af ákvörðun um 0,5% söluskattshækkun. Hann sagði síðan: „í annan stað er sérkennilegt, hvernig málið hefur borið að. Þessi ákvörðun virðist hafa verið erfið fyrir ríkis- stjórnina og hefur sýnt glöggt veikleika stjórnarinnar. í þriðja lagi tel ég rétt að komi fram, að ég geri ráð fyrir að við verðum á móti þessari söluskattshækkun." Aðspurður um hvað Alþýðu- bandalagið vildi gera í staðinn sagði hann: „Við höfum bent á margar leiðir. Það mætti til dæm- is taka upp um það bil einn þriðja af þeim sköttum, sem ríkisstjórn- in hefur létt af fyrirtækjum, til þess að vega upp í þessa upphæð. Þá má benda á það að lokum, að þessi 600 millj. kr. lækkun tekju- skatts, sem svo er kölluð, er nátt- úrlega aðeins skattaskipting reinilega, en ekki skattalækkun. staðinn fyrir þessa lækkun tekjuskatts er söluskattur hækk- aður og auk þess gert ráð fyrir stórauknum tekjum af sölu áfeng- is og tóbaks. Nýr söluturn á Seltjarnarnesi NÝLEGA hefur verið opnaður söluturn við Sundlaug Seltjarnarness. Eigandi er Óskar G.H. Gunnarsson, Seltjamarnesi. Söluturninn er opinn frá kl. 7.30 til 24.00 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.