Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Fulltrúar á Alþýðusambandsþingi teknir tali Páll Valdimarsson frá Reykjavík. Andstæður þurfa að skerpast „ÞETTA er heldur máttlaust þing og lítið merkilegt gerst hér. I'ingið einkennist af bræð- ingi,“ sagði Páll Valdimarsson, Dagsbrúnar- maður, í spjalli við blaðamann Mbl. á Alþýðu- sambandsþinginu. „Bræðingur stjórnmálaflokkanna hefur leitt af sér fjölgun varaforseta sambandsins, sem var fullkomlega ónauðsynlegt," sagði Páll. „Það lá fyrir að hér yrði kosið um varaforseta en þar sem þingið þorir ekki að hrófla við forystunni var sæst á að fjölga forsetum. Um fjölgun miðstjórnarmanna var meiri óvissa — eina leiðin til að fjölga konum í forystunni virðist hafa verið að bæta í miðstjórnina. Konurnar eiga fullan rétt á að fá stærri hlut en það er spurning hvort maður á endilega að kjósa konur vegna þess eins að þær eru konur.“ Þetta var fyrsta Alþýðusambandsþing Páls Valdimarssonar en hann hefur áður verið fulltrúi á þingum Verkamannasam- bandsins. „Þetta er dálítið þyngra í vöfum en Verkamannasambandsþingin en það felst vissulega ákveðið lýðræði í því að hafa full- trúa svona marga. Ég er andvígur því, að fulltrúum verði fækkað," sagði hann. Páll og annar Dagsbrúnarfulltrúi, Guð- mundur J. Hallvarðsson, lögðu fyrir þingið ítarlega kjaramálatillögu. „Við fengum hana að vísu ekki samþykkta," sagði hann, „en okkur tókst að koma einum kafla úr okkar tillögu inn í ályktun þingsins. Það var enda nauðsynlegt til að skerpa ályktunina — plaggið sem lagt var fram hér í upphafi var afar máttlaust og fyrir okkur vakti að skerpa tóninn. Það tókst að nokkru leyti. Annars má segja um kjaramálasam- þykktina, að hún er sami bræðingurinn og annað hér. Staða verkalýðshreyfingarinnar endurspeglast í þessum stöðuga þjóðstjórn- arbræðingi. Að mínu mati ættu verkalýðs- flokkarnir að notfæra sér meirihluta sinn á þinginu og í hreyfingunni í stað þess að vera stöðugt að sættast á málamiðlanir. And- stæðurnar þurfa að skerpast ef menn ætla að ná árangri," sagði Páll. — Nýleg Hagvangskönnun leiðir í ljós að almenningur ber ekki mikið traust til verka- lýðshreyfingarinnar. Hver er þín skýring á því? „Ég held að fólk svari því, sem það heldur að sé ætlast til að það svari. Þessi sama könnun segir manni líka, að fólk beri mikið traust til kirkjunnar þótt kirkjusókn sé sáralítil. Ég trúi ekki á þessa könnun — til þess eru þversagnirnar of margar," sagði Páll Valdimarsson. Landsbyggðin afskipt „FÓLK AF landsbyggðinni er nokkuð afskipt á þessu þingi, sérstaklega erum við Austfirðingar óánægðir með að hafa ekki fengið fulltrúa í miðstjórn sambandsins,“ sagði Jón Guð- mundsson, varaformaður verkalýðsfélagsins Fram á Seyðisfirði. „Flokkspólitíkin ræður allt of miklu hér, hún er númer eitt og svo verða sjónarmið landsbyggðarinnar og hin faglega pólitík að falla inn í það munstur.