Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 53

Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 53
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 53 Aflaverðmæti Hafþórs 14 milljónir króna síðan í september: „Rækjuveiðin nán- ast vonlaus nema fryst sé um borð“ „ÞETTA gengur aldrei nógu vel, en er þó miklum mun betra síft- an við settum frystitæki um borft í skipið seinni hluta sumars. Út- hafsrækjuveiðin virðist nánast vonlaus, nema rækjan sé fryst um borð, svo mikill er afkomu- munurinn,“ sagði Birgir Valde- marsson, útgerðarmaður Haf- þórs á ísafirði, í samtali við Morgunblaðið. Hafrannsóknaskipið Hafþór hefur nú verið í leigu nokkurra að- ila á ísafirði síðan í marz á síðasta ári og verið gert út á úthafsrækju. Fyrst í stað var rækjunni landað til vinnslu í rækjustöðvum á ísa- firði og Hnífsdal, en síðla sumar voru sett í skipið frystitæki og rækjan síðan fryst um borð og flutt út til Japan. Birgir sagði ennfremur, að Haf- þór væri nú á veiðum á Dorn- banka, en erfið veður á þessum árstíma drægju nokkuð úr afla. Á hinn bóginn væri verð fyrir sjó- frysta úthafsrækju mjög gott um þessar mundir. Það væri Seifur hf. sem annaðist söiu hennar til Jap- an og frá því frystitækin hefðu verið sett um borð og skipið hafið veiðar að nýju í september væri aflinn orðin 81 lest að verðmæti um 14 milljónir króna. Kostnaður- inn við breytingar á skipinu til þessa væri um 20 milljónir króna, sem leigjendur hefðu lagt út fyrir sjálfir. Þessar breytingar hefðu verið nauðsynlegar, því þessar veiðar væru nánast vonlausar, ef rækjan væri ekki fryst um borð. Á fjórða þúsund hestar í Reykjavík HESTAEIGN Reykvíkinga hefur aukist um helming á undanfornum tíu árum, en alls voru 3.395 hestar skráðir í eigu borgarbúa í árslok 1983. Á Reykjanessvæðinu voru 6.392 hross á skrá í ársiok 1983, en árið 1973 voru þeir 3.459. Hestaeign íbúa Reykjanessvæðis skiptist sem hér segir: Reykjavík 3.395, Kópavogur 960, Seltjarnarnes 26, Garðabær 188, Hafnarfjörður 914, Kjósarsýsla 548, Grindavík 8, Keflavík 222, Njarðvík 22, Gull- bringusýsla 109. Nýjasta bók Alistair McLean IÐUNN hefur gefið út nýjustu bók Alistair MacLean; „Dyr dauðans". í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Dyr dauðans gerist á slóðum sem mörgum íslendingum eru nú- orðið kunnar, þ.e. í Amsterdam þar sem hann teflir saman óbil- gjörnum hryðjuverkasamtökum og yfirvöldum landsins. í upphafi bókarinnar er hinn frægi flugvöll- ur Hollendinga Sciphol kominn á kaf í vatn, flugvélarnar liggja sem hráviður umhverfis flugstöðvar- bygginguna og ráðamenn sitja á neyðarfundum því að búist er við frekari ógnum af hendi hryðju- verkamanna." Ráðstefna um sveigj- anlegan vinnutíma RÁÐSTEFNA um sveigjanlegan vinnutíma í fyrirtækjum verður hald- in fimmtudaginn 13. desember kl. 13.30 í Hugvísindahúsi Háskóla ís- lands. Á ráðstefnunni verður kynnt könnun, sem gerð var í 30 fyrir- tækjum á sveigjanlegum vinnu- tíma. 4. árs nemendur í viðskipta- deild HÍ standa að ráðstefnunni og hefur Þórir Einarsson prófess- or skipulagt hana. Öllum er heim- ill aðgangur. favrjum dcgi' I commodore HEIMILISTÖLVUR Commodore-heimilistölvur eru fjölhæf undratæki. Þær tefla við þig skák, spila við þig, hjálpa til við ritgerðina eða útreikningana. Commodore-heimilistölvur tengjast beint við sjónvarpið í stofunni. Commodore-64 Jólagjöfin íár F= ÁRMÚL'A 11 SlMI 81500 9*3 'tonleot i Sír/us r '^eftiri agðSon O0 , , c.,, <hl: svl *tlSnest/ ferfá* W su^ erT***1"* «1. v*»ilin "'£eitl úr Ur *eidt 200 &. Síríus Kbnsum suðusúldadaði Gamla góða Síríus Konsum súkkulaðið er í senn úrvals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr bestu hráefnum, er sérlega nærandi og drjúgt til suðu og í bakstur, enda jafnvinsælt í nestispökkum ferðamanna og spariuppskriftum húsmæðra. Síríus Konsum er vinsælast hjá þeim sem velja bara það besta. MQH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.