Morgunblaðið - 11.12.1984, Síða 47

Morgunblaðið - 11.12.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 47 Eitt og annað tínt upp úr skúffunni Spjallað við Andrés Indriðason um nýju bókina „Töff týpa á föstu“ og fleira „Til aö unglingabók, sem gerist í dag, sé trúverðug þarf hún að vera skrifuð á lifandi máli og með tilsvörum sem einkenna þennan aldurshóp. Ég hef því lagt mig eftir að hlusta á unglinga og tala við þá,“ sagði Andrés Indriðason rit- höfundur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins vegna útkomu nýrrar unglingasögu eftir hann, „Töff týpa á röstu“. Þetta er þriðja og síðasta bókin um söguhetjuna Elías Þór Árnason, sjálfstætt fram- hald af bókunum „Viltu byrja með mér?“ og „Fjórtán, bráðum fimm- tán“. Að sögn Andrésar er hér um að ræða frásögn af dæmigerðum unglingi dagsins í dag, sem er að leita að sjálfum sér og samhengi í tilverunni. Nýtt hverfi og nýr skóli bíða Elíasar þegar haustar og hann byrjar í 8. bekk og nýtt líf. Er maður fullorðinn þegar maður er alveg að verða fimm- tán eða er maður barn? Mamma veit það ekki og hann veit það ekki heldur. Ef til vill gefur bók- in einhver svör. Andrés kvaðst hafa verið í launalausu leyfi frá störfum sín- um við sjónvarpið frá því í júní og yrði það fram í febrúar. „Ég hef notað tímann til að tína eitt og annað upp úr skúffunni og hef meðal annars skrifað verk fyrir svið og útvarp," sagði hann. Svissneskt útgáfufyrirtæki mun nú í byrjun næsta árs gefa út bókina „Polli er ekkert blávatn" í Sviss, Þýskalandi og Austurríki í þýðingu Jóns Laxdal. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og spennt- Morgunbladið/Bjarni Andrés Indriðason rithöfundur blaðar í bók sinni „Töff týpa á föstu“, sem nýlega kom út. ur að sjá hverjar viðtökurnar verða, en á eftir þessari bók munu koma út á þýsku bækurn- ar þrjár um Elías Þór Árnason," sagði Andrés. Fyrsta verk Andrésar var leik- ritið „Köttur úti í rnýri" sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu 1974. Síðan hefur hann verið óvenju afkastamikill og liggja nú eftir hann 17 verk, leikrit, sögur og kvikmyndahandrit. Leikrit hans „Þessi blessuð börn“ var nýlega sýnt í sjónvarpi í Noregi og Sví- þjóð og fékk góða dóma. Leikrit- ið verður einnig bráðlega sýnt í danska og írska sjónvarpinu og fyrirhugað er að sýna það á rás 4 hjá BBC, en þar eru eingöngu sýnd verk sem talin eru sérstak- lega vönduð. Þá hefur verið ákveðið að flytja útvarpsleikritið „Fiðrildi“ í Svíþjóð og ennfrem- ur hefur verkið verið þýtt á ensku og lagt fyrir leikritavals- nefnd Evrópubandalags út- varpsstöðva af hálfu ieiklistar- deildar útvarpsins. Leikrit Andrésar „Aldrei er friður" verður sýn á vegum áhugaleik- húsa úti á landi eftir áramótin og eins verður flutt barnasagan „Elsku barn“ í „Morgunstund barnanna" í útvarpinu í janúar og sitthvað fleira er á döfinni. Hafréttarsáttmálinn: Bretar skrifa ekki undir Lundúnum, 7. denember. AP. Aðstoóarutanríkisráðh erra Bret- lands, Malcolm Rifkind, sagði í dag, að Bretar myndu ekki undirrita haf- réttarsáttmálann áður en frestur til þess rennur út á morgun, sunnudag. Hann sagði jafnframt óljóst með öllu hvensr Bretar myndu undirrita og öruggt aö þeir myndu ekki gera það nema ýmislegt í sáttmálanum yrði fært til betri vegar. Hann sagði þó að Bretar myndu ekki koma í veg fyrir að önnur lönd Evrópubanda- lagsins myndu skrifa undir. Bandaríkin, Vestur-Þýskaland og fleiri iðnríki hafa neitað að