Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 ímeimenöldhefur jj| ■j verið í jararbroddi í geró heirmlstœkja Fá fyrirtæki geta státað af slíkri reynslu. Þess vegna getur þú treyst því að þegar þú kaupir vöfflujárn frá GROSSAG þá kaupir þú vandaða XRYGGIRGÆÐIN veturþýska gæðavöru. wmmm—m—mm—mm—m 120 ARA REYNSLA Domus, Laugavegi 91 Glóey, Ármúla 28 H.G. Guðjónsson, Suðurveri Jón Loftsson, Rafdeild Mikligarður við Sund Rafbúð Dómus Medica, Egilsg. 3 Rafbúðin, Auðbrekku 18 Rafha, Austurveri Rafmagn, Vesturgötu 10 UTSOLUSTAÐIR: Rafviðgerðirhf., Blönduhlíð 2 Mosraf, Mosfellssveit Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi Rafblik, Borgarnesi Verzlunin Kassinn, Ólafsvík Húsið, Stykkishólmi Straumur h.f. ísafirði Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri Raftækjaversl. Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum Elías Guðnason, Eskifirði Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli Kaupfélag Árnesinga, Selfossi Reynir Ólafsson Rafbúð, Keflavík JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. Að mála myndir með stórum staf Spjallað við Hallgrím Helgason myndlistarmann Hallgrfmur Helgason, 25 ára gamall myndlistarmaður, hélt sýn- ingu nýlega í Nýlistasafninu. Var þetta viðtal tekið við hann af því tilefni. Hallgrímur lærði í eitt ár við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og annað ár við akademíuna í Miinchen. Undanfarin tvö ár hef- ur hann verið heima og málað. Ég spurði Hallgrím fyrst hvort hann hefði talið sig vera búinn að læra nóg. „Það er ágætis hugmynd að fara í skóla, ef menn vita ná- kvæmlega hvað þeir vilja læra. En listamenn vita aldrei hvað þeir vilja læra og á námsárum mínum voru menn enn í hópefl- inu svo mér fannst bara ekki vera pláss fyrir mig lengur. Ég varð að komast út á bersvæði, út úr þessum myndlistarskógi, til þess að finna hvaðan vindurinn blés. Og það var komin norðan- átt með heiðum himni." Og þú fórst út. „Já. f einn vetur var ég við listaakademíuna í Múnchen, sem líktist reyndar frekar lista- mannaathvarfi. Enda veitir þeim víst ekki af þarna úti í hinni hörðu samkeppni. Mér leið allan tímann eins og ég væri á rithöfundarnámskeiði. Fólki var ekki veitt listrænt hæli fyrr en það var farið að mála eins og prófessorinn sjálfur, sem bland- aði litina með bjór, enda á kafi í nýjá þýska bjórmálverkinu. En ég sá auðvitað fram á að þurfa að mála íslenskt bjórlíkismái- verk þegar heim kæmi. Auk þess skipta akademíur heimsins hundruðum, prófessorarnir þús- undum og nemendurnir milljón- um svo það var auðvelt reiknis- dæmi fyrir mig að hætta.“ Þú talar um harða samkeppni erlendis. Þá er nú auðveldara að verða heimsfrægur á íslandi? „Jú, jú, örugglega. Úti er ekki hægt að mála í nokkra mánuði, panta síðan sal og sýna og selja. Þar er róðurinn þyngri. Þar þarf að reyna að geðjast svo mörgum að oft virðist manni það ótrúlegt aö nokkuð nýtt geti gerst. En hér geta náttúrulega allir orðið að númerum, jafnvel þótt þeir máli eftir númerum. Öllum er gert jafn hátt undir höfði, allir fá sömu athygli, jafn- vel þótt þeir séu löglega afsakað- ir sem frænkur, frídundarar, frí- múrarar eða friðarsinnar. Það virðist ekki vera neinn áhugi á að gera upp á milli manna. And- rúmsloftið er svo lamað og „lí- bó“.“ En hvað fannst þér t.d. um „út- lendingana“, sem sýndu að Kjar- valsstöðum? „íslensku útlendingana? Mér fannst merkilegt hvað þeir eru allir líkir löndum sínum, bera keim af þeim löndum sem þeir dveljast í. Guðmundssynir þóttu mér bestir. Sigurður er náttúru- lega besti nútímalistamaðurinn íslenski, hefur stærsta Ijósopið, þó hann sé að vísu orðinn það þekktur að hann geti leyft sér að vera svolítið óskiljanlegur." Hvernig málar þú þínar myndir? „Hægt og bítandi, nudda þetta hálfan mánuð, þrjár vikur í hverri mynd, án þess þó að þær breytist mikið, nema til batnað- ar. Yfirleitt er hugmyndin skýr áður en ég byrja, enda mála ég samkvæmt frummyndakenningu Platóns. Mynd mín af hlutunum er hugmynd mín um hann.“ Þig dreymir ekki myndirnar eins og Dag Sigurðarson? „Dagdreymir þær kannski. En viðfangsefnin eru öll úr ytri heiminum. Ég er svo mikill skynsemisgripur. Ég er ekki að reyna að tjá neitt, nema hvað ég er hrifinn af heiminum, er ekki að fara neitt með þessu. Ég mála alveg hlutlaust, er ekki að teygja fólk í sundur, afhausa það, eða klína málningu í hárið á því. Ég geri vel við mitt fólk og reyni frekar að fegra það en hitt. Ég vil bara að myndir mínar verði til vitnis um að maður hafi lifað á þessari jörð.“ Ertu þá einskonar annálaritari? „Já, þarna hittirðu naglann á höfuðið. Mér finnst einmitt heimildagildi myndlistar eitt það mikilvægasta. Að hún megni að lyfta því bitastæðasta upp úr „tímans þunga nið“ og þar kem- ur hlutleysið til sögunnar. Ég held að listin sé best þegar hún er ekki list heldur aðeins mynd- ir, sögur eða ljóð. Auk þess er það staðreynd að myndin er að- eins ný þar til hún þornar og síðan gömul alla tíð eftir það. Ég er eiginlega að mála gamlar myndir. Ég geri nútíðina að for- tíð.“ En nú er sagt að listamennirnir eigi að ryðja brautina. „Ég held frekar að listamenn- irnir séu á eftir tímanum, mæti á staðinn þegar allar breytingar eru um garð gengnar. Þeir setja endapunktinn aftan við þróun- ina. Listamennirnir rogast enn með þessa gömlu listhugmynd, sem venjulegt nútímafólk er löngu búið að losa sig við og sest inn í stofu að horfa á mynd- segulbandið. Listin getur aðeins reynt að sætta menn við það sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.