“ Um takmarkaða tiltrú almennings á verkalýðshreyfingunni sagði Jón m.a. að á meðan verkalýðsbaráttan hafi verið mjög hörð fyrr á öldinni hafi „allir vitað allt um verkalýðsmál. Foringjarnir komu úr hópi verkafólksins sjálfs. Nú er virknin orðin minni, fólk fylgist minna með því, sem verið er að gera. Okkur, sem erum í forystu fyrir félögunum og hreyfingunni allri, hefur mis- tekist að láta vitundina um gildi verka- lýðshreyfingarinnar lifa með verkafólki. Það þurfum við að vinna upp með öflugu fræðslu- og upplýsingastarfi. f félögunum út um landið hefur alls ekki verið lögð nóg áhersla á þá fræðslu. Auðvit- að ætti að leggja meginþunga á slíka starf- semi. MFA, sem er einskonar menntaskóli Jón Guðmundsson Mbi./Friðþjófur verkalýðshreyfingarinnar, er mjög þörf og gagnleg stofnun, en það vantar að leggja áherslu á grunninn — undirstöðuna vantar áður en komið er í þann menntaskóla. Heima á Seyðisfirði finnur maður fyrir þessu, þar vantar töluvert upp á að virknin sé nóg og við getum sjálfum okkur um kennt." — Hvað finnst þér hafa einkennt þetta þing fremur öðru? „Ja, það hefur verið hér mikil hreyfing meðal kvenna, sem ég er ágætlega sáttur við í sjálfu sér — en mér þykir vont að vera stillt upp þannig að ég þurfi að kjósa konu eingöngu vegna þess að hún er kona. Þær eiga að vinna sig upp í gegnum hreyfinguna eins og aðrir, kvennapólitíkin á ekki að ráða. Og svo hefur komið berlega í ljós á þessu þingi, að hér er allt ákveðið fyrirfram, allt er ákveðið fyrir okkur áður en við komum til þings, eins og hún bar með sér fréttin í Morgunblaðinu um úrslit miðstjórnarkjörs- ins, morguninn áður en kjörið fór fram! Við virðumst hafa komið hingað til að staðfesta það, sem þegar hafði verið ákveðið. Engu að síður hefur umræðan verið gagnleg og við óbreyttir getum vitaskuld lært mjög mikið af henni. Það er nú einu sinni eitt það gagn- legasta að hitta kollega sína og ræða málin,“ sagði Jón Guðmundsson. Hansína Á. Stefánsdóttir Virknin fer vaxandi „ÞETTA HEFUR verið gott þing og starfsamt. Hér hefur verið unnið mikið og athygli vakin á mörgum málum, sem góðar umræður hafa skapast um,“ sagði Hansína Á. Stefánsdóttir frá Verslunarmannafélagi Árnessýslu, sem kjörin var í miðstjórn Alþýðus&mbandsins á þinginu. Það kom fram í nýlegri könnun Hagvangs á gildismati og ýmsum viðhorfum Islend- inga, að þjóðin ber ekki sérstakt traust til verkalýðshreyfingarinnar. — Er hreyfingin kannski liðónýt, Hansína? „Nei, það er hún alls ekki. Það er með verkalýðshreyfinguna eins og til dæmis kirkjuna, virkni hins almenna félaga er ekki nógu mikil. Hann stendur frekar fyrir utan og skiptir sér ekki af því sem gerist. Það er enda margt sem glepur, fólk á sér ýmis áhugamál, sem ekki tengjast verkalýðs- hreyfingunni eða félagsmálum yfirleitt. Hitt er annað, að ég tel að virkni félaga í verkalýðsfélögunum sé að aukast, þannig er það til dæmis í mínu félagi. En svo að virkn- in megi verða almenn þarf að koma til meiri upplýsinga- og fræðslustarfsemi á vegum hreyfingarinnar. Mér finnst hiklaust að verkalýðshreyfing- in eigi skilið meira traust. Það viðhorf, sem kemur fram í Hagvangskönnuninni, á ef til vill rætur að rekja til þess, að fólk fylgist ekki nógu vel með því, sem gerist í hreyfing- unni — það veit einfaldlega ekki um nærri allt, sem gerist á hennar vegum. Og aftur er kannski meginástæðan sú, að verkalýðs- hreyfingin hefur ekki haft aðstöðu til að koma þeim upplýsingum nægilega vel frá sér.