undirrita sáttmálann og það á sömu forsendum og Bretar bera fyrir sig, sem sé alþjóðlega stjórn yfir námuvinnslu á hafsbotni. Það stafar af því, að slík stjórn myndi færa fátækum þjóðum mikið af auðnum, þjóðum, sem hafa ekki burði til að vinna hann. Ef til samstarfs við ríkari þjóðirnar kæmi, yrðu þær að deila tækni sinni og þekkingu, og það mun í ýmsum tilvikum vera þeim þvert um geð. SPENNANDI - SPENNANDI - SPENNANDI Theresa Chailes Treystu mér, ástin mín Alida eiíir blómstrandi öryggisíyrirtœki eftir mann sinn, sem haíði stiað henni og yngri íiœnda sínum sundur, en þann mann heíði Alida getað elskað. Hann var samstarísmaðui hennar og sameigin- lega œtla þau að framíylgja skipun stofnandans og eyðileggja þessi leynilegu skjöl. En fleiri höfðu áhuga á skjölunum, og hún neyðist til að leita til frœndans eftir hjálp. En gat hún tieyst frœndanum...? “XKoiÍSA. 'QmcÍv* Treystu mér ástinmín HARIUR\ . | vgartland Ávaldi ástarinnar Erik Nerlöe Hamingjustjarnan Annetta verður ástíangin af ungum manni, sem saklaus hefur verið dœmdur í þunga iefsingu íyrir aíbrot, sem hann hefur ekki framið. í íyrstu er það hún ein, sem trúir íullkomlega á sakleysi hans, - allir aðrir sakfella hann. Prátt fyrir það heldur hún ötul baráttu sinni áíram til að sanna sakleysi hans, baráttu, sem varðar lífshamingju og framtíðarheill þriggja manna^ Hennar sjálírar, unga mannsins, sem hún elskar, og lítillar þriggja áia gamallar stúlku. k '1-íliÁel'tilxJili 1_ ErikNeriöe HAMINGJU SmRNAN Bœkur Theresu Charles og Barböru Cartland haía um mörg undaníarin ár verid í hópi vinsœlustu og mest seldu skemmtisagna hér á landi. Rauðu ástarsögumar haía þar íylgt íast á eftir, enda skrif ■ aðar aí höíundum eins og Else-Marie Nohr, Erik Nerlöe og Evu Steen, sem allir em vinsœlir ástar- sagnahöfundar. Eldri bœkur þessara vinsœlu höfunda em enn íáanlegar í flestum bókabúðum eða beint frá forlaginu. Barbara Cartland Á valdi ástarinnar Lafði Vesta íerðast til ríkisins Katonu til að hitta prinsina sem þai ei við völd og hún heíur gengið aö eiga meö aðstoö staðgengils í London. Við komuna til Katonu tekur myndailegur greiíi á móti henni og segir henni að hún verði að snúa aítur til Englands. Vesta neitar því og gegn vilja sínum tekur greiíinn að sér að fylgja henni til prinsins. Það verður viðburðarík hœttuför, en á leiðinni laðast þau hvort að öðru. En hver var hann, þessi dularíulli greiíi? Else-Marie Nohr Ábyrgö á ungum heröum Rita berst hetjulegri og örvœntingaríuilri baráttu við að vernda litlu systkinin sín tvö gegn manninum sem niðdimma desembernótt, - einmitt nóttina, sem móðii hennar andast - leitar skjóls í húsi þeirra á ílótta undan lögieglunni. Hann segist vera íaðir barnanna, kominn heim írá útlöndum eítir margra áia vem þar, en er í rauninni hœttulegur aíbrotamaður, sem lögreglan leitai ákaft, eítir ílótta úr íangelsi. Eva Steen Hún sá þaö gerast Rita er á örvœntingaríullum flótta í gegnum myrkrið. Tveir menn, sem hún sá íremja hrœðilegt aíbrot, elta hana og œtla að hindra að hún geti vitnað gegn þeim. Þeir vita sem er, að upp um þá kemst ef hún nœr sambandi við lögregluna og skýrir írá vitneskju sinni, og því em þeir ákveðnir í að þagga niöur í henni í eitt skipti fyrir öll. Ógnþmngin og œsilega spennandi saga um afbrot og ástir. (^ÍSfelSíUKÍK.. r.v.iSU'cn HÚN SÁ ÞAÐ GERAST Já, þœr eru spennandi ástaisöguinar íiá Skuggsjá — — ; ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.