“ — Stjórnmálaflokkarnir hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni hér á þinginu. Ert þú sjálf sátt við hversu mikil ítök þeir hafa í störf- um sambandsins? „Ég er ekkert viss um að þeir hafi svo mikil áhrif þegar kosningar eru um garð gengnar. En það er ekkert sem segir, að það sé nauðsynlegt að flokkarnir myndi sínar „blokkir" fyrir þingið, það vekur óþarfa tor- tryggni. Hinsvegar nær „pólitiska plottið", sem svo hefur verið nefnt, aðeins til kosn- inga. Þegar miðstjórn hefur verið kosin vinna menn þar saman á faglegum grund- velli, ekki flokkslegum. Mig langar í framhaldi af þessu að benda á hvernig blöðin hafa fjallað um þetta þing. Þau hafa ekki lagt áherslu á neitt í sam- bandi við það nema kosningarnar og hin „pólitísku plott“. Þau hafa alveg látið undir höfuð leggjast að fjalla um það, sem mestu máli skiptir — umræðu um sjálf þingmál- in,“ sagði Hansína Á. Stefánsdóttir. Allir geta setið heima... VIGDÍS Rafnsdóttir úr trúnaðarmannaráói verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyj- um var í fyrsta sinn fulltrúi á Alþýðusambands- þingi. Þinghaldið kom henni á óvart, „svo ekki sé meira sagt“, sagði hún. „Ég átti von á að fólk kæmi hingað til að ræða málin,“ sagði Vigdís, „en hvernig á það að vera hægt þegar fimm eða sex hundruð manns sitja í salnum? Hvað geta margir tekið þátt í umræðunum þegar fulltrúarnir eru svona margir? Þetta er allt of stórt í sniðum. Það þarf að fækka fulltrúum og auka þess í stað atkvæðamagnið á bak við hvern og einn.“ Hún sagði einn gallann, sem fjölmennið leiddi af sér, vera þann að fólk vissi lítið um þá, sem verið væri að kjósa í trúnaðarstörf fyrir verkalýðshreyfinguna: „Manni sýnist að þetta sé mikið ákveðið fyrirfram. Ósam- ræmið milli Reykjavíkur og landsbyggðar- innar er líka áberandi og ekki síður tog- streitan milli fiskverkunarfólks, sem er lægst launað í landinu, og hinna." — En hvað um vantrú almennings á verkalýðshreyfingunni? Hver er þín skýring á því? Vigdís Rafnsdóttir „Það er rétt, fólk tekur almennt ekki mik- inn þátt í starfi verkalýðsfélaganna. En yf- irleitt held ég að fólk sé tregt til starfa fyrir sín félög. Það geta allir setið heima og rifið kjaft en það er heldur erfiðara að rífa sig upp og gefa kost á sér í sjálfboðavinnu. Ástandið heima í Eyjum er að vísu ágætt, okkar félag stendur betur að vígi hvað þetta varðar en mörg önnur. Ég hef líka rekið mig á það hér, að ýmsir þingfulltrúanna eru alls ekki virkir í sinum félögum og önnur félög hafa varla efni á að senda hingað fulltrúa. Mörg lítil félög eiga engan fulltrúa á þinginu. Og svo er þetta of langt — það er á mörkunum að maður nenni að sitja yfir þessu í heila viku. Ég held að það væri skynsamlegra að halda Alþýðu- sambandsþing á tveggja ára fresti, þá myndu nefndirnar starfa betur á milli þinga. Eins og nú er held ég að nefndirnar séu of stórar — sumar eru skipaðar tugum fulltrúa og það er augljóslega of þungt í vöfum," sagði Vigdís Rafnsdóttir. Gremja og sárindi „ÞETTA ÞING er fyrst og fremst vinnuþing. Þróunin hefur verið sú, að það er sífellt að fjölga þeim málaflokkum, sem fjallað er um enda verður starfsemi verkalýðshreyfingarinn- ar stöðugt flóknari eftir því sem þjóðfélagið verður flóknara. Fyrir svona tólf árum hefði vika þótt ríflegur tími fyrir Alþýðusambands- þing — nú dugar hún ekki lengur til að vinna eins vel og þyrfti að gera. Það veldur þreytu í liðinu — menn eru á þingfundum frá níu á morgnana og fram til átta og tíu á kvöldin og svo eru nefndafundir þar fyrir utan,“ sagði l'étur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, í samtali við blaðamann Mbl. í lok Alþýðusambandsþings. — Hvað finnst þér helst hafa einkennt þetta þing? „Það er þung undiralda og gremja og sár- indi yfir því hve lítið hefur miðað áfram í beinni kjarabaráttu á undanförnum árum. Það hefur til dæmis ekki tekist að lyfta lág- launahópnum upp í kapphlaupinu um launa- fúlgurnar, það fólk hefur orðið undir og það viðurkenna menn undir niðri. í nýgerðum samningum var samið um heldur meira fyrir fiskverkunarfólk — en ekki nóg. Það er enn í lægstu launaflokkum í landinu, neðsta þrepi launastiga ASÍ. Samt er þetta fólkið, sem skapar mestu gjaldeyr- isverðmætin. Gæðakröfurnar eru orðnar það miklar, að fiskvinna er orðin fagvinna, fyllilega sambærileg við störf í iðnaði og önnur betur launuð störf. En það er alltaf séð til þess að í lægsta þrepinu sé fólk á milli húsgangs og bjargálna. Það má líkja þessu við að maður lyfti fólki upp um eitt þrep í stiga, upp á bjargálna þrepið, en svo er stiganum sökkt og einu þrepi bætt við hann efst.“ Pétur var ásamt Baldri Óskarssyni og fleiri þingfulltrúum flytjandi kjarnyrtrar kjaramálatillögu, þar sem hvatt var til breytinga á pólitiskum valdahlutföllum í landinu og myndunar þjóðstjórnarafls vinstri manna. Talsverðar umræður urðu Pétur Sigurðsson um tillöguna, sem samþykkt var á endanum nokkuð breytt. „Það er einnig einkennandi fyrir þetta þing,“ sagði Pétur, „að menn eru af slæmri reynslu ekki fúsir til að taka stór- ar pólitískar ákvarðanir. Upphaflega tillag- an var töluvert beinskeittari en sú endan- lega en hún náði þó tilgangi sínum — sem er að auka pólitísk áhrif verkalýðshreyfingar- innar í landinu." — Áhrif stjórnmálaflokkanna á störf og stefnu þingsins hafa talsvert verið til um- ræðu hér. Hvað sýnist þér um þau mál? „Þetta er ekkert eina þingið, þar sem flokkanir hafa beitt sér. Það er jafnvel minna um það nú en stundum áður. Það er verið að bræða saman allar pólitískar stefn- ur í landinu; það segir manni kannski að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa haft of mikil áhrif á ákvarðanatöku verka- lýðshreyfingarinnar." — Að siðustu: Hvernig metur þú stöðu verkalýðshreyfingarinnar að loknu þessu þingi? „Ja, eftir síðustu samninga halda senni- lega ekki lengur tengsl manna í hreyfing- unni við stjórnmálaflokkanna. Ég vona að þetta sé ekki óskhyggja! Þótt ég sé sjálfur flokksbundinn Alþýðuflokksmaður hef ég alltaf verið í stjórnarandstöðu, kannski einna mest þegar Alþýðuflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Það er nefnilega þannig, að stjórnaröflin hafa alltaf krafist of mik- illa fórna af verkalýðshreyfingunni, þau hafa krafist þess að sínir menn nái áhrifum í hreyfingunni — og orðið misjafnlega mikið ágengt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.